Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 16

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 16
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart vera með hana í smíðum frá því þær hófu fyrst samstarf árið 1979. Aðal- vinnan fór hinsvegar af stað á þessu ári og útskriftin hófst í haustbyrjun Bókaútgáfa Helgarpóstsins gefur út. Verkið telur alls 224 síður og skiptist í fjórtán kafla og fjölda und- irkafla. Kaflaheitin gefa nokkra hug- mynd um inntak og efnistök: Fyrsti hlutinn nefnist Hver er ég? og síðan koma þeir hver af öðrum; Aö vera ástfanginn, Hvernig var fjölskyldan mín?, Hvers vœntum viö af sambúö- inni?, Ad eignast barn, Aö geta ekki eignast barn, Afhverju rífumst við?, Sérstakur vandi í sambúð, Skilnað- ur, Sambúð í annað sinn, Starfið, Andleg heilsa, Sálrœn einkenni, og að síðustu Nútímafólk. SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA EKKI LENGUR TILTÖKUMÁL Guðfinna og Álf heiður luku báðar sálfræðinámi árið 1975, en hittust ekki fyrr en fjórum árum seinna á ráðstefnu norrænna sálfræðinga á Loftleiðahótelinu. Af tilviljun lentu þær svo saman í Barnaverndarráði Islands og störfuðu upp frá því við hlið hvor annarrar í Foreldraráðgjöf ríkisins. Frá árinu 1983 hafa þær svo rekið Sálfrœðistöðina. Sálfræðing- arnir voru spurðir hvort fordómar fóiks gagnvart sálfræðiþjónustu hefðu minnkað á undanförnum árum. „Hugur fólks til þessarar þjónustu hefur gjörbreyst á síðustu fimm ár- um," eru þær sammála um og segj- ast meðal annars marka það á auk- inni sókn karla í þessa ráðgjöf. „Fjöldi fólks er farinn að líta á hana sem jafn sjáifsagða og aðstoð lög- fræðinga eða jafn hversdagslegan hlut og að fara til tannlæknis. Þetta er ekki lengur tiltökumál. Það er enginn lengur feiminn við að segja frá sínum krísum og játa að hann þurfi utanaðkomandi aðstoð til að komast út úr þeirn," segir Álfheiður. Guðfinna bætir við: „Þetta leiðir kannski af auknum áhuga fólks á sálfræði almennt. Hún hefur opnast fólki sem fræðigrein og er ekki leng- ur eins dularfull og almenningi fannst hún framan af. Fólk er líka uppiýstara og spekúlerar meira í sjáífu sér en áður. Nútímafólk þarf að kunna inn á sálfræðilega þætti ef því á að vera unnt að lifa við þann hraða sem einkennir umhverfi þess. Það er sífellt verið að krefjast meiri færni af fólki. Andlegrar lipurðar er óskað..." •— Og sálfrœðingar orðnir eins- konar skriftafeður nútímans? „Nei,“ svara þær samstundis. -Nú? „Skriftafeðurnir taka aðeins við. Sálfræðingarnir vinna ekki þannig. Þeir greina, komast til botns og benda á leiðir. Leiðbeina fólki um það hvernig það sjálft getur tekið á málunum. Skriftafeðurnir eru aftur á móti bara gámar. Þeir taka aðeins við.“ — En varla verður allt lífið skilgreint? „Nei, sem betur fer ekki. Það verður líka að vera mystík í lífinu," svara höfundar Nútímafólks. Álfheiður Steinþórs- dóttir og Guðfinna Eydal: „Það er von okkar, að þessi bók geti varpað einhverju Ijósi á margbreytileika lífsins — ( blíðu og stríðu. Jafnframt von- um við lesendur deili með okkur þeirri skoðun, að lífið sé spennandi, flókið og stundum erfitt — en sjaldnast óyfirstígan- legt." Sálfrœdingarnir Álfheiöur Steinþórs- dóttir og Guöfinna Eydal hafa sent frá sér ítarlega bók um sálarþœtti mannlífs- ins. Nútímafólk er fyrsta íslenska verkiö um sálfrœöileg efni, sem fjallar um líf full- oröins fólks í íslensku umhverfi. ,,Hugsið ykkur mann í líkams- rcekt. Hann teygir sig og sveigir og reynir af öllu afli á líkamskrafta sína. Það gerist ýmislegt inni í manninum við þessa breytingu, sem hœgt er að mœla. Það er hœgt að athuga hjartslátt, blóðþrýsting, þol, og sjá hvernig efnaskiptin breytast við áreynsluna. Slíkar athuganir vœru á sviði lœknis- og líffrœði. Það vœri hinsvegar einnig hœgt að snúa dœminu við og athuga hvers vegna maðurinn fór í líkamsrœkt, hvaða hvatir liggja þar að baki, og hvað hann er að hugsa meðan hann stundar œfingarnar. Það vœri sálfrœði." Og svona skrifa einmitt sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal á einum stað í Nútímafólki, nýútkominni bók þeirra um manneskjuna í einkalífi og starfi. Bókin fæst um andlega líðan, ástæður Iangana okkar og lyndis. Hún tekur á þeim ólíku viðbrögðum sem við sýnum við mismunandi kringumstæður, varpar ljósi á bak- grunn hegðunar okkar, eða eins og Guðfinna segir: „Þetta eru útlitslýs- ingar á lífi nútímafólksins..." .. en settar fram á ákaflega ódramatískan hátt,“ bætir Álfheiður við. Hún meinar: „Við höfum orðið varar við það álit fólks að sálfræðin fáist aðeins um sjúklegar geðsveifl- ur og afbrigðileika og af þeim sök- um hefur það jafnvel hryllt við okkur sálfræðingunum. Eg man eftir konu sem hitti mig einu sinni og vissi hvað ég starfaði: „Ég veit þú sérð í gegn um mig, ég veit það,“ endurtók hún með angist í augna- ráðinu." Álfheiður heldur áfram: „En sálfræði fæst bara í langflestum tilvikum við venjulegt líf fólks sem á sínar sorgir og sínar gleðistundir, lendir stundum í „krísum" og kemst yfir þær, þarf öðru hvoru á leiðsögn að halda og fær hana með einum eða öðrum hætti." SNÖGGSOÐNU LAUSNIRNAR FJARRI Þær segjast hafa reynt að skrifa þessa bók fyrir hvern sem er; „hvern þann sem vill komast að því hvers vegna hann lifi, hugsi og breyti eins og hann gerir..." En þetta sé heldur ekki uppskriftabók að bestu hugsanlegu líðan, ekki verk sem svari því hvað maður eigi að gera ef... Snöggsoðnu lausnirnar séu líka fjarri. „Það hafa verið þýdd- ar all nokkrar sálfræðibækur á ís- lensku á undanförnum árum," benda þær á „og þessar bækur hafa gjarnan verið settar fram eins og mataruppskriftir, að okkar dómi klisjukenndar og stundum villandi. Þar hefur oft verið gert ráð fyrir bakgrunnsþekkingu lesenda sem hefur ekki verið fyrir hendi, einföld- unin hefur verið um of...“ — En hvaða leiö fóru Álfheiður og Guðfinna? „Við kusum að fjalla um þetta flókna efni með lýsingum og fjölda dæma. Við rekjum lífsferil fullorðinna..." —■ Meöaltalsmannsins? „Ja, útgangspunktur bókarinnar er í venjulegum einstaklingi. En síð- an tökum við líka fyrir allar hugs- anlegar aðstæður sem hann getur lent í, þau viðbrögð sem hann kann að sýna í þeim, aðdraganda þeirra, ástæður — og lausnir ef ratað er í erfiðleika. Þessi bók fæst á sinn hátt um margbreytileika mannlífsins," segja höfundarnir ennfremur. „Þegar ver- ið er að fjalla um samskipti fólks kemur gjarnan mæðusvipur á fólk, þar sem svo mörg vandamál koma fyrir í þeim þætti mannlífsins. En það er engin ástæða að líta óglað- beittum augum á þessi vandamál. Þau eru eðlilegur hluti lífsins og samveru okkar með öðru fólki." ÁHUGI Á SÁLFRÆÐI VANMETINN Álfheiður og Guðfinna segja að svörun fólks við þýddum sálfræði- bókum hafi vakið bókaútgefendur til umhugsunar um þetta efni á und- anförnum árum. Áhugi íslendinga á þessum efnisþætti hafi verið stór- lega vanmetinn. Þær hafi verið spurðar árum saman afhverju eng- inn íslenskur sálfræðingur hafi tekið sig til að skrifa íslenska bók um sál- arþætti mannlífsins. Og afhverju ekki til dæmis þær... En nú þarf ekki lengur að spyrja þeirrar spurningar. Nútímafólk er komin út, fyrsta íslenska sálfræði- bókin fyrir leikmenn. Álfheiður og Guðfinna eru svo gott sem búnar að ÞAÐ VERÐUR LÍKA AÐ ÍLÍFINU 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.