Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 29
HEIMATILBÚIÐ JÓLAKONFEKT Valhnetunúggat: 150 g núggat 150 g marsipan 35 g valhnetur — muldar 25 valhnetuhelmingar 100 hvítt súkkulaöi Núggatið er flatt út og mótaðar litlar kringlóttar skífur. Valhneturnar eru saxaðar smátt og blandað saman við marsipanið. Úr þessu eru mótað- ar litlar kúlur sem settar eru ofan á núggat-skífurnar og síðan er öllu dreypt í bráðið súkkulaðið. Skreytt með valhnetu. Appelsínu-konfekt: 150 g hvítt súkkuladi l'A msk. rjómi 2 msk. Grand Marnier Möndluflögur til skrauts Bræðiö súkkulaðið í potti ásamt rjómanum. Látið stífna til hálfs og þeytið létt um leið og líkjörnum er bætt út í. Setjið í rjómasprautu og út- búið litla toppa eða fyllið lítil kon- fektform. Skreytt með möndluflög- um. Hnetustengur: 70 g smjör 75 g sykur 1 msk. vanillusykur 3 dl haframjöl 3 msk. kakó 2 msk. mjólk 100 g heslihnetur (muldar) Hrærið saman smjör, sykur, vanillu- sykur, kakó, hafragrjón og mjólk. Mótið aflangar stengur sem velt er upp úr heslihnetunum. Geymist í ís- skáp. Marsipan og núggat er flatt út sitt í hvoru lagi og mótuð lítil hjörtu. Núggat-hjörtun og önnur hliðin á marsipanhjörtunum er pensluð með blöndu af 1 tsk. sykurs og vatni. Leggið síðan saman — marsipan neðst, þá núggathjartað og aftur marsipan. Að lokum er öllu dýft til hálfs ofan í bráðið súkkulað- ið. Möndlutoppar: 250 g möndluspœnir 2 msk. smjör 250 g hvítt súkkulaði álpappír olía kakó (til skrauts) Möndluspænirnir eru ristaðir í smjöri og síðan kældir. Súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og möndlu- spænunum bætt út í. Mótið litla toppa með 2 teskeiðum og leggið þá á álpappír sem smurður hefur verið með olíu. Látið stífna og skreytið að lokum með því að sáldra kakói létt yfir. Engifer-konfekt: 250 g marsipan 100 g sykraður engifer 150 g hjúpsúkkulaði Marsipanið er flatt út og mótað í litl- ar, kringlóttar skífur. Engifer er sax- að smátt nema 25 g sem geymd eru til skreytinga. Blandið engiferbitun- um saman við það sem afgangs varð af marsipani og mótið litla toppa ofan á marsipanskífurnar. Dýfið í bráðið hjúpsúkkulaðið og skreytið með engiferbitum. Núggat-hjörtu: 375 g marsipan 250g núggat 100 g hjúpsúkkulaði „JOLATILBOÐ FJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglega jólagjöf. ermikið atriði aö vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt aö staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft í huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir margfalt meiri peningum í rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850,- m WJAPIS BRAUTARHOLT 7 SlMI 27133 HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.