Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 45

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 45
lloksins hefur fyrsti sæmilega ítarlegi bæklingurinn um eydni verið settur saman á vegum land- læknisembættisins og í hús bor- inn til ungs fólks sem talið er vera í meiri hættu gagnvart þessum far- aldri en þeir sem eldri eru sökum tíðra rekkjunautaskipta. Er skemmst frá því að segja að bækl- ingur þessi er að mörgu leyti afar gallaður, bæði hvað varðar hönnun, málfar, og síðast en ekki síst: upplýs- ingar. Auglýsingastofan Mídas sá um hönnunina. Framan á bæklingnum og inni í honum er eyðniveiran holdgerð og útmáluð sem kjaftstórt skrímsli rauðeygt, með vígtennur og hala, eins konar sambland af fornaldarófreskju og geimveru! Kjörið til að magna upp ótta sem slíkur bæklingur ætti einmitt ekki að gera, heldur að útlista hvernig megi lifa hættulausu kynlífi og hefta þar með útbreiðslu sjúkdómsins. Sá kafli, Hvernig smitast eyðni? og ætti að vera meginuppistaða bæklingsins, tekur aðeins yfir þrjá fjórðu parta úr síðu. Upplýsingarnar sem þar eru gefnar eru sumar alltof ónákvæmar, aðrar beinlínis rangar. Þar eru „djúpir og blautir kossar" t.d. flokkaðir undir „hættulegt kyn- líf“ sem er í hróplegu ósamræmi við það sem sérfræðingar halda fram, nú síðast Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir á borgara- fundinum um eyðni á Hótel Borg sl. laugardag og Kristján Erlends- son ónæmisfræðingur í þriggja tíma beinni útsendingu á Bylgj- unni sl. þriðjudagskvöld. Þessar ónákvæmu upplýsingar í bæklingn- um eru því í heild fremur til þess fallnar að grafa undan hættulausu kynlífi en stuðla að því. Málfar er sem fyrr segir víða óná- VERJUMS I EYÐNI NOTUM SMOKKINN kvæmt et ekki beinlínis villandi. Þannig er t.d. feitletrað að „náttúr- an geri sjaldnast löng boð á undan sér“ (hvað þýðir það?), talað er um „kynferðisleg samskipti" sem er orðatiltæki sem engum manni er tungutamt og virðist vera hrá þýð- ing á „sexual relations". Þannig mætti lengi telja. . . Kerti íslendingum hefur tekist að framleiða gæðakerti. Þau jafnast á við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Kertin eru framleidd úr bestu fáanlegu hrá- efnum undir ströngu eftirliti færustu meistara. Látum hin hreina loga Heimaeyjar- kertanna veita birtu og yl. HEIMAEY KERTAVERKSMIÐJA Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. 1 DAIHATSU ROCKY 3 DAIHATSU CHARADE 10 DAIHATSU CUORE / 8 VIDEOTOKUVELAR JVC GR-CZ 75 UTVORP JVC RC-W40, 75 REIÐHJOL BMXLUXUS HELGARPÓSTURINN 45

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.