Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 26
kaupa
gamalt
hangikj öt
þegar
þérbýöst
nýtt
Alltjólahangikjöt Sláturfélagsins ereingöngu unniö úrnýju og mögru fyrsta flokks
hráefni. Síóan er því pakkað í lofttæmdar umbúðir og gæðin þannig innsigluð.
Notaðu aðeins úrvals hangikjöt. Notaðu SS jólahangikjöt.
SLÁTURFÉLAG 'fv*f SUÐURLANDS
JÓLAF
Danskurinn ku vera sérlega lag-
inn við að útbúa skemmtileg hlað-
borð á jólunum. Við gengum því í
danska smiðju eftir uppskriftum að
réttunum sem hér fylgja á eftir.
Hlaðborð af þessu tagi er sérlega
þægilegt ef bjóða á miklum fjölda til
veislu. Réttina er alla hægt að útbúa
með löngum eða skömmum fyrir-
vara og suma má jafnvel frysta.
A jólaborðinu okkar eru síldar-
réttir, soðin nautabringa, saltfisks-
kökur, lifrarkæfa, ostar og margt
fleira. Og til að gera það nú örlítið
þjóðlegra bætum við að sjálfsögðu
gómsætu hangikjöti á borðið. En
hérna koma nokkrar uppskriftir.
Soðin nautabringa með 2 sósum
Um l’Á kg nautabringa
2 laukar, 4 negulnaglar
2 gulrœtur, 1 bladlaukur
1 stilkur stöngulsellerí
steinselja, timían
salt, heil piparkorn
l.Setjið kjötið í pott, hellið vatni
yfir, komið upp suðu og fleytið vel.
2. Bætið í hreinsuðu grænmeti
(laukarnir stungnir negulnögium),
2—3 tsk. af salti, 10—12 piparkorn-
um og vendi úr blaðlaukstoppi, sell-
eríblaði, 3 steinseljugreinum og 1
timíangrein.
3. Meyrsjóðið kjötið í luktum potti
við mjög vægan hita, en ekki of
lengi. Auðvelt á að vera að taka
beinin úr. Kælið kjötið ögn í soðinu
og setjið það undir létt farg. Berið
það fram kalt og þunnskorið með
brauði ásamt graslaukssósu og pip-
arrótarsósu.
Graslaukssósa
Hrærið saman 3 msk. majónsósu og
2 dl sýrðan rjóma. Bragðbætið með
mörðum hvítlauk, salti, pipar, sítr-
ónusafa og graslauk.
Piparrótarsósa
Blandið 2 dl af þykku eplamauki við
nýrifna piparrót, sítrónusafa, salt og
svolítinn sykur.
Nautabringu má sjóða 1—2 dögum
26 HELGARPÓSTURINN