Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR Duvall í faðmi fjölskyldunnar: Sjaldan leikið betur. Látlaus snilld Bíóhúsid Vitaskipiö (Lightship): ★★★. Bandarísk, árgerö 1986. Leikstjórn og handrit: Jerzy Skolimowski, byggt á sögu Sieg- fried Lenz. Kvikmyndun: Charley Steinberger. Tónlist: Stanley Meyer. Aballeikarar: Robert Duuall, Klaus Maria Brandauer og Michael Lyndon. Vitaskipið er látlaust og hlýtt sniildarverk sem menn gera sér fyrst grein fyrir hvað er gott þegar efniviðurinn, túlkunin og fram- setningin leitar á þá eftir á. Pólski leikstjórinn og leikarinn Jerzy Skolimowski sýnir hér að hann er ekki eftirbátur lærifeðra sinna, Polanski og þó einkum Wajda. Hann á fáar en góðar myndir að baki, svo sem Deep End og Moon- lighting með Jeremy Irons, og heilsar hér Bandaríkjunum í fyrsta sinni eftir áralanga dvöl í Eng- landi. Vitaskipið er skrifað upp úr sam- nefndri sögu Þjóðverjans Sieg- fried Lenz. Dramað er óvenjuþétt, hnýtt saman af sterkum persónum í ónotalegu umhverfi; Ijótum og litlum dalli á gráköldum sjónum þangað sem þremur krimmum er bjargað eftir vélarbilun í flótta- legri trillu. Það er stutt milli hroka og hógværðar, hörku og linkindar, þors og dugleysis. Það sýna sam- skiptin í þessari mynd, sem tekur jafnframt á áttleysi manna og frels- isútgjöldum. Þetta er dæmisaga með augljósum tilvísunum. Skolimowski gjörnýtir sögusvið- ið, sjálft vitaskipið. Allar staðsetn- ingar eru gaumgæfðar. Aherslan er á nálægð manna og aukinheld- ur varnarleysi gagnvart náttúru og meðbræðrum. Andlit og augnatil- lit segja meira en skrokkar og út- limir. Það er stigið í ölduna í fleiri en einum skilningi. Robert Duvall hefur líkast til ekki leikið betur síð- an í Apocalypse Now, Klaus Maria Brandauer síðan í trúðsbúningi Mephisto. Samleikur þessara manna er engu lagi líkur. Vitaskip- ið er nauðsynlegt umhugsunar- efni. -SER Glettilega kjarngott Bíóhöllin: Short Circuit (Ráöagóbi róbotinn) irk-k Bandarísk. Árgerb 1986. Framleiðendur: David Foster, Lawrence Turman. Leikstjórn: John Badham. Handrit: S.S. Wilson, Brent Maddock. Kvikmyndun: Nick McLean. Aöalhlutverk: Ally Sheedy, Steve Guttenberg, Fisher Stevens, Austin Pendleton, G.W. Bailey og Nr. 5. Þá hefur John Badham (Satur- day Night Fever, War Games, Blue Thunder) enn heiðrað okkur með nærveru sinni á hvíta tjaldinu. Líkt og í fyrri myndum kappans er það fyrst og fremst myndmáls- notkun og yfirþyrmandi fagmann- leg verkkunnátta hans á því sviði sem heillar. Efnismeðferð Short Circuit er á hinn bóginn engan veginn að sama skapi svo ýkja frumleg, því hér er gamla þemað úr myndum á borð við E.T. og War Gamesskrúfað upp á nýjan leik. . . tiltölulega óbrenglað, en það þarf þó í sjálfu sér ekki að koma að sök. Hjá stórfyrirtækinu Nova Robot- ics hafa menn nýverið lokið þróun nýrrar tegundar vélmenna, sem tæpast eiga sér hliðstæðu hvað tæknilega fullkomnun varðar. Hér er um að ræða nýja tegund fyrir- ferðarlítilla, en vel vopnum bú- inna hernaðarróbóta, sem hægt er að láta síga niður í fallhlíf að baki víglínunni, hvar þeim að sjálf- sögðu er ætlað að valda ómæld- um óskunda í röðum óvinarins. Dag nokkurn, þegar verið er að rafhlaða Nr. 5 veldur elding skammhlaupi í rafhleðslukerfinu með þeim afleiðingum að fyrir- bærið öðlast líkt og skrímsli Dr. Frankensteins á sínum tíma líf, og eigin sjálfstæða meðvitund. Fyrir hreina tilviljun og hermálayfir- völdum til mikillar hrellingar lend- ir róbót þessi síðan á vergangi. . . fer á eigin vegum út í hinn stóra heim að kanna umhverfi sitt og njóta nýfengins frelsis. Einkar hugljúf, afbragðsvel unn- in og í alla staði bráðskemmtileg afþreyingarmynd fyrir alla fjöl- skylduna. Glettiiega vel skrifað handrit, og tæknivinnsla myndar- innar að sjálfsögðu til fyrirmyndar eins og von er og vísa þar sem John Badham er annarsvegar. -Ó.A. Hatur apa Háskólabíó Link: ★★ Ensk/bandarísk, árgerö 1986. Framleibandi og leikstjóri: Richard Franklin. Kvikmyndun: Mike Malloy. Handrit: Everett de Roche. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aöalleikarar: Terence Stamp og Elisabeth Shue, auk apanna. Link sver sig í ætt við nokkrar mynda Hitchcock, þar sem er fátt fólk og einn furðulegur í stóru húsi utan alfaraleiðar. I þetta skipti vís- indamaður sem gruflar í öpum. Link er einn þeirra, útbrunnið sirkusfífl sem í meðförum manna hefur byrgt inni hatur. Svo kemur aðstoðarstúlka eitt sumarið... Richard Franklin hefur svo sem ekki langt að sækja Hitchcock- taktana. Hann starfaði alllengi með meistaranum á meðan hann var að vinna sínar síðustu myndir — og framhaldsvann síðan eina frægustu mynd hans, Psycho, sem Anthony Perkins hefur síðan aftur bætt við. En það er langur vegur milli þessara manna. Kvikmyndinni um Link tekst illa upp hvað varðar persónusköpun, tengingar og tempó söguþráðar- ins sem í reyndinni gefst upp á sjálf- um sér undir lokin. Úthaldið vant- ar — og undirölduna sem glæðir plottið og gerir það trúverðugt. Engu að síður kemst spenna til. skila, mjög þokkaleg saga sem hrífur best með sjálfa apana í mynd. -SER Urrœöa- laust ævintýri Stjörnubíó Jake Speed: ★ Bandarísk, árgerö 1986. Leikstjórn: Andrew Lane. Hand- rit: Wayne Crawford og Andrew Lane. Tónlist: Mark Enow o.fl. Aöalleikarar: John Hurt, Wayne Crawford, Dennis Christopher og Karen Kopkins. John Hurt getur verið jafn hitt- inn á vönduð hlutverk og óhittinn. Það er eins og þessi snjalli leikari hafi þörf á að létta sér upp erfiðis- leikinn öðruhvoru með endemis dellum og fíflagangi. í kvikmynd- inni Jake Speed, þar sem sam- nefnd aðalsöguhetja leitar uppi hvíta þrælasölu í Afríku, leikur Hurt skúrkinn og ferst það illa. Kvikindislegur hláturinn er aldrei sannfærandi. Þetta er reyndar mjög ósann- færandi mynd í það heila tekið. Ævintýri Jake Speed, sem er á mörkum þess að vera skáldsagna- persóna og hversdagshetja, vantar það sem góðri sögu er nauðsyn- legt; úrræði og áhugaverðar per- sónur. Og aðstæður sem menn geta sett sig inn í. Leikurinn og sviðsetningin er einatt með þeim hætti að geispinn í sessunauti manns verður tilþrifameiri í sam- anburðinum. Og poppkornið efn- ismeira. -SER Bras Austurbœjarbíó Fjórir á fullu (Hot Chili): 0 Bandarísk, árgerð 1985. Framleiöendur: Golan & Globus. Leikstjórn: William Sachs. Handrit: Joseph Goldman og Sachs. Aðalleikarar: Charles Scillaci, Chuck Hemingway, Joe Rubbo, Allan Kayers og Victoria Barrett. Hot Chili; nafnið eitt ætti að vera næg viðvörun. Þetta er bras, alltof vel úti látið; hráefnið léttir gæjar, fitusnauðar gellur, kryddaðar greddu og born- ar fram með niðursoðnum fimm- auarabröndurum á þunnu og ákaf- lega notuðu fati. Hot Chili er eín allra versta kvik- mynd sem sýnd hefur verið hér- lendis í ár. Eg ætla ekki að rök- styðja það. En stundum finnst manni Kvikmyndaeftirlitið eigi að setja mörkin víðar en við ofbeldi og klám. -SER Apinn og eldfærin: Hitchcocktaktar Franklin. MYNDLIST Jóhanns G. Jó- hannssonar á síðustu árum hefur einatt einkennst af pensildýfingum í vatn og mjúka tóna. A nýjustu sýn- • ingu hans, sem stendur yfir í Menn- ingarmiöstööinni Geröubergi, eru samt vatnslitirnir ekki einasta áber- andi, heldur blönduð tækni að auki. Jóhann skýrir: „Olía, blek og vatn, svona með ákveðnum núönsum." En alltaf jafn heillaður af vatnslit- um, eða hvað? ,,Já,“ brosir listamað- urinn. „Kannski mestmegnis vegna þess hvað vatnsliturinn er spontant í eðli sínu. Mér finnst ég eiga svo gott með að ná niður hughrifum og stemmningu með notkun hans. Og eins get ég klárað myndina í einni atrennu, sem er atriði fyrir mig.“ Hann segist freistast til að grípa augnablikið í myndum sínum, nefn- ir íslensku birtuna, sem hann kveðst heillaður af: ,,Ég hef sífellt færst nær henni á undanförnum árum. Hún er engu lagi lík.“ Hann minnist líka á náttúrufar, landslag og veðurfar. Og talandi um veður: Það hefur ekki beinlínis leikið við sýningargesti Jó- hanns að undanförnu, og síðustu helgi, þegar sýningunni átti að ljúka, vofði yfir henni dýpsta lægð í manna minnum. Jóhann hefur því framlengt yfir helgina, en lokar svo á skemmsta degi. Síðan birtir 'ann hægt og sígandi. UNGLINGAbækur eftir ís- lenska höfunda eru all margar á þessari vertíð — og er þeim eins og gengur misjafnlega hampað af út- gefendum, auglýsendum og selj- endum. Við heyrðum af líttkynntri en lipurri unglingabók Rúnars Ármanns Arthurssonar á dögunum, en hún heitir Algjörir byrjendur, og er reyndar frumraun Rúnars á þessu sviði en hann á að baki viðtalsbók við Jónas Arnason og eina ljóða- bók. Starfsmaður Svarts á hvítu, sem gefur verkið út, var staddur í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar á dögunum og gáði hver salan var í þessari unglingabók forlagsins. Honum var tjáð að hún væri lítil sem engin. Hann gerði sér því lítið fyrir og hélt stutta tölu yfir sölufólk- inu í búðinni, lýsti ágætum bókar- innar, svo sem magnaðri frásögn, skemmtilegum stíl og indælis per- sónusköpun — og þetta taldi hann allt vera framar öðrum unglinga- bókum í útgáfunni fyrir jólin. Liðu svo fáeinir dagar. Þá athugaði sami maður frá Svart á hvítu sölu Al- gjörra byrjenda í Eymundsson. Og niðurstaðan: Nær uppseld..! 32 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.