Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 15
AÐIKILNAÐ fógeta. Á höfuðborgarsvæðinu fer Rannsóknarlögregla ríkisins með rannsókn mála að mestu leyti. „Þetta fyrirkomulag er löngu úr- elt og má rekja þessa skipan mála til einveldistimans," sagði Eiríkur Tómasson. Hann sagði, að málið væri nú til umsagnar hjá stjórnvöld- um og að óvíst væri um niðurstöðu þess. Reyndin mun vera sú, að Mannréttindanefndin gerir mjög strangar formkröfur til mála af þessu tagi og óvíst talið hvort hún finnur formgaila á máli þeirra Eiríks og Jóns. Taki Mannréttindadómstóllinn þetta mál hins vegar fyrir og ís- lenska ríkið tapar málinu þar, þá er ríkið skuldbundið til þess skv. samn- ingi, sem það hefur skrifað undir, að láta breyta lögum í landinu. Og það er tilgangurinn með málshöfðun- inni, að skilið verði á milli dóms- valds og framkvæmdavalds í þeim héruðum þar sem aðskilnaður er enginn. Stjórnvöld eru meðvituð um þessa brotalöm í réttarríkinu. Fyrir Alþingi hefur lengi legið frumvarp til lögréttulaga þar sem tekið er á þessum málum, að nokkru leyti. Það frumvarp hefur hins vegar ekki náð fram að ganga á Alþingi. í dómsmálaráðuneyti upplýsti Jón Thors, að ráðuneytinu hefði gefist kostur á því svo sem venja er hjá Mannréttindanefnd, að skýra mál sitt og upplýsa um stöðu þessara mála. Jón Thors vildi engu svara um það hvað myndi gerast, ef málið færi fyrir Mannréttindadómstól Evrópuráðsins. Hann sagði að slíkur úrskurður gæti verið með ýmsu móti og því rétt að bíða þar til úr- skurður fellur. Aðspurður um ástæður fyrir því, að dómsvaldi og framkvæmdavaldi væri blandað saman með þessum hætti sagði Jón Thors, að eflaust mætti rekja það til fámennis, stað- hátta í landinu og samgangna. Ekkert er hægt að segja til um það hvenær mál þetta verður tekið fyrir í Mannréttindanefnd Evrópuráðsins og ef nefndin fellir þann úrskurð að málið skuli fara fyrir Mannréttinda- dómstól þá er óvíst hvenær það verður tekið fyrir þar. Mörg mál bíða hjá nefnd og dómstóli. íslenska ríkið hefur frest til 9. jan- úar nk. til að skila gögnum til Mann- réttindanefndar. Það gætu liðið nokkur ár áður en svör fást við þeim grundvallarspurningum sem Eirík- ur Tómasson vill fá skorið úr. Tapi ís- lenska ríkið málinu má búast við því að verulegar breytingar verði gerð- ar á réttarkerfinu — úti á landi að minnsta kosti — og gætu þær breyt- ingar orðið mjög kostnaðarsamar. Prinsipin kosta sitt og oft ódýrara að vera praktískur. Fyrir Mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins liggur mál er vardar ís- lenska dómskerfið. Eiríkur Tómas- son, lögfrœðingur, hefur að beiðni skjólstœðings stns lagt það í hendur Mannréttindanefndar, að úrskurða um það hvort það samrœmist lög- um að sami einstaklingur rannsaki og dœmi í meintum afbrotamálum, þ.e. Iwort sami einstaklingur geti verið fulltrúi lögreglustjóra og dóm- ari í afbrotamáli. Málið sjálft er ekki ýkja merkilegt. Akureyringur, Jón Kristinsson, var kærður fyrir að virða ekki stöðvun- arskyldu og fyrir það að aka hraðar bifreið sinni en hámarkshraði leyfði. „Málsatvik eru ekki stórkostleg," sagði Eiríkur Tómasson, lögfræð- ingur Jóns Kristinssonar, ,,og málið sjálft varðar ekki mikla hagsmuni, en þetta er prófmál." Jón Kristinsson var í stuttu máli kærður fyrir of hraðan akstur. Hann var síðan kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Málið fór fyrir dómstóla á Akureyri og sætti Jón sig ekki við niðurstöðu dómsins. í báð- um tilvikum var það fulltrúi lög- reglustjóra á Akureyri, sem bauð Jóni uppá sátt í málunum, og dæmdi síðar í sömu málum. Vitni í báðum málunum voru lögreglu- menn. Bæði vitni, þ.e. lögreglu- menn, og dómari, starfa á ábyrgð sama embættismannsins, sýslu- manns á Akureyri. Út af fyrir sig skiptir staðurinn engu máli. Fram- kvæmdavald og dómsvald er hjá sömu einstaklingum úti á landi. Þetta mál hefði því getað komið upp hvar sem er úti á landi. „Eg vil taka það fram, að ég er ekkert að gagnrýna þessa gerð sér- staklega,“ sagði Eiríkur Tómasson, „enda þótt standa hefði mátt betur að henni." Jón var, eins og áður sagði, dæmdur fyrir bæði brotin og vildi ekki una niðurstöðum dómsins. Honum fannst hann hafa verið órétti beittur og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. 1 Hæstarétti var Eiríkur Tómasson verjandi Jóns Kristins- sonar. í Hæstarétti setti Eiríkur fram þá kröfu m.a. að málinu yrði vísað heim í hérað og dómurinn ómerkt- ur vegna þess að sami maður hefði verið fulltrúi lögreglustjóra og dóm- ari í málinu — og að einu vitnin í málinu væru lögreglumenn, sem lytu stjórn sama manns og dómar- inn. Og því hefði dómari verið van- hæfur. Ekki óvilhallur. í Hæstarétti var Jón Kristinsson sýknaður af ákærðu um brot á stöðvunarskyldu, en sektaður fyrir of hraðan akstur. I framhaldi af upp- kvaðningu dóms í Hæstarétti var ákveðið að fara með málið fyrir Hjá Mannréttindadómstólnum er nú fjallað um það einfalda atriði hvort fógeta- og sýslumannsembætti á íslandi starfi í blóra við það frumatriði stjórnarskrárinnar að dómsvald (dómari) og framkvæmdavald (rannsakandi) megi heyra undir sama hatt, hvort slíkt fyrirkomulag tryggi réttláta dómgæslu. Mannréttindanefnd Evrópuráðsins. Þar liggur málið nú og bíður nefnd- in eftir skýrslu frá íslenskum stjórn- völdum í málinu og í framhaldi af því verður dómur felldur í Mann- réttindanefnd. íslendingar eru aðilar að Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins og Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins. Aðildin skuldbindur stjórnvöld til að hlíta ákvæðum sáttmálans og að hlíta niðurstöðu hans, ef leitað er til hans eins og nú hefur gerst. í Mannréttindasáttmálanum segir m.a.: „Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er bor- inn sökum um glæpsamlegt athæfi og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfi- legs tíma fyrir óháðum, óhlutdræg- um lögmætum dómstóli." Eiríkur Tómasson heldur því fram, að dómstóllinn hafi ekki verið óhlutdrægur. Utan Reykjavíkur fara sýslumenn og bæjarfógetar með lögreglustjórn og dómsvald, og enda þótt skipaðir hafi verið rannsóknarlögreglumenn í mörgum héruðum, þá lúta þeir all- ir stjórn sýslumanna og bæjar- DOMSVALDS OG FRAMKVÆMDAVALD PRÓFMÁL UM OK OF HRATT A AKURiYRI ÍMÁLID FYRIR MANNRÍTT- INDANEFND EVRðPURÁÐS eftir Helga Má Arthúrsson mynd: Jim Smartl HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.