Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 33
EGGleikhús Vidars Eggertssonar heilsar nýju ári með einkar forvitni- legu verkefni í samvinnu við Besta vin Ijóösins. Það verður dagskrá úr verkum Steinars Sigurjónssonar skálds, einskonar ljóðleikur, þar sem saman fara brot úr fyrri verkum Steinars, einkum prósaverkum, og nýtt verk eftir hann sem er á mörk- um ljóðs og leikrits. Það fjallar um andartakið í lífi tveggja einstakl- inga; „andartak sem eiginlega er þanið út í einar fjörutíu mínútur", eins og Viðar kemst að orði. Steinar er einmitt að leggja síðustu drög að þessu verki. Frumsýningin er ráð- gerð í janúar. Einar Melax frumsem- ur tónlist fyrir þessa uppfærslu, sem margir bíða að líkindum spenntir eftir. PINUlítið prógressívt popp, svarar Egill Olafsson spurningu um hvers- konar tónlist hljómsveitin Strax spili. Hún hefur tekið við af Stud- mönnum sem eru hættir, og gefið út plötu í höfuðið á heiti sínu: Tíu lög, sem flest hver koma fyrir í myndinni Rocking China sem frumsýnd verð- ur á fyrstu vikum nýárs. Kínaferð Strax-manna er kunn, en nú hyggj- ast þeir höggva strandir víðar: Auk Nordurlandanna, þessi þýskumæl- andi: Sviss, Austurríki og sjálft POPP eftir Ásgeir Tómasson Innangarðsmaðurinn Megas í GODRI TRÚ — Megas Hitt leikhúsid Loksins er biðin á enda. Þögnin hefur að vísu nokkrum sinnum verið rofin síðan '11. Til dæmis með barnaplötu, hljómleikaplöt- um og einstaka lögum á skífum annarra. En Megas hefur ekki sent frá sér sambærilega plötu við / gódri trú síðan A bleikum náttkjól- um kom út fyrir níu árum rúmum. Áreiðanlega hefur fleirum en mér þótt biðin orðin í það lengsta. Margt breytist á níu árum. Til dæmis eru viðhorf flestra til Meg- asar allt önnur og jákvæðari en áður. Að vísu leyfist blaðamönn- um Moggans enn ekki að kalla hann meistara á prenti en flestir — ef ekki allir — aðrir geta óhræddir og kinnroðalaust sæmt hann þeirri nafnbót. Tónlist Megasar með íkarusi og Bubba Morthens hefur mælst vel fyrir. Fatlafólið sló i gegn og ef eitthvert íslenskt lag síðari ára hefur náð því að falla undir skilgreininguna „anthem" þá er það Krókódílamaðurinn. Mér virðist Megas einnig hafa breyst nokkuð á síðustu árum. Ef textar hans eru skoðaðir þá er helsti munurinn á þeim gömlu og nýju sá að skáldið er ekki lengur utangarðs heldur innan. Hann er einnig mun jákvæðari en áður, glettnin ekki eins bitur, mennirnir ekki jafn miklir maðkar og svín og stelpurnar minni merar en áður var. Ekki þori ég að fullyrða hér og nú að í góðri trú sé besta plata Megasar hingað til. Samstarf hans og Spilverks þjóðanna á Náttkjól- unum var slíkt að seint verður jafnað. Þó hefur nýja platan ýmsa kosti fram yfir eldri plötur. Megas er til að mynda mun skýrmæltari en nokkru sinni fyrr. Þökk sé reglulegum svefntíma minnir mig hann hafa sagt á blaðamanna- fundi á rás tvö. Þá ber tónlist plöt- unnar því ótvírætt vitni að yfir henni hefur verið legið áður en til hljóðritunar var gengið. Fyrstu þrjár plöturnar voru meira happ- ening. Þar var Megas á ferð ásamt undirleikurum. Trúbadúrinn og skáldið að koma frá sér ljóðum sín- um. Nú fáum við allt í einum pakka: tónlist og texta, hljóðfæra- leik og söng. Þar skiptir án efa mestu máli upptökustjórn Tómas- ar Tómassonar. Aðrir sem leggja hönd á plóginn á í góðri trú eru Þorsteinn Magn- ússon gítarleikari, Sigtryggur Baldursson trommari, Guðmund- ur Ingólfsson píanisti og Reynir Jónasson sem leikur á harmón- ikku. Bubbi raddar svo í einu lagi. Saman mynda þessir piltar létta og góða rokkhljómsveit sem eykur gæði plötunnar að mun. Megasi hefur síður en svo farið aftur í textagerð með árunum. Hann er auðmeltari ef nokkuð er. Án þess þó að hann verði flokkað- ur með léttmetisboltum. Sem bet- ur fer skýtur hann enn að hlust- endum textum sem þeir þurfa að hafa dálítið fyrir. Rýnið til dæmis í Löng eru þau lík. Ahrif Dylans á Megas eru auð- heyrð á nýju plötunni sem og þeim eldri. Einnig komu Stones nokkr- um sinnum upp í hugann saman- bert Birta/Sister Morphine. Svona má endalaust bera saman hlutina en það hefur engan tilgang. Aðal- atriðið er að í góðri trú er áheyri- leg plata í alla staði. Megas er aftur kominn á kreik af fullum krafti og er auðheyrilega til alls vís í fram- tíðinni. JÓL ALLA DAGA Steinar Jólamúsíkin er sérstakt fyrir- bæri. Sumir fá aldrei af henni nóg. Aðrir þola hana ekki. Þeim síðar- nefndu er svosem vorkunn að því leytinu að jólalögin eru í rauninni mjög fá. Menn eru sífellt að útsetja White Christmas, Winter Wonder- land, I Saw Mummy Kissin’ Santa Claus, Jingle Bells og Little Drummer Boy aftur og aftur vit- andi það að upprunalegu útgáf- urnar voru yfirleitt bestar. Á hverju ári fæðast þó nokkur ný jólalög. Sum verða vinsæl og lifa lengur en eina aðventu. Önnur fara til fjalla með jólasveinunum og eru sennilega soðin og etin. Að minnsta kosti koma þau ekki aftur. Fyrir ári kom út í Bretlandi plat- an Now — Christmas Album með rjómanum af þeim jólalögum sem heimspoppararnir hafa verið að semja og fremja á síðastliðnum hálfum öðrum áratug. Þarna er til að mynda jólamúsík með Roy Wood og Wizzard, Slade, Wham!, Paul McCartney og fleirum og fleirum. Platan Jól alla daga sver sig dálítið í ætt við þessa bresku. Enda er ein fimm lög að finna á þeim báðum. Höfuðkosturinn við Jól alla daga er sá að þar er sleppt öllum lögunum sem er búið að útsetja á 365 mismunandi máta. Gunnar Þórðarson, verkstjóri plötunnar, hefur og tekið þann kost að halda útsetningunum ,,nýju“ jólalag- anna sem líkustum þeim uppruna- legu en ekki reynt að klæða þau í nýjan búning sem jafnvel hefði misheppnast. Öll lögin á Jól alla daga hafa fengið íslenskan texta. Jónatan Garðarsson er afkastamesti texta- smiðurinn. Hann er nokkuð mis- jafn. Tekst vel upp sums staðar en miður annars staðar. Auk hans á Jóhanna G. Erlingsson einn texta, Iðunn Steinsdóttir tvo og Ólafur Haukur Símonarson einn við eina íslenska lagið á plötunni: Stjarna eftir Gunnar Þórðarson. í mínum huga er eitt lag plöt- unnar áberandi best. Það er Gest- urinn (A Spaceman Came Travell- ing) eftir Chris DeBurgh. Texti Jó- hönnu G. er vel ortur og Jóhanna Linnet syngur lagið listavel. Önn- ur vel áheyrileg eru Vetrarsöngur — gamalt Lindisfarnelag — sungið af Eyjólfi Kristjánssyni og Stjarnan sem áður var getið. Það er Diddú sem flytur hana eins vel og hennar er von og vísa. Önnur lög plötunn- ar eru meira sjúddi ralli rei. Þolan- leg í stuttan tima en verða ósköp leiðigjörn til lengdar. THROUGH THE BARRICADES - Spandau Ballet CBS/Steinar Hver hefði trúað því fyrir fimm árum að nýrómantíska diskósveit- in Spandau Ballet ætti eftir að vaxa og þróast og senda árið 1986 frá sér plötu sem væri meðal þeirra bestu það árið? Jú, jú, þeir voru svo sem þokkalegir í árdaga, strákarnir, en lofuðu ekkert sér- staklega góðu. Ferill Spandau Ballet hefur verið upp og niður. Platan True þótti góð, annað var í meðallagi og sumt neðan við það. Enda voru liðsmenn hljómsveitarinnar orðn- ir hálf vonlausir um framhaldið, ásökuðu hljómplötuútgáfu sína um áhugaleysi og nísku í auglýs- inga- og kynningarmálum og kvöddu með látum og málaferlum fyrr á þessu ári. Stóru útgefend- urnir sleiktu kampana, lofuðu gulli og grænum skógum og á end- anum hreppti CBS hnossið. Þar núa menn sjálfsagt hendurnar af ánægju þessa dagana. Through The Barricades er langbesta plata Spandau Ballet til þessa. Gary Kemp er aðalmaður- inn sem fyrr. Hann semur öll lög plötunnar og virðist nú vera farinn að vanda sig fyrir alvöru. Gítar- leikur Garys fær einnig að njóta sín. Að vísu er hann óravegu frá því að vera í hópi heimsins snjöll- ustu gítarista en hann kann að láta hann hljóma á réttum stöðum. Tony Hadley söngvari hefur ávallt staðið sig vel á plötum hvað svo sem segja má um hann á hljóm- leikum. Á Through The Barri- cades hljómar hann yfirvegaðari og öruggari en á nokkurri eldri platnanna. Þegar hafa tvö lög Through The Barricades slegið í gegn: Titillagið og Fight For Ourselves. Ég heyri ekki betur en nokkur lög til við- bótar geti auðveldlega fylgt í kjöl- farið. FJÖLLIN FALLA íHAUGA - Sniglabandid Bifhjólasamtökin LJONASKÓGAR — Rauðir fletir Steinar Án þessara tveggja platna hefði jólaflóðið orðið fábreyttara. Báðar eru þær mátulega hráar og hressi- legar, skrifaðar á lítt þekktar hljómsveitir sem vonandi eiga eft- ir að láta að sér kveða i framtíð- inni. Sniglabandið kom mér rækilega á óvart með tveggja laga plötu sinni. Álfadansinn er á A-hliðinni, gamalkunnur áramótabragur sem er nú kominn með skemmtilega stígandi. 750cc Blús er ekta mót- orhjólabragur: í klofinu hestöflin namast/kólnar líkaminn./l mag- ann mætti nú lauma/Tequila vin- ur minn. Hljómsveitin Grafík náði ekki að koma plötu sinni út fyrir jólin svo að Ljónaskógar eru dálítil sárabót! Því er ekki að neita að oft hvarflar hugurinn til þeirrar ágætu sveitar þegar hlustað er á Ljónaskóga. Bubbi Morthens er einnig áhrifa- valdur. En hljómsveitin er ung og efnileg og á áreiðanlega eftir að móta sinn eigin stíl þegar fram líða stundir. Frumraunin lofar alltént góðu. Sér i lagi þó lögin tvö á A-hliðinni. m W'/* "'S; :gíú Þýskaland. Þessi tilraun til útflutn- ings á íslensku poppi, hefst með sjónvarpspródúkti í beinni útsend- ingu frá Múnchen þar sem Strax spila um það bil stundarlangt. Á næstu dögum þar á eftir er svo útlit fyrir að Kinamyndinni verði sjón- varpað á nálægum slóðum við tón- leikahald grúppunnar um Evrópu. ,Við erum að skipta um formerki,” segir Egill, „hætt að flengjast milli stíltegunda i músíkinni og erum að gera tilraun til að sérkenna okkur. En hvort við komum aftur heim í fá- mennið, sneypuleg — og allt farið í hundana? Nei, er þetta nokkuð svo alvarlegt? Við erum austurbæingar. Og þetta er eins og að fara vestur yfir læk, spila í Hagaskóla, sem þótti nú svaka víkingur í gamla daga. Fólk er allstaðar eins. Og það eitt öðruvísi, að kröfur eru aðrar, meiri og óvægnari í dag. Náttúrlega skipt- ir heppni svo máli eins og ævin- lega.” MPnJ ’ f / ... \ AURAxíí/ Molíére, jólaleikrit Þjóðleikhússins, verður frumsýnt á fyrirfram ákveðnum tíma, annan dag jóla. Þeir sem séð hafa æfingar á þessari uppfærslu Sveins Einars- sonar á gamanleiknum, eru á einu máli að þarna vinnist glæstur leik- sigur. Bessi Bjarnason ku lifa sig inn í nirfilshátt Harpagon með þeim hætti að þegar er farið að tala um að styrkja sætin í salnum; slík verði bakföllin! * GALLERI Svart á hvítu hefur opnað sölusýningu á smámyndum eftir unga myndlistarmenn og stendur hún að minnsta kosti fram á aðfangadag jóla. í sýningarsalnum við Oðinstorg gefur meðal annars að líta olíumálverk, pastelmyndir, teikningar, grafík, höggmyndir og samlímingar. Starfsemi Gallerísins er nú að aukast jafnt og þétt og leita inn í aðra geira menningarinnar en myndlistina. Á sunnudag verður til dæmis boðið upp á upplestur rithöf- undanna Thors Vilhjálmssonar og Einars Más Guðmundssonar á nýj- um verkum skáldanna; Grámosinn glóir og Eftirmáli regndropanna. Þeir Ijúka upp bókfellinu á fimmta tímanum. GRALLARAkarlinn Isaac Bashevis Singer verður með í and- lega sælgætispokanum að þessu sinni, en Setberg gefur nú út í ís- lenskri þýðingu Hjartar Pálssonar „Ast og útlegð“ nóbelsverðlauna- hafans. Frásagnargleði Singers er söm við sig, en í þessari bók, sem reyndar telur þrjár bækur í einni ásamt ævisögulegum formála, rek- ur Isaac ævi sína fram á miðjan fer- tugsaldurinn. Setberg hefur áður gefið út fjórar bækur Singers. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.