Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 30

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 30
SÉRA MAGNÚS RUNÓLFSSON Mu '> L A • icin ocj uantruin Magnús Runúlfsson Það er gömul saga, að vantrúin ræðst á Biblí- una. Biblían er trúarbók vor, sem kristnir viljum vera. Hún fræðir oss um Guð og vilja hans. Hún veitir oss huggun og styrk. Hún hvetur oss til athafna. Vantrúin ræðst á Biblíuna og segir: Hún er ekki vísindaleg. Það er vísindalega sannað, að enginn Guð sé til. — En vér vitum, að þetta er rangt. Það getur enginn sannað, að Guð sé ekki til. Biblían segir: „Himnarnir segja frá dýrð Guðs og festingin kunngjörir handaverk hans.“ Sálm. 19,2. „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð,“ Sálm. 14, 1. Vantrúin segir, að sköpunarsagan í Biblíunni sé í ósamræmi við vísindin. T. d. sé það rangt, að Guð hafi skapað heiminn og gjört það á 6 dög- um. Auk þess sé sagan heimskuleg, af því að Bibl- ían segi, að ljósið sé skapað fyrsta daginn, en sól- in ekki fyrr en fjórða daginn. Enn fremur segi hún, að jurtir séu farnar að spretta á jörðinni, áður en sólin kemur til sögunnar. Þá sé það og rangt, að Guð hafi skapað jurtir og dýr hvert eftir sinni tegund, en vitað sé, að hvort tveggja hafi þróazt hvað fram af öðru á óralöngum tíma; það hafi vísindin sannað. Þess vegna sé ekkert mark takandi á Biblíunni. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, að saga lífsins á jörðinni er rakin i sömu röð í Biblíunni og í náttúrufræðinni. Biblían er engin náttúru- fræði, allra sízt náttúrufræði með aðferðum og orðfæri nútímans. Hún flokkar t. d. jurtir og dýr öðruvisi. Hún nefnir ekki einu sinni allt. — Ég glaptist einu sinni á þessu og hélt, að sköpunar- sagan nefndi ekki stjörnurnar (sjá Krl. skólablað 1951). Biblian er alls ekki skyldug til að segja frá öllu á sama hátt og vísindin. Auk þess hafa vísindin oft farið villt. T. d. kenndi Aristóteles, hinn mikli og frægi vísinda- maður fornaldar, að tennur væru færri í konum en körlum, og að fuglar nokkrir (rauðhálsar) breyttust í aðra tegund (rauðstéli) á haustin. Svona fjarstæður finnast ekki í Biblíunni. Taktu Biblíuna og athugaðu, hvað hún segir um himingeiminn, dýrin, jurtirnar o. s. frv. Hún segir rétt frá. Hvin fer ekki með fáránlega hluti — en það hafa svokölluð vísindi gert stundum. Biblían segir: „1 upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ — Þetta hefur e. t. v. aðeins tekið augna- blik. „Hann talaði, og það varð. Hann bauð, og þá stóð það þar,“ Sálm. 33. 8. Nú á dögum er til sú hugmynd og er rökstudd, að heimurinn hafi myndazt við mikla kjarnasprengingu, í einu vet- fangi (sjá bókina „Vísindi nútímans", bls. 49); er þá talið, að sú sprenging hafi tekið „svo sem klukkutíma". En þetta er ekki eina skýringin, sem komið gæti til greina hjá vísindamönnum. Þeir um það. Ef til vill ráða þeir þessa gátu að lokum. Enn sem komið er hefur þekking þeirra ekki farið fram úr trúnni (þ. e. Biblíutrúnni) í þessu efni. Biblían lýsir sköpuninni eins og sex daga verki. En eigi er þörf að skilja hana bókstaflega. Hún nefnir að vísu venjulega daga (smbr. 14. versið í frásögunni). En sé litið á söguna sem spámann- lega lýsingu, þá er ekki þörf að halda, að Guð hafi látið allt þetta gerast á 6 dögum. Hiin segir mér: Guð hefur skapað þig og alla hluti. Allt er i hendi hans, bæði dautt og lifandi. 28 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.