Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 18
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÖTTUR MYND JIM SMART
Rœtt viö Ólöfu Ólafsdóttur
sextugan gudfrœðing
í hrókasamrædum við Quð
Þegar Ólöf Ólafsdóttir ákvað að hefja nám viö guðfrœðideild Háskóla ís-
lands haustið 1982 var það ekki ákvörðun sem hún tók snögglega. Hún var
þá orðin 55 ára og hafði kynnst mörgum hliðum lífsins. Olöf missti eigin-
mann sinn af slysförum árið 1968 og stóð þá uppi með þrjá unga syni, 2,
7 og 11 ára. Það var því eðlilegt að hún skyldi velja sér efnið „Sorg og sorg-
arferli“ í lokaritgerð sína er hún lauk náminu í vor.
„Ég var leitandi og trúhneigt barn," segir Ólöf.
„Þegar ég var að alast upp í Reykjavík voru hér
einungis tvær kirkjur, Dómkirkjan og Fríkirkj-
an. Við systurnar sóttum mikið barnaguðsþjón-
ustur og fórum snemma að sækja kirkju með
ömmu okkar, Kristínu Erlendsdóttur. Við vorum
afar hrifnar af barnaguðsþjónustum hjá séra
Friðriki Hallgrímssyni. Ég minnist þess greini-
lega að ég sem barn hugsaði oft hvort ég gæti
leitað tii prestsins ef ég ætti bágt, myndi ef til vill
missa annað foreldrið. Þessi hugsun var mjög
áleitin. Ég hef oft hugsað um það síðar á lífsleið-
inni hvaða ástæður gætu legið fyrir því. Ég átti
mjög gott heimili sem barn 05 bjó við mikið
öryggi. En einhvern veginn lagði ég alltaf þetta
mat á prestinn — var í hálfgerðu dómarasæti.
Niðurstaða mín var oftast sú að hann væri of
langt í burtu frá mér.“
KIRKJAN BÝÐUR EKKI
SÉRSTAKA SYRGJENDAHJÁLP
Hún segist alltaf hafa haft gaman af að ræða
trúarleg efni, allt frá því hún var barn, og þörf
fyrir að sækja kirkju hafi alltaf verið rík: „Ég
held ég geti kallað mig góðan kirkjugest," segir
hún brosandi. „Ég hef alltaf haft ríka þörf fyrir
að sækja kirkju. Mér finnst ég skilja allar mínar
áhyggjur þar eftir. Úr kirkju kem ég ávallt sem
ný manneskja."
Hún segir að þegar hún hafi misst mann sinn
hafi hún saknað þess að kirkjan bauð ekki upp
á syrgjendaþjónustu, það hefði hún kosið: „A
mínum sorgarferli stefndi hugur minn til kirkj-
unnar og þangað hefði ég helst kosið að leita. Til
þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka
það fram að að öllum líkindum hefði ég getað
fengið fleiri viðtöl við prestinn minn. En eins og
skipulagið er í dag eru prestar svo störfum
hlaðnir hér í Reykjavík að lítill tími gefst til syrgj-
endaþjónustu. Ég var hrædd um að valda ónæði
og mig grunar að svo sé um fleiri. Kirkjan í dag
býður ekki upp á sérstaka sálgæslu fyrir syrgj-
endur. Fólk vill ekki ónáða prestana, enda er
tími þeirra fullskipaður frá morgni til kvölds. Ég
er auðvitað með Reykjavík í huga. Hér eru 22
sóknarprestar að sinna þörfum yfir 100.000
manns. Að vísu eru nokkrir prestar einnig að
störfum auk sóknarprestanna innan Reykja-
víkurprófastsdæmisins, til dæmis sjúkrahús-
prestar, fangaprestur o.fl. Sjálfsagt er þessu
öðruvísi farið úti á landi þar sem sóknir eru fá-
mennar, allt niður í 200 manns, en hér í Reykja-
vík eru í stærstu sóknunum allt á fimmta þúsund
manns. Við getum alveg séð það í hendi okkar
hversu mikill tími prestum gæfist til að sinna
sálusorgun ef fólk leitaði almennt til þeirra með
vandamál sín.“
Hún gagnrýnir og telur sig hafa úrlausnir á
reiðum höndum: „Mig dreymir um að það verði
komið upp hjálparstöðvum í tengslum við kirkj-
urnar þar sem alltaf eru prestar á vakt — þangað
sem alltaf er hægt að leita. Ég vil að það starfi
margir prestar við hverja kirkju. Þeir yrðu líkt
og læknar á vakt allan sólarhringinn. Starf
sóknarprestsins er svo umfangsmikið og
ábyrgðarmikið að það er ofvaxið einum manni
að komast yfir það allt í stóru prestakalli. Sókna-
skipanin í Reykjavík sýnir að við lifum í gamla
tímanum. Kirkjan hefur ekki lagað sína starfs-
hætti að vaxandi borgarskipulagi. Kirkjan sem
stofnun situr eftir einhvers staðar í grasi grónum
götum gamla sveitasamfélagsins. Kannski hefur
lífsreynsla mín sem ekkja orðið til þess að ég
skynja þetta svona."
SÁLGÆSLAN HORFIN AF
HEIMILUNUM
Hún nefnir einnig að með aukinni þátttöku
kvenna á vinnumarkaðinum sé enn meiri þörf á
sálgæslu við kirkjurnar: „Hugsaðu þér öll þau
vandamál sem voru afgreidd yfir kaffibolla í eld-
húsunum," segir hún og bætir við að hún sé síð-
ur en svo að segja að staður konunnar sé ein-
göngu á heimilinu. „Það er alveg eins karl-
mannsins að sinna aðhlynningu og umönnun.
Mér finnst karlmönnum hafa verið gert erfitt að
rækta tilfinningar sínar eins og þjóðfélagið hef-
ur verið uppbyggt. Ég man að þegar ég var að
alast upp var mamma alltaf heima, og gamal-
menni oft gestkomandi í lengri eða skemmri
tíma. Öll þessi sálgæsla, sem fór fram á heimil-
unum, er horfin að mestu. Það er aldrei hægt að
leggja nógu mikla áherslu á hinn mannlega þátt
og hin mannlegu tengsl. Aldrei höfum við eins
mikla þörf hvert fyrir annað og þegar við eigum
bágt,“ segir hún. .
Lífsreynsla Ólafar var ríkur þáttur í þeirri
ákvörðun hennar að fara í guðfræðinám. „Ég
fékk sjálf ákaflega mikla hjálp í sorg minni í
gegnum trúna. Ég fann hvað það var að hafa
bjarg á bak við mig. Mér var gefinn ólýsanlegur
kraftur og styrkur á þessum tíma. Auðvitað leit-
aði ég ákaft til Guðs — en það var ekkert nýtt.
Ég hef alltaf verið í hrókasamræðum við Guð,“
segir hún og brosir við. „Ég hef alltaf lagt fyrir
hann allar mínar áhyggjur og sorgir og þakkað
honum gleðistundirnar. Þegar ég lít til baka
minnist ég þess ekki að það hafi nokkurn tíma
verið á annan veg. Þetta er hluti af mér. Ég get
ekki ímyndað hvernig fólk kemst í gegnum lífið
án Guðs. Sorgin er erfitt ferli sem tekur langan
tíma að vinna sig frá. Mitt í sorginni finnurðu ná-
vist Guðs og veist að hann er með þér á vegin-
um. Kannski finnum við það aldrei eins og þá
hvað það er sem skiptir máli. Við getum ýtt til-
veruspurningunum frá okkur meðan allt leikur
í lyndi, á meðan lífið er dans á rósum — ef það
er það þá nokkurn tíma. En fyrr eða síðar kom-
um við að þessum skilum í lífinu; veikindum,
ástvinamissi, erfiðleikum. Þá komumst við í
þrot og við spyrjum spurninganna: Hvers vegna
ég? Af hverju kom þetta fyrir mig? Hver er til-
gangurinn? — Hvert leitum við með þessar
spurningar?" segir hún spyrjandi, en veit svarið
sjálf.
„Ef við ætlurn ekki að uppskera tóm og tilgangs-
leysi í lífi okkar hljótum við að leita svara við
þessum spurningum. Prestar hafa auðvitað ekki
öll svör á reiðum höndum. Þeir eru menn eins
og aðrir — en þeir geta hjálpað okkur til að tak-
ast á við efasemdir okkar og vantrú."
EKKJUR ÁLITNAR
STÓRHÆTTULEGAR
Lokaritgerð Ólafar í kennimannlegri guð-
fræði fjallaði um sorg og sorgarferli. Hún fói m.a.
í sér kannanir á stöðu ekkna í samfélaginu. Hún
segir Dr. Bjarna Sigurðsson, kennara sinn við
guðfræðideildina, hafa hvatt sig til að þrengja
kjörsviðsefnið sem mest „og ég ákvað að byggja
ritgerðina á makamissi. Það hafa verið gerðar
umfangsmiklar rannsóknir víðs vegar um heim
á ekkjum og ekkjumönnum. Það kom í Ijós að
flestar þær konur sem ég hafði viðtal við í sam-
bandi við ritgerð mína töldu sig trúaðar og leit-
uðu til Guðs í sorg sinni. Það kom líka fram að
þær leituðu aðeins til prestsins sem embættis-
manns, en ekki sér til sáluhjálpar. Ýmsar spurn-
ingar vöknuðu í huga mér þegar efnið var kann-
að. Eins og til dæmis þessi: Hefur kirkjan sofnað
á verðinum í þessum efnum? Kemur hún ekki til
móts við manninn þegar honum mest liggur á?
Við höfum öll svo mikla þörf hvert fyrir annað
— en við erum svo oft vond hvert við annað“,
segir hún. „Kærleikurinn skiptir svo ósegjan-
lega miklu máli. Kærleikurinn sem er grundvall-
aður í Guði, föður okkar, og opinberast okkur í
syni hans, Jesú Kristi. Boðorðið býður okkur að
elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Þetta er
það þýðingarmesta, grundvöllurinn undir öllu
lífinu."
Við ræðum um stöðu ekkjunnar í samfélag-
inu:
„Ekkjur eru fimmta flokks þjóðfélagsþegnar,"
sagði ein ekkjan í samtali við mig. „Því miður er
mikill sannleikur í þessu fólginn. Samfélagið ýtir
hinni stöku konu út fyrir rammann. Ramminn á
helst að vera umgjörð utan um pör.“
í framhaldi af þessu ræðum við nánar um
stöðu ekkjunnar í samfélaginu. Ólöf vitnar til
bókar C.M. Parkes sem hún studdist við í
ritgerð sinni. Hann kemst að þeirri niður-
stöðu í rannsóknum sínum að „ekkjuna setur
niður í samfélaginu. Fólk er þvingað í návist
hennar. Samúð þess er innantóm og hjálpartil-
boðin oft fyrir siðasakir". „Það má líkja fram-
komu fólks við hana eins og ef hún væri geisla-
virk. Það er nefnilega litið á sorgina sem veik-
leika, undanlátssemi við sjálfan sig og ámælis-
verðan ósið í stað þess að skoða hana sem sál-
fræðilega nauðsyn. I frumstæðum þjóðfélögum
eru víða skýrar reglur í sambandi við ekkjur,"
segir Ólöf. „Þar eru syrgjendurnir einangraðir á
afviknum stöðum þar sem þeir þykja boða
ógæfu. Einkum er ekkjan álitin stórhættuleg, til
dæmis í Polowan; þar fær hún ekki að fara út
nema í myrkri. Það er því skiljanlegt, þegar mál-
um er svona háttað, að ýmsum þjóðfélögum hafi
þótt hagræði í að senda ekkjuna inn í annan
heim með manni sínum. — „Við brennum að
vísu ekki ekkjurnar okkar," segir C.M. Parkes;
„við vorkennum þeim og forðumst þær.“ — I
menningarþjóðfélögum nútímans er ekkjan oft
án hlutverks. Hún er sem fimmta hjól undir
vagni og minnir oft óþægilega mikið á látinn
eiginmann sinn. Stór hluti ekkna er þess vegna
einmana. Þær eru ráðvilltar og fullar öryggis-
leysis. Þær finna ekki fótfestu í þjóðfélagi sem
gerir ekkert til að bjóða þær velkomnar og þeim
finnst samfélagið hafa brugðist sér.“
STAKIR KARLMENN ERU MIKIL
LUKKUSTYKKI!
Þú talaöir áðan um að ramminn í þjóðfélag-
inu passaði eingöngu utan um pör, ekki stakar
konur. Hvað um karlrnenn, eru þeirþá ekkijafn-
óuelkomnir?
„Nei,“ segir Ólöf brosandi. „Það skiptir alveg
í tvö horn þar. Hinn staki karlmaður er ákaflega
mikið „lukkustykki" og velkominn þar sem
hann er á ferð.“
Hver er skýringin á þessum mismun?
„Það eru ábyggilega margir og samtvinnaðir
þættir í samfélagsmynstrinu sem þar koma til.
Hin staka kona er oft skilin sem ógnun og sam-
keppnisaðili um karlmanninn af giftum konum.
Þessi afstaða byggist á hinu þjóðfélagslega
mynstri sem við erum alin upp í. Það eru margir
þættir inni í samfélagsmyndinni sem eru huldir
og við gerum okkur ekki grein fyrir í daglegu
lífi. Við sjáum daglega gerðan mismun á konum
og körlum. Nýlega fór ég til tryggingafélags
vegna þess að ég var ekki sátt við uppgjör vegna
tjóns sem varð á íbúðinni minni. Ég fékk ekki þá
úrlausn sem ég gat sætt mig við. Nokkrum dög-
um síðar fór sonur minn og bar fram sömu
kröfu. Tjónið var bætt umyrðalaust. Ég hef verið
ekkja alltof lengi til að þessir hlutir séu ekki
löngu, löngu orðnir Ijósir fyrir mér!“ segir hún
hlæjandi.
KIRKJAN Á AÐ VERA ANDLEGT
HEIMILI
Ólöf segist ekki telja draum sinn um sálgæslu-
stöðvar á vegum kirkjunnar neitt óraunveruleg-
an: „Ég vil sjá kirkjuna þannig að þangað leiti
fólk án þess að þurfa að gefa upp nafn eða
númer. Undir öllum kringumstæðum með sorgir
sínar og efasemdir. Kirkjan sem líkami Krists,
samfélag trúaðra, á að láta sig varða allt varð-
andi mannlegt líf. Hún hefur þjóðfélagslega
ábyrgð og þá skyldu að þekkja manninn og að-
stæður hans og koma til móts við þarfir hans.
Annars gengur hún ekki í fótspor Krists. Boð-
skapur kirkjunnar má aldrei vera eitthvað sem
er geymt ofan í skúffu og aðeins dregið fram á
stórhátíðum. Mér hrýs hugur við því að fólk
skuli aðeins koma til kirkjunnar til þess að láta
skíra, ferma, gifta eða jarðsyngja. Kirkjan á að
vera andlegt heimili fólks, þangað sem það get-
ur leitað til að finna hjörtum sínum frið. Þar eiga
þjónar kirkjunnar að hjálpa fólki í leitinni, hlusta
á það og biðja með því. Eg hef alla tíð öfundað
kaþólsku kirkjuna af skriftastólnum," bætir hún
við. „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að
vanmeta eða gagnrýna það mikla starf sem
unnið er við kirkjurnar okkar hér í Reykjavík,
því auðvitað er mikið sálgæslustarf unnið þar.
Að mínu áliti eru prestarnir of fáir og ofhlaðnir
störfum. En ég er alveg sannfærð um að fólk
myndi leita til kirkjunnar ef sálgæsla yrði sem
sjálfsagður starfsliður þar. Starfssvið kirkjunnar
er svo víðfeðmt; barnastarf, unglingastarf,
öldrunarstarf. A öllum þessum sviðum er unnið
gott starf — en þyrfti samt að vera meira. Hvað
með fólkið á miðjum aldri? Hvað með alla þá
sem eiga í erfiðleikum með hjónabandið? Hvað
með alla erfiðleikana sem fylgja því að eldast
eða að horfast í augu við veikindi eða dauða? Öll
þessi óstjórnlega hræðsla sem nagar fólk. Ég
veit ekki um neinn einn stað sem eðlilegra væri
fólki að leita til en kirkjunnar. Hin margvísleg-
ustu störf eru unnin í þágu mannsins, honum til
heilla, sem yrði of langt upp að telja. En kannski
missum við stundum sjónar á markinu og því
hvert við stefnum. Of oft hlaðast upp múrar
milli manna. Skrifborðið milli sérfræðingsins og
manneskjunnar, tilhneigingin til að ýta frá sér
sorginni og vandanum — manneskjunni sjálfri.
Við erum alin upp við það frá blautu barnsbeini
að keppa hvert við annað með þeim afleiðing-
um að mannleg umhyggja lýtur í lægra haldi. Og
samkeppnin er alltaf að versna," bætir hún við.
„Boginn er alltaf spenntur meir og meir og sam-
keppnin verður sífellt meira ógnvekjandi. Fólk
er svo hrætt við að mistakast, vera öðruvísi, ná
ekki markinu. Ég held að helstu vandkvæði nú-
tímamannsins séu þau að honum hefur mistek-
ist að finna tilgang og markmið með lífi sínu.
Það gerir þessi taumlausa keppni eftir dauðum
hlutum. Okkur er skammtað þetta stutta líf hér,