Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 18.12.1986, Blaðsíða 27
ILAÐBORÐ med dönskum hreim áður og geyma í kæli (2—3 mánuði í frysti). Sósurnar mega standa byrgðar í kæliskáp yfir nótt. Lifrarkaefa með ansjósu 500 g svínalifur 300 g ferskt spik 200 g beikon án pöru 1 laukur, 2 negulnaglar 4 kóríanderfrœ 8 ansjósur, 4—5 egg sall, svartur pipar 1. Hreinsið og skolið lifrina vel, fjar- lægið himnur og æðar. Hreinsið lauk og ansjósur. Skerið lifur, spik, beikon, lauk og 6 ansjósur í smábita og hakkið allt ásamt negulnöglum og kóríanderfræjum í kjötkvörn eða hrærivél. 2. Hrærið farsið vel ásamt eggjum, pipar og e.t.v. salti (ath. að ansjós- urnar eru saltar) og setjið hræruna í eitt stórt eða nokkur smærri mót, vel smurð. 3. Bakið lifrarkæfuna í ofni, 114 klst. í stóru móti og 45—60 mín. í smá- mótum. Skreytið með afgangi af ansjósuflökum. Berið kæfuna fram með brauði. Hún geymist um viku í kæliskáp eða 2 mánuði í frysti (fryst hrá og bökuð djúpfryst við 175°C). Áætlið þá 30—40% lengri bökunar- tíma. Saltsíld 4 heilar saltsíldar, 2 raudlaukar 1 piparrót, 2 gulrœtur 2 lárviöarlauf 10 hvít piparkorn Lögur: 4 dl edik 7% 6 dl vatn, 2 korn allrahanda sykur eftir smekk 1 msk. svört piparkorn 1. Hreinsið síldina og skerið í stykki þvert yfir hrygginn (beinið ekki tek- ið). Útvatnið síldina hæfilega. 2. Skerið grænmetið í þunnar sneið- ar og leggið í lögum á víxl á móti síld, lárviðarlaufum og hvítum pip- arkornum í glerkrukku. 3. Sjóðið efnin í löginn, kælið hann og hellið í krukkuna svo fljóti yfir innihaldið. Setjið lokið á og geymið krukkuna í kæliskáp yfir nótt. Brauð og smjör er haft með. Síldin og afgangurinn af leginum geymast í 2—3 vikur í kæliskáp. Marineruð síld („Húsmannssíld") 4 kryddsíldarflök eda marinerud saltsíldarflök 2 dl sýrdur rjómi, 2 msk. majónsósa sitrónusafi, salt, pipar ferskt dill, 2—3 súr epli 4 súrar smágúrkur 2—3 smálaukar 1. Útvatnið síldarflökin ef þarf og skerið í þunna bita. Hrærið sósu úr sýrðum rjóma, majónsósu, nokkr- um dropum af sítrónusafa, 1—2 msk. af klipptu dilli og ögn af pipar. 2. Flysjið eplin og skerið í þunna báta. Blandið þeim strax í sósuna ásamt litlum gúrkubitum og söxuð- um Iauk. 3. Látið síldarbitana í skál, hellið sósunni yfir og geymið skálina byrgða í kæliskáp til næsta dags. Notið salt og e.t.v. meiri pipar og stráið fersku dilli yfir. Gróft brauð og smjör er haft með. Réttinn má laga 2 dögum fyrirfram og geyma í kæliskáp. Tómatsíld 10—12 fersk síldarflök salt, pipar, 2 gulrœtur 'á sellerírót 4 msk. tómatmauk um 4 dl ediklögur (sjá saltsíld) 1. Saltið síldarflökin og kælið þau. Hreinsið grænmetið og skerið í stauta á þykkt við eldspýtu. Hrærið tómatmauk og ediklög. 3. Vefjið flökin saman og leggið þau ásamt grænmetinu í smurt, eldfast fat. Hellið tómatleginum yfir og lát- ið fatið standa í ofninum uns bólur myndast í leginum. Kælið yfir nótt. Brauð er haft með. Má útbúa 2 dög- um fyrirfram. Rúllupylsa 2 kg mögur grísa- eda e.t.v. lambasída, 3 tsk. salt 1 tsk. mulin, hvít piparkorn 1 tsk. heilt allrahanda, mulid 1 tsk. muldir negulnaglar Sudulögur: 11 vatn 1 msk. salt, 6 hvít piparkorn 5 korn allrahanda 'A lárviðarlauf, 1 smálaukur Saltlögur: 3 l vatn, 650 g salt 1. Þerrið síðuna vel með rökum klút, fjarlægið smábein o.þ.h. Skerið síðuna langsum í tvennt, en iátið hana tolla saman á annarri hliðinni. Blandið salt og grófmulið krydd og stráið á skurðfletina. 2. Vefjið þétt saman og skerið frá pöru sem kynni að lenda inn í. Bind- ið soðnu seglgarni utan um. 3. Sjóðið rúlluna í kryddvatninu. Setjið hana í pressu eða milli tveggja bretta með fargi og kælið hana í sól- arhring. 4. Sjóðið saltlöginn og kælið hann alveg. Leggið rúlluna í löginn í 3—6 daga á köldum stað. Skerið rúlluna í sneiðar og hafið gróft brauð og smjör með, svo og portvínshlaup og sterka sósu (ravig- otte). Rúllan geymist viku í kæliskáp eða 2—3 mánuði í djúpfrysti. Saltfiskskökur m/tómötum 250 g saltfiskur 250 g þorskflök 2 formbrauðssneidar mjólk, salt, pipar 5 smásíldarflök, 2 egg 2—3 hvítlauksgeirar 2 msk. rifinn parmesanostur 2 laukar, timían, steinselja smjör eða olía 1 dós tómatar 1. Útvatnið saltfiskinn. Hakkið hann saman við þorskflökin, brauð- ið (skorpulaust) bleytt í mjólk, smá- síldina, 1—2 hvítlauksgeira og ost. Hrærið í farsið eggjum, salti og pip- ar. 2. Hreinsið og grófsaxið laukinn og hitið hann í um 5 mín. ásamt mörð- um hvítlauk og 1 msk. af fersku eða 1 tsk. af þurrkuðu timían í smjöri eða olíu við vægan hita. Bætið í söx- uðum tómötum (án safa úr dósinni). Látið sósuna smásjóða í 10—15 mín., notið salt og pipar. Mótið stór- ar kökur úr fiskfarsinu og steikið í smjöri eða olíu, 5—6 mín. á hvorri hlið. Látið tómatsósuna á fram- reiðslufat, leggið kökurnar ofan á og stráið á steinselju. Saltfiskskökur eru bornar fram heitar með brauði. Þær má útbúa 1—2 dögum fyrir- fram, geyma þær í kæliskáp og hita upp. Þær geymast 1—2 mánuði í frysti. Appelsínusalat 8 appelsínur, 5 msk. sykur 2 dl appelsínudjús 1 dl rautt vermút 150 g hesli- og valhnetukjarnar sykurblóm eöa annað kökuskraut. 1. Skolið appelsínurnar vei og flysj- ið þær þunnt. Skerið börkinn í þunnar ræmur og sjóðið um 5 mín. í vatni. Hellið af. 2. Fjarlægið það sem eftir er af berkinum og hvítu himnuna á app- elsínunum. Skerið þær í þunnar sneiðar á diski. Setjið sneiðarnar í skál og varðveitið safann. 3. Bræðið sykurinn í karamellu á pönnu. Hrærið barkarræmum, app- elsínusafa, djúsi og vermúti út í. Sjóðið sósuna og hrærið í þunnt síróp. Blandið hnetum í og hellið sósunni yfir appelsínusneiðarnar. Látið samlagast á köldum stað. Bor- ið fram kalt. Þennan ábæti má útbúa daginn áður. esssx::- —a—— HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.