Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 28
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU
Kæra dagbók.
Það hefur alveg agalegur hlutur
gerst og mér er kennt um allt! Ég
hefði átt að reyna að komast út sem
skiptinemi í haust. Þá væri maður
að minnsta kosti ekki sakaður um
að vera nærri búinn að drepa ömmu
sína, eins og núna. Þetta er það
óréttlátasta, sem ég hef á ævi minni
vitað.
Málið er það, að amma á Eini-
melnum er farin á heilsuhælið
þarna í Hveragerði og Stebba systir
segir að það sé MÉR að kenna. Hún
segist hafa heyrt pabba og mömmu
tala um þetta eftir að amma fór allt
í einu austur og ég þurfti að flytja
heim aftur. Ég vissi svo sem að það
var meira fyrir ömmu að gera eftir
að ég fór að búa hjá henni, því hún
eldaði oftar og svoleiðis, en að fá
taugaáfall maður.... Bömmerinn! Ég
er viss um að kellingin er bara enn
í ástarsorg eftir að Guðjón dó í brúð-
kaupsferðinni með henni. Maður
FISHER
BORGARTUNI 16
Reykjavík. sími 622555
SJðHVARPSBÚÐIH
getur sko auðveldlega þurft að fara
á hæli, þegar maður er í ástarsorg.
Ég veit nú ALLT um það!
Svo geta börn líka auðveldlega
fengið taugaáfall út af einhverju,
sem foreldrarnir gera. T.d. Bella vin-
kona. Hún á rosalega bágt núna,
vegna þess að mamma hennar er
komin með nýjan kall inn á heimilið.
Hann er þingmaður og á þess vegna
örugglega helling af peningum, en
Bella greyið var bara alltaf að von-
ast til að pabbi hennar kæmi aftur
heim. Þar að auki er kallinn alltaf í
símanum og það hefur haft hræði-
legar afleiðingar. Bella var nefni-
lega nýbyrjuð að vera með Palla
Einars, en Stebba systir sá hann í bíó
með annarri. Þegar Bella kom
grenjandi til hans sagðist hann ekki
nenna að vera með stelpu, sem
aldrei væri hægt að ná í. Það er sko
alltaf á tali eftir að þingrilaðurinn
flutti til þeirra og þar að auki horfir
hann á fréttirnar á bádum sjónvarps-
stöðvunum og hlustar á þær á öllum
útvarpsstöðvum, þó Bella og
mamma hennar vilji horfa eða
hlusta á eitthvað allt annað. Þetta er
ofsaleg breyting, því það hefur
aldrei verið hlustað á neinar fréttir
fyrr á þessu heimili og Mogginn
bara keyptur út af bíósíðunni. Ef
mamma hennar Bellu slysaðist til
að kveikja á fréttunum í sjónvarp-
inu, og það var verið að segja frá
meiriháttar tíðindum, datt kannski
út úr henni í miðju kafi: ,,Það er ég
viss um að það klæddi hann Helga
betur að vera skegglaus," eða „guð,
hvað þessi litur fer henni Eddu vel!"
Mamma mín er hins vegar greini-
lega gott efni i þingmann, því hún er
fréttasjúk og fylgist með öllu. Svo er
hún líka alltaf á fundum. Það er bara
verst hvað það hefur verið lítið af
fundum í sumar. Hún hefur ekki
fengið nógu stóran skammt og þess
vegna bitna alls konar dellur á okk-
ur hinum í'fjölskyldunni. Ég vona að
hún verði kosin í fullt af nefndum í
vetur svo við förum aftur að fá puls-
ur og pízzur og svoleiðis í matinn.
Hún hlýtur stundum að gleyma að
setja baunir í bleyti, þegar mikið
verður að gera. (Við fáum þó örugg-
lega aldrei aftur bjúgu. Mamma seg-
ir að þau séu búin til úr hökkuðum
sinum, fitu og svo reykt þangað til
þau fá krabbamein. (Eða valda
krabba? Ég man þetta ekki. Þau eru
alla vega óstjórnlega óholl.)
Bless, Dúlla.
GEISLAVÖRN
SEM SLÆR TVÆR
ELEJGEJR í EII\U EIÖGGI!
Auöveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verð.
VÖRN SEM HINDRAR
SPEGLUN OG GEYSLUN
FRÁ TÖLVUSKJÁM
Tölvuskjáir gefa frá
sér geisla sem þreyta
augun og erta húðina.
Lausn á þessum vanda er:
POWER SCREEN, jarðtengd skjásía sem varnar
því að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum.
Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir
að glampi á skjánum er úr sögunni.
Þetta er eitthvað fyrir þig!
Heildsali:
TÆKNI
VAL
Grensósvegi 7,
108 Reykjavik.
Box 8294,
S: 681665. 686064
Endursöluaðilar:
Bókabúð Braga
Einar J. Skúlason
Griffill
Mál & Menning
Penninn
Skrifstofuvélar
Tölvuvörur
Örtölvutækni
Smartmynd.
STJÓRNUN
HVORT SEM ÞÚ VILT
ÞESSA KUNNÁTTU
EÐA EKKI. . .
JÁ NEI
□ sf SKAPANDI HUGMYNDAFLUG
Kf □ SKIPULAGSHÆFNI
Ef □ ÁKVÖRÐUNARTÖKU
□ MANNLEG SAMSKIPTI
□ ær SETNINGU MARKMIÐA
sr □ ÁRANGURSRÍKA SAMVINNU
□ er VALDDREIFINGU
Þarftu á henni að halda til að stjórna fyrirtækinu með
árangri? I Dale Carnegie stjórnunarnámskeiðinu get-
um við hjálpað þér að hressa upp á þessa kunnáttu.
Stjórnunarnámskeiðið hefst miðvikudaginn 21. okt-
óber kl. 9 - 12 og stendur yfir sex miðvikudags-
morgna.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í
SÍMA
82411
0
SUÓRNUNARSKÚLINN
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin'
28 HELGARPÓSTURINN