Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 21
ÁSGEIR MARKÚS JÖNSSON, GagnfrœcSaskóla Vesturbœjar: Orðskv. 23. 26. „Son minn gef mér hjarta þitt“. Jesús biður um hvers manns hjarta, hversu hlaðiS af syndum, sem það kann að vera. Hann kallar á alla og stendur með útbreiddan faðminn og bíður þín lika. 1 Matt. 11. 28—30 segir Jesús: „Komið til mín allir“..... Það er yndislegt að heyra hann segja: „Komið til mín allir“. Þetta á erindi við alla, bæði þig og mig. Guð gefi okkur náð til þess að koma í einlægni með allt, sem okkur liggur á hjarta, til hans. — „Þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvild“. Það er dásamlegt að mega koma til hans í trausti þess, að hann muni taka á sig allar okkar syndir og veita okkur hvíld, fylla hjörtu okkar friði. Meðan við erum ung, hugsum við oft, þegar við heyrum kall frelsarans, ekki enn- þá, ég er of ungur, ég vil njóta lífsins. Kæri vinur, þetta er mín reynsla. Ég varð ekki hamingjusamur, fyrr en ég gafst Guði, og átti Jesúm fyrir minn persónulega frelsara og vin, og ég vil ráðleggja þér, sem ekki hefur gefizt hon- um, leitaðu hans, meðan þér gefst tækifæri, ját- aðu synd þína frammi fyrir augliti hans, og þá munt þú finna, að blóð Jesú, Guðs sonar, hreinsar hjarta þitt. Þú hefur eflaust fundið það oftar en einu sinni, að Jesús kallar þig til fylgdar við sig. En hefur þú hlýtt því kalli? I Sakaría 1. 3. stendur: „Snúið til min, segir Drottinn hersveitanna, þá mun ég snúa mér til yðar“. Þú veizt, að þú getur leynt mörgu fyrir mönnum, en gerir þér kannske ekki grein fyrir, að ekkert er hægt að dylja fyrir Guði. En finnst Ásgeir M. Jónsson • þér ekki gott að geta snúið þér með alla erfiðleika og syndir þinar til Guðs? Hann segir, að hann muni ekki snúa sér á móti þér, heldur að þér, og hann hreinsar þig af allri synd og leiðir þig á mjóa veginum og styrkir þig. I einum söng stendur: Áfram skal þitt orðtak vera. Andi Guðs mun styrk þér ljá. Dag hvern skaltu biðja og bera blessun öðrum, Guði frá. Játning þína hátt lát hljóma, hæstan tel þinn vera sóma: Fáirðu að þjóna Kristi, er keypti á krossi þig. Helgaðu Jesú hjartablóð þitt allt, hiklaust með honum hér þú berjast skalt, Fylk þér við fánann, fel þig krossinn við, Guð þér þar gefur, gleði, kraft og frið. Ef maður athugar þessi vers vel, þá sér maður, hve mikið þau innihalda. Áfram, já, áfram að markinu, og markið er hann, Jesús Kristur. Gefum honum hjarta okkar. Það er mjög áríð- andi að biðja til hans stöðugt, ekki aðeins, þegar KRISTILEGT SKÖLABLAÐ 19

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.