Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 18
eftir Gunnar Smára Egiisson myndir Jim Smart EIGA SKULDUNAUTAR RÚV ENDURKRÖFURÉTT? Lögmenn greinir á um lögmœti innheimtu- launa af afnotagjöld- unum — Borgarfógeti telur aö stofnunin sjálf eigi aö greiöa þau — Gríöarlegar tekjur lögmanna af þessum og sambcerilegum kröfum í veöi Innheimtudeild Rikisútvarpsins. Þrátt fyr- ir mikinn mannafla, heimild f lögum til þess að leggja sérstakt 10% innheimtu- gjald á afnotagjöld í vanskilum og yfir- mann sem samkvaemt lögum verður að hafa dómararéttindi, notar innheimtu- deildin ekki innheimtuaðferðir sem eru „teoretískt" réttar, eins og Theódór Georgsson, innheimtustjóri RÚV orðaði þaö. Þess í stað sendir stofnunin afnota- gjöldin til innheimtu hjá völdum lögfræð- ingum sem hafa af því umtalsverðar tekj- ur. Þeim sem lenda I vanskilum hjá RÚV er gert að greiða fyrir þessa „þjónustu". Afnotagjöldin hafa lögtaksrétt, og þess þekkjast engin dæmi á þessari öld að lög- mönnum hafi veriö dæmd innheimtulaun af slfkum kröfum. Þessi innheimtulaun hafa m.ö.o. enga stoð í dómsniðurstöðum og teljast þvf mjög vafasöm. Þorsteinn Thorarensen, borgar- fógeti í Reykjavík, telur að stofnanir er láta lögmenn innheimta fyrir sig opinber gjöld er hafa lögtaksrétt, eigi sjálfar að standa straum af þeim kostnaði er af því hlýst. Þetta kom fram í samtali hans við HP í kjölfar greinar í síðasta tölublaði Helgarpóstsins, þar sem fjallað var um innheimtulaun lögmanna afaf- notagjöldum Ríkisútvarpsins. Þor- steinn vildi ekki tjá sig um það mál sérslaklega en sagði að hann hafn- aði án undantekninga innheimtu- launum afkröfum er fylgdi lögtaks- réttur, er hann kvœði upp lögtaksúr- skurði í fógetarétti. „TEÓRETÍSKT" RÖNG INNHEIMTULEIÐ Samkvæmt ummælum Þorsteins er Rikisútvarpinu í sjálfsvald sett hvort það kaupir utanaðkomandi vinnu til þess að sjá um innheimtur, en hins vegar getur það ekki krafið skuldunauta sína um greiðslur fyrir þennan kostnað. Skuldurum ber ekki að greiða annan kostnað en þann sem hlýst af eðlilegri innheimtuleið krafna er fylgir lögtaksréttur. Theó- dór Georgsson, innheimtustjóri Ríkisútvarpsins, útskýrði þessa eðli- legu leið er hann sagði í síðasta tölu- blaði HP: „Teóretískt“ á að senda kröfurnar til borgarfógeta". Sam- kvæmt lögfræðilegum skilningi get- ur orðið „teóretískt" ekki þýtt ann- að í þessu samhengi en samkvœmt lögum, eða bara í raun og veru. Eins og fram kom í grein HP er hér um veigamikið atriði fyrir neyt- endur að ræða. Afnotagjöldum Rikisútvarpsins fylgir lögveðs- og lögtaksréttur. Ef lögveðsréttinum er beitt við innheimtu leggjast 110 krónur ofan á skuldina, hver svo sem upphæðin er. Ef sú innheimtu- aðgerð nær ekki fram að ganga get- ur Ríkisútvarpið beitt fyrir sig lög- taksréttinum og leggjast þá 472,10 krónur ofan á vangoldið ársafnota- gjald, miðað við afnotagjald 1986. Ríkisútvarpið nýtir hins vegar hvor- ugan þennan kost, heldur sendir vangoldin afnotagjöld til innheimtu hjá lögmönnum. Kostnaður skuld- arans af því er 2.651,50 krónur (mið- að við afnotagjald 1986). Þeir 5—6 lögmenn er innheimta fyrir Ríkisútvarpið hafa af þessu um 14—18 milljónir króna í tekjur ár- lega. Þessi upphæð er varlega áætl- uð og getur hæglega verið umtals- vert hærri ef afnotagjöldin velkjast í innheimtu um lengri tíma. Hver svo sem kostnaðurinn við þessa innheimtuleið er eru það skuldunautar Ríkisútvarpsins sem standa straum af honum, jafnvel þó það sé „teóretískt" rangt að senda afnotagjöldin til innheimtu hjá lög- mönnum. Og jafnvel þó að reynslan sýni að fógetaréttur hafni þessum innheimtulaunum. INNHEIMTUÚTÚRDÚR LÖGMANNA Það fylgir lögveðs- og/eða lög- taksréttur fleiri opinberum gjöldum en afnotagjöldum Ríkisútvarpsins. Til dæmis fylgir lögveðsréttur fast- eignagjöldum og lögtaksréttur út- svari. Gjaldheimtan í Reykjavík sér um innheimtu þessara gjalda í höf- uðborginni. Um þessar mundir má heyra auglýsingar frá Gjaldheimt- unni í útvarpi þar sem hún skorar á fólk að standa í skilum svo komist verði hjá „kostnaði við lögtak og uppboð". Eins og þessi auglýsing ber með sér bregst Gjaldheimtan við samkvæmt lögum og sendir sín- ar kröfur til borgarfógeta. Þeir sem lenda í vanskilum við Gjaldheimtuna þola því mun ódýr- ari innheimtuaðgerðir en þeir van- skilamenn er skulda afnotagjöld Ríkisútvarpsins, þrátt fyrir að skuld- ir beggja hafi sömu lagalegu stöðu. Skuldunaut Ríkisútvarpsins er gert að greiða 560% dýrari innheimtu- leið en hann þyrfti ef leið Gjald- heimtunnar væri farin. Þar sem minnst var á lagalega stöðu er ekki úr vegi að líta á þetta dæmi út frá hagsmunum útvarpsins. Það var forvitnilegt að sjá yfirlýsing- ar Sigurmars K. Albertssonar, hér- aðsdómslögmanns sem sér um inn- heimtu fyrir Rikisútvarpið á Stór- Reykjavíkursvæðinu, í síðasta tölu- blaði HP. Hann sagði þar m.a. að oft væri skuldunautum Ríkisútvarpsins gefinn kostur á því að samþykkja vtxil fyrir afnotagjöldum í vanskil- um. Við það tapar Ríkisútvarpið bæði lögveðs- og lögtaksrétti sínum af kröfunni og lagaleg staða þess verður við það verri. Lögveðs- og lögtaksréttur er látinn fylgja inn- heimtu á þessum gjöldum. Inn- heimta á víxli er hins vegar mun seinvirkari og þarf að höfða mál fyr- ir bæjarþingi til þess að koma hon- um á sama stað í ferlinu og kröfur með lögtaksrétt hafa þegar í upp- hafi. Þessi víxilviðskipti eru því ill- skiljanleg út frá hagsmunum Ríkis- útvarpsins. Þáttur lögmanna í innheimtu af- notagjalda Ríkisútvarpsins er því út- úrdúr frá eðlilegum innheimtuað- gerðum. Kostnaðarsamur útúidúr fyrir þá sem gert er greiða kostnað vegna hans og útúrdúr sem veikir oft lagalega stöðu Ríkisútvarpsins gagnvart skuldunautum þess. ÁLIT STJÓRNAR LÖGMANNAFÉLAGSINS En hver er ástæðan fyrir því að sá sem er í vanskilum við Ríkisútvarp- ið þarf að greiða kostnað af inn- heimtuleið sem er 560% dýrari fyrir hann en sú leið sem vanskilamaður við Gjaldheimtuna í Reykjavík er rukkaður eftir? Getur sá sem gert hefur verið að greiða innheimtu- laun af skuld sem hefur lögveðs- og/eða lögtaksrétt krafist endur- greiðslu á þeim? Eins og áður sagði er það skoðun Þorsteins Thorarensen, borgarfóg- eta, að þær stofnanir sem kaupa sér vinnu lögmanna út í bæ, eigi sjálfar að greiða kostnað sem er því samfara. Skuldnautum þessara stofnana ber ekki að greiða inn- heimtulaun lögmannanna. Margir þeirra lögmanna er HP ræddi við um þessi mál voru sama sinnis og Þorsteinn, en því fór fjarri að svo væri um alla. Stjórn Lög- mannafélags íslands ályktaði um þetta mál sumarið 1985 eftir að hæstaréttarlögmaður hafði óskað umsagnar hennar. Stjórn L.M.F.Í. aðgreindi þetta mál í tvo þætti, ann- ars vegar hvort lögmönnum væri heimilt að miða við 7. gr. gjaldskrár L.M.F.Í. við innheimtu á kröfum sem Lylgdi lögveðs- eða lögtaksréttur og hins vegar hverjum bæri að greiða lögmanninum sín laun. Stjórnin taldi eðlilegt að miða við 7. gr. gjald- skrárinnar þar sem hún er eina greinin sem tekur yfir innheimtu- laun og í henni er ekki gerður grein- armunur á hvaða kröfutegundir eiga í hlut. Stjórnin taldi einnig að skuldurum Rikisútvarpsins bæri að greiða því þann kostnað er af inn- heimtunni skapaðist, þ.m.t. inn- heimtukostnað lögmanna utan stofnunarinnar samkvæmt gjald- skrá L.M.F.Í. Þetta rökstuddi stjórnin á þann hátt að það væri almenn regla í dómsúrlausnum að sá sem ekki greiði skuld á réttum tíma sé ábyrgur fyrir öllum kostnaði er af innheimtuaðgerðum hlýst. Ekkert sé að finna í lögum um Ríkisútvarp- ið, eða öðrum réttarheimildum, er gangi í berhögg við þessa megin- reglu. Hins vegar bendir stjórnin á atriði i lögunum þar sem finna má henni stoð. RÉTTUR GERÐARÞOLA Það atriði sem stjórn L.M.F.I. vísar til hljóðar svo: „Utvarpsgjaldi ásamt dráttarvöxt- um, öðru vangreiðsluálagi og öllum innheimtukostnaði fylgir lögveðs- réttur..." Samhljóða klausa fylgir þar sem rætt er um lögtaksréttinn. Þó svo margir telji eðlilegast að Ríkisútvarpið beiti fyrst fyrir sig lög- veðsréttinum í innheimtuaðgerðum sínum, hefur það ekki verið gert und- anfarinn áratug. Því skulum við líta einungis á lögtaksréttinn. Lögmenn sem HP ráðfærði sig við töldu fráleitt að 7. gr. gjaldskrár L.M.F.Í. gæti fallið undir „allan inn- heimtukostnað" í þessari grein laga um Ríkisútvarpið. Innheimtuþókn- un samkvæmt gjaldskrá L.M.F.I. eigi alls ekki við kröfur sem hafi lögtaks- rétt. lnnheimtuþóknunin sé miðuð við kröfur sem ekki eru aðfararhæf- ar, þ.e. skuldir sem sanna þarf fyrir dómstólum. Samkvæmt 7. gr. laga um lögtak og fjárnám án undanfar- ins dóms eða sáttar, og tilvitnuð klausa i lögum um Ríkisútvarpið vís- ar til, er lögtaksbeiðanda óþarft að mæta við lögtaksgerðina. Auk þess segir í sömu grein, og er ekki síður mikilvægt, að óheimilt sé að heimta gjöld fyrir gerðina fyrirfram. Lagaleg staða afnotagjaldanna er með öðrum orðum það klár að nægjanlegt er að innheimtustjóri Ríkisútvarpsins fylli lögtaksbeiðni til fógeta rétt út og sendi honum í pósti. Til þess að til lögtaks komi þarf ekkert að framkvæma er rétt- læti kostnað samkvæmt gjaldskrá L.M.F.Í. í sjálfu sér er það umhugsunarefni að stjórn Lögmannafélagsins skuli ætla félagsmönnum sínum sömu laun fyrir innheimtu á kröfum með lögtaksrétti og kröfum vegna flók- inna mála, t.d. skaðabótamála. Lögmennirnir bentu einnig á að þó svo að það væri regla að skuldar- ar væru ábyrgir fyrir þeim kostnaði er hlytist af innheimtuaðgerðum gegn þeim, þá færi því fjarri að hægt væri að krefja þá um greiðslur vegna kostnaðar af hverjum þeim aðgerðum er lánardrottnum þeirro dytti í hug. Gerðarþolum væri tryggður réttur í dómskerfinu og dómurum væri skylt að taka tillit til hans með Ieiðbeiningarskyldu sinni. Andi lögtakslaganna, sem hér hefur verið vitnað til og eru frá 1885, væri m.a. sá að tryggja þegnana gegn óþarfa kostnaði vegna skattheimtu. HUNDRUÐ MILLJÓNA TEKJUR LÖGMANNA Svo aftur sé vikið að niðurstöðu stjórnar L.M.F.Í. þá má benda á að meðferð og úrlausn Þorsteins Thor- arensen á kröfum er fylgir lögtaks- réttur í fógetarétti og í raun allir lög- taksúrskurðir sem kveðnir hafa ver- ið upp frá því fyrir aldamót, gætu talist „réttarheimild". Og ef stjórnin hefði tekið mið af þessu hefði niður- staða hennar sjálfsagt orðið á annan veg. En álit stjórnar L.M.F.f. var ekki úrskurður. Mismunandi skoðanir lögfræðinga á máli þessu greiða heldur ekki úr fyrir leikmenn. Inn í þetta mál blandast líka hagsmunir. Eins og áður sagði skipta tekjur lög- manna af þessum innheimtum millj- ónum króna. Hér er ekki einungis um afnotagjöld Ríkisútvarpsins að ræða, heldur verður það æ algeng- ara að opinberar stofnanir láti lög- mönnum í té kröfur með lögtaks- rétti til innheimtu. Tekjur lög- mannastéttarinnar af þessu geta því hæglega skipt hundruð millj- ónum króna. Þokan í kringum þetta mál skap- ast einnig af því að oft eru það litlar fjárhæðir sem eru innheimtar með þessari aðferð hverju sinni og því sér fólk ekki ástæðu til þess að gera úr því stórt mál. En fyrir neytendur í heild er hér um umtalsverðar upp- hæðir að ræða. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.