Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 42
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart HP fer meö þrjá þekkta karlmenn í líkamsrækt og „eróbikk“ og leitar umsagnar fagfólks um líkamlegt ástand þeirra Áródrí fyrir aukinni heilsurœkt er einatt beint til kyrrsetumanna, sem búa viö mikid álag. Þeim er talið lífsnaudsynlegt ad sinna skrokkn- um á sér, ef þeir œtli ekki að hrynja nidur eftir stutt gaman en skemmti- legt. Blaðamadur HP mœlti sér mót við þrjá menn afþessu tagi á heilsu- rœktarstöð í Vesturbœnum og fékk fagfólk til að meta líkamlegt ástand þeirra. EINS OG í HERBÚÐUM Hin sjálfviljugu tilraunadýr voru þeir Árni Johnsen, alþingismaður, Pétur Steinn Guðmundsson, dag- skrárgerðarmaður á Bylgjunni, og Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2. Það skal tekið fram til skýringar, að Árni var að skrópa af fundi í fjár- veitinganefnd, sem þessa dagana situr maraþonfundi frá morgni til kvölds. Og Páll kom í heilsuræktina eftir rúmlega 12 stunda vinnudag, sem endaði á návígi við Þorstein Pálsson í beinni útsendingu. Páli seinkaði vegna Návígisins og, þess vegna voru þeir Árni og Pétur Steinn látnir byrja einir. Eróbikk- leikfimi var fyrst á dagskrá og það var Hanna Brekkan, sem stjórnaði æfingunum af einstakri röggsemi. Þeir félagar komu inn í miðjan tíma hjá henni og voru sammála um að það væri ekki fullkomlega réttlátt að setja þá „óupphitaðá* á fulla ferð. Tíminn var hins vegar dýrmætur fyrir Árna, þar sem hann var í raun og veru að skrópa, og þess vegna létu þeir sig hafa þetta. Blaðamanninum, sem í sjálfu sér hefur ekki mikið vit á leikfimi, sýnd- ist þeir Pétur Steinn og Árni nokk- uð duglegir að tileinka sér æfing- arnar — þ.e. skilja hvað þeir áttu að gera hverju sinni. Framkvæmdin var ef til vill allt önnur saga. Kennar- inn hrópaði fyrirskipanir, sýndi hópnum hvað hún átti við og spilaði háværa danstónlist. Við og við klappaði hún saman höndunum, svo small í. Vöðvalausum áhorf- andanum fannst þetta einna helst líkjast herbúðum og þakkaði Guði fyrir að þurfa ekki að hreyfa legg né lið. Til að byrja með var Árni Johnsen fölur og svipbrigðalaus. Pétur Steinn var mun fljótari að verða rjóður. Kannski var það vegna þess að Árni fór dálítið mikið sínar eigin leiðir í æfingunum á meðan Pétur Steinn virtist reyna meira að gera nákvœmlega eins og honum var sagt. Báðir voru þeir þó fljótir að fara eftir fyrirmælum um að „slaka á“. Það var mjög vinsælt. „FÓTINN BEINAN, ÁRNI" „Á ég ekki að leýsa þig af?“ kall- aði Árni til Jim ljósmyndara, þegar kennarinn skipaði flokknum að slengja sér á magann og gera ýmsar strekkingar-æfingar. Síðan var risið upp á fjóra fætur og haldið áfram að teygja skankana í allar áttir. „Hafðu fótinn beinan, Árni,“ hrópaði Hanna yfir þveran salinn og við Jim feng- um óstöðvandi hláturskast. Það voru ósjálfráð viðbrögð, fremur en að eitthvað væri svona fyndið. Okkur leið mjög einkennilega þarna, full- klæddum, innan um hóp af hálf- beru, spriklandi fólki. Þetta var svo- lítil gluggagægistilfinning og ekkert sérstaklega þægileg. Árni var nú orðinn rauður og sveittur, eins og Pétur Steinn. Hanna spurði hvort þeir væru orðnir þreyttir. Ekkert svar. Menn bera sig nú vel fyrir framan ókunnugt fólk og myndavél. Þá var öllum skipað að setjast með fætur í kross. Feginsglampa brá fyrir á andlitum hinna óupphituðu, áður en í ljós kom að það er líka hægt að láta menn gera erfiðar æf- ingar þó í sitjandi stöðu sé. Mér var heldur ekki farið að lítast á blikuna, því ég var dauðhrædd um að nú yrði endanlega gengið frá þeim félög- um. Eróbikk-tíminn átti að vera löngu búinn samkvæmt klukkunni, en það voru ekki gefin nein grið. Allir á fætur, einn-tveir-þrír. Árni svakalega duglegur í armbeygjun- um og Pétur Steinn mjög fagmann- legur. Blés meira að segja frá sér á réttum stöðum og hvaðeina! Þeir voru báðir orðnir sjálflýsandi í fram- an og þegar Hanna Brekkan gaf fyr- irskipanir um „síðustu æfinguna", brá örugglega fyrir brosi á sveittum andlitunum. Síðasta lagið var af- skaplega viðeigandi: „Wasn’t it good — wasn't he fine“ úr söngleikn- um Chess, samkvæmt upplýsingum Péturs Steins, sem hlýtur að hafa vit á þessum málum. EFNILEGIR í GÆSALÖPPUM Þegar kennarinn bjó sig undir að segja mér álit sitt á piltunum, komu þeir hlaupandi og kölluðu hvor í kapp við annan: „Þetta var nú ekki sanngjarnt. Við vorum alveg óupp- hitaðir. Það var ekkert að marka þetta.. .“ En Hanna lét þá ekki setja sig út af sporinu og sagði: „Það sést á Árna, að hann hreyfir sig ekki mikið. Ég sá hins vegar á Pétri Steini að hann hefur gert svona æfingar áður.“ — Myndirðu segja að þeir vœru ótrúlega góðir miðað við aðstœður? spurði ég, hin jákvæðasta, vegna þess að fórnarlömbin höfðu lifað þetta af án þess að nokkurt alvarlegt slys yrði. Ekki vildi Hanna alveg samþykkja þessa lýsingu: „Nei, þeir eru kannski ekki ótrúlega góðir. Skrif- aðu bara, að þeir séu efnilegir, en hafðu það í gæsalöppum." Formlegur úrskurður eróbikk- kennara er sem sagt, að Árni John- sen og Pétur Steinn Guðmundsson séu „efnilegir". Þegar Árni heyrði þetta, bætti hann við til áherslu, að hann hefði aldrei á ævi sinni fengið harðsperrur. PALLI BRÚNI Þegar leikfiminni var lokið, tók tækjasalurinn við og enn var Páll Magnússon ekki kominn. „Ég hef aldrei lyft neinu, sem ég hef ekki þurft að lyfta," tautaði Árni um leið og hann vippaði sér á æfingahjól til þess að hita sig upp. Nú voru þeir kumpánar komnir í umsjón Ævars Agnarssonar, þjálfara, sem stjórnaði Hvað skyldi Páll hafa getað þetta mörgum sinnum?' 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.