Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 14
NÆRMYND Jón Sigurðsson texti eftir Óskar Guðmundsson teikning eftir Ingólf Margeirsson Vindurinn gnauðaði um stakkstæðið á túninu. Hráslagi í loftinu og Sjálfstæðis- flokkurinn undirbjó kosningarnar fyrir bláa bæinn. Sigurviss. í þorpinu var ungt fólk sem ætlaði að búa til rauðan bæ. Haraldur Guðmundsson, foringi ísafjarðar- krata, vildi á þing. Þeir blésu í herlúðrana kratarnir. Útifundur á reitunum. Hópur fólks, kennarar og tómthúsmenn, hoknir menn og hnarreistir, sýnishorn af ísfirskri rót sósíaldemokratíunnar þjappaði sér saman í kuldagjólunni. Uppá stakkstæðið stökk ungur maður, forframaður á lýðskóla í Danaveldi. Hannibal Valdimarsson 24 ára gamall að halda sína fyrstu ræðu. Herhvöt til ísfirskrar alþýðu: Kjósum Harald Guðmundsson á þing, málsvara fátæka fólksins. Hannibal var heitfengur og kveikti í fólkinu. Haraldur náði kjöri. Alþýðan fagnaði sigri á ísafirði. Meðal krata er goðsögnin klöpp- uð með fortíðartilvísunum. Har- aldur Gudmundsson er þar oft nefndur „faðir alþýðutrygging- anna“. Hannibal Valdimarsson var ekki alltaf jafn skeleggur stuðn- ingsmaður Haralds Guðmunds- sonar í Alþýðuflokknum og uppá stakkstæðinu á ístúni í gjólunni vorið 1927. Hannibal var andófs- maður í flokknum, en Haraldur var úr liði Slefáns Jóhanns og þeirra kumpána. Og eftir að Hannibal steypti Stefáni Jóhanni úr formannsstóli 1952, — og settist þar sjálfur — urðu vinslit með þeim ísfirðingum. Og það var enginn annar en Haraldur Guð- mundsson sem var kjörinn for- maður í kosningum á flokksþingi Alþýðuflokksins 1954, eftir tveggja ára stormasama for- mannstíð Hannibals Valdimars- sonar. Sextíu árum eftir að Hanni- bal ýtti Haraldi úr vör, er komið að annarri kynslóð að leika djarfa leiki í pólitíkinni. Uppá stakkstæðinu stendur Jón Baldvin Hannibalsson og kallar uppí til sín Jón Sigurdsson, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar: Kjósum Jón Sigurðsson á þing. Jón er bróðursonur Haralds Guðmunds- sonar leiðtoga ísafjarðarkrata og hefur eins og nafni hans Baldvin einnig sterkar tilvísanir til fortíð- arinnar. Þegar Jón forstjóri kynnti sig fyrir alþýðuflokksmönnum á Breiðvangi á dögunum vitnaði hann til dæmis til Haralds frænda síns og það fer heldur ekki á milli mála, að Jón Baldvin lítur til Jóns eins og hann væri Haraldur. „I ættarsamfélagi krata er mikið um endurtekningar og þar sameinast ættirnar á ný,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin telur að Haraldur hafi verið mesti þingskörungur á sinni tíð og hafi búið yfir fádæma „analítískri" (skýrgreinandi) greind, fyrir utan það að vera traustur stjórnmálamaður. „Ég sé sömu eðliskosti í Jóni Sigurðssyni og eftir nokkurra missera einleiki bedúínans þarf ég á þessum trausta anaiítíker að halda. Hann er auk þess gífurlegur verkmaður, skjótur að greina kjarna máls og sjóaður samningamaður," segir Jón Baldvin. Er hann þá ekki latur eins og sagt var um Harald föðurbróður hans? „Nei, öðru nær, enda var þetta misskilningur með Harald, þetta var bara sagt af því að hann vann á næturnar og svaf fram eftir á morgnana," segir Jón Baldvin. Jón Sigurðsson er fæddur á Isafirði 17. apríl 1941, sonur Sigurdar bakara Guð- mundssonar og Kristínar Gudjónu Guömundsdóttur, ættaðrar úr Arnardal í Skutulsfirði. Kristín móðir hans deyr, þegar börnin eru á unga aldri, 1951 og faðir hans fellur frá 1956, um það leyti sem Jón er að hefja menntaskólanám. Jón er í miðið þriggja bræðra, þeirra Þóris eðlisfræðings og Guð- mundar læknis. ísafjörður var mikið kratabæli á þriðja og fjórða áratugnum. Jón stendur djúpum rótum í þessum átthagabundna kratisma. Afi hans, séra Guömundur Gud- mundsson í Gufudal, er meðal helstu frumherja ísfirskra krata. Hann gaf út blaðið Njörð, sem hafði að einkunnarorðum: ,,Gegn- drepa af brennivíni stendur eng- inn trúan vörd um ísland". Og þessi prúða og þjóðlega bindindis- semi hefur að ýmsu leyti verið kjölfestan í karakter Jóns Sigurðs- sonar og þeirra frænda. En vænt- anlega hefur það kostað eitthvert innra stríð, því þeir eru einnig Gautlendingar — en um þá er sagt að í stað blóðs renni eldur víns um æðar margra þeirra frænda. Synir séra Guðmundar og Rebekku Jónsdóttur (frá Gaut- löndum), settu mikinn svip á ísa- fjarðarkratismann. Haraldur varð þingmaður og ráðherra, Ketill var kaupfélagsstjórinn og Siguröur faðir Jóns var bakari í sjálfu Fé- lagsbakaríinu. Bræðurnir héldu vel saman, bæði í pólitíkinni og fjölskyldutengslum. Alls áttu þau séra Guðmundur 9 börn, þ.á m. Jón föður Ólafs gagnrýnanda heitins. ísfirðingar segja að Jón hafi fengið nokkuð strangt uppeldi og agað. Hann hafi gífurlega ábyrgð- artilfinningu sem m.a. megi rekja til þess að hann missti móður sína ungur. Nærri má geta að erfitt hef- ur verið fyrir föðurinn, Sigurð Guðmundsson, að sjá um uppeldi þriggja drengja. Þá fellur Sigurður frá er þeir bræður eru rétt á ungl- ingsaldri og þeir hafi þá þurft að treysta mikið á sjálfa sig. órir er 2 árum eldri en Jón bróðir hans. Hann er jafnaldra Jóni Baldvin Hannibalssyni. Jón Baldvin minn- ist þess aðjreir voru saman í sveit að Ögri í Isafjarðardjúpi. Þangað kom einnig Jón á sumrin og þreytti kappi við hina í íþróttum. Þessir ísfirsku strákar stæltu mjög kroppinn og lögðu á sig allt að því píslir. Þannig segist Jóni Baldvin frá, að þeir hafi t.d. synt í ískaldri stíflu í Ögri. Og reyndar segja ís- firðingar að þessi tegund íþrótta eigi sér vissa hefð í ættinni. Sig- urður bakari stundaði sjóböð, jafnt á vetrum sem að sumarlagi ásamt nokkrum kunningjum sínum. Jón Sigurðsson stundar körfuboltaæf- ingar tvisvar í viku, fer á skíði og syndir nokkuð reglulega. En vart dýrkar hann karlmennskuna með því að svamla í ísvatni. Hann tekst á við tölur og samninga og nú á við aðra stjórnmálamenn. Til gamans má rifja það upp að í kringum 1940 spranga þeir um ís- firsk stræti Sigurður bakari (faðir Jóns), Hannibal skólastjóri (faðir Jóns Baldvins) og Grímur rakari (faðir Ólafs Ragnars) og voru ailir kratar. Grímur og Hannibal meira að segja í bæjarstjórn. ísfirsku skólarnir á árunum í kringum 1950 fóstruðu margan þjóðkunnan manninn. Þeirra á meðal var Jón. Jón Sigurðsson var frábær námsmaður alla sína skólagöngu. „Hann var samvisku- samur og iðinn nemandi,“ segir Haraldur Steinþórsson sem kenndi Jóni í gagnfræðaskólanum vestra. Afburðanemandinn ísfirski lagði síðan leið sína í Menntaskól- ann á Akureyri, þar sem hann rann í gegnum skólann, sómakær og eðlisgreindur, framagjarn og félagslyndur, segja skólasystkini hans. Hamingjan brosti við hon- um; gott gengi í skólanum, þátt- taka í leiklistarlífinu og síðast en ekki síst — „hann hitti þar ástina sína," sagði einn skólafélaganna. Ástin er Laufey Þorbjarnardóttir, dóttir útgerðarmannsins kunna í Grenivík. Um hana var sagt að hún væri falleg og greind og allir hefðu verið skotnir í henni og þau hefðu verið „draumaparið" í MA. Leiklistin var áhugamál hjá nemandanum Jóni Sigurðssyni. Barn að aldri, 1953, hafði hann ásamt fleiri krökkum á ísafirði verið fenginn til að leika statista- hlutverk í leikferð Þjóðleikhússins um Vestfirði. Aðalleikendur í leik- ritinu Tópas voru menn eins og Róbert Arnfinnsson, Haraldur Björnsson og fleiri góðir. Jón vill gera lítið úr þessu og kveðst muna rulluna sína, því hann hafi ekki sagt annað en „Illur fengur illa for- gengur". I MA lék hann í öllum uppfærsl- um leikfélags skólans fjóra vetur og var formaður Leikfélagsins einn veturinn. Enn fremur var hann þátttakandi í meira félagslífi, í ritnefnd skólablaðsins Munins og talaði á málfundum, þar sem hann bar alla ofurliði í röksemdum, segja skólafélagar hans. „Hann var sprauta í félagslífinu." „Hann sleppti samt aldrei fram af sér beislinu," sagði skólafélagi hans og allar götur síðan hefur hann haldið sér við mottó séra Guðmundar afa síns í Gufudal og staðið dyggan vörð um Islands hag án þess að bragða áfengi eða tóbak. Samt segja menn, að hvikið og hugmyndaflugið, leiftrandi gáf- ur og léttlyndi (sem yfirleitt kemur fram m.a. með vínhneigð og sveiflukenndri skaphöfn) í fari þeirra Gautlendinga, hafi ekki al- veg siglt framhjá persónuleika Jóns Sigurðssonar. „Hann hefur gaman af ljóðum og öllum littera- túr,“ segir kunningi hans. „Hann er hnitmiðaður og oft háðskur í athugasemdum sínum,“ segir einn samstarfsmaður hans fyrrverandi. „Hann er meinhæðinn og hefur gaman af mörgu í lífinu, en sjálfur er hann viðkvæmur gagnvart sjálfum sér, allt að því spéhræddur eins og gjarnt er um fólk með full- komnunaráráttu," segir annar. Iskóla var Jón yfirleitt dúx og tók námið mjög alvarlega eins og önnur störf um ævina. Að afloknu stúdentsprófi 1961 hélt Jón til Svíþjóðar. Unnust- an beið heima í festum og lauk stúdentsprófi — og eignaðist fyrsta barn þeirra hjóna. Þau eiga fjögur börn: Þorbjörn f. 1961, Sig- urd Þór f. 1963, Önnu Kristínu f. 1965 og Rebekku f. 1977. Jón lauk hagfræðinámi sínu í Stokkhólmi á mettíma, tveimur og hálfu ári. „Vinna og aftur vinna," sagði samtímamaður hans í Sví- þjóð. Hann vaknaði fyrir allar ald- ir, klukkan 5 eða 6 á morgnana, og vann Iangt fram á kvöld með sára- litlum hvíldum. Jón Baldvin var um tíma samtíða honum í hag- fræðinni meðal þeirra „svensku". „Ég hafði stundum samband við hann og bað hann að koma með mér í leikhús, en það þýddi ekkert, hann var að vinna,“ segir Jón Baldvin. Hins vegar átti Jón Sig- urðsson það til að njóta smá af- þreyingar tvo tíma á dag — og minnist nafni hans Baldvin þess að hafa farið með honum í þrjúbíó að horfa á John Wayne skothríð, en Jón Sigurðsson hafi óðara hald- ið til náms að aflokinni sýningu. Þorbjörn útgerðarmaður í Grenivík, tengdafaðir Jóns, not- færði sér utanlandsdvöl tengda- sonarins og sinnti Jón ýmsum er- indum fyrir útgerðina, m.a. samn- ingum vegna skipakaupa. Þor- björn fórst með sviplegum hætti í flugslysinu mikla á Fornebu-flug- velli við Osló 1963. Um tíma var 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.