Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 2
Kaustu sjálfan þig?
Ólafur Ragnar Grímsson
„Nei, ég hafði ekki hugmyndaflug til þess."
— Hver greiddi þá þetta atkvæði?
„Ja, þetta er náttúrlega leynileg kosning en það hefur
verið einhver vinur minn og velunnari."
— Heldurðu þá að þetta sé misskilinn stuðningur ein-
hvers ákafs aðdáanda þíns?
„Það er nú aldrei að vita. Það er greinilegt að menn sakna
mín þarna í Þinginu og vilja setja mig í fast embætti."
— Er kannski einhver að reyna að klekkja á þér?
„Það hugsa ég nú ekki. Það er oft þannig að ýmsir eru
kannski ekki sáttir við þann frambjóðanda sem er aðal-
frambjóðandi í viðkomandi embætti. Þá kjósa menn ýmsa
vini sína og velunnara til að sendaþeim vinarkveðju í þess-
ari leynilegu atkvæðagreiðslu. Ég tók þetta sem slíka
ábendingu um mikinn söknuð."
— Nú telur fylgismaður þinn, formaður Alþýðubanda-
lagsfélagsins á Akureyri, sig hafa verið beittan ofríki af
stuðningsmönnum Sigríðar Stefánsdóttur. Telur þú að
óeðlilega hafi verið staðið að kosningu landsfundarfull-
trúa fyrir norðan?
„Ég vil ekki taka neina afstöðu til þess. Mér hefur fundist
á því fólki sem ég hef rætt við vítt og breitt um landið að
það sé ríkur vilji til þess að þeir sem hafa félagslegan trún-
að í sinni heimabyggð, sem sveitarstjórnarmenn, forystu-
menn í flokksfélögunum og virkir flokksfélagar, séu valdir
sem fulltrúar á landsfund án þess að verið sé að skoða hug
og hjörtu þeirra nákvæmlega með tilliti til formannskjörs-
ins. Það hefur mér fundist hinn eðlilegi háttur."
— Það er Ijóst að nú stendur yf ir hörð kosningabarátta.
Má Alþýðubandalagið við slíku, ofan á öll innanflokks-
átökin?
„Mér hefur fundist það sýna mikinn lýðræðislegan
þroska að flokksmenn skynja það að þeir eru með valdið og
ábyrgðina í sínum höndum, að það eru engir lénsherrar í
Alþýðubandalaginu sem segja fólkinu fyrir verkum, heldur
hafa flokksmenn áttað sig á því að Alþýðubandalagið er
núna á vegamótum. Valið stendur milli þess hvort flokkur-
inn á að sækja fram með samstillta krafta til fyrri áhrifa og
enn meiri, eða hvort hann sættir sig við að verða 6—8 þing-
manna flokkur, og hver og einn held ég muni gera upp hug
sinn á sjálfstæðan hátt í þessum efnum."
— Því er haldið fram að úrslitin ráðist þegar landsfund-
arfulltrúar verða kosnir í Reykjavík. Ertu sammála því?
„Ég held að úrslitin muni ráðast á landsfundinum."
— Samt er sagt að úrslitin verði hugsanlega ráðin áöur
en landsfundurinn hefst?
„Það held ég ekki, vegna þess að allar slíkar fullyrðingar
fela það í sér að æðri valdsmenn í flokknum séu búnir að
skoða hug og hjörtu flokksmanna. Ég held að enginn geti
framkvæmt slíka skoðun enda er hún í hæsta máta mjög
ólýðræðisleg og andflokksleg og þess vegna muni kosn-
ingin á landsfundinum sjálfum verða sú sem kveður úr."
— Samkennari þinn úr háskólanum, Svanur Kristjáns-
son, heldur því fram að þegar öllu sé á botninn hvolft
muni Svavar Gestsson sitja áfram? Verður það kannski
úr eftir allan hamaganginn?
„Það er nú þannig með stjórnmálafræðina að það hefur
reynst öruggara að fjalla þar um samtíðina og fortíðina í
greiningum á atburðarás frekar en að spá fyrir um framtíð-
ina. Ég held að Svanur kollega minn og samstarfsmaður
muni í þessari spá einnig upplifa það að sú reynsla að halda
sig frekar við samtíð og fortíð en að spá um framtíð hefur
reynst hollt veganesti í fræðigreininni."
í kosningu til embættis varaforseta sameinaðs alþingis hlaut
Ólafur Ragnar Gr/msson eitt atkvæði, sem gg í kosningu um for-
seta neðri deildar. Formannskandídatinn Ólafur er í raun ekki
gjaldgengur í þessi embætti vegna þess að hann situr á þingi sem
varaþingmaður. En hver átti þá atkvæðið?
FYRST OG FREMST
SLÁTURHÚSAMÁL og íeyfi
hafa verið mikið til umræðu að
undanförnu. í fréttabréfi dýra-
lækna birtist ekki alls fyrir l'öngu
hugleiðing um þetta efni sem fer
hér á eftir í fullri lengd: „Dýra-
læknar og þá sérstaklega yfirdýra-
læknisembættið hafa verið mikið í
fréttum upp á síökastið. Svo virðist
sem málið sé tekið af meiri festu
en áður hefur verið gert og verið
sé að stiga fyrstu skrefin á þyrnum
stráðri braut, þ.e.a.s. að loka öllum
sláturhúsum sem ekki standast
nútíma kröfur. Sum af þessum
húsum eru hundakofar sem hafa
verið á undanþágum í mörg ár. í
kjölfarið á slíkum aðgerðum
kemur ótrúlegt írafár og reynt er
eftir mætti að sverta nafn við-
komandi embættisdýralæknis.
Pólitískar hýenur vappa um og
reyna að skapa ímynd af sér sem
verndarar byggðarlagsins gegn
þessum vondu embættismönnum.
Enginn minnist á rétt neytenda að
fá kjötið sitt meðhöndlað á þann
hátt sem best tryggir gæði þess og
hollustu. í slíkum tilfellum er
gífurlega mikilvægt að hafa sterkt
yfirdýralæknisembætti, sem
styður við bakið á héraðsdýra-
læknum í þessum nauðsynlegu en
óvinsælu aðgerðum. Fréttabréfið
hefur fregnað að ráðinn hafi verið
söngvari til að skoða kjöt í slátur-
húsinu á Patreksfirði og sé það
gert í samráði við yfirdýralækni.
Þegar ritstjóri Fréttablaðsins var í
dýralæknaháskólanum í Osló
töldu menn að kjötskoðun væri
mikið vandaverk og krefðist
góðrar kunnáttu í flestum greinum
dýralæknisnámsins, einkum og sér
í lagi gerla- og meinafræði að
ógleymdu heilbrigðiseftirlitinu. í
sláturhúsinu í Osló er yfirdýra-
læknisstaðan virðingarstaða og
einungis skipuð dýralækni með
sérmenntun í meinafræði. Enginn
minntist á það að maður þyrfti að
vera duglegur að syngja enda
hefði námsferill þess sem þetta
ritar orðið endasleppur ef slíkar
kröfur hefðu verið gerðar, en
Islendingar fara helst ekki troðnar
slóðir. Við getum altént orðið
fyrstir til að kjötsyngja." Kjöt-
sungnir skrokkar verða e.t.v. á
borðum landsmanna í framtiðinni
í stað fjallalambsins...
FJORIR þingmenn eru nú á
ferðalagi í Thailandi á vegum
Alþingis. Munu þeir sækja fund
alþjóðlegra þingmannasamtaka.
Þingmennirnir eru Geir Gunnars-
son, frá Alþýðubandalagi, Karl
Steinar Guðnason, frá Alþýðu-
flokki, Geir Haarde, frá Sjálf-
stæðisflokki, og Ólafur Þ. Þórdar-
son, frá Framsóknarflokki. Allir
tóku með sér maka, en ferðin er
farin undir stjórn hins ráðdeildar-
sama skrifstofustjóra Alþingis,
Fridriks Ólafssonar. Hafa þing-
menn, þeir sem heima sitja, haft á
orði að e.t.v. væri það í of mikið
ráðist fyrir stofnunina að senda
svo fjölmennan hóp svo langt af
ekki stærra tilefni, en vitaskuld
þurfa menn að rækta sambönd sín
og fylgjast með í þingmanna-
samtakaheiminum...
VIÐ vitum ekki hverju er um að
kenna en blað allra landsmanna,
Morgunblaðid, virðist hafa tekið
þann pól í hæðina að heppilegt
geti verið að birta sama efnið
tvisvar, líklega til að það fari alls
ekki fram hjá sljóum lesendum.
Þannig birtust til dæmis valdir
kaflar úr grein eftir Friðrik Páls-
son, forstjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, í Staksteinum
þriðjudaginn 29. september og svo
aftur í Staksteinum 2. október.
Mogginn gerði þó enn betur við
Rögnvald Hannesson, prófessor
við Verslunarháskólann í Björgvin,
því sama viðtalið við hann birtist
tvívegis í sama blaði, föstudaginn
2. október.
ÞAÐ hefði einhvern tíma þótt
tíðindum sæta að Almenna bóka-
félagið falaðist eftir að gefa út lög
Jóns Múla Árnasonar. Nú hefur
það hins vegar gerst, bókaútgáfa
hægra liðsins hefur ákveðið að
gefa út plötu með Jögum þessa
gamla kommúnista. A plötunni
syngur Bubbi Morthens eitt lag og
mælir þar fyrir hönd þeirra sem
vilja meiri aukavinnu. Lagið var
tekið upp í Stúdíó Stemmu, sem er
til húsa í fsbirninum gamla, en
eins og menn muna sagðist Bubbi
í upphafi ferilsins aldrei aftur ætla
að vinna í ísbirninum ...
Skórinn krepptur...
HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
Að þenja sig ,,Dvergurinn er í raun opinber
„Númer eitt, í annan stað, starfsmaður. . .“
eins og sagði að framan: — SEGIR AUSTURLENSKA SÖNGKONAN OG
Vil ég eitt, og það er það NEKTARDANSMÆRIN LEONCIE, EN HUN BER ÍSLENSKUM SKEMMTANAIÐNAÐI EKKI FALLEGA
að þensla dragist saman." Niðri SÖGUNA OG TELUR AÐ ÞAR SE ÓÞARFLEGA VALDAMIKILL DULARFULLUR DVERGUR.
2 HELGARPÓSTURINN