Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 31

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 31
Ég fæ nú ekki séð neitt heimskulegt við það, að ljósið sé komið til sögunnar á undan sólinni. Ljósið er ekki bundið við sólina eina. Ljós verður til, þótt sortni sól og máni og vetrarbrautir farist. — En hvernig gátu jurtir sprottið á jörðinni, áður en sólin kom? Ég held ekki, að skilja beri sköp- unarsöguna þannig, smbr. það, sem áður er sagt. En þróunarkenningin, rekst hún þá ekki á sköp- unarsöguna? Nei, sköpunarsagan segir ekki, að engin breyting hafi orðið á tegundunum. Tökum t. d. Adam. Var hann hvítur? Þess er ekki getið. En Biblían þekkir einnig svarta menn. Litarháttur manna er með ýmsu móti. Breytingar hafa gerzt. Biblían segir ekki, að allt sé eins nú og í upphafi. Hún fer ekki út í allt, en lætur nægja stóru drætt- ina. Ég hef reynt að gera grein fyrir því, að Biblían fari ekki í bága við rétta þekkingu. Vera má, að greinargerð mín sé slæm, en þá ber að hafa það heldur, er sannara reynist. Óhræddur er ég um Biblíuna. En vísindin, þekking mannanna, hafa tekið margs konar breytingum. Jafnvel Aristó- teles skjátlaðist. Heimsmynd Biblíunnar er ekki kenning, held- ur eðlilegur hlutur: heimurinn séður frá jörðinni án vísindalegra rannsókna. Sama gerum vér, þeg- ar vér tölum um sólarupprás og sólsetur, t. d. En hvernig lízt þér á þessa mynd, sem brugðið er upp í Biblíunni? „Hann þenur norðrið út yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum.“ Þessi lýsing Jobsbókar (26, 7) er langtum eldri heimsmynd nútímans og einnig eldri en djörfustu heimsmyndir fomaldar. Gef frið á jörðu, faðir vor, og fyrirgef oss öllum. Vér gengið höfum glæpaspor á glapstig dauðans köllum. Hvert bam á sök með sér, hvers sál með ábyrgð fer. Hver þjóð er sek í synd. Hver sök er neyðarlind. Því fram í bæn vér föllum. Ó, virztu að opna augu vor, að orsök táls vér sjáum, og leið oss inn á lífsins spor, að ljúfum friði náum. Gef hjörtum helgan frið og himneskt dýrðar mið. Gef lýðum líkn og náð og lífsins hjálparráð. Þá frið vér höndlað fáum. Þitt helgist nafn um lög og láð, þér lúti sérhvert hjarta. Nú komi skjótt þitt ríki og ráð, er reisi framtíð bjarta. Gef dróttum daglegt brauð. Oss drag úr syndanauð og freisting frá oss snú og frelsa lýð þinn nú. 1 dýrð munt, Drottinn, skarta. M. R * o,u roóiivii Heyrið boðskap himinsala. Heyrið, börnin jarðardala. Krossins undraorð. Heyrið liðnar aldir óma, aldnar tímans raddir hljóma, Krossins undraorð. Hlustið eftir hjartans máli. Hverfið burt frá tímans prjáli. Krossins ymur orð. Innsta þráin er að finna, enga sál til leitar ginna. Krossins ymur orð. Hér er svar við hjartans máli. Hér er lausn frá skuggans táli. Krossins undraorð. Innsta þráin frið skal finna, frelsi Guðs mun engan ginna. . Krossins undraorð. M. R. KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.