Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 8
Gunnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi: Fylgjumst náið með. IttlHM IUTWt U STUNDUM (KKI UTtl £N SVO *D HUSITGGJINDUt StTtM SIG I upphafi ársins birtist í HP greinin „Hrynur húsið mitt á morgun" þar sem Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir, greindi frá samskiptum sínum við Steypustöð- ina. Þar var og ítarlega fjallað um eftirlits- leysi með framleiðslunni, ábyrgðarleysi framleiðandans og bent auk þess á mögulegan hagsmunaárekstur, þar sem Halldór Jónsson, forstjóri Steypustöðvar- innar, væri jafnframt stjórnarmaður í Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. i kjölfar greinarinnar fylgdu mikil skrif og umræður. VISAÐ A DYR mad srtmarófíiN þakf ad fkla vtrr £c acxr SICJK TÆKNIFR.tCDINrjJR BORCARVERKFRÆDINCS ISKYRSUI STEYniEFriRimiNS Hinn 30. janúar greindi HP frá því að eftir- litsmanni við störf hefði verið vísað á dyr af starfsmanni Steypustöðvarinnar, sem bar fyrir sig fyrirmæli forstjórans. Vitnað var í ítarlega skýrslu um að saltþvottur á sandi í steypu fyrirtækisins væri ófull- nægjandi (aukin hætta á alkalívirkni) og að loftmagn hefði ínokkrum tilfellum ver- ið undir lágmarkskröfum. RB hóf í kjölfar skrifa HP reglulega sýnatöku hjá Steypu- stöðinni og er „árangurinn" nú kominn í Ijós... Málefni Steypustöðvarinnar í kjölfar umfjöllunar HP: Steypustöðin hf undir smásjá byggingarfulltráans íReykjavík. Framleiðsla fyrirtœkisins langt frá gœðakröfum. Niðurstöður hertra rannsókna íkjöl- far umfjöllunar HP taldar trúnaðarmál. 15% of lítið sement í blöndunni og loftmagn undir lágmarki. Hert eftirlit med framleidslu Steypustöðvarinnar hf. í kjötfar skrifa Helgarpóstsins um málefni fyrirtœkisins í upphafi þessa árs hef- ur leitt til alvarlegrar vidvörunar byggingarfuUtrúans í Reykjavík og fékk fyrirtœkid frest til 20. desember til að leggja fram áœtluri um endur- bœtur. Komið hefur I Ijós að stór hluti þeirrar steypu sem fyrirtœkið hefur framleitt og selt síðustu mán- uðina stenst engan veginn gœða- kröfur. Á fyrirtœkið yfir höfði sér lokun ef lofaðar úrbœtur ganga ekki eftir og verður fylgst grannt með framleiðslunni. Að sögn bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík, Gunn- ars Sigurðssonar, verða sýnistökur Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins (RB) auknar verulega til að auka enn marktœkni og í kjölfarið verður almennt eftirlit rneð fram- leiðslu steypustöðvanna mjög hert frá því sem verið hefur — en fram á þetta ár hafa rannsóknir RB og nið- urstöður þeirra verið trúnaðarmál stofnunarinnar og framleiðenda, sem kostað hafa rannsóknirnar. I upphafi ársins fjallaði Helgar- pósturinn almennt um málefni Steypustöðvarinnar hf. og sérstak- lega um steypuskemmdir á bygg- ingu Gunnars Inga Gunnarssonar læknis. I grein Helgarpóstsins kom fram að í steypuna í byggingu Gunn- ars vantaði mikið magn af loft- blendi, sem notað er til að tryggja veðrunarþol steypu og gera hana frostþolnari fyrr á meðan hún er að harðna. Þá kom fram að Steypu- stöðin hefði fengið á sig langflest þeirra mála sem beint hefði verið til RB, þó markaðshlutdeild fyrirtækis- ins á höfuðborgarsvæðinu væri 35%. Eftirlit með framleiðslu steypustöðva er mjög lítið hér á landi utan „innra eftirlit" framleið- endanna sjálfra og hefur aðeins einn maður með slíkt eftirlit að gera af hálfu hins opinbera á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Forstjóri RB, Hákon Olafsson, tók undir að það vantaði meira aðhald á þessu sviði. HP benti á, að ábyrgð framleiðenda á steypu næði aðeins til eins árs, þó gallar kæmu oftast í ljós eftir þann tíma og yfirleitt ekki fyrr en að 5 árum liðn- um. Forstjóri RB tók undir þetta: „Það er auðvitað með öllu fáránlegt að framleiðandi steypu eins og Steypustöðin hf. bjóði viðskiptavin- um sínum aðeins upp á eins árs ábyrgð á því að varan sem þeir selja sé gallalaus." Þá benti Hákon á „smáa letrið" á nótum til dæmis Steypustöðvarinnar, þar sem segir að fyrirtækið „ábyrgist ekki afleidd- an skaða kaupanda sé steinsteyp- unni ábótavant, þannig að bóta- skylda getur ekki orðið meiri en andvirði steypunnar, sem ábótavant er“. Þetta þýðir t.d. að hrynji hús vegna skemmdrar steypu innan þessa árs sé framleiðandanum ekki skylt að greiða afleitt tjón, t.d. á inn- búi, að ekki sé talað um mannslíf! Þá kom fram, að forstjóri Steypustöðv- arinnar, Halldór Jónsson, væri stjórnarmaður í stjórn RB — og er hann það enn í dag og verður allar götur til sumars 1988. Neitaði Hall- dór því staðfastlega að um hags- munaárekstra gæti verið að ræða og tók Hákon Olafsson undir það mat Halldórs. Halldór sagði enn- fremur á þessum tíma, að í Steypu- stöðinni væri daglega kannað hvort steypan væri rétt blönduð. EFTIRLITSMANNI VÍSAÐ Á DYR I kjölfar þessarar greinar fyigdi mikil umræða og skrif. Kom fram hjá Hákoni að besta eftirlitið fælist í því að framleiðendur mældu styrk framleiðslu sinnar og viðhefðu virkt innra eftirlit, en að opinberir aðilar hefðu síðan eftirlit með hinu innra eftirliti. „Unnið er að því að koma á slíku fyrirkomulagi hér.“ Fram- kvæmdastjóri steypustöðvarinnar ÓS hf., Einar Þór Vilhjálmsson, Iagði orð í belg: „Allt opinbert eftir- lit með steypuframleiðslu hér á landi er óviðunandi og ekki bjóð- andi kaupendum á steinsteypu." 23. janúar birtist í HP bréf frá Halldóri Jónssyni, þar sem hann hótar blað- inu málssókn og segir blákalt að ekkert fyrirtæki framleiði meiri og betri steypu en Steypustöðin hf. Að innra eftirlit hjá fyrirtækinu sé gott og að fyrirtækið hafi samning við RB um eftirlit með framleiðslu sinni. Sá samningur var hins vegar ekki undirritaður fyrr en 5 dögum eftir grein HP! Viku síðar ritar Halldór aftur í blaðið og hótar að þessu sinni Gunnari Inga Gunnarssyni máls- sókn. Það var síðan 30. janúar að HP birti grein þar sem ítarlega var greint frá skýrslu steypueftirlits borgarverkfræðings, undirritaðri af Hauki Helgasyni, tæknifræðingi og eftirlitsmanni og Hallgrími Sand- holt, deildarverkfræðingi, hinn 9. október 1985. Þar kom meðal ann- ars fram að eftirlitsmanninum hefði við síðustu eftirlitsferð til Steypu- stöðvarinnar verið vísað á dyr al starfsmanni sem bar fyrir sig fyrir- mœli forstjórans — sem aftur sagði að um „leiðindamisskilning" hefði verið að ræða. í skýrslu Hauks og Hallgríms kom fram að við saltmæl- ingar á sandi sem Steypustöðin not- ar í framleiðslu sína hefði í 5 tilfell- um af 24 mœlst of hátt saltmagn — en slíkt leiðir til of mikillar alkalí- virkni. Halldór bar því við að fyrir- tækið notaði svo lítið af þessum sandi að það skipti ekki máli og nefndi hann töluna 5%. í skýrslunni kom aftur á móti fram að hlutfallið væri 20%. Halldór sagði að síðan sú mæling hefði farið fram hefði magn- ið verið minnkað! Þá kom fram í skýrslunni að á meðan loftmagn (loftblendi) mætti minnst vera 4,5% í steypu hefði í nokkrum tilfellum mælst hjá Steypustöðinni loftmagn undir 4% og allt niður í 2,2%. „Óryggi um að nœgilegt loft sé í steypu í öllum hrærum eftir blöndun í steypustöð virðist ekki vera fyrir hendi hjá Steypustöðinni hf.“ Halldór bar fyrir sig „smábilun í loftblendibúnaði einu sinni“ sem hefði uppgötvast strax og verið lagfært og gaf í skyn að athugasemdir eftirlitsmannsins væru af persónulegum toga spunnar. Fram kom hjá Hallgrími Sandholt á þessum tíma að fyrirtækið hefði bætt sig eftir að skýrslan var lögð fram, en að nokkrum árum fyrr hefði fyrirtækinu og BM Vallá verið hótað lokun vegna lélegs saltþvotts. Þegar þetta var skrifað var önnur skýrsla væntanleg frá steypu- eftirlitinu. ÚRBÆTUR: MINNA SEMENT Ljóst er nú, að ef Steypustöðin hefur „bætt sig“ í kjölfar áður- nefndrar skýrsiu og skrifa HP þá hafa þær úrbætur dugað skammt og að því er virðist hefur fyrirtækið séð ástæðu til að lagfæra hlutina hjá sér með því að minnka sementsinni- hald framleiðslu sinnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið hjá borgarverkfræðingi eftir rannsóknir RB er framleiðsla Steypustöðvarinnar langt frá því að standast gæðakröfur um styrkleika. Þannig kom í Ijós að 63% steypu í flokki S-200 stóðst ekki lágmarks- kröfur, 35% steypu í flokki S-250 og 17% steypu í flokki S-300, en engar athugasemdir voru gerðar við fram- leiðslu BM Vallá og Oss hf. Vitað var um þessa galla á steypu fyrirtækis- ins alveg frá því að RB hóf regluleg- ar rannsóknir á henni í febrúar eða í kjölfar skrifa HP, en eftirlitsmanni Reykjavíkurborgar barst ekki um þetta vitneskja fyrr en í maí, þar eð RB taldi að um trúnaðarmál væri að ræða. Steypustöðin fékk strax við- vörun og bætti sementi í blöndu sína — en alls ekki í nægjanlegum mæli. Enn hefur fyrirtækið fengið aðvörun og enn hefur Steypustöðin lagt fram áætlun um úrbætur, en af fenginni reynslu verður fyrirtækið undir ströngu eftirliti næstu vikurnar. Gunnar Sigurðsson, byggingar- fulltrúi, sagði ennfremur í samtali við Helgarpóstinn að styrkleiki steypunnar hjá Steypustöðinni hefði framan af árinu fallið niður í styrk- leikaflokkinn S-160, sem var leyfi- legt í útisteypu fram að árinu 1979, er kröfur urðu strangari með nýrri byggingareglugerð. Gunnar sagði að fyrirtækið hefði fyrst og fremst notað of lítið sement í steypuna. í bréfi frá forstjóra Steypustöðvarinn- ar, Halldóri Jónssyni, kom fram að bætt hefði verið við 15 kílóum af sementi á rúmmetrann í sumar og að nú hefði verið enn bætt 20 kíló- um við og sementið þá alls orðið 270 kíló á rúmmetrann fyrir styrk- leikaflokkinn S-200, sem er að dómi byggingarfulltrúans fullnægjandi. Gunnar sagði að ákaflega mikilvægt væri einnig að hafa loftblendi í lagi og stöðugt um 5%, en það hefði ekki verið í nógu góðu horfi hjá fyrirtæk- inu. Aðspurður um skaðabótastöðu kaupenda sagði Gunnar, að auðvitað bæru byggingaraðilar sína ábyrgð, en hins vegar að vandamál væri að ábyrgð framleiðenda næði aðeins til eins árs. „Frá fræðilegu sjónarmiði finnst manni þetta fjarstæða. Ef það er gott eftirlit má auðvitað fylgjast með hvernig steypan er, en hingað til hefur skort á slíkt virkt eftirlit og það verður að krefjast þess af steypustöðvunum að innra eftirlit sé fullnægjandi. Þannig hafa ekki komið fram athugasemdir vegna framleiðslu annarra steypustöðva hér og held ég að óhætt sé að full- yrða að þar sé allt innra eftirlit meira og betra," sagði Gunnar. 8 HELGARPÖSTURINN eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.