Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 23
JOLAMATIIRINN
Aldrei hefur verið fjölbreyttara
úrval af kjötmeti á jólaborðið en
einmitt nú. Verslanir eru yfirfullar af
alls kyns góðmeti og það getur ver-
ið höfuðverkur að ná samkomulagi
innan fjölskyldunnar um hvaða rétt
skuli velja á jólaborðið. Margir eru
mjög fastheldnir og borða aðeins
rjúpur á aðfangadagskvöld. Öðrum
finnst jólin ekki komin nema steikt-
ur sé svínahryggur og enn aðrir
halda sig við lambasteikina.
En nú á þessum síðustu og verstu
tímum (sem sumir kalla góðæri) þarf
að hafa í huga hvað pyngjan þolir
áður en matseðillinn er settur sam-
an og það jafnvel þó það séu jól. Það
munar heilmiklu hjá stórri fjöl-
skyldu hvort valið er það dýrasta
eða það ódýrasta, jafnt í kjötmeti
sem meðlæti.
Við settum til gamans saman þrjá
hátíðarmatseðla sem hér fylgja á eft-
ir. Við fórum síðan í einn stórmark-
aðinn í borginni og versluðum allt
sem til þurfti. Gert var ráð fyrir 6
manns við matarborðið og innkaup-
in miðuð í magni við þann fjölda.
Eins og sjá má getur munað miklu í
krónum talið. Inni í þessum tölum er
ekki reiknað krydd og annað smá-
ræði sem ætla má að til sé í eldhús-
skápnum. Hins vegar fylgir þarna
allt kjötmeti, meðlæti, egg og rjómi
og svo hráefni í forrétti og ábæti. En
lítum á útkomuna.
FJALLALAMBIÐ DÝRT EN
MEÐLÆTIÐ BÆTTI
ÞAÐ UPP
Á fyrsta matseðilinn settum við
sveppasúpu í forrétt, lambaham-
borgarhrygg með rauðvínssósu í
aðalrétt og rifsberjaís í ábæti. Heild-
arútkoman að meðtöldu rauðvíni í
sósuna varð rétt rúmar 2400 krónur
eða um 400 krónur á mann. Við
gerðum ráð fyrir 1.8 kg af hryggn-
um og kostaði hvert kíló 608 krónur,
sem er með því hærra sem gerist á
kjötmeti. Hér bætti upp að súpan
var tiltölulega ódýr og einnig rifs-
berjaísinn, sem þó er hið mesta lost-
æti.
RJÚPURNAR KOSTA
SITT
Næst völdum við reyktan lax með
spergli og hollenskri sósu í forrétt,
rjúpur í aðalrétt og banana- og val-
hnetuábæti til að fullkomna seðil-
inn. Heildarkostnaður hér varð um
3500 krónur eða tæplega 590 krón-
ur á mann. Stykkið af rjúpunni
(óhamflettri) kostaði 220 krónur og
keyptum við 8 stk. til að vera örugg
með magnið en ætla má rúmlega 1
rjúpu á hvern fullorðinn. Meðlæti er
hér einnig vel úti látið og svo verður
reykti laxinn hér að teljast munað-
ur, sem lyftir heildarverðinu tölu-
vert.
KALKÚNAVEISLA FYRIR
500 KRÓNUR
Síðast á dagskránni var svo kalkúni
með rifsberjahlaupi í aðalrétt á eftir
rækjuhlaupi í forrétt og létt og ljúf-
fengt súkkulaðimauk i ábæti. Við
gerðum ráð fyrir 3 'h kg af kalkúna
fyrir 6 manns og kostaði kílóið 525
krónur. Heildarkostnaður varð kr.
2.940- eða rétt tæpar 500 krónur á
mann. Hér er minna lagt í meðlætið
en með rjúpunum og ábætisréttur-
inn er tiltölulega ódýr.
Það er því ljóst að fleira skiptir
ediki og steyttum pipar. Kælið og
hrærið síðan eggjablöndunni smátt
og smátt saman við eggjarauðurnar
og setjið aðeins meira vatn út i.
Þeytið sósuna rækilega og bætið
bræddu smjörinu út í smátt og
smátt. Ef sósan verður of þykk, má
þynna hana með meira vatni.
Bragðbætið með salti, pipar og sítr-
ónusafa. Haldið heitu í vatnsbaði.
Sósan má alls ekki sjóða. Vefjið lax-
inn í rúllur og raðið þeim á fat og
skreytið með dilli. Hitið sperglana í
soðinu og berið þá fram í djúpri skál
og hellið sósunni yfir.
Rjúpur
8 stk. rjúpur (ríflega ein á mann)
salt og pipar
2 stk. einiber
'h b. lárviðarlauf
rjómi
1 stk. Camembert
rifsberjahlaup
kjötkraftur
smjörbolla (hveiti 100 g, smjör 75 g)
Rjúpurnar eru hamflettar og
hreinsaðar (ath. það má ekki skola
þær í vatni), kryddaðar með salti og
pipar og brúnaðar á pönnu. Soðnar
í 30 mín. í vatni. Innmaturinn er
brúnaður í potti og soðinn ásamt
einiberjum og lárviðarlaufi í 60 mín.
Soðið af innmatnum og rjúpunum
er sigtað og soðið saman, bakað
upp. Skánin er tekin af ostinum og
honum bætt í sósuna, sem áfram er
bragðbætt með kjötkrafti og rifs-
berjahlaupi. Bætið í rjóma eftir
smekk.
Meðlæti: Sykurbrúnaðar kartöflur,
rauðkál, gulrætur, rauðbeður og
Waldorfsalat.
Waldorf-salat:
2 dósir sýrður rjómi
70 g sellerí
300 g græn vínber
2 græn epli
50 g valhnetukjarnar
Skerið selleríið í litlar þunnar ræm-
ur, helmingið vínberin og fjarlægið
steinana. Skerið eplin í litla teninga
og saxið valhnetukjarnana. Blandið
nú öllu í sýrða rómann, í þeirri röð
sem talið er upp. Skreytið með val-
hnetukjörnum og hálfum vínberj-
um.
Banana- og valhnetuábœtir:
7 stórir, þroskaðir bananar (1 til
skrauts)
2 msk sítrónusafi
120 g sykur
150 g valhnetukjarnar
2 'h dl. kaffirjómi
2'h dl. rjómi
Stappaðu 6 banana og hrærðu sam-
an við sykur og 1 msk. sítrónusafa.
Brytjaðu valhnetukjarnana (haltu 6
eftir til skreytingar) og bættu við
banana. Þeyttu rjómann og kaffi-
rjómann og hrærðu varlega saman
við. Skammtaðu í ábætisskálar.
Skerðu síðasta bananann í sneiðar,
sáldraðu nokkrum dropum af sítr-
ónusafa yfir og raðaðu bitunum of-
an á ábætinn. Settu hálfan valhnetu-
kjarna í miðjuna á hverri skál.
Hátíðarmatseðill III
Rœkjuhlaup meö sósu
1 kg rækjur
1 pk. fiskhlaup
Raðið rækjunum í hringlaga mót.
Leysið hlaupið upp í 5 dl. af sjóðandi
HVAÐ K0STAR JÓLA-
STEIK MEÐ ÖLLU?
máli en kílóverðið á kjötin þegar
verið er að versla fyrir jólamáltíð-
ina. Hér sést að sá kjötréttur sem dýr-
astur var miðað við kílóverð, reynd-
ist ódýrastur þegar upp var staðið.
Lambakjötið er einnig snöggtum
drýgra en fuglakjötið, því þar fylgir
hlutfallslega meira af beinum með.
Einnig má stýra kostnaðinum með
því að velja vandlega meðlætið. Ef
kjötmetið sjálft er dýrt og mikill til-
kostnaður fylgir sósugerð og ann-
arri matreiðslu er einfalt að draga úr
meðlætinu.
En við látum þessar vangaveltur
duga og leyfum uppskriftum að rétt-
unum sem innkaupin voru miðuð
við, að fljóta hér með.
Hátíðarmatseðill I
Sveppasúpa:
1 1. kjötsoð
1 tsk. soyasósa
10 græn piparkorn (mulin)
300 g sveppir
Smjörbolla (75 g smjör, 100 g hveiti)
5 dl. rjómi
Sherry
Kjötsoðið, soyasósan og piparinn
soðið saman í potti í ca. 5—10 mínút-
ur. Bakað upp með smjörbollu í
hæfilega þykkt og látið sjóða.
Sveppirnir kraumaðir á pönnu og
rjómanum síðan hellt yfir þá. Þessu
er síðan blandað út í pottinn og
bragðbætt með sherry (ca. 1—2
msk.)
Lambahamborgarhryggur:
Hryggurinn er soðinn í 35—45 mín.
í vatni en ekki það miklu að yfir
hann fljóti. Hann er síðan smurður
með frönsku sinnepi og púðursykri
og svo stungið inn í 200°C heitan
ofn í 5—10 mínútur. Þá á sykurinn
að vera vel bráðinn.
Rauðvínssósa:
'h 1 rauðvín
6 stk. charlottulaukar (3 stk. venju-
legir)
Mulinn svartur pipar
Timian
Steinselja
Laukar og steinselja er saxað fínt og
kraumað í potti ásamt pipar og ca. 1
tsk timian. Rauðvíninu bætt saman
við og soðið niður til helminga. 8 dl
vatni bætt í og soðið í 10 mínútur.
Jafnað með smjörbollu og bragð-
bætt með kjötkrafti.
Með hryggnum er upplagt að hafa
bakaðar kartöflur, rósakál, spergil-
kál, maískorn, og steikta ananas-
hringi.
Rifsberjaís:
700 g ný eða frosin rifsber
100 g sigtaður flórsykur
3 egg
2 'h dl rjómi
Sigtaðu rifsberin eða merðu þau í
þeytara. Sykraðu eftir smekk með
flórsykri. Þeyttu eggjarauðurnar og
50 g af flórsykri, þar til blandan
þykknar. Þeyttu eggjahvíturnar og
50 g af flórsykri, lítið í einu, uns þær
eru orðnar stifar. Hrærðu smám
saman eggjarauðunum út í. Hrærðu
rifsberjamauki og rjóma saman við.
Helltu í ísform og frystu, þar til ísinn
stífnar. Borið fram í glösum eða
skálum með ískexi.
HátíðarmatseðiII II
Reyktur lax m/sperglum og
hollenskri sósu
Reyktur lax í sneiðum (ca. 3—4
sneiðar á mann)
2 dósir af heilum spergli
Hollensk eggjasósa:
300 g smjör
4 eggjarauður
5 msk vatn
sítrónusafi
salt og pipar
Sjóðið 4 msk af vatni með 1 msk af
HELGARPÖSTURINN 23