Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 20
íftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd: Jim Smart O G GÓÐUR GÆI „Þið eruð að hlusta á Reykjavík síðdegis. Eg heiti Hallgrímur Thorsteins- son.“Þetta ávarp glymur íeyrum hlustenda Bylgjunnar milli klukkan fimm og sjö hvern virkan dag. Skoðanakannanir sýna að efnis- og lagaval Halla Thorst eins og hann er kallaður í hópi vina og kollega nýtur mikilla vin- sœlda meðal hlustenda, hvortsem þeir eru i vinnunni, á heimleið í bílnum eða við kvöldmatseldina. Líkast til er öfugmœli að segja að þessi rödd glymji í eyrum, þvíHallgrím- ur hefur fremur djápa, þýða og rólyndislega rödd sem er gjörsamlega laus við þann hraða, léttpoppaða talsmáta sem margir dagskrárgerðarmenn Rásar 2 og Bylgjunnar hafa verið ásakaðir um og sú sem hér heldur á penna hefur líkt við hundaœði. Við œtlum nú að grennslast ögn fyrir um manninn á bak við þessa vin- sœlu rödd sem sumir segja að sé svo sannfœrandi og sefjandi að hún geti talið þeim trú um nánast hvaða bull sem er. . . Hallgrímur býr ásamt konu sinni Elínu Þóru Friðfinnsdóttur dagskrárgerðarmanni sjón- varps, fjórtán ára fósturdóttur og sjö ára dóttur í Hamarshúsinu við Tryggvagötu. Fer vel á því að þessi afkomandi útgerðarkónga hafi útsýni yfir höfnina og slippstöðina. Húsgögn heimilisins eru úr ýmsum áttum. A milli eldhúss og stofu er t.d. forláta kæliborð úr lítilli kjötverslun í Þingholtunum sem gafst upp í samkeppninni við stórmarkaðina, suðurríkja- legt sófasett, útskorinn stóll, mjög forn, áreiðan- lega erfðagóss, og stofuborðsplatan var upp- runalega hleri í fljótabát sem sigldi um Missi- sippi. Til eyrna berast bæði jólalög af Bylgjunni og myndrokk á Stöð 2 sem Hildigunnur dóttir Hall- gríms fylgist með annars hugar milli þess sem hún jólaföndrar. Hún er svo óheppin að reka skærin í hælinn svo úr blæðir og kemur og biður pabba um að kyssa á meiddið. Að því búnu segir Hallgrímur: „Það mætti halda að það séu örlög þessarar fjölskyldu að slasa sig á hælunum. Ella Þóra hæl- brotnaði í sumar og fljótlega eftir það fékk ég einhverja undarlega slæmsku í hælinn — eins og í samúðarskyni — og haltraði um í tvo mán- uði. Svo hvarf verkurinn skyndilega einn góðan veðurdag þegar ég var á gangi niðri í bæ. I fögn- uði mínum hljóp ég um allt en varð þá fyrir þeim ófögnuði að snúa mig á hinum hælnum. Kannski er þessi samúðarsnúningur eitthvað skyldur samúðaróléttunni, þungunareinkenn- unum sem sumir karlmenn fá meðan á með- göngu barnsmæðra þeirra stendur." NOTAR STRESSIÐ SEM SKRIÐÞUNGA OG KÍLÖIN HRYNJA Það stressar fjölmiðlamanninn greinilega ekki hætishót að hafa tvær rásir í gangi samtímis, en skyldi tíu tíma bein útsending í viku ekkert taka á taugarnar? „Nei, nei,“ svarar Hallgrímur og dregur seim- inn. „En það hrynja af mér kílóin. Ég hef lést um sjö kíló frá því í ágúst. En mér líður bara vel, fínt að léttast. Þetta er afleiðingin af því að vera aftur kominn á sjoppufæðið sem vill verða fylgifiskur þessa starfs." — Ertu viss um ad þyngdartapid sé ekiu til marks um streitu? „Kílóahrunið ber vissulega vott um einhver átök. Þetta er þess háttar starf að maður étur sig upp að innan, en það er þó ekki sjálfgefið að maður brenni upp. Nei, ég held að tæknimenn útvarps myndu taka undir það að ég hafi aldrei verið stressaður í þessum bransa. Ég veit af reynslu að ég get gert hlutina á tilsettum tíma og því reyni ég að nota stressið á skapandi hátt, sem eins konar skrið- þunga. Síðan hefur þátturinn minn gengið vel og því er þægilegt að eiga við stressið. Bylgjan er mjög skemmtilegur vinnustaður. Ef þar væri allt log- andi í innbyrðis togstreitu og djöfulgangi fyndi maður fyrir því og það kæmi niður á starfinu." — Nú hefur þú dálítid kœruleysislega rödd. Þýdir það að þú sért töffari, „kúl gœi" eins og sagt er? Hallgrímur segist efast um það og rifjar upp fyrir sér að strax á unga aldri hafi hann heillast af starfi útvarpsmannsins. Sjö ára hafi hann tek- ið viðtöl við fimm ára systur sína upp á segul- band. Á gelgjuskeiðinu hafi hann svo búið til leikþætti ásamt frænda sínum, Gunnari Maack, svolítið í ætt við Útvarp Matthildi: „Eina týpuna í þeim þáttum kölluðum við „skeytingarlausa gæjann". Hann var þannig að ógerlegt er að komast lengra í kúlheitum. En mér finnst ég sjálfur ekki vera neinn töffari. Að vísu verður fátt til að raska ró minni, en ég reyni bara að vera ég sjálfur í útvarpsþáttunum. Svo hef ég alltaf haft þann skilning á útvarp- inu að þar eigi hin eðlilega hrynjandi í máli og hugsun að fá að njóta sín. Merking talaðs máls er svo margslungin, orðabókarmerkingin er að- eins örlítið brot af heildarmerkingunni. I fræð- unum er ég hrifnastur af hornkörlum á borð við Marshall McLuhan, höfundi bókarinnar The Medium is the Message. Hann er eini heimspek- ingurinn sem hefur skrifað af viti um ljósvaka- miðlana. Lengi vel afskrifuðu menn hann sem hippafílósóf en eftir því sem ég grúska meira í honum verður hann æ sannari. Að dómi sumra samskiptafræðinga er orðabókarmerking að- eins 7% af heildarmerkingu orðanna, hitt er allt spurning um aðstæður: tónfall setningarinnar, geðbrigðin sem hún gefur í skyn, svipbrigði og handahreyfingar ef um sjónvarp er að ræða. Og þar fram eftir götunum." SAMBANDIÐ MÁ EKKI HRAPA NIÐURÁ GÓLF „Um daginn birtist t.d. sjónvarpsviðtal á Stöð 2 við Þorstein Pálsson sem er vanur að tjá sig í nánast merkingarlausum, stöðluðum frösum. En í þessu viðtali sagði hann aftur á móti eitt- hvað persónulegt um tengdaföður sinn, Jónas Rafnar, og þar sem það er mjög óvenjulegt að Þorsteinn tali á persónulegum nótum hvarf allt annað sem hann sagði í skuggann af þessari einu athugasemd. Hún varð jafnvel til þess að í hugum margra varð heildarmerking viðtalsins sú að líkast til væri Þorsteinn Pálsson bara býsna góður leiðtogi þrátt fyrir allt, fyrst hann gat sagt eitthvað persónulegt um tengdapabba." — Attu þér eitthvert leynivopn sem þú beitir í útvarpsviðtölum? „Ég nota ekki skrifaðar spurningar. Stundum er ég með stikkorð, en oftast nær hef ég bara í koliinum það sem ég ætla að reyna að fá út úr viðmælandanum. Ef maður er sífellt að líta nið- ur á skrifað blað tapar maður svo auðveldlega sambandinu við hann. Samtal í fjölmiðlum þar sem skoðanaskipti eiga sér stað er miklu meira gefandi fyrir alla aðila en viðtal. Viðmælandinn er miklu reiðubúnari að opna sig ef hann fær eitthvað á móti frá spyrlinum. Viðtöl í þurru, skrifuðu yfirheyrsluformi geta orðið alveg sér- staklega pínleg í útvarpi og sjónvarpi þegar maður sér eða heyrir sambandið detta fyrst nið- ur á borð og síðan alveg niður á gólf! Fyrir nú utan hvað blöð eru ljót í sjónvarpi og blaðaskrjáf í útvarpinu. Bæði viðmæiandi og hlustandi verða að fá á tilfinninguna að samtalið sé lífrænt, að viðtalið sé ekki bara einhver vélræn rulla. Þegar t.d. Þor- steinn Pálsson eys úr sér frösunum nánast án til- lits til spurninganna hættir fólk unnvörpum að greina merkingu í því sem hann er að segja. Fyrsta sérsvið mitt á fréttastofu útvarps var einmitt samningamál. Vaðall stjórnmálamanna er eitthvað það hræðilegasta sem ég veit. Það er leitt til þess að hugsa að hinn sjálfvirki kerfisvað- all sé svona stór hluti af lífi fólks sem raun ber vitni. Stjórnmálamenn fá alltof mikið rúm í fjöl- miðlum og það skapar Ieiðindi hjá fólki, það er leiðinlegt að hlusta á eitthvað sem maður veit að er ekki endilega satt og rétt. Það var einmitt svo gaman í verkfallinu haustið '84 vegna þess að fjölmiðlaleysið lyfti kerfisdrunganum af lífinu." BANDARÍSKAR KONUR Á BÍL KYN ÞOKKAFYLLSTAR En það er af ferli Hallgríms Thorsteinssonar að segja að hann velti lengi fyrir sér að gerast málvísindamaður, en ákvað síðan að láta bernskudrauminn rætast og fara í fjölmiðlafræði, og settist tvítugur á skólabekk í Portlandi í Oregon í norðvesturríkjum Bandaríkjanna ásamt eiginkonu sinni og fjögurra ára dóttur hennar sem þau tóku oft með sér í tíma í barna- píueklunni vestra. Hann lauk BA-prófi á þremur árum með ágætiseinkunn, „with honours". „Þetta var mjög góður einkaskóli þar sem maður gat skipulagt námið að eigin geðþótta," segir Hallgrímur. „Og norðvesturríkin eru sennilega óspilltasti staður í Bandaríkjunum, að mörgu leyti svipuð Norðurlöndunum. Síðan eignuðumst við dóttur okkar og meðan Ella var að ljúka sínu námi vann ég við ýmislegt á svörtu: seldi „storm windows" í orkukreppunni, vann sem blaðamaður á mjög skemmtilegu hverfisblaði ekki ósvipuðu HP og sigldi á togara sem var gerður út frá Seattle þar sem er Islend- inganýlenda. Þannig vildi til að skipstjórinn var bróðursonur skipstjóra sem hafði verið á togara hjá pabba, Ragnari Thorsteinsson. Svona tilvilj- unum lenda allir íslendingar í í útlöndum." — Gerði Ameríkudvölin þig hamborgaralegan, í útliti eða hugsunarhœtti? „Nei, ég varð mjög hrifinn af þessu svæði og Bandaríkjamönnum yfirleitt. Og ég tek undir þá skoðun Hitchcocks að bandarískar konur í bíl séu þær kynþokkafyllstu í heiminum. Amerísk- ar konur í bíl, undir stýri, keyrandi." — Hvers vegna í ósköpunum? „Það er erfitt að útskýra það. Kannski á þessi kvenímynd að einhverju leyti rætur sínar í frum- býlingshættinum. Konan verður að geta ráðið við allar aðstæður, komist allra sinna ferða. Tii þess er bíllinn. Hún verður að vera sjálfstæð, má ekki láta aðstæður og hefðir lama sig.“ — Hvernig var svo að eignast barn t Ameríku? „Það var dálítið sögulegt. Við hjónin höfðum ætlað á grímuball eitt kvöldið en endað á veit- ingahúsi á Willamettu-ánni, sem rennur gegn- um Portland. Eigandinn reyndist vera af íslensk- um ættum og bauð okkur frían mat og drykk. Síðan fær Ella skyndilega hríðirnar. Við áttum fæðingarlækni að vini og hann hafði útvegað henni „venjulegt" herbergi með venjulegum húsgögnum á hagstæðum kjörin innan veggja spítalans vegna þess að hún þolir ekki spítala. En hún fékk engan tíma til að njóta þess vegna þess að barninu lá svo á að komast í heiminn. Ég var viðstaddur fæðinguna vopnaður myndavél og segulbandstæki. En í flýtinum láð- ist mér, fjölmiðlamanninum, að kippa með filmu og spólu svo að við verðum að láta okkur nægja að geyma þessa stund í minningunni. Dóttir okkar fæddist á gráum, köldum febrúarmorgni. Ég man hvað þessar andstæður slógu mig: hrá- blautur slabbmorgunn í myrkri og kalsa and- spænis þessu hlýja, nýkviknaða lífi." HÉLDU AÐ ÉG VÆRI BARNARÆNINGI Þegar dóttirin var fimm vikna fékk Hallgrím- ur vinnu sem fréttamaður útvarps og hélt heim með hana en Ella Þóra varð eftir úti til að Ijúka prófunum: „Þegar ég gekk með hana í poka framan á mag- anum í gegnum flugstöðina var alveg greinilegt að fólki fannst ég eitthvað ósannfærandi faðir og hélt að ég hefði stolið barninu og var komið á fremsta hlunn með að gera lögreglunni viðvart," segir Hallgrímur brosandi. Síðan þá hefur Hallgrímur unnið að einhvers konar fjölmiðlun: fyrst þrjú skemmtileg ár á fréttastofu útvarps þar sem hann vann að því ásamt Halldóri Halldórssyni, Stefáni Jóni Haf-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.