Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 35

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 35
Grein sú, sem hér birtist eftir Martin Luther, er skýring hans á annarri grein tniarjátningarinnar i fræðunum stærri. — Ritstj. Og á Jesúrn Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilöguin Anda, fæddur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauii- um, steig upp til himna, situr við hœgri hönd Guðs föSur almáttugs og mun þaÖan koma aS dæma lifendur og dauða. Hér lærum vér að þekkja aðra persónu guð- dómsins og sjáum, hvað Guð hefur gefið oss fram yfir hin áðurtöldu tímanlegu gæði; hversu hann hefur algjörlega gefið oss sjálfan sig og engu hald- ið eftir. Efni þessarar greinar er auðugt og yfir- gripsmikið, en til þess að fjalla um það einfaldlega og í fljótu bragði, skulum vér taka setningarhluta út úr greininni og skilja alla hugsun greinarinnar út frá honum, þ. e. að læra af honum, eins og áður er sagt, hvernig vér erum endurleyst. Vér skulum þá byggja á orðunum: „á Jesiim Krist, Drottin vorn“. Nú er spurt: Hverju trúir þú af annarri grein- inni um Jesúrn Krist? Stutt svar: Ég trúi því, að Jesús Kristur, sannur Guðs sonur, sé orðinn Drott- inn minn. Hvað er að verða Drottinn? Það er, að hann hefur leyst mig undan synd, djöfli, dauða og allri ógæfu. Áður átti ég engan Drottin eða kon- ung, því að ég var fangaður undir vald djöfulsins. Ég var fyrirdæmdur til dauða, tældur, í synd og blindni. Þegar Guð faðir hafði skapað oss og vér af hon- um þegið alls konar blessun, kom djöfullinn og leiddi oss í óhlýðni, synd, dauða og alla ógæfu, svo Martin Luther að vér lágum undir reiði Guðs, útilokuð frá náð, dæmd til eilífrar glötunar, sem vér réttilega verð- skulduðum. Vér vorum ráðalaus, hjálparvana, án huggunar, unz þessi eini eilifi Guðs sonur af óend- anlegri gæzku miskunnaði sig yfir sorg vora og eymd og kom af himni ofan oss til hjálpræðis. Þannig hefur sérhver harðstjóri og kúgari verið flæmdur á burt, og er Kristur kominn í þeirra stað, konungur lífs, réttlætis, blessunar og sælu. Hann hefur hrifið oss glataða menn úr hyldýpi helvítis, endurleyst oss, frelsað oss og fært oss aftur náð og gæzku Guðs föður; hann hefur tekið oss sem sína eign, að hann leiði oss með réttlæti sínu, vizku, valdi, lífi og frelsun. Það er þá aðalinnihald þessarar greinar, að orð- ið „Drottinn" merkir í einfaldasta skilningi end- urlausnari, þ. e. sá, sem hefur leitt oss frá djöfl- inum aftur til Guðs, frá dauða til lífs, frá synd til réttlætis og varðveitir oss í því. önnur atriði, sem koma hvert af öðru í þessari grein, gera ekki ann- að en að skýra og lýsa slíkri endurlausn, hvernig og með hverju hún hefur gerzt, hvað það kostaði hann, við hverju hann sneri baki og á hvað hann KRISTILEGT SKÓLABLAÐ .33

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.