Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 33

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 33
er JSillícin ? (Stytt endursögn á kafla í bók Bo Giertz: Den stora lögnen och den stora sanningen). Engum kristnum manni hefur nokkurn tíma til hugar komið, að allt í Biblíunni sé jafn mikilvægt, hafi sama beina hlutverki að gegna sem vitnis- burður um Guð. Engum sálusorgara kemur til hugar að ráða mönnum að lesa Biblíuna í belg og biðu. Allir, sem iðka biblíulestur, vita, að þeir hafa að jafnaði meira að sækja í Nýja en Gamla testamentið, meira í Sálmana og Jesaja en Kroniku- bækurnar. Það er góð og gömul regla, að sá, sem ekki er handgenginn Biblíunni, skuli ekki byrja lestur sinn á 1. Mósebók, því að þá kemst hann að líkindum aldrei lengra en út í þá 3., heldur á einhverju guðspjallanna. Og þetta er ekkert undar- legt, ef athugað er, hvað Biblían vill vera. Biblían er vitnisburður um Krist. Það má líkja henni við stórt málverk, sem dregur upp mynd Frelsarans. Þegar menn horfa á málverk af manni, beinist athyglin fyrst að andlitinu, því að andlits- svipurinn birtir öðru framar huga og skaphöfn mannsins. En líkamsbyggingin hefur líka sitt til málanna að leggja, tilburðir, klæðaburður. Og loks ber að gefa gaum að bakgrunninum. Málarinn vill túlka eitthvað með umhverfinu, lýsingu og skygg- ingu og allri byggingu og samsetningi myndarinn- ar. Allt hjálpar á sinn hátt til þess að gæða mynd- ina lífi. Eins er sú Krists-mynd, sem Guð hefur gefið oss í Biblíunni. Sú mynd hefur sitt andlit, þangað verður oss oftast horft. Andlitið er dregið upp í guðspjöllunum. En myndin er í fullri stærð. Hún verður hvorki fullkomin né sönn, ef þess er ekki gætt. Vér fáum bygginguna alla í bréfunum og öðrum ritum N. t. Og loks hefur Krists-mynd Biblíunnar sinn bakgrunn og umhverfi og nýtur sín ekki án þess. Þetta umhverfi felur í sér sæg atburða og persóna. Má vera, að margbreytnin virðist fyrst í stað til truflunar. En þegar maður Bo Giertz hefur komið auga á, hvernig þessu öllu er skipað um meginmyndina, þá fæst yfirsýn yfir það og merking í það. Á framsviðinu er Pétur, Páll, Jakob og Jóhannes og öll frumkirkjan. Fjarst í baksýn gægist fram tómið mikla og myrka og yfir því máttarorð Guðs: Verði! Síðan koma þeir hver á fætur öðrum: Abraham á leið til hins fyrirheitna lands, Jakob, horfandi á himnastigann í Betel, Jósef, seldur mansali til Egyptalands. Þar sést eldstólpinn og skýið, fyrirmyndan Krists og leið- sagnar hans út úr þrældómshúsinu. Þar leiftra eldingarnar um Sinai. Síðan kemur öll þessi örlög- þrungna saga, sagan um ögun og uppfóstran þess- arar þjóðar, sem Messías skyldi fæðast af. Þar ber mest á spámönnunum. Allir benda þeir til Krists, og frá þeim öllum falla ljósbrot yfir mynd hans. Þannig lykst G. t. um Krist eins og lifandi um- gjörð og bakgrunnur. Það gefur ekki aðeins hug- mynd um þann heim, sem hann fæddist til, held- ur líka skuggann af honum sjálfum, já, útlínur sjálfrar myndar hans. G. t. er líkt málverki, þar sem sjálfa hina miklu meginmynd vantar enn. 1 miðið er aðeins stór eyða, sem sýnir ummörk Mannssonarins og kirkju hans. N. t. fyllir þessa eyðu. — Þessi líking getur e. t. v. hjálpað til að skilja, hvers vegna G. t. er ómissandi og raun- verulegur boðskapur frá Guði sjálfum, enda þótt það sé ekki sambærilegt við N. t. Það er munur á bakgrunni og myndinni sjálfri. Þetta getur líka hjálpað til að skýra þau torskildu atriði, sem fyrir verða. Ef rýnt er í málverk með stækkunargleri, kemur í ljós, að enginn pensildráttur er nákvæm KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 31

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.