Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 16
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Leifur Þórarinsson, tónskáld, lítur málið ef til vill alvarlegum augum. Frú Halldóra Eldjárn. Flestir hefðu búist við því að ganga að henni vísri í skrá yfir samtíðarmenn. Skrítið að stórpólitíkus á borð við Jón Baldvin skuli ekki komast á blað. Ómar Ragnarsson, áðuren hann frétti um afdrif sin ( bókinni. Hvernig ætli honum líði núna? Bessi Bjarnason tekur þessum örlögum eflaust létt. Margirþurfa mjög nauðsynlega á uppsláttarritum um nafnkunna ís- lendinga að halda. Nýjasta ritiö af slíku tagi, er Æviskrár samtíðar- manna í þremur bindum, sem gefiö var út á árunum 1982—84. En þó svo í skránni séu upplýsingar um ýmsa, sem mikiö ber á í þjóöfélag- inu, er ekki síöur athyglisvert aö kanna hverjir eru ekki meö íþessari samantekt. Fjöldi fólks hefur gaman af að skoða bækur eins og Æviskrár sam- tíöarmanna, vegna þess að það hef- ur áhuga á ættum og tengslum þeirra innbyrðis. Aðrir fletta bók- inni af einskærum áhuga á mann- fólkinu í okkar litla þjóðfélagi. Sum- ir myndu eflaust kalla það forvitni og þeir ofstækisfyllstu teldu þetta nálgast persónunjósnir. Nokkrar þjóðfélagsstéttir þurfa öðrum fremur á að halda uppslátt- arbókum um þekkt fólk, atvinnu sinnar vegna. Fréttamenn eru t.d. ein slík stétt, enda eru bækur eins og Alþingismannatal, Verkfrœö- ingatal, Lögfrceöingatal og Ævi- skrár samtíöarmanna jafnnauðsyn- legar og ritvélar á ritstjórnum og fréttastofum. Það kemur sér því auðvitað afar illa, þegar kanna þarf skyndilega helstu æviatriði ákveðins einstakl- ings, sem áberandi er í þjóðfélaginu, og hans er að engu getið í ritinu. Slíkt kemur ótrúlega oft fyrir, með tiliiti til þess að í Æviskrám samtíö- armanna er að finna fróðleik um nokkur þúsund Islendinga. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að einhvern einstakling er ekki 16 HELGARPÓSTURINN að finna í skránni. Að sögn umsjón- armanns verksins, Torfa Jónssonar, voru send út um 11 þúsund bréf, þegar unnið var að bókinni. Einung- is brot af þeim fjölda svaraði. Þá var beiðni um æviatriði ítrekuð og ef það bar heldur ekki árangur, tók höfundurinn sjálfur saman nokkur atriði úr lífshlaupi viðkomandi, eftir því tök voru á. Þetta hefur sem sagt ekki verið auðvelt verkefni viður- eignar, sérstaklega þar sem einn einasti maður bar hitann og þung- ann af öllu starfinu. FORMANNSHJÓNIN, VERKALÝÐSFORYSTA OG KAPÍTALISTAR En hverjir skyldu það annars vera, sem ekki er getið um í þessari biblíu fréttamanna, ættfræðiáhugamanna og afkomenda Gróu á Leiti? Eru þessir aðilar bara ekki of kröfuharð- ir og vilja geta flett upp á hverjum einasta smálistamanni og popp- stjörnu, sem skýtur upp kollinum? Látum oss sjá... Maður skyldi ætla að fyrrverandi forsetafrú Halldóra Eldjárn, verð- skuldaði nokkrar línur sem „samtíð- armaður". Því er þó ekki að heilsa. Formann þess flokks, sem nú slær hvert metið á fætur öðru í skoðana- könnunum, er heldur ekki að finna í ritinu. Þar er nefnilega enginn Jón Baldvin Hannibalsson. Þetta ætti þó ekki að valda neinum heimiliserj- um, þar sem Bryndís Schram kemst ekkert frekar á blað en ektamakinn. Hvað með manninn, sem sagt er að hafi stjórnað landinu í laumi und- anfarinn áratug eða svo, og nú er í fyrsta sæti á lista Jóns Baldvins og félaga í Reykjavík? Því miður... Eng- inn Jón þjóðhagi Sigurösson. En lögfræðingur ASI, sem vann barátt- una um fjórða sætið á umræddum framboðslista? Nei, þarna er enga Láru V. Júlíusdóttur að finna. Talandi um ASÍ, mætti athuga hvort Guöríöur Elíasdóttir, varafor- seti þess, sé ekki í bókinni. Slík leit ber engan árangur og ekki er Ragna Bergmann, formaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar þarna heldur. Þetta eru þó ekki samantekin ráð gegn konum í verkalýðshreyfing- unni, því lengi má líka leita án þess að finna Björn Þórhallsson, hinn varaforseta ASI. Snúi maður sér frá verkalýðsfor- ystunni og fletti upp fólki, sem teng- ist atvinnurekstri, verður afrakstur- inn litlu betri. Hvar er t.d. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ? Eða Flugleiðamennirnir Sig- uröur Helgason og nafni hans ,,júní- or“ sem þar stjórna? Og hvað með menn eins og Ingólf Guöbrandsson í Útsýn, og Stein Lárusson, sem lengi var forstjóri hjá Úrvali en er nú yfir- maður Flugleiða í Noregi? Þeirra er ekki getið í skránni. Þetta eru þó engan veginn einu stjórnendurnir, sem fyrirfinnast ekki í Æviskrám samtíöarmanna. Þar má t.d. lengi leita að Rolf Johansen, Pétri Sveinbjarnarsyni, Björgólfi Guömundssyni og Olafi Laufdal. Án árangurs. Þessir menn eru þó, eða voru, við stjórnvölinn á nokkrum stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er heldur ekki Sverrir Þór- oddsson, sem lengi hefur rekið flug- skóla og flugfélag. Og enginn Jón Hjaltason. Hann hefur þó um árabil verið mjög framarlega í veitinga- húsarekstri á höfuðborgarsvæðinu. Hvað með Ólaf Ragnarsson, fjöl- miðlamann og bókaútgefanda? Hann fannst hvergi. LISTAMENN OG ANNAR LYÐUR Snúi maður sér að listamönnum ýmiss konar, í þeirri von að slíkra þjóðfélagsþegna sé a.m.k. getið sem merkra samtíðarmanna, verður les- andinn oft fyrir vonbrigðum. Kristj- án Jóhannsson, stórsöngvari að norðan, er ekki í bókinni. Inga Bjarnason, margreyndur leikstjóri hjá Alþýöuleikhúsinu og víðar, er þarna ekki heldur. En hún er nú líka kona... Omar Ragnarsson, sem sagt er að gæti fengið fyrsta sæti hvaða fram- boðslista sem er á silfurfati, er þó altént karlmaður. Samt er hans að engu getið í umræddu riti. Og Alfreö Flóki hefur kannski verið of flók- inn? En hver var feilnóta Garöars Cortes? Af hverju fékk hann ekki að vera með? Fyrst Garðar kemst ekki á blað, er ekki von að Ólöf Kolbrún Haröar- dóttir sé þarna, eða hvað? Ýmsa þjóðkunna leikara er heldur ekki að finna þarna, jafnvel ekki menn sem hafa þar að auki leikstýrt af krafti, svo sem Benedikt Arnason. Bessi Bjarnason fær alls ekki að vera með í leiknum og meira að segja ekki Egill Olafsson, sem þó er líka Stuðmaður og voða vinsæll. Þetta er kannski eitt heljarinnar samsæri, því hvorki Tinna Gunn- laugsdóttir, kona Egils, né hinn víð- kunni mágur hans, Hrafn Gunn- laugsson, eru í bókinni. Svo við höldum okkur við leikara, þá ber það engan árangur að leita að Guömundi Pálssyni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það er eitthvað bogið við þetta, því konan hans er þarna, ef vel er að gáð. En hún er nú líka af góðri ætt frá Vestfjörðum... Hallveig Thorlacius er einnig leik- húskona með ættarnafn og meira að segja gift þingmanni og leikrita- skáldi. Það dugar samt ekki til, þrátt fyrir að brúðuleikhús og rússnesku- kunnátta fylgi með. Jafnvel leikkon- ur, sem komast á þing fyrir eigin rammleik, ná ekki inn í bókina. Þessu verður t.d. Sigríöur Þorvalds- dóttir að taka af karlmennsku. Hjónin Helgi Skúlason og Helga Bachmann héldu kannski flestir að væru vel þekkt, bæði í sjón og heyrn. Þau verða hins vegar bara að hugga hvort annað, því hvorugt þeirra er að finna í skrá yfir samtíð- armenn okkar. Alveg makalaust... Það er líka ómögulegt að vita hvers Leifur Þórarinsson, tónskáld, á að gjalda í þessu sambandi. Tæp- ast er hann of klassískur, því ýmsu tónlistarfólki af léttara tagi er einnig úthýst. Hvar er t.d. Haukur Morthens? (Manni dettur nú ekki einu sinni í hug að reyna að fletta upp á litla frænda hans!) Eða hinn sígildi poppari, Björgvin Halldórs- soríl Komast ekki á blað. Það dugar ekki einu sinni að vera með norðlenskan hreim og kveða

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.