Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 31
LISTAP MIKILL MARG- HYGGJUMAÐUR segir Indriði G. Þorsteinsson í viðtali um nýútgefið sagnasafn, kvikmyndahandrit um Hallgerði langbrók og Pappírsveisluna, skáldsöguna stóru um blaðamennsku á íslandi. „Ég hef verið svona heldur seinþroska maður. Það er eins og ritmennska mín hafi alltaf verið í talsvert föstum skorðum eftir að ég komst á skrið með hana," segir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Átján sögur úr Álfheimum heitir bók sem Almenna bókafélagiö gaf nýverid út eftir Indriða G. Þorsteins- son, en talsvert er um lidið frá því Indriði sendi frá sér bók með frum- sömdum skáldskap. Síðast kom út eftir hann œvisaga Kjarvals. HP spjallaði við Indriða og spurði hann fyrst hvort titill bókarinnar vœri hugsaður sem eitthvað annað og meira en tilbrigði við Átján barna föður í Álfheimum. „Því má bæta við að allur skáld- skapur er ákveðin tegund af álf- heimum," svarar Indriði. „Auk þess hef ég aldrei skilið þetta íslenska heiti Smásaga sem er smækkunar- orð. Ég vil kalla þetta sögur. Ýmsar þjóðsögur eru t.d. miklu styttri en við myndum nokkurn tíma voga okkur að skrifa. Ég hef aldrei skilið hvernig þetta orð, smásaga, komst inn í málið. Á ensku gengur sama fyrirbæri undir orðinu short story og nouvelle á frönsku og fleiri róm- önskum málum. Hvort tveggja hef- ur gjörólíka merkingu. Smásaga gefur í skyn litla sögu, jafnvel ómerkilega." — Enda gaf Steinunn Sigurðar- dóttir út safnið Skáldsögur um árið. „Já, það var ágætt hjá henni. Ég hef alltaf verið í talsverðum beygl- um með þetta heiti, smásögur." — Hvað viltu svo segja mér um sjálft sögusafnið? „Það ber dálítinn keim af því að verið er að taka til í húsinu. Þetta er fyrsta bókin sem ég hyggst gefa út af bæði nýsömdum sögum og eins sög- um sem áður hafa birst í blöðum, og hefur blæ af heiidarútgáfu. Ég hef samið um fimmtíu slíkar sögur. Bækurnar verða allar bundnar og frágengnar með sama hætti. Maður er kominn á þann aldur að maður vill fara að koma frá sér þessu heild- armáli öllu. Elstu sögurnar eru frá 1953, aðrar eru flunkunýjar. En í þessari útgáfu eru þær í endanleg- um frágangi því maður er oft lengi að skrifa stutta sögu, oft lengur en skáldsögu. Texta stuttrar sögu þarf maður að hnita miklu meira eins og ferskeytlu." — Erþá stíll sagnanna ólíkur fyrst þœr spanna svo langt tímabil? „Nei, það einkennilega er að það er eiginlega alltaf sami stíllinn á þeim. Ég hef verið svona heldur seinþroska maður, var að bardúsa við ýmislegt annað en skáldskap framan af ævinni. En það er eins og ritmennska mín hafi alltaf verið í talsvert föstum skorðum eftir að ég komst á skrið með hana.“ — En þú hefur þó getað sinnt skáldskapnum meira síðastliðin ár en áður? „Jú, að vísu, en ég hef lent í ýmsu öðru. Það fór talsvert langur tími í Kjarval, sömuleiðis bók mína um Þjóðhátíðina 74 sem ég lauk 77 en kemur ekki út fyrr en á næsta ári. Síðan hef ég vissulega legið talsvert yfir þessum smásögum vegna þess að þær eru í endanlegu formi og maður vill nú helst skilja hlutina við sig þegar maður drepst í þannig lagi að maður þurfi ekki að snúa sér mikið við í gröfinni eftir það.“ — Hefurðu velt fyrir þér að búa til sjónvarpshandrit upp úr einhverj- um þessara sagna? „Nei. Og sannleikurinn er sá að ef þessi sjónvarpsfyrirtæki eru svo slöpp gagnvart höfundum að þau hafa ekki sjálf eitthvert frumkvæði um það að velja úr og taka til með- ferðar með ákveðnum hætti ákveðna hluti sem fólk hefur skoð- að og lesið, þá ætla ég a.m.k. ekki að liggja við hvers manns dyr með einhverjar helvítis uppáfyndingar. Það er ekki minn vettvangur. Mér líkar ekki við vælandi rithöfunda við dyr blaða og annarra fjölmiðla sem svo mjög tíðkast hérlendis. Ég held að aldrei hafi t.d. verið flutt svo framhaldssaga í útvarpi öðru vísi en annað hvort höfundur eða þýðandi hafi beðið um það. Þeir sem eru duglegastir í „markaðssetningu" skáldsögunnar eru bara alltaf á toppnum. Hitt er annað mál að ég hef áhuga á að skrifa eitt kvikmyndahandrit sem ég hef verið svolítið með í lúk- unum, og það er um Hallgerði lang- brók. Mér þykir hún spennandi kona og dæmigerður íslenskur kvenmaður, svolítið lauslát og svo- lítið grimm, og alveg ágætis mann- eskja. En þar myndi ég ráða ferðinni talsvert sjálfur um kvikmyndunina." — Hefurðu fleira í smíðum? „Já, ég er að vinna að ævisögu Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra sem ég þarf að ganga frá á næstunni. Og síðan er alltaf þessi stórkostlega skáldsaga sem er að verða eins og sagt var um einn mann: Hann var alla ævina að skrifa þessa einu bók en hún kom nú víst aldrei! Ég er alltaf að skrifa þessa blessuðu Pappírsveislu um blaða- mennskuna á lslandi. En það hefur ýmislegt tafið fyrir mér. Ég er marghyggjumaður mik- ill, þarf að vera víða og skipta mér af mörgu sem er nú kannski óþarfi. Svo er oft leitað til mín með alls kon- ar hluti sem tefja fyrir mér á þessum vettvangi og ég vil ekki neita vinum mínum ef ég get eitthvað hjálpað þeim. Þvi er margt sem tefur og áhuginn er mikill á öðrum hlutum sem koma hvorki Hallgerði lang- brók við né Pappírsveislunni. Það sem hefur tafið fyrir mér varðandi þessa stóru skáldsögu er það að framan af var ég afskaplega bundinn við það tímabil sem ég var á Tímanum, en síðan hef ég horfið æ meir frá þeirri undirstöðu yfir í almennari hluti. En sem betur fer er ég með innbyggt viðvörunarkerfi, ,,alarm“, sem veldur því að ég get aldrei skrifað neitt nema mér finnist það vera í lagi. Ef viðvörunarkerfið fer í gang þegar ég er að skrifa þá hætti ég. Því ætti ég ekki að þurfa að lenda í óþarfa hafvillum," segir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. -JS UMSÓKNIR um styrki úr Kvik- myndasjóði, sem koma til úthlutun- ar á nýju ári, hafa aldrei verið fleiri og meiri, eins og þegar hefur verið greint frá. Hátt á sjöunda tug um- sækjenda leita nú til sjóðsins, þar af tólf aðilar með handrit að leiknum rnyndum. í þeim hópi er vitað um Hrafn Gunnlaugsson, sem leggur brátt af stað með Tristan og Isold, framhaldsmynd Hrafnsins, en hún verður framleidd í samvinnu við sænska aðila sem veita um tíu sænskum milljónum í verkið gegn því að höfundur útvegi þriðjung þeirrar upphæðar sjálfur. Þá liggur inni umsókn Egils Eðvarðssonar, sem síðast gerði Húsið ásamt Birni Björnssyni. Vinnutitillinn er Kuml og ku mystíkin enn vera ráðandi. Af ungum leikstjórum, sem sótt hafa um styrk, nefnum við Hilmar Odds- son, sem hefur skrifað handrit að vinasögu ásamt Jóhanni Sigurðar- syni leikara, en Jóhann var einmitt í hlutverki i Eins og skepnan deyr, fyrstu mynd Hilmars. Þá eru þeir Frostfilm-menn, Jón Tryggvason og Karl Óskarsson með uppkast að sinni fyrstu leiknu mynd, þar sem Jón mun líkast til leikstýra en Karl taka. JOLAleikrit sjónvarpsins verður líkast til nýársleikrit. Það heitir Ltf til einhvers skrifað af Nínu Björk Árna- dóttur og fjallar um félagsráðgjafa sem er í sambúð með sér þó nokkuð yngri manni. Hún á dóttur á tán- ingsaldri. Og þegar sú stutta fer að renna hýru auga til fóstra fara hlut- irnir fyrst að taka á sig óvenjulega mynd. Þetta ku sumpart vera erót- ískt verk og senur djarfar á stangli. Af þeim sökum og í Ijósi væntan- legra viðbragða við slíku efni á sjálfri jólahátíðinni, verður sýning á leikritinu líkast til færð aftur til ný- árs. Leikstjóri Lífs til einhvers, er Kristín Jóhannesdóttir, en með aðal- hlutverk í myndinni fer Guðlaug María Bjarnadóttir. HRAÐI jólainnkaupanna er slík- ur að mönnum er nauðsyn pústs á milli. Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju eru einmitt tilvalið tækifæri til notalegrar afslöppunar áður en helst dregur til tíðinda í leitinni að hæfum pakka. Jón Stefánsson hefur sprotann á loft á tólfta tímanum á föstudagskvöld. Við mætum, hlust- um, njótum. HELGARPÓSTURINN 31 JAZZ eftir Vernharð Linnet * Ur djassskífuskóginum Það hefur verið flutt inn óvenju- mikið af djassskífum á þessu ári og úrval nokkuð gott í hljómplötu- verslunum. Ekki veit ég hversu margir muna enn ,,Sugar Chile" Robinson, sem var fræg barna- stjarna um 1950. Hann lék einfald- an búgga á píanó og söng. Hann var tíu ára þegar hann hljóðritaði Christmas búggann fyrir Capitol og hann keypti ég nokkrum árum síðar hjá Óla Jóns í Fálkanum. Nú hafa fjórtán ópusar hans verið endurútgefnir á skífunni Junior Jump (Charley/Skífan). Það er dá- lítill kraftur í stráknum og röddin heillandi — þá er allt upptalið. Ég trúi þó þetta sé góð skífa að gefa börnum til að hlusta á um jólin. Það er mikill munur að hlusta á „Sugar Chile“ hamra Christmas búggann en alla þá jólasmekk- leysu er hellist yfir um þessar mundir. Til gamans má geta að aft- an á plötunni er sú skoðun viðruð að ekki sé það einber tilviljun að „Sugar Chile“ Robinson og Smokey Robinson hafi fæðst í Detroit árið 1940 — eða hvað varð af „Sugar Chile"? Undanfarin ár hafa ungstirni sett mikinn svip á bandaríska djassheiminn þó þau hafi verið nær tvítugsaldrinum en „Sugar Ray“. Marshalisbræður hefur bor- ið þar hæst og um þessar mundir Terence Blanchard og Donald Harrison er léku með Art Blakey í Háskólabíói. Nú hafa Bretar eign- ast sitt ungstirni, Courtney Pine heitir hann og blæs í saxafón og er 22ja ára og svartur — ættaður frá Jamaica. Hann er fyrsti negrinn sem blómstrar í breskum djassi síðan Joe Harriott var og hét. Pine hefur sent frá sér fyrstu breiðskífu sína: Journey To The Urge Within (Island/Skífan) og er hún gletti- lega góð. Sérí lagi er sópranleikur Pine ljúfur. Hann er að sjálfsögðu' af Coltrane skólanum einsog flest- ir yngri djasssaxistar svoog eldri en uppruninn annar og skóluninn en hjá ungliðunum er héldu beint frá skólastofunni í gróðurhús Art Blakeys. Hann er ferskari og hug- myndaríkari en þeir. Pine lék upp- haflega reggiu einsog aðrir vestur- índískir unglingar í London, en brátt hreif djassinn hann. Af tíu ópusum skífunnar eru sjö frum- samdir og ólíkir innbyrðis. Upp- hafsverkið Miss-Interpret upp- hefst á karabískan máta og er rödd söngvarans Cleveland Watkiss notuð stórkostlega og ekki síður í samblandi við sópraninn er djass- sveiflan tekur völdin. Courtney Pine er meira í ætt við David Murry og Chico Freeman en Marshalisgengið þó enginn sé hann framúrstefnumaður á þess- ari skífu. Hún er pottþétt fyrir þá er dá boppsveiflu með nútimablæ. Pine lék í hljómsveit George Russels um tíma og nú hefur verið endurútgefin skífa Russels Jazz In The Space Age (Affinity/Skífan). Þar stjórnar Russell fjórtán manna stórsveit er leikur verk hans. Helstur einleikari er ekki af verri endanum: meistarapíanistinn Bill Evans. Evans leikur einn í tveimur ópusum — í hinum fjórum er Paul Bley einnig á píanó. Frábær sam- setning það. Þarna blása ungir menn er urðu þekktir „russellistar" tenórsaxafónleikarinn Dave Young og básúnublásarinn David Baker (sem hefur verið kennari Sigurðar Flosasonar i djassfræð- unum), rýþmasveitina skipa m.a. Milt Hinton bassaleikari er eitt sinn lék með Cab Calloway og Don Lamond trommari er var í Woody Herman bandinu. Það gefur auga leið að sveiflan er heit þegar slíkir kallar kynda undir þó verk George Russells séu allt annað en hefðbundin. Það er dálítið gaman að heyra Tristanohrif er bregður fyrir í skrifum hans — það ætti að falla vesturstrandargeggjurum í geð. Það er sjaldan sem bassasnill- ingurinn Eddie Gomez sendir frá sér hljómplötu undir eigin nafni þó hann sé tíður gestur á skífum ýmissa stórmeistara. Hann er nú hættur með Steps en á nýju skíf- unni hans, Mezog (Epic/Steinar) er fyrrum félagi úr Step fyrirferðar- mikill. Það er Michael Brecker sem blæs glæsilega í saxinn og þenur raftækið Steinerfón. Steve Gadd leikur á trommur á skífunni og Japaninn Masahiko Satoh á hljómborð. Verkin eru flest eftir Gomez og best tekst honum upp í sömbunni: Caribbean Morning. Þarna má líka finna yndislega túlkun á fyrsta kafla sellósvítu Henrys Eccles er uppi var á fyrri- hluta átjándu aldar. Tómas Einars- son bassaleikari segir að flestir kollegar þeirra spili þann kafla baki brotnu en varla margir með þeim glæsileik er einkennir leik Gomezar. Stundum eru verkin fönkuð en stundum með bíbopp- bragði og ornettsk. Semsagt skífa sem flestir djassunnendur geta haft gaman af. Það sama verður ekki sagt um skífu klarinettuleik- arans Tony Scotts er hann tók upp í Japan líkt og Gomez Mezog. Þar er hann í félagsskap Shinichi Yuize kotoleikara og Hozan Yama- moto shakuhachiblásara. Skífan nefnist Music For Zen Meditation og svífur japanskur andi þar yfir vötnunum þó Tony blási blúsað á stundum. Undirritaður hefur oft haft gaman af bíboppblæstri Tony Scotts en mig skortir innri upp- ljómun til að njóta zen hugleiðsl- unnar. Hér hefur verið greint örlítið frá fimm ólíkum skífum. Frábæru og splunkunýju sveinsstykki saxafón- leikarans Courtney Pines; skemmtilegri skífu Eddie Gomezar, spennandi endurútgáfu á George Russell m.a. í bland við Bill Evans og Paul Bley, léttvægu búggasulli barnsins Sugar Chile Robinsons og háspekilegum blæstri Tony Scotts uppá jap- önsku. Það er af nógu að taka í djassinum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.