Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 78

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 78
82 TlÐINDI liggja í skipulögðum röðum. Varð þessi óvænti beinafundur til að stöðva framkvæmdir og þegar aðstæður höfðu verið kannaðar nánar og líkur bentu til að komið væri niður á gamlan kirkjugarð var fallið frá frekari byggingaráformum. Virtist og sem önnur hús á skipulagsuppdrættinum myndu einnig lenda inn í grafreitnum. A vegum þjóðminjavarðar gerði Guðmundur Ólafsson, safnvörður, vettvangskönnun á staðnum og taldi hann með nokkrum líkum unnt að afmarka garðinn en grjót- og torf- hleðslur í jarðvegi gáfu vísbendingu um kirkjustæðið. Að þessu loknu sá undirritaður um að koma þeim beinaleifum, sem upp höfðu komið, fyrir í sama grunni. Vitað var um kirkju á Laugalandi til forna og munnmæli um hvar hún hefði staðið en engin vitneskja um kirkjugarð eða sýnileg ummerki. Elstu menn höfðu heldur ekki heyrt um beinafund á Laugalandi hvað þá að menn hefðu grun um svo vel varðveittar beinaleifar og í svo skipulögðum grafreit sem raun var á og þar sem sumstaðar virtist jafnvel hafa verið tvígrafið. f lýsingu „Möðruvallaklausturskirkjusóknar“ eftir Jón Jónsson (lærða), en hann þjónaði Möðruvallaklaustri síðustu æviár sín (d. 1846), er komist svo að orði: „ . . . líka er mælt að bænhús hafi verið á . . . Laugalandi og víðar. . . .“ Sýna þessi orð þann ókunnugleik sem þá þegar, eða fyrir miðja síðustu öld, var á Laugalandskirkju og kirkjugarði, og ólíklegt að sýnilegar minjar hafi þá staðið uppi. * * * Laugalands getur þegar í Ljósvetningasögu og er þar talað um „skógana“ hjá Laugalandi. Ekki er með visst unnt að sjá hvenær kirkja var fyrst reist þar, en í máldaga Péturs biskups Nikulássonar frá 1394 er Laugalandskirkja sögð helguð Jóh. babtista. Eru þar einnig taldar eignir hennar svo sem jarðeign að Grjótgarði, sem er næsti bær við Laugaland. Samkvæmt máldaga Ólafs Rögnvaldssonar frá 1461 á kirkjan auk Grjót- garðs „Dauðatjörn í Möðruvallalandeign“. Virðist af þessum og fleiri heimildum sem Laugalands-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.