Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 9
6 NÝIR BÁTARINN- KALLAÐIR Siglingamálastofnun hefur sent skipasmíðastöðinni Stál- vík bréf þess efnis að 6 þilfarsbátar, sem stöðin hefur smíðað á þessu ári, standist ekki kröfur um sk. form- stöðugleika og er úrbóta krafist fyrir næstu mánaðamót. Bátar þessir fengu haffærisskírteini frá stofnuninni með skilyrðum um að þeir stæðust endanlega úttekt, en nú krefst stofnunin úrbóta. Það er eigendanna að greiða fyrir nauðsynlegar viðgerðir, sem gætu reynst tímafrek- ar og dýrar. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND: JIM SMART Að sögn Magnúsar Jóhannesson- ar siglingamálastjóra var bréf sent til „einnar skipasmíðastöðvar'1 um síðustu mánaðamót vegna þess að 6 bátar stöðvarinnar fullnægðu ekki kröfum um formstöðugleika, sem er útreiknaður samkvæmt reglum frá 1984 og á við öll ný skip. Teikningar og breytingar höfðu verið sam- þykktar af stofnuninni og bátarnir fengið haffærisskírteini og haldið á veiðar með ágætum árangri. Að sögn Magnúsar var samþykki stofn- unarinnar veitt með fyrirvara um að bátarnir stæðust endanlega úttekt. Aðspurður um hvers vegna niður- staða þessi kæmi nú, löngu eftir að bátarnir hafa verið sjósettir, sagði Magriús að heildargögn frá viðkom- andi stöð hefðu ekki borist tíman- lega og því hefðu bátarnir verið af- greiddir með þessum fyrirvara. Skipasmíðastöðin Stálvík „Góðir bátar," segir forstjórinn. „Það þarf að auka stöðugleikann" segir siglingamálstofnun. ÓSKILJANLEGT BRÉF Jón Sueinsson, forstjóri Stálvíkur, var í samtaii við Helgarpóstinn þungorður í garð stofnunarinnar og sagði að bréf hennar væri óskiljan- legt. ,,I bréfinu segir að það þurfi að auka stöðugleika þessara báta og að nærtækast sé að auka fríborð þeirra, en enn er of fljótt að segja til um hvað er nánar tiltekið átt við, því okkur hefur enn ekki tekist að vinna úr þessu bréfi. Ég veit ekki annað en að allt sé í lagi með þessa báta, enda fara engir bátar frá okkur án þess að öllum gögnum sé skilað inn. Staðreyndin er sú að þessir bát- ar koma jafnvel betur út en flestir aðrir litlir bátar. En þetta er flókið mál að tala um og sérfræðingur okkar í þeim staddur í Póllandi, þannig að ég get ekki úttalað mig um þau áður en botn fæst í bréf stofnunarinnar," sagði Jón Sveins- son. GÖGNIN KOMU OF SEINT Eftirspurn eftir þilfarsbátum undir 10 tonnum hefur stóraukist að und- anförnu. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru þannig fluttir til landsins eða smíðaðir innanlands 47 bátar af þessari tegund, sem er meira en öll árin 1982—1986 til samans. Siglingamálastofnun hefur hert á kröfum sínum til nýrra báta og skipa. Allar teikningar og breyting- ar á þeim verða að hljóta samþykki stofnunarinnar og eftir halla- og veltipróf fer fram útreikningur á formstöðugleika, sem í stuttu máli fer eftir tvennu; lögun skrokksins og þyngdarpunkti skipsins. Reiknað er út hvernig fjarlægðin á milli þyngdarpunktsins og sk. málmiðju breytist eftir því hvernig skipinu er hallað — hvar vatnslínan sker skip- ið. Samkvæmt siglingamálastjóra bárust gögn frá skipasmíðastöðinni of seint og því væri niðurstaðan þetta seint á ferðinni. En hvers vegna í ósköpunum fengu bátarnir samþykki og haffær- isskírteini án þess að öll gögn lægju fyrir — var ekki nærtækara að stofnunin biði með skírteinin þar til endanleg úttekt lá fyrir? „Það getur vel verið að það sé rétt að hafa þá reglu á,“ sagði Magnús. „En við hljótum að bera visst traust til hönnuða og skipasmíðastöðva sem starfað hafa um langt árabil." Einn viðmælandi blaðsins var aft- ur á móti á öðru máli um þetta atriði. „Ef Siglingamálastofnun á að heita marktæk stofnun þá finnst manni að ábyrgðin hljóti að liggja þar. Svona lagað á ekki að geta gerst, að samþykktar séu teikningar og bátar smíðaðir og sjósettir, en þeir síðan lögnu síðar dæmdir ófull- nægjandi og dýrra úrbóta krafist.1 STÖÐVARNAR BERA KOSTNAÐINN! Siglingamálastofnun segir gögn hafa vantað og að samþykktir hafi verið háðar skilyrðum um að bát- arnir stæðust endanlega úttekt. Skipasmíðastöðin segir aftur á móti að mjög góð reynsla sé af bátunum og málið óútkljáð. Samkvæmt heimildum Helgar- póstins liggur fyrir að óhjákvæmi- legt sé að bátarnir fari í slipp til breytinga og þær breytingar geta reynst dýrar. Togast verður á um ábyrgðina, en ljóst er, að það eru kaupendur bátanna sem þurfa að borga brúsann — auk þess sem tafir frá veiðum kosta sitt. „Eigendur bátanna hafa vafalaust verið í góðri trú, en þeir vissu auð- vitað um þann fyrirvara sem settur var gegn því að skírteini var veitt til bráðabirgða. Það er auðvitað samn- ingsatriði milli stöðvarinnar og kaupenda hver ber kostnaðinn af úrbótunum, en að jafnaði er það stöðvanna að fullnægja öllum kröf- um og bera kostnaðinn," sagði sigl- ingamálastjóri. KAUPENDURNIR BORGA BRÚSANN „Það er með stöðugleika skips eins og með músíkina, að þær eru margar nóturnar og þarf að spila þær vel saman til að allt hljómi vel og aldrei of vel af því gáð. Ég ítreka þó að mjög góð reynsla er af þessum bátum og að þetta er óútkljáð mál,“ sagði Jón Sveinsson, en aðspurður um á hverjum kostnaðurinn lenti ef á annað borð þyrfti að breyta bát- unum sagði hann að það myndi bætast ofan á kostnaðarverð báts- ins. ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson Úrslit í Kiel geta haft eftirköst í Bonn Fylkisþingskosningar fóru fram í Slésvík-Holtseta- landi, nyrsta fylki Vestur-Þýskalands, 13. september. Fylkisþingið í Kiel kemur svo saman 22. október til að velja nýjan forsætisráðherra til að mynda stjórn. Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu eru tvísýn, eftir voveiflegan atburð um síðustu helgi. Hversu atkvæði falla í Kiel getur svo orðið til að tefla í tvísýnu meirihluta núver- andi sambandsstjórnar í Bonn í efri deild Sambands- þingsins. Síðastliðinn sunnudag fannst Uwe Barschel, forsætisráðherra fráfarandi fylkisstjórnar kristi- legra demókrata í Slésvík-Holt- setalandi, örendur í hótelherbergi í svissnesku borginni Genf. Sat lík- ið uppi, fullklætt nema skólaust, í baðkeri með vatni í. Fyrst var sagt að skammbyssa hefði fundist í baðherberginu og skotsár væri á hinum látna, svo víst var talið að maðurinn hefði svipt sig lífi. Degi seinna báru lögregluyfirvöld í Genf þessa fregn til baka, en sögðu að bráðabirgðalíkskoðun benti til að banamein Barschels hefði verið hjartabilun. Þegar þetta er ritað eru svissneskir rann- sóknarmenn orðnir þrísaga um at- burðinn, segja að þótt krufning hafi leitt í ljós hjartakvilla sé allt enn í óvissu um banameinið sjálft. Aðstandendur hins framliðna halda því fram fullum fetum, að hann hafi verið myrtur. Uwe Barsche! féll frá degi áður en hann átti að koma fyrir rann- sóknarnefnd þingsins í Kiel til að standa fyrir máli sínu. Hneykslis- mál kom upp um sömu mundir og íbúar Slésvíkur-Holtsetalands gengu að kjörborði. Reiner Pfeiff- er, einn af blaðafulltrúum forsætis- ráðherrans, hafði ljóstrað upp við fréttatímaritið Der Spiegel áformi yfirboðara síns um að eyðileggja með persónunjósnum og rógburði mannorð keppinautar sins, Björns Engholm, merkisbera sósíaldemó- krata í fylkinu. Bar Pfeiffer að Barschel hefði falið sér að ráða njósnara til að hnýsast í einkahagi Engholms og senda þar að auki skattyfirvöldum falsaða kæru um skattsvik af hans hálfu. Barschel bar af sér allar sakir, en varð svo að hörfa smátt og smátt. Kosningaúrslit í Slésvik-Holtseta- landi urðu þau, að kristilegir demókratar stórtöpuðu, misstu hreinan meirihluta á fylkisþinginu og fóru niður í 33 þingsæti. Sósíal- demókratar urðu stærsti flokkur- inn með 36 þingsæti. Stjórnar- myndun veltur því á frjálsum demókrötum með fjögur sæti og einum þingmanni danska þjóð- ernisminnihlutans í Slésvík. Fyrir kosningar höfðu frjálsir demókratar heitið að mynda samsteypustjórn með kristilegum, fengju þeir til þess fylgi, en á fyrra þingi átti flokkurinn engan mann eftir að atkvæðahlutfall hans féll niður fyrir 5%. Svo voru sakir bornar á Barschel, og þegar svo var komið lýstu frjálsir demókrat- ar yfir að hann gætu þeir ekki stutt til endurnýjaðrar forsætisráð- herratignar. Varð það til þess að maðurinn dró sig í hlé úr forustu kristilegra og hélt einn síns liðs í hvildardvöl í sólarlöndum. í fjarveru hans bárust böndin enn frekar að Barschel, og það svo mjög að sá maðurinn sem hann átti einkum að þakka frama sinn skoraði á hann að láta af þing- mennsku og stjórnmálaafskipt- um. Það var Gerhard Stoltenberg, Björn Engholm átti að sæta mannorðsmorði. fjármálaráðherra í sambands- stjórninni í Bonn og áður um lang- an aldur farsæll leiðtogi kristilegra í Slésvík-Holtsetalandi. Stolten- berg þykir standa næst því að taka við flokksforustunni af Helmut Kohl kanslara, og þykist þvi tilknú- inn að sýna myndugleik í að losa flokkinn við skjólstæðing sem valdið hefur honum álitshnekki. Sakargiftir á hendur Barschel höfðu orðið til að vekja athygli á öðrum óþverraskap kristilegra í baráttunni fyrir fylkisþingskosn- ingarnar. Til að mynda fengu sósí- aldemókratar lagt lögbann við dreifingu kosningasnepils úr her- búðum Barschels, þar sem því var haldið blákalt fram, að eitt af stefnumálum krata í kosningabar- áttunni væri að nema úr lögum viðurlög við kynmökum við börn, næðu þeir völdum í Slésvík-Holt- setalandi. Fall Barschels, sem var í miklu dálæti hjá Kohl og Stoltenberg meðan allt lék í lyndi, er enn eitt áfall fyrir hróður kristilegra demó- krata. Þeir hafa tapað fylgi í kosn- ingum til þriggja fylkisþinga á ár- inu. Efri deild þingsins í Bonn, Sambandsráðið, er skipuð jöfnum fjölda fulltrúa frá öllum fylkjum og borgríkjum. Staða hefur verið sú, að stjórnarflokkarnir í Bonn stjórna sjö fylkjum en sósíaldemó- kratar fjórum. Fari svo að Björn Engholm verði kjörinn forsætis- ráðherra í Kiel færi meirihluti stjórnarflokkanna í efri deild for- görðum við eitt tap enn í fylkis- þingskosningum. Sambandsráðið hefur stöðvunar- eða frestunar- vald í löggjafarefnum, og sam- bandsstjórn sem þar á undir högg að sækja er naumast starfhæf til lengdar, sér í lagi ef hún þar á ofan býr bersýnilega við þverrandi lýð- hylli og álit. Svo er nú tvimæla- laust ástatt um stjórn Kohls. Ekki voru það frjálsir demókrat- ar einir, sem tóku afstöðu sína til endurskoðunar eftir að mál Barschels kom upp. Sama máli gegnir um fulltrúa danska minni- hlutans á þingi í Kiel. Hann hafði í fyrstu lýst þeim ásetningi, að greiða atkvæði með áframhald- andi setu oddvita kristilegra demókrata á stóli forsætisráð- herra. En þegar forsætisráðherr- ann var borinn sökum kvaðst sá danski telja sig lausan allra mála og myndi hann ráðgast við fylgis- Uwe Barschel — morö eða sjálfsmorð? menn sína um hvað gera skyldi. Varð þessi yfirlýsing til að stór- þýska dólgshættinum skaut upp á yfirborðið hjá leiðtogum vestur- þýska íhaldsins. Franz-Josef Strauss, forsætisráherra Bæjara- lands, var auðvitað fremstur i flokki. Hann kvaðst vilja vara danska Slésvíkinga við, þeir gætu haft verra af og teflt í tvisýnu sér- réttindum sínum sem þjóðernis- minnihluti færu þeir að blanda sér í átök stóru flokkanna í land- inu með þeim hætti að ætla sér að riða baggamun við myndun fylkis- stjórnar og hafa þar með áhrif á valdahlutföll í Sambandsráðinu. Heiner Geissel, framkvæmda- stjóri Kristilega demókrataflokks- ins, tók í sama streng og Strauss. Danska þjóðarbrotinu í Slésvík gest ekki sem best að þessum tón sunnan að, og hafa heitingarnar frá Múnchen og Bonn aukið lík- urnar á að Björn Engholm hljóti danska atkvæðið við forsætisráð- herrakosningu eftir viku. Gæti for- ingi sósíaldemókrata þá fengið umboð til stjórnarmyndunar í hlutkesti eftir jöfn atkvæði, eða jafnvel hreinan meirihluta, því óvíst er að samstarf kristilegra og frjálslyndra á fylkisþinginu haldi svo eftir það sem á undan er geng- ið að ekkert flísist úr því í at- kvæðagreiðslunni um forsætisráð- herra. Nái forsætisráðherraefni kristi- legra aftur á móti kjöri í hlutkesti með jöfnum atkvæðum verður stjórn hans tvímælalaust veik. Geta því sósialdemókratar gert sér góða von um að fella hana og knýja fram nýjar fylkisþingskosn- ingar, þar sem þeir telja sig muni græða á upplausn í röðum kristi- legra. Hún gæti enn magnast, ef staðhæfing ekkju og bróður Uwes Barschel reynist rétt og það kemur í Ijós að morðingi hafi orðið hon- um að bana í hótelherberginu i Genf. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.