Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 17
Hefuröu einhvern tímann gluggad í Æviskrár samtíðarmanna meö tilliti til þess hvaöa landskunna einstaklinga er þar ekki aö finna? Paö geröum viö. ínýjasta yfirlitsriti um íslenska samtídarmenn er ekki minnst á Jón Baldvin Hannibalsson, Halldóru Eldjárn, Rolf Johansen, Ingólf Gudbrandsson, Ómar Ragnarsson, Bessa Bjarnason, Garðar Cortes, Leif Þórarinsson, Árna Gunnarsson, Harald Ólafsson, Gunnar G. Schram, Völu Thoroddsen, Katrínu Fjeldsted, og fleiri og fleiri... Þeir Ingólfur Guðbrandsson og Kristján Jóhannsson eru ýmsu vanir, en fyrr má nú Garðar Cortes, óperustjóri og söngvari. rota... Hvers á hann að gjalda? Frú Vala Thoroddsen. Á hana er ekki Rolf Johansen fær ekki að vera með. minnst nema sem eiginkonu og móður. sterkt að, því Helena Eyjólfsdóltir, söngkona, fær ekki eina línu í bók- inni góðu. Ekki heldur Ingimar Eydal, sem þó er talinn með innan- stokksmunum í Sjallanum. Hvað með annars konar lista- menn — þá sem ekki nota radd- böndin? Ja, Inga Huld Hákonardótt- ir er rithöfundur, en hún er ekki tal- in með. Kannski er það líka tilætlun- arsemi að búast við því að finna þarna Ólöfu Eldjárn, þýðanda og bóksölustjóra í Háskólanum. Jón Reykdal notar pensla og grafíktækni og kennir meira að segja þessa kúnst á milli þess sem hann skapar sjálfur listaverk. Hann fær samt ekki að vera í ritinu. FJÖLMIÐLAFLÓN Mörgum finnst listamönnum hampað óeðlilega, þó framangreind upptalning ætti að setja örlítið strik í þann reikning. Það sama er oft sagt um fjölmiðlafólk, sem sumu fólki finnst vaða alltof mikið uppi. Athug- um hvað hægt er að finna af því í rit- inu um íslenska samtíðarmenn. Enginn Páll Heiðar Jónsson. Það er ljóst. Heldur engin Áslaug Ragn- ars — þótt hún vinni á Mogganum og hafi þar að auki gefið út skáld- sögur. Þar með á Alþýðublaðsmaðurinn Arni Gunnarsson auðvitað litla möguleika, jafnvel þó svo hann rit- stýri fjórblöðungnum aleinn og sjálfur. Það er kannski til of mikils mælst að ætlast til að finna nokkrar línur um hina alræmdu Helgar- póstsritstjóra, IngólfMargeirsson og Halldór Halldórsson. Samt státa þeir af ýmsu öðru í ofanálag, svo sem nokkrum bókum, sem sumar slógu öll sölumet. Þeir verða greini- lega að puða lengur til þess að kom- ast á spjöld sögunnar, eins og þau birtast í Æviskrám samtíðarmanna. Anna Bjarnadóttir, margreyndur blaðamaður sem nú sinnir m.a. ncytendamálum hjáDK fannst ekki. Heldur ekki kynsystir hennar, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, sem talað hefur til landsmanna allra um áratugaskeið í gegnum óteljandi út- varpstæki. Eiginmaður hennar er þó í bókinni, svo hennar er getið sem maka! Pabbi Ragnheiðar Ástu er þar að auki í viðaukanum. Sko til... Önnur þekkt rödd kemst heldur ekki á blað. Enginn Ævar Kjartans- son? Á maður að trúa þessu? Samt hefur hann sungið inn á plötu með Stuðmanni og er ættaður frá Gríms- stöðum á Fjöllum. Það er greinilega engin óbrigðul formúla til. Talandi um fjölmiðlamenn, þá getur fólk sparað sér leit að þeim Ossuri Skarphéðinssyni og Ög- mundi Jónassyni. Þeir eru nú líka svo svakalega vinstrisinnaðir. Ekki hefur Sonja Diego verið orðuð við stjórnmálastefnur svo í hámæli sé, en samt er hennar að engu getið í umræddu uppflettiriti — þrátt fyrir aðdáunarverða mála- kunnáttu og skemmtilegt eftirnafn. Sigrán Davíðsdóttir skrifaði um langt skeið matarpistla í Morgun- blaðið. Hún hefur líka gefið út mat- reiðslubækur og til hennar er gjarn- an leitað, þegar fjallað er um matar- gerð. Höfundar ritsins um samtíðar- menn gera sér þó engan mat úr Sig- rúnu. Og ekki er Sigmars B. Hauks- sonar getið heldur. MENNTASNOBB OG FRÆGAR EIGINKONUR Ætli tengsl við Háskóla Islands tryggi að viðkomandi sé að finna í bókinni? Ekki virðist það vera. Helgu Kress má að minnsta kosti hvergi sjá þarna, þrátt fyrir kenn- arastörf við menntasetrið um árabil. En Páll Skúlason, sem er bæði pró- fessor og doktor í heimspeki? Það munaði líka litlu að hann yrði rektor skólans, þegar síðast var skipt um á þeim stó|! Dugar ekki til. Jón Bragi Bjarnason varð næst- um öruggur krataþingmaður um daginn. Hann kennir við Háskólann og er þar að auki doktor, en því mið- ur... Ekkert pláss. Það er ekki einu sinni nóg að vera prófessor eða kennari við Háskóla Islands og þingmaður í ofanálag. Þeir Haraldur Ölafsson og Gunnar G. Schram eru alla vega úti í kuldan- um — svo mikið er víst. Haldi einhver að um sé að ræða mismunun gagnvart æðsta mennta- setri landsins, er það auðvitað mesti misskilningur. Skólastjóri hins merka skóla, Kvennaskólans í Reykjavík, heitir Aðalsteinn Eiríks- son og er sonur fyrrum prófasts og þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, hvorki meira né minna. Ekki orð um hann. Og talandi um vígða menn og vandamenn þeirra, þá er hvergi minnst á frú Sólveigu Ásgeirsdóttur, sem gift er biskupnum yfir íslandi. Frú Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen er líka eingöngu kona mannsins síns heitins og móðir sonar síns. Greinilega of mikil samtíðarfcona til að teljast einstaklingur. Stjórnendur innan ríkisbáknsins eru þó sumir á sama bás og ýmsar merkiskonur. Þeirra er ekki getið í uppsláttarritinu — og það þótt þeir séu karlkyns. Sjáið bara Kjartan Lárusson forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins og Pétur Einarsson, flugum- ferðarstjóra. Kannski næst, strák- ar... Það dugar stundum ekki heldur að vera með læknispróf upp á vas- ann, sbr. Halldór Hansen (yngri) barnalækni ogKatrínu Fjeldsted. Þó er Katrín borgarfulltrúi og sjálf- stæðiskona, gift lækni og leikrita- skáldi — sem ekki kemst heldur á blað. KVENNA-HVAÐ? Kvennalistaþingmennirnir kom- ust allir inn í viðauka þriðja bindis. IngibjörgSólrán Gísladóttir var hins vegar í Kvennaframboðinu og er ekki talin með. Heldur ekki Inga Jóna Þórðardóttir, sem lengi hefur verið framarlega í Sjálfstæðis- flokknum og situr nú til hægri handar menntamálaráðherra. Mað- ur Ingu Jónu, Geir Haarde, er líka aðstoðarráðherra og langtímasjálf- stæðismaður. En... Og ekki heldur Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri títtnefnds flokks. Að hugsa sér! Getur þetta verið pólitískt? Eða kvennapólitískt? Jafnréttissinnaðar sjálfstæðiskonur eins og Esther Guðmundsdóttur og Björgu Einars- dóttur er a.m.k. erfitt að finna, þó vandlega sé leitað. Samt er önnur þeirra fráfarandi formaður Kven- réttindafélagsins og þjóðfélagsfræð- ingur, en hin er höfundur fjölmargra rita, m.a. um líf og starf íslenskra kvenna. Kvenfólk á öndverðum pólitísk- um meiði við þær framantöldu, svo sem Kristínu A. Ólafsdóttur og Guð- ránu Ágústsdóttur er heldur ekki að finna í „samtíðarmönnunum". Krist- ín er kannski nýtilkomin í stjórn- málaheiminum, en hún er einnig vel þekkt leik- og söngkona. Póli- tískur aldur gagnar þar að auki alls ekki alltaf, svo sem dæmi Sigurðar E. Guðmundssonar, alþýðuflokks- manns, sýnir og sannar. Reyndar er hvorki hægt að sanna eitt né annað varðandi það hverjir eru skráðir í Æviskrár samtíðar- manna, enda lýðum ljóst að annar- legar hvatir lágu alls ekki að baki úr- takinu. Það er miklu fremur tilvilj- unum háð, hvaða einstaklinga er þar að finna. Ef hærra hlutfall þeirra sem fengu send eyðublöð, hefði svarað um hæl, liti bókin eflaust öðruvísi út. Sumt merkisfólk fékk eflaust engin eyðublöð, aðrir gleymdu eða nenntu ekki að útfylla blöðin og enn aðrir voru því kannski mótfallnir að láta persónu- legar upplýsingar um sig birtast á prenti. Lögfræðingur nokkur mun m.a.s. hafa hótað umsjónarmanni ritsins lögsókn fyrir persónunjósnir. Og svo er bara öllu slegið upp í kæruleysi og gantast með þetta í Helgarpóstinum. Örugglega vegna þess að ritstjórarnir komust ekki á blað... HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.