Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 7
U M HUSNÆÐISMAL UPPLÝSINGAR ONÍ SKÚFFU ALEXANDERS RÉÐIST GEGN STEFÁNIINGÓLFSSYNIÁ ALÞINGI HÚSMÆÐISKERFIÐ ER HRUNIÐ — OG ALEXANDER VEIT ÞAÐ EMM EIN TILRAUN RÁÐHERRA TIL AÐ ÞAGGA NIÐRÍ EMBÆTTISMÖNNUM 55 TILLÖGUR BÍÐA í SKÚFFU FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Embœttismenn ríkisins, sem telja sér skylt að veita almenningi upplýsingar gegnum fjöl- miðla, eru óœskilegir t augum smátt hugsandistjórnmálamanna. Upplýsingar eru enda vald. Og þeir embœttismenn sem fáslega veita upplýsingar, þeir takmarka vald ráðamanna. Til dœmis ráðherra. Stefán Ingólfsson, sem brátt yfirgefur sinn vinnustað á Fasteignamati ríkis- ins, er embœttismaður afopnari gerðinni. Hann er tilbúinn til að veita fjölmiðlum og þar með almenningi upplýsingar. Þess vegna var hann hrakinn frá Fasteignamati ríkisins. Þess vegna réðst félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, að honum á Alþingi — ískjóliþinghelgi — ósvífinn hátt. HP rœddi við Stefán Ingólfsson og spurði hann fyrst um árásir Alexanders. „Hvað þetta ákveðna mál áhrærir, þá verður því einu til svarað, að allir aðilar, sem hafa fengið verðtryggingarmálið til umfjöll- unar, hafa skilið það á sinn hátt. Og senni- lega eru nú fjórir aðilar í þjóðfélaginu, sem ailir leggja sinn skilning í málið. Húsnæðis- stofnun ríkisins, Seðlabanki íslands, ríkis- stjórnin og að endingu ráðherrann sjáifur. Hann leggur sinn skilning í þetta mál, — og allt annan skilning en hann lagði í málið fyrir þremur árum. Þegar þetta mál kom inná borð til mín, þá skildi ég það svo að um væri að ræða að áætla höfuðstól, eða hvaða mismunur væri á höfuðstól lána hjá Húsnæðisstofnun rikisins haustið 1983, ef hann væri færður niður um 3%, og að finna út hvað þetta væri mikið á verðlagi dagsins í dag. Og ég gat ekki skilið umræðuna á annan veg, en að höfuðstóll skyldi lækka um 3% og þá skipti engu hvern- ig verðtrygging lánanna væri. Ráðherrann hefur nú allra síðast kosið að skilgreina málið mjög þröngt og hefur látið Seðlabankann reikna þetta út á þeim grund- velli. Niðurstaða hans er sú, að það þurfi að endurgreiða 10—20 milljónir, en hann hefur látið undir höfuð leggjast að upplýsa menn um það, að það þarf líka að færa niður höfuð- stólinn um 100 milljónir. Og þegar allt er tek- ið þá fer að verða spurning hversu mikill munurinn er á þessum 250 milljónum sem ég ætla, og þeim 120 milljónum, sem ráð- herra er í raun að tala um, þegar hann nefnir 20 milljónir. Það er hins vegar athugandi í þessu máli, að umræðan hefði aldrei farið af stað nema vegna þess að upplýsingar um málið neyddu ráðherra til að gera eitthvað í því. Og þrátt fyrir allt — þótt ráðherra geti skammað mig persónulega — þá situr það eftir, að fólk á þarna rétt. Annars vegar á endurgreiðslu og hins vegar á niðurfærslu á höfuðstól. Pening- arnir hefðu aldrei komið til greiðslu, ef upp- lýsingarnar hefðu ekki farið út.“ LOKASKÝRSLA ÓBIRT — Hvað finnst þér sem embœttismanni að sitja undir slíkri dembu • og það frá A lexand- er Stefánssyni? „Þegar rætt er um þennan ákveðna ráð- herra, þ.e.a.s. félagsmálaráðherra, þá finnst mér gagnrýni koma úr hörðustu átt, vægast sagt. Og mér sárnaði þetta persónulega mjög mikið, að verða fyrir þessari árás frá Alex- ander. Ég hef notað mikinn tíma í störf fyrir Alexander i sambandi við húsnæðismál og get nefnt sem dæmi, að ég var í eitt og hálft ár formaður nefndar á vegum félagsmála- ráðuneytis, sem átti að skila ráðherra tillög- um til úrbóta í húsnæðismálum. Nefndin lagði gríðarlega mikla vinnu í þetta. Fyrir réttu ári skiluðum við ráðherranum loka- skýrslu í málinu — síðustu skýrslu af ellefu. Allar með upplýsingum, sem ekki höfðu komið fram áður. Þessum 55 tillögum og hugmyndum um úrbætur í húsnæðismálum skiluðum við til ráðherra 18. desember í fyrra. Ráðherrann liggur því með í skúffunni hjá sér meiri upplýsingar og tillögur í hús- næðismálum, en nokkur félagsmálaráð- herra hefur gert á undan honum í tvo eða þrjá áratugi. Hann hafði ekki fyrir því að birta loka- skýrsluna. Hann hafði ekki fyrir því að gefa nefndinni tækifæri til að afhenda niðurstöð- urnar úr starfi hennar og það gengur meira að segja svo langt, að við nefndarmenn höf- um ekki ennþá fengið greitt fyrir vinnuna, enda þótt ár sé liðið frá því að við skiluðum honum niðurstöðunum. Þessi fjögurra manna nefnd sat 73 fundi og ég t.d. lagði í þetta persónulega um 1500 stunda vinnu — og er þá annað ótalið, sem ég hef unnið fyrir Alexander Stefánsson. Mér finnst leiðinlegt, að stjórnmálamaður skuli koma sér í þá aðstöðu, að hann þurfi að lúast aftan að mönnum, sem hafa unnið sam- viskusamlega fyrir hann þennan tíma.“ AÐ SITJA Á UPPLÝSINGUM — Hvað er það í þessum tillögum nefndar- innar, sem verða til þess að Alexander þorir ekki að birta þœr? „Það er kannski ljótt að segja það, en Alexander er sama marki brenndur og sumir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni. Hann vill ráða upplýsingastreyminu. Það þjóðfélag sem við búum í er fjölmiðlaþjóðfélag. Þjóð- félag, sem byggir á upplýsingum, og miðlun þeirra. Það þjóðfélag sem vill vera opið og að upplýsingar séu óheftar kallar hins vegar á miklu faglegri vinnubrögð, en þekkjast. Það kallar á málefnalegri umræðu, en ella. Það er aftur á móti tilhneiging hjá æðstu ráðamönnum þessarar þjóðar, að sitja á upp- lýsingum og birta einungis þann hluta þeirra, sem þeim hentar hverju sinni. í þjóð- félagi okkar ræður sá umræðunni, sem ræð- ur yfir upplýsingunum. Hér er því beinlínis um það að ræða að reyna að stýra umræðunni inná heppilega braut fyrir viðkomandi. Af sjálfu leiðir að þeir menn, sem hafa trú á frjálsræði og opinni upplýsingamiðlun, verða hreinlega óæskilegir í augum ráða- manna. Ég t.d. virðist ekki passa inní þetta kerfi, enda er ég fylgjandi því að upplýsingar á sviði húsnæðismála gangi til fólksins, sem er að kaupa og selja fasteignir. Ég trúi því, að innan tíu ára, þá munum við horfa uppá allt annað upplýsingastreymi, en þessir gömlu kallar sem sitja í ráðuneytunum eru tilbúnir að gefa í dag. Og enda þótt við séum nú að tala um félagsmálaráðherra, þá eru a.m.k. þrír aðrir ráðherrar sem hafa gert tilraunir til að drepa niður umræðuna um húsnæðismálin." — Ertu með þessu að segja, að það nýja húsnœðiskerfi sem við búum við, og vart er farið af stað, að það sé í rúst? „Þegar ný húsnæðislög voru til umræðu s.l. vor lágu fyrir upplýsingar oní skúffu hjá félagsmálaráðherra, sem sýndu það svart á hvítu, að allar áætlanir um fjármögnun kerf- isins voru rangar. Við vissum þá um fjárþörf og hvernig fé átti að streyma inní þetta kerfi og Alexander lét þetta aldrei koma fram.“ — Ekki þegar frumvarpið fór í gegnum þingið? „Ráðherra studdist á engu stigi málsins við þessar upplýsingar." VITNESKJA í SKÚFFU — Hvaða vitneskja er það sem liggur í skúffum Alexanders? „Hann liggur t.d. með vitneskju um að nú- verandi húsnæðislánakerfi getur ekki geng- ið saman. Og hann ætti að hafa hjá sér, hvaða hliðarráðstafanir er nauðsynlegt að gera til þess að það gangi upp. Og það er eng- in hreyfing á þeim málum. Og ég get nefnt annað. Það er búið að samþykkja breytingar á lögum um fasteignasölu og er nauðsynlegt að þær breytingar komist í gagnið til að koma meiri skikk á húsnæðismiðlunina og enda þótt þetta heyri undir dómsmálaráðu- neyti, þá ætti það að vera sérstakt áhugamál félagsmálaráðherra að gera eitthvað. Þessi málaflokkur heyrir jú undir hann. í því máli Stefán Ingólfsson: Alexander veit ekki I hvorn fót- inn hann á að stíga. er heldur engin hreyfing. Þessu til viðbótar er fjölmargt í sambandi við framkvæmd nýju húsnæðislaganna, sem nauðsynlegt er að taka á, en það gerist ekkert. Ég get nefnt fjölda dæma í þessu sambandi sérstaklega. Vandi í sambandi við verkamannabústaði hefur t.d. legið hjá ráðherra í þrjú ár — og engin hreyfing á málum. Annað feimnismál í umræðu um húsnæð- ismál eru áhrif vaxta á kaupgetu manna. Það má helst ekki ræða það hve sterk þau áhrif eru. En með vaxtastiginu, sem nú er í þjóð- félaginu, er búið að gera út af við sjálfseign- arstefnuna. Þetta gerist á ekki meira en 15 árurn." — Ertu með þessu að segja að þær fullyrð- ingar, að fólki sé gefinn kostur á þvíað eign- ast sínar eigin íbúðir, séu útí bláinn? „Já, fólk eignast ekki sínar íbúðir á þann hátt sem var á tímabilinu 1970—1980. Um er að ræða annars konar eignarhald. En vita- skuld vilja menn ekki að hlutirnir séu kallað- ir sínum réttu nöfnum, þegar raunveruleiki og hugmyndir stangast á." í SJÁLFHELDU — Telur þú að Alexander Stefánsson skilji ekki samhengið í húsnœðismálunum, eða er hann vísvitandi að halda upplýsingum leyndum? „Ég held að Alexander Stefánsson, sé mjög einfaldlega kominn í sjálfheldu. Hann hefur gert þrjár, eða fjórar, tilraunir til að bjarga í eitt skipti fyrir öll húsnæðismálun- um og ástandið nú er síst betra en þegar hann tók við, 1983. Mér sýnist að hann viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Hann get- ur ekki gert upp við sig hvaða aðgerðir eru góðar og hverjar vondar. Og hann getur ekki ákveðið hvort hann á að styðjast við ráðgjafa sem vita eitthvað, eða hvort hann á að byggja á þeim sem ekkert vita.“ — Þú ert eini embœttismaðurinn sem hef- ur þorað að gagnrýna nýja húsnœðiskerfið, enda þóttþú hafir á móti þér verkalýðshreyf- ingu, ríkisstjórn og ráðherra. Stendur þú við það að kerfið gangi ekki upp? „Þetta kerfi gengur ekki upp, og það á eftir að springa. Það er e.t.v. hægt að teygja það tvö ár fram í tímann. Það verður tjaslað uppá það fram yfir næstu kosningar, og síðan er það spurning, hvað sem gert verður. Það sem mér finnst hins vegar alvarlegast eru þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að koma í veg fyrir að upplýsingar á þessu sviði komist út til almennings. Ég hef fundið það í mínu starfi, að menn hafa reynt að sauma verulega að mér til að hindra að ég gæti leyst þetta starf. S.l. sumar var t.d. tekinn af mér einn starfsmaður og hann fluttur á milli deilda og við neyddumst til að bæta hans hlutverki á okkur." — Árásir Alexanders Stefánssonar eru þá á vissan hátt lokapunktur í lengra ferli þar sem reynt hefur verið að stoppa þig af? „Já, við getum sagt, að þetta sé lokapunktur á ferli, sem hófst haustið 1983. Sennilega er ég búinn að reyna allar aðferðir sem stjórn- málamenn grípa til til að nálgast embættis- mann í kerfinu. Fyrst hafa þeir reynt að nota mig. Síðan reyndu þeir að fá frá mér sér þóknanlegar upplýsingar. Þá reyndu þeir að fá mig til að þegja og þegar það dugir ekki, þá verður að skrúfa endanlega fyrir upplýs- ingastreymið og hrekja mig á brott frá stofn- uninni. Persóna mín skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi. Ég er fulltrúi fyrir nýja gerð tæknimanna. Manna sem hafa mikinn fag- legan metnað og vilja leggja áherslu á fag- lega, hlutlausa og opna umfjöllun um raun- veruleikann. Og ég verð, eins og aðrir, að bíta í það epli að það er ekki pláss fyrir okkur í kerfinu ennþá. Það breytist hins vegar." LITLIR KALLAR — Hvaða máli skiptir hið frjálsa upplýs- ingastreymi íþínum augum? Hvað þýðir það t.d. fyrir meint völd stjórnmálamanna? „Eitt dæmi. Þegar Fasteignamat ríkisins opnaði fyrir upplýsingastreymi til fjölmiðla, 1979, þá voru tveir, þrír fréttamenn, sem fjölluðu lítillega um húsnæðismál. Nú höfum við 20—30 fréttamenn á fjölmiðlum sem geta staðið uppí hárinu á ráðamönnum vegna þess að þeir þekkja þessi mál jafn vel og ráðamenn. Þetta gerir vitaskuld grund- vallarbreytingar á allri umræðu um þennan málaflokic. Ég vil benda á það, að þeir erfið- leikar sem verið hafa í húsnæðismálum á ár- unum 1983—1986, þeir eru ekki einsdæmi. Tilsvarandi erfiðleikatímabil hafa komið upp áður. Munurinn er bara sá, að þú sérð ekki staf um það í blöðum frá þeim tíma. Við höfum dæmi um það á síðustu árum, að opin, hlutlaus, upplýsingamiðlun til fjöl- miðla og áhugamannahópa, til einstaklinga og einstakra stjórnmálamanna, hefur mótað umræðuna. En íslenskir stjórnmálamenn eru ekki stærri kallar en svo, að þeir ráða ekki við þessa tegund umræðu. Hinn dæmi- gerði stjórnmálamaður reynir að byggja upp þá ímynd af sjálfum sér, að hann sé sérfræð- ingur í öllu því sem hann hefur afskipti af. Þessi tegund stjórnmálamanna verður að halda upplýsingum fyrir sig, til þess að sá sem spyr, viti minna. Og það sem gerst hefur í húsnæðismálunum er það að óæskilegt ele- ment hefur veitt upplýsingar og rispað lakk- ið á gömlu stjórnmálamönnunum og um leið hafa upplýsingarnar gert þessum mönnum erfitt fyrir. Þetta vilja þeir losna við. Það er í rauninni þetta sem liggur til grund- vallar árásum Alexanders. Hann þolir ekki að upplýsingar þess efnis að hann standi sig ekki í stykkinu komist út til almennings. Það er ímyndin sem hann er að verja, enda kosn- ingar í augsýn. Ég læt ímyndir lönd og leið, enda embættismaður sem er að hætta á minni stofnun 1. janúar, ég hef ekkert að verja. Mér er hins vegar umhugað um að al- menningur hafi aðgang að upplýsingum, sem hafa mikil áhrif á líf hans og lífskjör." Itexti: Helgi Már Arthúrsson mynd: Jim Smarti HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.