Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 27
.V
I
Á BLÖÐUM AGANEFNDAR
Sævar á hór i höggi viö þann er fékk dósina i hausinn hjá Þjóöverjunum.
Það hefur víst ekki farid framhjá neinum, sem á annað
borð fylgist með íþróttum, að bæði Valsmenn og Skaga-
menn voru dæmdir í sekt fyrir óprúðmannlega fram-
göngu í viðureignum sínum í Evrópukeppni í knatt-
spyrnu í haust. Það er aganefnd Knattspyrnusambands
Evrópu sem tekur þessar ákvarðanir í samráði við eftir-
litsdómara og eftir skýrslu dómara leiksins. Bæði liðin
fengu sekt fyrir óprúðmannlega framkomu á leikvelli en
Valsmenn að auki sekt fyrir atvik það er gerðist á Laug-
ardalsvellinum er áhorfandi kastaði bjórdós (hvernig
sem hún barst til landsins) í höfuð markaskorara a-þýska
liðsins Wismute Aue. Þá var Guðbjörn Tryggvason
Skagamaður dæmdur í þriggja leikja bann í Evrópu-
keppni, en hann var rekinn af velli í fyrri leik Skaga-
manna og sænska liðsins Kalmar.
Hingað til höfum við íslendingar
ekki komið mikið við sögu aga-
nefndar UEFA 'nema hvað Ellert
Schram, formaður KSÍ, situr í þeirri
nefnd. Að mig minnir hefur það
gerst einu sinni eða tvisvar að ís-
lenskur leikmaður hefur verið
dæmdur í keppnisbann vegna brott-
rekstrar í Evrópuleik. En það að
koma sem sjaldnast fyrir á blöðum
aganefndar UEFA er gott. Því miður
er það svo að mörg lið í Evrópu eru
fastagestir á hverjum fundi nefndar-
innar og má nefna stórlið eins og
Napólí og Real Madríd, sem senni-
lega hafa bæði digra sjóði til að
dekka sektir vegna framkomu
áhorfenda eða leikmanna. Það er
auðvitað svo að hverjum sýnist sitt
í þessum dómum. Mín augu gátu
ekki tjáð mér hvers vegna Guðbirni
var vikið af leikvelli á Skaganum og
hvaö þá að hann skyldi fá bann fyrir.
Mín augu gátu hins vegar gert mér
grein fyrir því er dósin skall á Þjóð-
verjanum. Hvort Valsmenn spiluðu
gróft í A-Þýskalandi verð ég að láta
aðra dæma um.
Það er alvarlegt mál fyrir knatt-
spyrnufélög að fá á sig sektir frá
UEFA. Þær eru venjulega það háar
að félögin finna fyrir því og í annan
stað geta ítrekuð brot skaðað félög-
in verulega, bæði félagslega og fjár-
hagslega. Skemmst er að minnast
viðureignar Real Madríd og Napólí
sem fram fór fyrir tómum stæðum á
heimavelli Real og kostaði bæði
peninga og orðspor. Gleggsta dæm-
ið um alvöru þess að standa fyrir
leiðindum á knattspyrnuleikjum á
vegum UEFA er hörmungin á
Heysel-leikvangnum í Brussel er
breskir áhangendur gengu ber-
serksgang og ollu dauða fjölda
manna.
Það hefur komið fram í máli for-
ráðamanna Vals að það sé á ábyrgð
Reykjavíkurborgar hversu illa til
tókst á Laugardalsvelli. Valsmenn
leigja völlinn af Reykjavíkurborg og
vallarstarfsmenn eiga að sjá um
öryggisgæslu. Það má hinsvegar
benda á að völlurinn er samþykktur
af UEFA, bæði hvað varðar öryggi
og aðstöðu. Atvik sem það er átti
sér stað á Laugardalsvelli er mjög
erfitt að koma í veg fyrir. Það er
netadræsa yfir innganginum að
búningsaðstöðunni, en hún heldur
ekki öllum aðskotahlutum í burtu.
Þá má auðveldlega kasta gosdós
langt inn á völl án þess að nokkuð sé
hægt við því að gera. Óþverraskap-
urinn á Laugardalsvelli dæmist auð-
vitað á þann sem framdi hann.
Hvort hann var Valsmaður eður ei
vita ekki margir en einhverjir þó,
því ég er viss um að varla hefur
þessari dós verið kastað án þess að
einhver tæki eftir því.
HÖLDUM í „SVEITA-
MENNSKUNA"
Það er auðvitað ósanngjarnt að
Valsmenn beri allan skaðann frá
Laugardalsvelli þar sem auðveld-
lega má benda á veilur í aðstöðunni
og öryggi á vellinum. Þetta, ásamt
ummælum formanns aganefndar
UEFA um að dæma beri Laugar-
dalsvöllinn ónothæfan í Evrópu-
leikjum, leiðir hugann að vellinum
sjálfum og þeirri aðstöðu sem hann
býður upp á þegar um ,,stórleiki“ er
að ræða. Það er ljóst að völlinn
skortir nokkuð á þær ströngu kröfur
sem UEFA myndi setja ef íslensk lið
færu að skipa sér í bækur aganefnd-
ar reglulega. Nánast engin vörn er
fyrir leikmenn er þeir ganga til bún-
ingsklefa og nánast allir sem vilja
geta komist að þeim á nokkuð auð-
veldan hátt. Áhorfendur, utan þeir
sem eru í stúkunni, eiga greiða leið
inn á völlinn hvenær sem er. Fjöldi
starfsmanna við gæslu á leikvangin-
um er í lágmarki ef-til vandræða
horfir. Aðstaða fyrir blaðamenn er í
lágmarki og ekki boðleg ef fjöldi er-
lendra blaðamanna mætir á leik. Þá
má ekki gleyma því að leikvöllurinn
sjálfur, þ.e. grasið, er venjulega mjög
slæmur seinni hluta sumars eða að
hausti er leikir í Evrópukeppnunum
fara fram. Allt þetta og hugsanlega
fleira væri hægt að finna Laugar-
dalsvelli til foráttu ef eftirlitsmenn
UEFA vildu leggja sig niður við það.
Þessar staðreyndir gera viðkomu
Valsmanna og Akurnesinga í bók-
um aganefndar UEFA enn alvar-
legri. Það er til að mynda veruleg
hætta á því að Skagamenn fái ekki
að leika heimaleik sinn í næstu
Evrópukeppni á sínum eigin heima-
velli uppi á Skaga og að Valsmenn
verði að sjá til þess að öryggi sé bet-
ur tryggt á Laugardalsvelli en nú er
fyrir leiki sína næsta haust. Hingað
til höfum við íslendingar verið hálf-
utangátta í þeim leik sem spilaður
er í Evrópu. Þar sem gaddavír og
lögregla skipa oft meiri sess á leikj-
um en knattspyrnan sjálf og ánægj-
an við að fylgjast með henni. Þess-
ari „sveitamennsku" eigum við að
reyna að halda. Látum ekki þvinga
okkur til að þurfa að taka upp
stranga gæslu og gaddavír á okkar
leikvöllum. Höldum friðinn og spil-
um knattspyrnu á heiðarlegan og
sanngjarnan hátt — þannig er líka
hægt að vinna leiki. Vonandi verða
þessi rauðu spjöld Valsmanna og
Skagamanna ekki til að færa knatt-
spyrnuleiki og umgjörð þeirra í það
form sem þekkist viða erlendis.
í AMERÍKU
Þessar línur hér á undan draga
mig enn á ný til Ameriku. Þar þart
ekki gaddavír og lögregluhunda á
íþróttaleiki. Virðingin fyrir áhorf-
endum er þar algjör og aðstaðan er
slík að enginn þarf að kvarta. Ég hef
fylgst með ótal leikjum og íþrótta-
atburðum frá Bancfaríkjunum og
aldrei man ég eftir því að áhorfend-
ur hafi ruðst inn á leikvanginn eftir
leik eða kastað einhverju lauslegu
inn á völlinn. Þar í landi eru menn
einnig sniðugir. Hjá hornaboltalið-
inu Chicago Cubs bera heimaleikir
liðsins til að mynda ákveðin nöfn
eftir því hvað þeir þýða fyrir áhorf-
endur. Þannig eru til að mynda
„Myndadagur", „Eiginhandarárit-
unardagur" og svo framvegis. Á
„Myndadaginn" fá áhorfendur að
hitta leikmenn fyrir ieik og taka
myndir af þeim svo og sjálfum sér
með sínum uppáhaldsleikmanni.
Sama gildir um „Eiginhandaráritun-
ardaginn". Þá skrifa leikmenn nöfn
sín á allt og ekkert fyrir áhangendur
sína áður en leikur hefst. Væri til að
mynda ekki sniðugt fyrir lið hér á
landi að gera eitthvað í þessum dúr
og þá sérstaklega fyrir yngstu
áhangendurna. Það væri gaman
fyrir marga smáa að fá mynd af sér
með hetjunni sinni eða fá eigin-
handaráritun á boltann sinn. Atvik
sem þessi, sérstaklega eftir að flest
lið eru komin á eigin heimavöll, ala
upp góða áhorfendur og efla tengsl
leikmanna og áhorfenda sem skilar
sér í jákvæðari stuðningi áhorfend-
anna og vandaðri framkomu leik-
manna. Þannig sköpum við aðstöðu
til að halda okkur á „sveitavegin-
um“ en erum jafnframt í föruneyti
með Kananum og árangurinn ætti
því ekki að verða vandamál.
EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON
HELGARPÓSTURINN 27
»