Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 11
Forsætisráðherra hefur
hlægilega lítil völd
í Helgarpóstinum í dag eru birtar niðurstöður úr skoð-
annakönnun um borgarmálefni. Samkvæmt þeim nýtur
Sjálfstæðisflokkurinn enn fylgis meirihluta borgarbúa,
þrátt fyrir að þeir sem spurðir voru séu ósammála stefnu
hans í nokkrum málum. Dautö Oddsson er í viðtali Helg-
arpóstsins um þessi mál og önnur; einræðistilhneigingar,
völd borgarstjórans miðað við ráðherradóm og fleira.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON OG PÁL H. HANNESSON MYNDIR JIM SMART
85 prósent borgarbúa eru því
fylgjandi að leysa dagvistarvand-
ann með því ad hœkka laun starfs-
fólks. Eru þetta ekki sterk skilaboð
til þín?
Ég býst við því að þetta fólk sem
þarna er spurt kunni engin ráð við
þessum þáttum. Það nefnir hækkun
launa. Við vitum hins vegar að það
mun ekki breyta neinu varanlega í
þessum efnum.
Það vita aliir menn að það er
þenslan í landinu sem veldur þess-
um vanda. Það vantar fjögur þús-
und manns til starfa í Reykjavik
einni, að því er talið er.
En ef þeir sem svöruðu kunna
engin ráö, kannt þú þá einhver?
Nei, nei. Þeir eru nákvæmlega
eins og ég. En það er freistandi að
segja; hækkið bara launin! En það
leysir bara ekki málið. Eina ráðið
sem dugir í þessu er að hin almenna
þensla minnki.
Þú telur sem sagt að þetta ástand
í dagvistarmálum kalli ekki á að-
gerðir af hálfu borgarinnar þar til
tekur að slá á þensluna?
Sjáið hvað við höfum verið að
gera. í júnímánuði vantaði 196
manns í störf. Þá var búið að af-
hrópa þessi störf og jafnvel gefa til
kynna að þau væru lægri en þau í
rauninni eru þó, jafnvel þó þau séu
ekki há. En með auglýsingum og
kynningum hefur okkur tekist að ná
DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI:
„Forsætisráðherra hefur í raun sáralítiö vald. Hann er að vísu fundarstjóri og getur komið fram út á við gagnvart fjölmiðlum, en hann hefur sáralítið for-
vald. Ég hugsa að það sé hvergi til valdalausara forsætisráðherraembætti í veröldinni."
þeim árangri að nú vantar okkur að-
eins fimmtíu starfsmenn. Við þessar
aðstæður verður það að teljast gríð-
arlega góður árangur.
Erþetta ekki sá hluti vandans sem
telst vera hinn hefðbundni haust-
vandi. Standið þiö ekki núna
frammi fyrir hinum raunverulega
vanda?
Það óttaðist ég fyrsta september
þegar okkur vantaði enn áttatíu
manns. En nú á einum mánuði og
tíu dögum höfum við komist úr átta-
tíu niður i fimmtíu.
Samkvœmt niðurstöðum skoð-
anakönnunarinnar lítur mikill
meirihluti svo á að þér hafi orðið á
yfirsjón er þú misstir fyrirtæki
Sambandsins til Kópavogs.
Þetta er rangt. Forstjóri Sam-
bandsins segir mér að í fyrirsjáan-
legri framtíð verði höfuðstöðvar
Sambandsins í Reykjavík. Þeir voru
að kaupa sér land í Kópavogi sem
fjárfestingu til langs tíma. Þeir
byggja það kannski á hundrað ár-
um. Reykjavík mun ekki tapa nein-
um gjöldum til Kópavogs á næstu
fimm árum. Forstjóri Sambandsins
sagði mér það að þeir myndu ekki
byrja að byggja þarna á næstu fimm
árum. A því landi sem ég bauð þeim
kemur á meðan önnur starfsemi þar
sem gatnagerðargjöld eru einar 70
milljónir.
Samkvœmt könnuninni eru tveir
þriðju hlutar borgarbúa andsnúnir
fyrirhuguðu ráðhúsi. Hins vegar er
rúmlega helmingur þeirra sem taka
afstöðu fylgjandi Kvosarskipulag-
inu.
Ég býst ekki við því að það sé
SKODANAKÖNNUN / BORGARMÁLEFNI
Hlynntir Davil — en ósantmála
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins
virðist standa traustum fótum í
Reykjavík. Af þeim sem tóku af-
stöðu í könnuninni sögðust rúmlega
58 prósent vera hlynnt honum, mið-
að við rúm 52 prósent í kosningun-
um 1986.
Hins vegar virðast borgarbúar
vera ósammála þessum meirihluta í
nokkrum veigamiklum málum. Þeir
álíta að leysa eigi dagvistarvandann
með því að hækka laun starfsfólks
heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur þvertekið fyrir það. Borgarbú-
ar virðast telja að Davíð Oddssyni
hafi orðið á í samskiptum sínum við
Sambandið. Þeir eru heldur ekki
hrifnir af staðsetningu fyrirhugaðs
ráðhúss. Hins vegar nýtur Kvosar-
skipulagið meiri velvildar.
Ein aukaspurning var látin fylgja
með í könnuninni. Spurt var hver
væri forseti borgarstjórnar. Einung-
is 18 prósent vissu það. Það er ef til
vill lýsandi fyrir hversu áberandi
Davíð Oddsson hefur verið. Hann er
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík.
Borgarmálefni snúast oft á tíðum
einkum um hvaða skoðanir menn
hafa á borgarstjóranum.
GREINARGERÐ
SKÁÍSS
Þessi skoðanakönnun var
gerð laugardag og sunnudag 10.
og 11. október 1987. Valið var
handahófsúrtak 600 símanúm-
era í Reykjavík skv. tölvuskrá um
símanúmer einstaklinga. Spurn-
ingum var beint til þeirra sem
svöruðu og voru 18 ára og eldri.
Þeim sem svöruðu var greint
frá því að þeim væri ekki skylt
að svara og að úrtakið tengdist
ekki nöfnum heldur tölvuúrtaki
um símanúmer.
Spurt var:
1. Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg-
(ur) þeirri ákvörðun meiri-
hluta borgarstjórnar að
byggja ráðhús við Tjörnina?
2. Nú er verið að endurskipu-
leggja gamla miðbæinn
(Kvosina). Ert þú hlynnt(ur)
eða andvíg(ur) nýja Kvosar-
skipulaginu?
3. Á að leysa dagvistarvandann
í Reykjavík með því að
hækka laun starfsfólks á við-
komandi stofnunum eða
með einhverjum öðrum
hætti?
4. Var það yfirsjón hjá borgar-
stjóra að missa fyrirtæki
Sambandsins til Kópavogs?
5. Styður þú eða ertu andvíg-
(ur) meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur?
6. Hver er forseti borgarstjórn-
ar?
Eins og um allar kannanir ber
að hafa vissa fyrirvara um þá
sem ekki næst í (þ.e. þeir gætu á
einhvern hátt verið öðruvísi en
hinir sem voru heima við). Þó er
að óreyndu ekki sérstök ástæða
til að ætla að þeir breyti niður-
stöðu á einhvern hátt, síst af öllu
andstæðum viðhorfum í vil.
0
Meirihiutinn
Styöur þú eöa ertu andvíg(ur) meirihluta Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík?
Fjöldi % af % af þeim sem kosn.
úrtaki tóku afstööu '87
Andvíg(ur) 107 17,8% 41,5% 52,7%
Hlynnt(ur) 151 25,2% 58,5% 47,3%
Óákveðin(n) 46 7,7%
Neita aö svara 81 13,5%
Náðist ekki í 215 35,8
Úrtakið var alls 600 manns. Þar af náðist í 385 (64,2%) og af þeim tóku
258 (67,0%) afstöðu.
Dagvistarmálin
Á aö leysa dagvistarmálin meö því aö hækka laun starfsfólks eöa meö öðrum hætti?
Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstööu
Ekki meö hækkun launa 26 4,3% 9.5%
Meö því aö hækka laun 234 39,0% 85,7%
Með öörum hætti 13 2,2% 4,8%
Óákveðin(n) 44 7,3%
Neita að svara 68 11,3%
Náöist ekki í 215 35,8%
Úrtakið var alls 600 manns. Þar af náöist 385 (64,2%) og af þeim
273 (70,9%) afstöðu.
0
Flótti fyrirtækja
0
Ráðhúsið
Var þaö yfirsjón hjá borgarstjóra aö missa fyrirtæki Sambandsins til Kópavogs?
Fjöldi % af úrtaki % af þeim sem tóku afstööu
Nei, ekki yfirsjón 71 11,8% 32,4%
Já, yfirsjón 145 24,2% 66,2%
Umdeild ákvöröun 3 0,5% 1.4%
Óákveðin(n) 97 16,2%
Neita aö svara 69 11,5%
Náöist ekki í 215 35,85%
Úrtakiö var alls 600 manns. Þar af náðist í 385 (64,2%) og af þeim tóku
219 (56,9%) afstöðu.
Ertu hlynnt(ur) eöa andvíg(ur) þeirri ákvöröun borgarstjórnar aö byggja ráðhús viö Tjörnina?
Fjöldi % af % af þeim sem
úrtaki tóku afstööu
Andvíg(ur) 146 24,3% 59.3%
Hlynnt(ur) 100 16,7% 40,7%
óákveðin(n) 74 12,3%
Neita aö svara 65 10,8%
Náöist ekki í 215 35,8
Úrtakið var alls 600 manns. Þar af náðist í 385 (64,2%) og af þeim tóku
246 (63,9%) afstöðu.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik virðist samkvæmt þossari könn-
un standa traustum fótum. Það verður að teljast vel af sór vikið i Ijósi þess að
svör við þremur spurningum af fjórum um borgarmálefni i þessari könnun
striða gegn stefnu flokksins. Samkvæmt því hafa borgarbuar trú á Sjálfstæð-
isflokknum sem nær töluvert ut fyrir málefnin.
Tveir þriðju þeirra sem tóku afstöðu telja þaö hafa verið yfirsjón Daviðs
Oddssonar að missa fyrirtæki Sambandsins til Kópavogs og tapa þar með af
drjúgum skatttekjum. Þriðjungur telur þaö ekki hafa verið yfirsjón. Sam-
kvæmt þessu telur meirihluti borgarbúa aö Daviö hefði átt aö gripa fyrr inn
i málið og hindra með þvi flótta SIS úr borgarlandinu.
Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt i þessari könnun hefur mótaðar skoð-
anir á fyrirhugöu ráðhúsi við Tjörnina. Um 60 prósent eru andvig byggingu
þess. Það getur varla talist slæm útreið, þar sem flestar nýbyggingar á vegum
hins opinbera hafa sætt mikilli andstöðu almennings. Það stendur samt eftir,
að meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er andvigur samþykkt borgarstjórnar.
0
Kvosarskipulagið
m
Forseti borgarstjórnar
Ertu hlynnt(ur) eöa andvíg(ur) nýja Kvosarskipulaginu? Hver er forseti borgarstjórnar?
Fjöldi % af % af þeim sem Fjöldi % af % af þeim sem
úrtaki tóku afstööu úrtaki tóku afstööu
Andvig(ur) 50 a3% 42,0% Magnús L. Sveinsson 70 11,7% 18,2%
Hlynnt(ur) 69 11,5% 58,5% Veit ekki 235 39,2% 61,0%
Óákveðin(n) 199 33,2% Rangt svar 15 2,5%
Neita að svara 67 11,2% Neita aö svara 65 10,8%
Náöist ekki í 215 35,8 Náöist ekki í 215 35,8
Úrtakið var alls 600 manns. Þar af náðist i 385 (64,2%) og af þeim tóku 119 (30,9%) afstööu. Úrtakiö var alls 600 manns. Þar af náðist i 385 (64,2%).
Svör viö þessari spurningu eru ovefengjanlega skilaboö til Daviös Odds-
sonar. 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu til þess hvort leysa ætti þann hnút
sem dagvistunarmalin i borginni eru i telja að það eigi að gera meö því að
hækka laun starfsfólksins.
Það er varla hægt að draga afgerandi ályktun af hug borgarbúa til Kvosar-
skipulagsins af þessum svörum. Einungis tæpur þriðjungur þeirra sem naöist
i tók afstöðu. Rétt rúmlega helmingur þeirra sagöist vera hlynntur skipulag-
inu. Ef til vill er eina ályktunin sem hægt er að draga af þessum svórum su,
að Kvosarskipulagið só illa kynnt og fáir borgarbúar þvi haft aðstöðu til aö
mynda sór skoðun um það.
Samkvæmt þessu er Daviö Oddsson Sjalfstæðisflokkurinn i Reykjavik i
hugum Reykvikinga. Einungis rúmlega 18 prósent þeirra sem náöist i vita aö
Magnús L. Sveinsson er forseti borgarstjórnar. Þaö má sjálfsagt draga ýmsar
alyktanir af þvi. Aö borgarstjornarkosningar sóu líkari forsetakosningum en
þingkosningum. Að Reykvikingar liti a borgina sem einræðisriki.
a
HELGARPÓSTURINN 11