Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 28

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 28
1 Vatnaskógi FRÁ STARFI K.S.S. » / VindáshlíS A Við stöndum nú fyrir utan skálann og virðum fyrir okkur hvernig frítímanum er varið þessa stundina. Nokkrir eru að búa til snjókerlingu, aðrir eru í snjókasti á flötinni rétt hjá skálanum. Inni í skála er verið að tefla eða í tennis, spila Lúdó og fleiri spil. Nokkrir hafa safnazt saman í kringum orgelið og eru að syngja. Þeir, sem hafa með sér gítar, spila undir. Þannig liður timinn óðfluga. Við vitum ekki fyrr en komið er kvöld. Um kvöldið safnast allir saman við. arineldinn til kvöldvöku. Það er samfelld dagskrá og komið víða við. Föstudagurinn langi er alltaf með sérstökum hátíðarblæ. Allir reyna að snyrta sig eftir beztu getu. Fyrir framan skálann blaktir fáninn í hálfa stöng. Kl. 2 er blásið til guðsþjónustu í borðsalnum. Það hvílir heilög alvara yfir hópnum. Við syngjum: Ó, höfuð dreyra drifið. Ungur piltur les úr Passíusálmunum: Svoddan aðgættu, sála mín, sonur Guðs hrópar nú til þín, hvað þér til frelsis þéna kann, það er fullkomnað, segir hann. Enn einu sinni heyrum við þessa gömlu hrífandi sögu: En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. (Jes. 53, 4). Þessi alvarlegu orð grópast djúpt í hugann. Það er ekki hægt að ganga út og gleyma: Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon- um, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. (Jes. 53, 5). Og við syngjum: Vist ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár. Um kvöldið er svo kvöldvaka, er þá orðið gefið laust. Segja þá margir frá reynslu sinni í samfélagi við Guð. Klukkan langt gengin í tólf er kvöldversið sungið: Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesú, hér. — Hópurinn tínist út úr salnum. Sumir fara beint í hátt- inn, aðrir leita einverunnar úti í skógi eða fá kunningja smn til að koma í göngutúr. Það er margt, sem ræða þarf, og um margt að hugsa eftir slíkt kvöld. Allmargir hverfa inn í kapelluna, þeir þurfa að tala við Guð. Aðalfundur Kristilegra skólasamtaka (K.S.S.) var haldinn að þessu sinni ll.október 1958. Á þessum fundi var kosið í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Eftirtaldir skólanemendur hlutu kosningu: Þórir Guðbergsson, Kennaraskóla Islands, formaður, Hilmar E. Guðjónsson, Verzlunarskóla Islands, ritari, Guðmundur Þ. Agnarsson, Verzlunarskóla Islands, gjaldkeri, Helgi Hróbjartsson, Handíða- og myndlistarskólanum, meðstjórnandi, Stína Gisladóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, meðstjórnandi. Fulltrúi Kristilegs stúdentafélags í stjórninni er Benedikt Arnkelsson, cand. theol. Starfið í vetur hefur gengið mjög vel. Fundir hafa verið ágætlega sóttir, að meðaltali 60—70 fundargestir. Auk venjulegra funda var haldinn útbreiðslufundur, jólafundur og árs- hátíð, sem allt var mjög fjölsótt, rúmlega 100 fundargestir. Efni fundanna er reynt að hafa þannig, að sem flestir geti haft ánægju ag blessun af. Markmið K.S.S. er að benda framhaldsskólanemendum á Jesúm Krist sem frelsara mann- anna frá glötun. Aðalatriðið í öllu starfi K.S.S. er Jesús Kristur. Margir nýir félagsmenn hafa bætzt í hópinn, og er það merki þess, að starfið er í hendi Guðs. Einn veigamesti þáttur félagsins eru skólamótin, sem haldin eru. Fyrsta skólamótið var haldið í Kaldárseli 6.—7. maí 1944. Síðan hafa þau verið haldin einu sinni til tvisvar á ári, þangað til í fyrra, þá voru þau þrjú: I Vatnaskógi um páskana, ölver í júní og Vindáshlíð í september. í Vatnaskógi. Allan veturinn er beðið um blessun Drottins yfir mót- in á bænarstundum samtakanna (þriðjudögum kl. 8.30 e. h.). Á mótunum eru það ungar raddir, sem tala. Það eru yfir- leitt meðlimir félagsins, sem koma fram til að benda á þá lifshamingju og þann lífsgrundvöll, sem þeir hafa fundið í Drottni, Jesú Kristi. Þetta er tilgangur þessara móta. Það er ekki aðeins til að njóta útiverunnar eftir langa innisetu yfir bókum, að boðað er til þeirra. Nei, aðaltilgangurinn er að hugleiða í kyrrð, hvort boðskapur föstudagsins langa og páskanna eigi nokkurt erindi til islenzkrar æsku í dag. -K -X -K Nú fór illa í jakahlaupinu. t snjókasti 26 KRISTILEGT SKÖLABLAÐ KRISTILEGT SKÖLABLAÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.