Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Blaðsíða 8
EFIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYNDIR JIM SMART OG LOFTUR ATLI Fyrsta skodanakönnun á fylgi flokkanna eftir kosningar SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN AFTUR KOMINN Í 40% FYLGI A-flokkarnir tapa báöir. Alþýðubandalagið minnstur þingflokka. Fram- sókn og Kvennalisti halda sínu. Borgaraflokkurinn tapar lítillega. Þjóðarflokkurinn með mann inni. Samkvœmt skoðanakönnunirmi sem hér er birt hefur Sjálfstœdis- flokkurinn nú endurheimt fyrra fylgi sitt eftir hrunið í kosningunum í apríl. Nú mœlist fylgi flokksins í fjörutíu prósentum, en í kosningun- um fékk hann rúmlega 27 prósent atkuœða. Til samanburðar má geta þess að í kosningunum 1983 fékk Sjálfstœðisflokkurinn 38,7 prósent atkvœða. Fylgi hans nú er því rúm- um tveimur prósentum meira en þá. Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi Sjálfstœðisflokkurinn líklega 25 þingmenn, bœtti við sig einum sjö þingrnönnum frá síðustu kosn- ingum. Samkvœmt könnuninni hef- ur flokkurinn nú endurheimt ótví- rœtt forystuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum. Þessi niðurstaða skoðanakönnun- arinnar kemur sjálfsagt mörgum á óvart. Þorsteinn Pálsson, formað- ur flokksins, hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýndur, bæði af fylgismönnum Sj álfstæðisflokksins og annarra flokka. Hann hefur varla tekið svo ákvörðun eða sagt skoðun sína, að menn hafi ekki ruðst fram og skýrt það sem veikleikamerki á formanninum. Þorsteinn var talinn hafa selt sig of dýrt í forsætisráðherrastólinn. Önnur ráðherraembætti flokksins þykja heldur veigalítil. Þá þótti stjórnarsáttmálinn bera lítinn svip af stefnumálum Sjálfstæðisflokks- ins. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar- innar undir hans forsæti voru fálm- kenndar og mæltust illa fyrir. Þá hefur Þorsteinn verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína í Útvegsbanka- málinu og þá einkum fyrir skoðana- könnunina meða! fulltrúaráðs- manna. En þetta virðist ekki hafa dregið fylgi frá flokknum. Þvert á móti virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi sópað til sín öllu því fylgi er hann missti í síðustu kosningum. Ef til vill kann hluti af skýringunni að liggja í því, að fyrrum fylgismönn- um Sjálfstæðisflokksins hafi blöskr- að útreið hans í kosningunum. Að fólk vilji hafa Sjálfstæðisflokkinn stóran. Alþýðubandalagið heldur áfram á niðurleið, samkvæmt þessari könn- un. Það er nú komið niður í rétt rúmlega átta prósenta fylgi og er samkvæmt könnuninni nú minnsti þingflokkurinn. Skýringuna á fylg- istapi Alþýðubandalagsins er sjálf- sagt auðvelt að finna. Flokkurinn er í sárum eftir innanhússátök og fátt bendir til þess að þeim fari að ljúka. Það má jafnvel segja, að eng- inn tali verr um Alþýðubandalagið en einmitt félagar þess. Alþýðuflokkurinn tapar fylgi sam- kvæmt könnuninni. Fer úr rúmum fimmtán prósentum frá síðustu kosningum og niður í tæp tólf prósent. Þar með er flokkurinn komið með álíka fylgi og hann hafði í kosningunum 1983. Jón Baldvin Hannibalsson, sem kallaður var af flokkssystkinum sínum tuttugupró- sentamaðurinn þegar best gekk fyr- ir síðustu kosningar, getur nú horfst í augu við að hafa aftur komið flokknum niður í það fylgi er hann hafði er hann tók við formennsku. Borgaraflokkurinn hefur einnig tapað fylgi, þó það skýri á engan hátt sveifluna yfir til Sjálfstæðis- flokksins. I ljósi þess hversu Iítið hef- ur farið fyrir Borgaraflokknum að undanförnu geta fylgismenn þessa flokks litið á þessa skoðanakönnun með nokkurri ánægju. Borgara- flokkurinn virðist vera kominn til að vera. Kvennalisti og Framsókn standa í stað frá kosningunum, eða halda sínu, eftir því hvernig litið er á mál- Ríkisstjórnm eykur fylgi sitt Ríkisstjórnin virðist hafa aukið fylgi sitt á síðastliðnum mánuði. í skoðanakönnun sem birt var hér í Helgarpóstinum 16. júlí naul hún fylgis 54,6% þeirra sem tóku af- stöðu. Samkvœmt þeirri könnun sem nú birtist hefur hún aukið fylgi sitt upp í 63,8%. Þessi niðurstaða kemur sjálfsagt mörgum á óvart. Frá því síðasta könnun var gerð hefur ríkisstjórnin lent í nokkrum vondum málum. Fyrstu aðgerðir hennar reyndust ýmist gallaðar eða máttvana. Hvalamálið komst í hnút. Ríkis- stjórninni virðist um megn að leysa Útvegsbankamálið. En hvað um það, þá eykur hún fylgi sitt. Fylgi hennar er rétt undir samanlögðu fylgi þeirra flokka sem að henni standa, svo ætla má að fylgismenn þeirra séu nokkuð sáttir. Reyndar er fylgisaukningin ekki ýkja mikil, eða 9,2%. Styður þú núverandi ríkisstjórn eða ekki? Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstöðu Júlí 1987 Styð stjórnina 310 38,8% 63,8% 54,6% Andvígur stjórninni 176 22,0% 36,2% 45,4% Ekki viss 72 9,0% Svara ekki 1 0,1 % Náðist ekki í 240 30,0% Alls 799 100,0% ið. Eins og Borgaraflokkurinn hefur Kvennalistinn lítið haft sig í frammi á undangengnum mánuðum, en það virðist ekki koma niður á fylgi hans. Það virðist vera föst stærð. Framsókn heldur sömuleiðis sínu, þrátt fyrir landbúnaðarmál, hvala- mál og Sambandið. Útkoma Þjóðarflokksins í þessari könnun kemur sjálfsagt á óvart. Samkvæmt henni næði flokkurinn manni inn einhvers staðar á lands- byggðinni. Þjóðarflokksmenn hafa lýst því yfir að þeir stefni á næstu kosningar og þessi skoðanakönnun ætti ekki að draga kjarkinn úr þeim. GREINARGERÐ SKÁÍS Þessi skoðanakönnun var gerð mánudaginn og þriðjudag- inn 24. og 25. ágúst 1987. Hringt var í handahófsúrtak 799 ein- staklinga á öllu landinu sam- kvæmt tölvuskrá um símanúmer einstaklinga. Spurningum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri. Úrtakið skiptist í þrjú svæði: Reykjavík (310 númer), Reykja- nes (179) númer) og landsbyggð- in (310 númer). Spurt var í þessari röð: 1. Ert þú fylgjandi því að selja Útvegsbankann? Ef svo er, hverjum? 2. Ert þú fylgjandi því að selja Búnaðarbankann? 3. Styður þú núverandi ríkis- stjórn eða ekki? 4. Ef kosið væri til alþingis núna, hvaða flokk myndirðu kjósa? Niðurstöður birtast í meðfylgj- andi töflum og súluritum. Ef kosið yrði til alþingiskosninga núna, hvaða flokk myndir þú kjósa? Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstöðu Þingmenn Kosningar apríl '87 Alþýðuflokkur 46 8,4% 12,2% 7—8 15,2% (10) Framsóknarflokkur 73 11,5% 16,7% 12—13 18,9% (13) Bandalag jafnaðarmanna 1 0,2% 0,3% 0 0,2% (—) Sjálfstæðisflokkur 155 28,2% 41,0% 25—27 27,2% (18) Alþýðubandalag 32 5,8% 8,5% 5—6 13,3% ( 8) Kvennalisti 38 6,9% 10,1% 6 10,1% ( 8) Flokkur mannsins 2 0,4% 0,5% 0 1,6% (—) Borgaraflokkur 33 6,0% 8,7% 5 10,9% ( 7) Þjóðarflokkur 8 1,5% 2,1 % 0—1 1,3% (—) Skila auðu/kjósa ekki 31 5,6% Ekki viss 85 15,5% Svara ekki 55 10,0% Samtals 559 100,0% Þorsteinn Pálsson: Hefur unnið aftur fylgistapið frá kosningunum. Jón Baldvin Hannibalsson: Hefur nú komið Alþýðuflokknum niður í það fylgi er hann hafði í kosningunum 1983. Svavar Gestsson: Alþýðubandalagið heldur áfram að minnka og er nú orðið minnsti þingflokkurinn. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.