Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 34

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 34
samsvörun veruleikans. Ekki eitt hár, felling eða hrukka er dregin af nákvæmni 1 jósmynd arinnar. Og samt er ekki að efa, að mynd, sem er máluð af listamanni, er miklu auðugri og sannari en ljós- mynd getur nokkru sinni orðið. Listamaðurinn túlkar persónueinkenni og meginatriði. Hann handsamar í einni mynd það, sem kemur fram við ólíkustu tækifæri eða hylst bak við hversdags- svip mannsins. Þannig gerir listamaður margfalt raunhæfari, ljósari og sannari mynd en mögulegt er með hinni fullkomnustu ljósmyndun. Sama máli gegnir raunar um frásögn í orðum. Sá, sem sögu segir, er lika listamaður, þótt hann noti orð en ekki liti. Þegar lýst er einhverju, sem hefur borið við, hentar ekki altént að tína allt til. Það verður að velja og hafna. 1 því er einmitt listin fólgin að ná því, sem máli skiptir, taka megin- atriði og einkennisdrætti og skipa efninu þannig, að úr verði mynd, sem sé bæði lifandi og sönn. ef það, sem fram kemur, er megindrættir og sér- kennisatriði. Sá, sem segir frá, er líka málari, ekki ljósmyndari. Ljósmyndun söguefnis er ekki möguleg. Nú efast enginn trúaður maður um, að Biblían flytji þann sannasta vitnisburð, sem fluttur verð- ur á mannlegu máli, um innsta, dýpsta og sannasta gildi Krists, lífs hans og verks. Þessa mynd þarf ekki að yfirmála, endurmála, skýra og hreinsa. Það þarf ekki heldur að brjóta heilann um, hvort það, sem frá er sagt, hafi við borið nákvæmlega í þeirri röð, sem frá er greint, hvort þessi eða hinn hafi í raun og veru verið viðstaddur þennan eða annan viðburðinn, hvort eitthvað eigi að skiljast sem greinargerð raunverulegs söguatburðar eða sem dæmisaga eða skýring einhverra sérstakra sanninda. Myndin getur verið bæði stílfærð og gerð einfaldari, einstök atriði geta verið flutt til. Kirkjan hefur á öllum tímum vitað þetta. En láti maður þetta allt samverka og horfi á heildar- myndina, þá flytur Biblían þann vitnisburð, sem er sú sannasta og ábyggilegasta mynd af Kristi, sem hægt er að gefa með orðum og hugtökum manna. Hitt er annað mál, að þessi mynd felur ekki i sér allan sannleikann. Hér á jörð er þekking vor á Guði í molum. Orð vor og hugtök hrökkva ekki til þess að lýsa hinum eilífa og þríeina. En sannari mynd en þá, sem Biblían geymir, getum vér aldrei fengið, og hún nægir oss til hjálpræðis. Það, sem er fram yfir, fáum vér að vita fyrst, þegar „hið fullkomna kemur“. Hér á jörð er enginn annar kristindómur til en kristindómur Biblíunn- ar, enginn önnur þekking á Guði en sú, sem Hann, sem „hallast að brjósti föðurins", hefur veitt oss og enginn annar vegur til hans en hjálpræðisboð- skapur Biblíunnar. ViSförli, 1. árg. 3. hefti. VAKNA ÞÚ.,. Framh. af bls. 29: Guð, sem knýr okkur til bænar, en það getur hann ekki nema við séum bljúg og eftirlát, og vilj- ug til þess að láta hann vita um það, sem okkur liggur á hjarta. Guð er í okkur, þegar við tölum við hann, hann er hreyfiaflið, hann er það, sem gefur heiminum líf. Guð er líka vegurinn og brúin yfir síkið, sem við svo oft föllum í. Og Guð er tak- markið, takmarkið, sem við eigum, með einlægri trú og hreinum hjörtum, að keppa að. Hann á að vera okkar eina von, bjargið, sem aldrei fellur. Og hann á að vera okkar eina hjálp í nauðum, traust og athvarf okkar í hættum og neyð. Enginn annar en hann getur bjargað okkur úr landi þján- inganna og erfiðleikanna inn í hina eilífu dýrð. Og nú býður hann þér að fylgja sér: „Sá, sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefur hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins." „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þér“. Hann mun lýsa þér gegnum alla erfiðleikana og vera stoð þín og stytta, hann mun stýra þér í straumi lifsins með sterkri hendi sinni. Þér trúin ein mun hjálpa hér, já, hljóðlát bæn í trú, því andlitinu, augunum mót ásýnd Herrans snú. 0, opna hjartað hljótt og lágt, og honum taktu nú. Hér Jesús einn vort athvarf er, og einn oss hjálpar hann í hverri freisting, sorg og synd, er sjónum mæta kann. Hann heyrir bænir, andvörp, orð, ó, ákall frelsarann. 32 KRISTILEGT SKÖLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.