Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 28
JÓLABAKSTUR sem geymist og geymist... Þegar jólahátíðina ber upp á fimm frídaga eins og nú gerist, er víst eins gott á stóru heimili að eiga ýmislegt matarkyns í fórum sínum til að seðja svanga munna. Flestir eru sjálfsagt búnir að baka smákökur og piparkökur eins og þykir til hlýða. Við sleppum þeim því alfarið í þetta skiptið en látum hér fljóta uppskrift að enskri jólaköku sem bæði er mat- armikil og saðsöm. Það sama má reyndar segja um brauðmetið sem á eftir fylgir. Ensk jólakaka: 250 g hveiti 'A tsk. salt 1 sléttfull tsk. brúnkökukrydd 340 g steinlausar rúsínur 340 g sultana-rúsínur 340 g kúrenur 60 g brytjad súkkat 80 g kokkteilkirsuber, skorin í fjórö- unga 60 g möndlur, afhýddar og saxadar 230 g smjör 230 g púdursykur 4 hrœrd egg V/2 tsk. dökkt síróp 2 msk. koníak Klæddu hliðar og botn í kringlóttu kökuformi með tvöföldu lagi af bök- unarpappír. Taktu síðan ræmu af þykkum pappír, sem nær tvisvar sinnum utan um formið og nær svo sem 2 sentimetra yfir barma þess. Bittu fast utan um formið. Sigtaðu saman hveiti, salt og krydd í stóra skál. Hrærðu saman smjör og sykur, uns blandan er ljós og létt. Hrærðu eggjunum út í smám saman. Hrærðu nú sírópinu saman við, síðan hveiti, ávöxtunum, súkkati, kirsuberjum og möndlum. Settu þetta í formið og bakaðu í ofni við 150 gráðu hita i 3 klukkustundir. Lækkaðu hitann um 10 gráður og bakaðu kökuna í 1—1 '/2 klst. í við- bót. Láttu kökuna kólna í forminu í 10 mínútur, hvolfdu henni siðan úr því á grind og fjarlægðu pappírinn. Þeg- ar kakan er næstum kólnuð, er henni snúið við. Þá er hún stungin með prjóni og koníakinu dreypt yfir. Þegar hún hefur kólnað til fulls, er henni pakkað í smjörpappír og ái- pappír eða komið fyrir í loftþéttri dós. Best er auðvitað að geyma kök- una dálítið áður en hún er borðuð, svo bragðið nái sem best að koma fram. Döðlubrauð: 150 g dödlur 100 g sykur 50 g smjörlíki l3/ dl sjódandi vatn 1 egg 250 g hveiti ‘/ tsk. salt 1 tsk. natron 50 g saxadar hnetur Döðlum, sykri, smjörlíki og vatni blandað saman. Kæit. Þegar það er orðið kalt, er afganginum af hráefn- unum blandað vel saman við. Bakað við ca. 180°C í 45 mínútur. Deigið dugir í 1 meðalstórt kökuform. Bananabrauð: 100 g smjörlíki 150 g sykur 2 egg '/2 tsk. vanilludropar 170 g hveiti 2 tsk. lyftiduft salt á hnífsoddi 3 vel þroskaðir bananar lá bolli muldir valhnetukjarnar Smjörlíki og sykur er hrært saman þangað til það er orðið ljóst og létt. Eggin sett út í, eitt í einu og síðan droparnir. Sigtið saman hveiti, lyfti- duft og salt og blandið saman við. Síðan eru bananarnir vandlega marðir og settir út í ásamt hnetun- um. Bakað í 1 klst. við 175°C. Dugir í eitt stórt kökuform. Að lokum ein dísæt og ómótstæði- leg fyrir sælkerana og hreint augna- yndi á jólaborðinu. Jólaspes Þetta er fallegur skrauthjúpur sem setja má utan um uppáhaldstertuna. / möndlumassa: 340 g malaðar möndlur 170 g strásykur 170 g sigtaður flórsykur 3 eggjahvítur nokkrir möndludropar 3 msk. síuð apríkósusulta 1 sykurhjúp: 900 g sigtaður flórsykur 4 tsk. sítrónusafi 2 tsk. glýserín Blandaðu möndlunum og sykrinum saman í skál, bættu svo eggjahvítun- um og möndludropunum saman við. Hrærðu úr þessu mjúkan massa. Hnoðaðu hann, uns hann hefur jafnast og skiptu svo í þrjá jafna hluta. Stráðu sykri á borð og flettu einn þriðjunginn í skífu svo sem 22 sm í þvermál. Þriðjungarnir sem eftir eru eru flattir með kefli og mynduð úr þeim ræma, jafnbreið og kakan er há og nógu löng til að ná utan um hana. Penslaðu hliðar kök- unnar með apríkósusultunni. Legðu möndlumassaræmuna síð- an utan um kökuna og þrýstu henni vel að. Skífan sem gerð var úr möndlumassanum, er síðan látin ofan á kökuna. Þetta er látið þorna í a.m.k. 3 daga, áður en hjúpurinn er settur á. Eggjahvíturnar eru þeyttar, þar til þær eru froðukenndar. Bættu sykr- inum í, einni matskeið í senn og hrærðu vel á milli. Hrærðu loks saman við sítrónusafa og glýseríni. Legðu rakan klút yfir skálina þann- ig að blandan stifni ekki. Settu þykkt lag af blöndunni ofan á kökuna og á hliðar hennar. Mynstraðu hana síðan með teskeið- arskafti. Láttu hana stífna í sólar- hring og skreyttu síðan með öllu því jólaskrauti sem þér dettur í hug. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.