Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 34
VÍN SÝKIST OG DEYR Hefur það komiö fyrir þig, að opna léttvínsflösku á góöri stundu, hella í glös gestanna og sjá þá síöan umturnast í framan eftir fyrsta sop- ann? Þetta er óskemmtileg upplif- un, en það er því miður staðreynd, að vín á það til að eyðileggjast. Eng- in tegund er þar undanskilin. Það hafa meira að segja fundist flugur og kóngulœr I mjög dýru og eftir- sóttu vtni hér á landi. Því miður eru engar J;ölur til yfir fjölda vínflaskna, sem ÁTVR fær til baka frá viðskiptavinum á ári hverju. Starfsmenn „ríkisins" full- yrða, að atvikin séu fá. Af og til kemur þó fyrir að óánægðir létt- vínskaupendur mæti með skemmt vín í áfengisútsölurnar og fái skað- ann bættan. Þ.e.a.s. fjárhagslega. Það getur verið erfitt að bæta óþæg- indin, sem fólk verður fyrir með því að bjóða gestum sínum ónýtt vín. Blaðamaður hafði samband við persónugerving vínmenningarinn- ar hér á landi, Einar Thoroddsen, og spurði hann hvað gerði það að verk- um að vín skemmdist. Samkvæmt upplýsingum Einars getur ýmislegt gerst í lífi vínflösku. Innihaldið get- ur t.d. frosið og þá er ekki að sökum að spyrja. Vínið getur lika orðið bakteríusýkingu að bráð, bæði á meðan það er enn í ámu og við átöppun. Algengasta orsök þess að vín skemmist er þó sú, að tappinn er ekki eins og hann á að vera. Kork- tappar geta verið gallaðir, t.d. með gati sem hleypir lofti í gegn. Rakur tappi getur líka myglað og ekki er það mjög heppilegt. Sagði Einar, að þeim mun lengri sem tapparnir væru því betri væru þeir. Þess vegna væru líka gjarnan langir tappar í bestu víntegundunum. Það er kald- hæðnislegt, en skrúfuðu málmtapp- arnir, sem notaðir eru á alódýrasta borðvínið og þykja ekki merkilegir, eru í raun tryggari en korkurinn. Einar fullyrti að lokum, að vín gæti hreinlega Iognast út af og dáið! Þegar það kemur t.d. fyrir rauðvín verður það fyrst brúnleitt, en lýsist svo og verður gult á lit. Og slíkan vökva leggur fólk sér auðvitað ekki til munns. Eins og fyrr segir hafa þeir hjá ÁTVR engar tölur yfir það hve oft vínflöskum er skilað aítur. Jón O. Edwald lyfjafræðingur sagði þetta ekki vera mikið vandamál, þó við- skiptavinir kæmu auðvitað einstaka sinnum með gallaða vöru til baka. Jón taldi enga eina tegund öðrum verri í þessu sambandi. Þetta gæti komið fyrir besta vín. Sagðist hann t.d. hafa séð Chablis-hvítvín með nokkrum flugum í og heila kónguló í dýru bandarísku viskíi. Fyrir utan sýkingar og korkvandamál geta skordýr sem sagt einnig smeygt sér inn í vínflöskur og orðið þess vald- andi að innihaldið verður ekki drekkandi. Sem betur fer eru ofangreind dæmi þó undantekningin fremur en reglan. Langoftast er allt í besta lagi með léttvínið, sem hér er selt, og því ástæðulaust annað en segja einfald- lega: Skál! JL MÁL OG MENNING Nafnarugl á varnarliðssvæði Venjulega er talað um, að varn- arliðið og Keflavíkurflugvöllur séu á Miðnessheiði. Þetta er vitaskuld hárrétt, en það mætti eins taka svo til orða, að þessar mikilvægu stofnanir ættu aðsetur á Rosm- hvalanesi. Örnefnið Rosmhvala- nes er nafn á nesinu, sem gengur norður úr Reykjanesi vestan- verðu, svona um það bil milli Ytri- Njarðvíkur og Kirkjuvogs. Mér virðist, að þetta gamla og skemmtilega nafn sé í þann veg- inn að týnast. Að minnsta kosti heyri ég það örsjaldan í mæltu máli — né heldur sé ég það í blöð- um. í Landnámu er víða minnzt á Rosmhvalanes, en hér þykir nægja að vitna í einn stað: Steinuör en gamla, frœndkona Ingólfs, fór til Islands ok var með Ingólfi enn fyrsta vetr. Hann bauð at gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir útan Hvassahraun, en hon gaf fyrir heklu flekkótta ok vildi kaup kalla; henni þótti þat óhœtt- ara viö riptingum. ísl. fornr. I, 392. Líklega þætti „doppótt hettu- kápa“ (flekkótt hekla) lítið verð nú á dögum fyrir jafnfjölnýtt land- svæði, en Steinunn gamla hefir talið, að slík flík tryggði eignarrétt sinn að landsvæðinu. Ég tel engan vafa leika á því, að orðið rosmhvalur merki sama og rostungur. Því til stuðnings má benda á, að í sumum handritum Jónsbókar stendur rostungur, þar sem á samsvarandi stað í öðrum stendur rosmhvalur. Þá má og benda á, að orðin eru skyld, eins og rakið verður. Orðið rostungur er skylt orðinu rauður (orðið til úr 'ruöst-), sbr. ensku rust og þýzku Rost, en bæði þessi orð merkja „ryð“, sem einnig er samróta. Flestir orðsifjafræðingar telja, að orðið rosmhvalur sé komið af orð- inu *rosmi (sbr. bogmaður af bogi), en samsvarandi orð er til í fornháþýzku í myndinni rosfajmo, og merkir það „rauðbrúnn litur". En með því að rosmhvalur er í norskum mállýzkum rossmaal, rossmal og rossmaar hefir komið fram sú skýring, að af *rosmi hafi verið myndað orðið *rosmall (með viðskeytinu -al-), en því síð- an breytt í rosmhvalur með al- þýðuskýringu. Ýmsar myndir ör- nefnisins Rosmhvalanes, sem að vísu er að finna í miklu yngri heimildum en Landnámu, benda til þess, að þessi skýring geti verið rétt. Læt ég það liggja milli hluta. Á hinu er enginn vafi, að *rosmi er skylt rauður (orðið til úr *ruösm-). Ég hefi gluggað nokkuð í ís- lenzkt fornbréfasafn til þess að tína til nöfn á fyrr greindum út- skaga, og hefi ég þannig fundið allmörg afbrigði örnefnisins Rosmhvalanes. Eg vil engan veg- inn fullyrða, að ekkert afbrigði hafi farið fram hjá mér — né held- ur að ég hafi í hverju tilviki hitt á elztu dæmin. Þessa athugun gerði ég aðeins að gamni mínu, og ég vona, að fleiri hafi skemmtan af. Dæmin eru færð til nútímastaf- setningar. Fornbréfasafnið skammstafa ég DI (þ.e. Diplomat- arium islandicum). Rosthvalsnes: Þetta er reka- skipti á Rosthvalsnesi. DI II, 76. Skjalið er talið frá 1270, en hand- ritið frá því um 1570. Hér er greini- legt, að orðið rostungur hefir haft áhrif á örnefnið. Rosthvalanes: bréf er skrifað var á Útskálum á Roshvalanesi. DIIV, 561—562. Skjalið er frá 2. ágúst 1436 og prentað eftir frumriti á skinni. Hér eru áhrifin frá orðinu rostungur einnig ótvíræð. Rossmalanes: að Hólmi á Rossmalanesi. DI III, 221. Skjalið er talið frá því um 1367, en hand- ritið mun vera skrifað um 1650. Þessi orðmynd er merkileg að því leyti, að hún minnir sterklega á norska mállýzkuorðið rossmal. Það er engan veginn óhugsandi, að í elztu íslenzku hafi verið til orðið *rossmall. Kann þá skaginn að hafa heitið *Rosmlanes eða Rosmalsnes. Hvalurinn hefði þá haft bæði nafnið rosmhvalur og rosmall, því aö öruggar heimildir eru bœði um orðið rosmhvalur og Rosmhvalanes. Nafnmyndin Rossmalanes kemur víða fyrir í Fornbréfasafni, sbr. t.d. DI VIII, 97 (frá 1506), DIVIII, 777 (frá 1521) og víðar. Þessi nafnmynd virðist því hafa verið algeng. Rostmalarnes: á Þórisstöðum á Rostmalarnesi. DIVII, 272. Skjalið er frá 30. júní 1425 og er skrifað eftir frumriti á skinni undir hand- arjaðri Árna Magnússonar, svo að það verður að telja öruggt. Þessi orðmynd virðist hafa orðið til bæði undir áhrifum frá orðinu rostungur og nafnmyndinni Rossmalanes. Eitt afbrigði, skylt tveimur hin- um síðast nefndu, skal nú talið: Rassmalanes: Vissa eg og fyrir full sannindi, aö síra Grímur Þor- steinsson reið suður til Kirkjuhóls á Rassmalanesi. DI VIII, 776. Skjalið er frá 18. febrúar 1521 og er prentað eftir frumriti á skinni. Ástæðulaust er að ætla, að útgef- andi hafi lesið skakkt, því að hann tekur sérstaklega fram neðan- máls, að Rassmalanes standi í handriti. Hér gæti þó verið um að ræða ritvillu skrifara og standa eigi Rossmalanes. Til gamans má geta þess, að til er orðið rassmala- gestur, sem Blöndal þýðir „Stymp- er“, þ.e. skussi, armingi. Það orð er komið úr skólapiltamáli, gert eftir latínu res male gesta, þ.e. illa gerð- ur hlutur. En ekkert verður fullyrt um samband þessa orðs og ör- nefnisins. Enn eitt afbrigði örnefnisins hefi ég fundið í Fornbréfasafni: Hrosshvalanes: og Þórisstaði, er liggja á Hrosshvalanesi. DI VIIiI, 608. Skjalið er talið frá 10. apríl 1517, en handrit er frá því um 1570. Hér er um hreina alþýðu- skýringu að ræða. En hvað sem líður öllu því nafnarugli, sem ég hefi rakið, tel ég rétt, að við nútímamenn höld- um okkur við þá nafnmynd, sem fyrir kemur í Landnámu, og köll- um skagann Rosmhvalanes. STJÖRNUSPÁ HELGINA 16.-18. OKTÓBER Láttu rómantíkina ekki villa þér sýn í fjár- málum þessa helgi né tilfinningarnar hlaupa meö þig í gönur. Veltu fyrir þér næsta fríi, veröu tíma meö börnum (þínum eigin eða annarra) og taktu lífinu með ró. Fáðu sam- þykki hjá viðeigandi aðilum áður en þú hefur framkvæmdir. IJMIHIJMI/PCTCTME— Hafðu það hugfast, nú þegar ástvinur þinn er svolítið erfiöur, að þú þarfnast ör- yggis og stöðugleika í einkalífinu. Hættu að sakna fortiðarinnar, svo þú lendir ekki í alvar- legum sálarflækjum. Sýndu, að þú getur breytt um stefnu, þegar þess gerist þörf, en láttu þó tilfinningarnar ekki ráða ferðinni. Nú er rétti tíminn fyrir þig að tjá öðrum hug þinn af heiðarleika. Lífið er krefjandi þessa dagana, en þér leiðist örugglega ekki. Aðrir eru sífellt að skipta um skoðun, svo þú verður að vera þeim mun jarðbundnari og hagsýnni. Talaðu um vandann og takstu á við hann. KRABBINN (22/6-20/71 Forðastu ákvörðun um þátttöku í skemmtanahaldi, sem þú hefur ekki efni á, og farðu yfirhöfuð varlega í fjármálum á föstu- dag. Einhver misskilningur getur orðið kveikja að rifrildi. Taktu rómantíkina alvar- lega, því annars lendir þú í ógöngum. ii'M ? 11 immmmmmm Það er mikið um að vera og nákvæmni er mikilvæg í öllu. Þú þarft ekki að setja fólki úrslitakosti, því enginn ímyndar sér það lengur. Persónutöfrar og tillitssemi eru bestu vopnin. Á næstu mánuðum verður þú að velja á milli þess að taka ákveðnu boði eða láta einkalífið hafa forgang. Stundum er betra að þegja en ræða mikil- væg mál, þegar mótaðilinn er greinilega ósamvinnuþýður. Hafðu engar áhyggjur, því þú ert á réttri leið. Þér finnst kannski fólk gera þér erfitt fyrir, en kannski vill það bara vernda þig. Ákveöinn aðili veldur þó von- brigöum. Haltu þig við jörðina á föstudag, sérstak- lega í fjármálum. Samskipti við ástvini og fjölskyldu verða ánægjuleg um helgina, þó þú eigir ef til vill fullt í fangi með ákveðinn aðila á sunnudag. Það gæti einnig reynst nauðsynlegt að tala í fullri alvöru við ákveð- inn ungling. SPORÐDREKINN (23/10 22/11 Þér hættir til að segja og gera ýmislegt vit- laust á föstudag. Vertu ekkert að flagga skoðunum þínum eða troða þeim upp á aðra. Laugardagur og sunnudagur verða mun betri, þó svo rómantíkin geti verið svo- lítið hættuleg, sérstaklega ef þú kærir þig ekki um alvarlegt samband. BOGMAÐURINN (23/n -21/12; Það er mikilvægt fyrir þig þessa dagana að lifa ekki um efni fram. Annaðhvort ertu afskaplega upptendraður eða átt á hættu að fara villur vegar. Bíddu enn með ákvarðana- töku í fjármálum. Það kemur upp erfið staða, sem ekki veröur umflúin, en það er þitt að ákveða hver á ítök í hjarta þínu. STEINGEITIN (22/12—21/r Peningar verða efstir á baugi á föstudag, en fjármálin ganga bæði upp og ofan. Ófyrir- sjáanlegir atburðir gera þér lífið auðveldara, en mundu að ekki er allt sem sýnist. Þér væri líka hollt að hafa þá staðreynd í huga, að ekk- ert fæst ókeypis í henni veröld. VATNSBERINN (22/1 19/2; Þú sérð að mikið er ógert, en þú kannt að takast á við erfiðleika og fá fram sannleik- ann. Eitthvað, sem þú áleist mistök eða galla, reynist hins vegar kostur og þér tekst að sigra andstæðinga þína. Þú ættir að vera orðinn hressari núna og finna til meira öryggis. FISKARNIR (20/2-20/3! Þetta verður helgi átaka og erfiðleika, en huggaöu þig við að þú eflist við að takast á við tilfinningarmál og verður sterkari per- sónuleiki. Fylgstu með öllu í kringum þig, því ekki er allt sem sýnist. Þú verður því mið- ur að neita ákveðnum aðila um fjárhagsað- stoð, nema sjóðir þínir séu þeim mun digr- ari. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.