Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 35
EFTIR JÓN GUNNAR GRJETARSSON MYNDIR JIM SMART
Enginn
um við
Erfiðlega gæti reynst að flokka
Borgaraflokkinn með einhverjum
erlendum straumum í stjórnmál-
unum. Á stefnuskrá flokksins eru
málefni sem hæglega er hægt að
telja bæði til hægri og til vinstri.
„Við höfum kannski svolítið sér-
staka afstöðu í því efni,“ segir
Júlíus Sólnes, varaformaður Borg-
araflokksins, „sem er sú að við lít-
um fyrst og fremst á okkur sem ís-
lenskan stjórnmálaflokk.
Við teljum að við höfum lagt
fyrst og fremst áherslu á það að
móta stefnu sem hentar íslandi og
íslendingum. Þar af leiðandi höf-
um við engan sérstakan áhuga á
því að tengjast erlendum stjórn-
málaflokkum, vegna þess að með
því værum við að binda okkur við
erlendar stjórnmálastefnur. Við
ÍSLEN5KRA STJÓRNMÁLAFLOKKA
VID ALÞJÓDASAMTÖK
í heimi stjórnmálanna getur oft verið gott að eiga sam-
skipti við skoðanabræður sína í öðrum löndum. Einmitt
í því efni er mikið að gerast í heimahúsum íslenskra
stjórnmálaflokka. Alþýðubandalagið vill vera með, krat-
ar eru rótgrónir í jafnaðarmannasamtökum, Frammarar
eru nýlega búnir að koma sér í alþjóðasamtök, íhaldið er
að vakna til lífsins og kvennó veður í tækifærum.
Það heyrir orðið fortíðinni til að
talað sé um Rússagull kommúnist-
anna og Skandinavíugull kratanna
þegar minnst er á samskipti ís-
lenskra stjórnmálaflokka við al-
þjóðasamtök. Það er liðin tíð að
kommar og kratar deili sín á milli
hvorir í sínu alþjóðasambandinu.
Eftir 1938 hefur því raunar ekki ver-
ið til að dreifa, en þá var gefin út yf-
irlýsing við stofnun Sósíalistaflokks-
ins að ekki skyldi starfað í neinum
formlegum alþjóðasamtökum, en
samt höfð vinsamleg samskipti.
Allir íslensku stjórnmálaflokkarn-
ir, nema ef vera skyldi Kvennalist-
inn, eiga rætur að rekja til erlendrar
hugmyndafræði. Hins vegar hefur
þjóðernishyggjan líka verið mjög
sterk allan tímann þannig að menn
hafa verið á varðbergi gagnvart
þessum erlendu samskiptum.
Alþýðubandalagið hefur t.d. hald-
ið við þá hefð Sósíalistaflokksins
sáluga að vera utan alþjóðasam-
taka. En nú eru breyttir tímar, aðrar
kynslóðir komnar til skjalanna og
margir hafa breytt fyrri skoðunum
sínum varðandi erlendu samskiptin.
En hvar eiga sósíalistar Alþýðu-
bandalagsins inni?
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
ÚTUNDAN
Formleg tengsl Alþýðubandalags-
ins við alþjóðasamtök hafa engin
verið um árabil. Einu samskiptin
sem hægt er að tala um eru á vett-
vangi Norðurlandaráðs, en þar hef-
ur Alþýðubandalagið myndað ein-
hvers konar blokk með öðrum
flokkum til vinstri við jafnaðar-
menn, eins og t.d. SF í Danmörku og
SV í Noregi, varðandi nefndakjör og
annað þvíumlíkt.
Margir flokksmenn líta Alþjóða-
samband jafnaðarmanna hýru auga
sem hugsanlegan valkost, enda
hafa margir kratar á Norðurlöndum
og annars staðar í Evrópu lýst yfir
áhuga á að finna samstarfsaðila á ís-
landi sem er lengra til vinstri en
núverandi Alþýðuflokkur. Jafn-
framt hefur hópur innan flokksins
lengi haft mætur á ítölsku „Evrópu-
kommunum", þótt ekki sé hægt að
tala um eiginlegt samstarf í þvi sam-
bandi.
Þessi mál hafa verið rædd innan
framkvæmdastjórnar flokksins en
engar ákvarðanir verið teknar.
„Menn hafa áhuga á því að komast
inn í, eða hafa aðgang að því sem er
að gerast á Evrópuvettvangi," segir
Kristján Valdimarsson, starfsmaður
Alþýðubandalagsins. „Það kæmi
ekki á óvart að flokkurinn myndi
rjúfa þessa einangrun sem hann er
í, það kemur í ljós eftir landsfund-
inn.“
Einstaklingar innan flokksins
hafa hins vegar persónuleg tengsl út
um allan heim og b_er þar kannski
hæst sambönd Ólafs Ragnars
Grímssonar. Hann er einn af forvíg-
ismönnum alþjóðlegra samtaka
þingmanna, Parlamentarians for
Global Action, sem hafa haft sig
mikið í frammi i friðarmálum.
KRATAR UPP Á KANT
Alþjóðasamband jafnaðarmanna
hefur það fyrir reglu að aðeins einn
flokkur frá hverju landi geti átt fulla
aðild að sambandinu. Aðaltengslin
sem Alþýðuflokkurinn hefur á al-
þjóðavettvangi eru einmitt í gegn-
um alþjóðasambandið. í þessum
málum sker Alþýðuflokkurinn sig
algerlega frá öðrum íslenskum
stjórnmálaflokkum, að því leytinu
að hann hefur alltaf verið mun al-
þjóðasinnaðri en þeir og hefur starf-
að í alþjóðasamtökum um langan
aldur. Innan Alþjóðasambands jafn-
aðarmanna eru allir skandínavísku
sósíaldemókrataflokkarnir, en við
þá hefur Alþýðuflokkurinn haft
mest samskipti.
Norrænir kratar líta það hins veg-
ar óhýru auga að starfa með svo
„hægrisinnuðum" krataforingja
sem Jón Baldvin er. Þess vegna hafa
ýmsir þeirra ýjað að því að Alþýðu-
bandalaginu beri að taka þátt í sam-
bandinu með einhverjum hætti. Það
má til dæmis gera með því að hafa
áheyrnaraðild og taka þátt í sér-
verkefnum.
Alþýðuflokksmenn eru hins veg-
ar áfjáðir í að halda fullri aðild enda
ekki ómerkir menn þar innanborðs.
Þar nægir að nefna Willy Brandt,
fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands,
og Inguar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar. Auk þess eru þetta
mjög sterk pólitísk samtök á al-
þjóðavettvangi. „Ef menn vilja fá
forsvarsmenn þeirra sem gesti á ráð-
stefnur þá er þetta náttúrulega mik-
ilsverður bakhjarl,” hafði Guö-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðuflokksins, fram að færa
og bætti síðan við að þetta væru
„nokkuð sterk samtök og menn
hafa haft af þeim umtalsvert gagn“.
OXFORD-SAMÞYKKT
FRÁ 1947
Framsóknarflokkurinn hefur átt
formlega aðild að Alþjóðasamtök-
um frjálslyndra flokka í nokkur ár.
Samtökin leggja til grundvallar svo-
kallað Liberal Manifesto sem var
samþykkt í Oxford 1947. Saman við
þessa stofnskrá eru síðan allir
flokkar bornir áður en þeir fá aðild
að samtökunum. A vegum Fram-
sóknarflokksins fer sendinefnd
reglulega á þing samtakanna á
hverju ári, síðast nú í haust í
Kanada.
íslenski Framsóknarflokkurinn
hefur lengi talið sig vera vettvang
bænda hér á landi þannig að það
skýtur dálítið skökku við að flokk-
urinn skuli ekki eiga í meiri sam-
skiptum við samsvarandi bænda-
flokka í nágrannalöndum okkar.
Það er t.d. enginn bændaflokkur
sem slikur í þessum alþjóðasamtök-
um frjálslyndra flokka. „Það hefur
náttúruiega alltaf verið ágætis sam-
band á milli framsóknar og annarra
bændaflokka," segir Atli Ásmunds-
son, erindreki framsóknarflokksins,
„en ekkert formlegt bandalag."
Á vettvangi Norðurlandaráðs
virðist sem einu samskipti Fram-
sóknar við skoðanabræður sína séu
matarboð því þegar fundir þess eru
haldnir „fara menn í mat og þá oftar
en ekki í boði þess flokks sem er á
heimavelli", bætir Atli við, „þá
koma miðflokkar til okkar eða við
til þeirra". Það er þó ekki hundrað
prósent pólitísk samsvörun þar á
milli „heldur er reynt að finna öllum
flokkum einhvern samastað".
Forrnaður flokksins hefur hins
vegar verið duglegur að ávarpa
frjálslynda flokka á erlendri grund.
Hann gaf ísraelskum skoðana-
bræðrum sínum góða formúlu til að
ná niður verðbólgu fyrir fáum árum
sem frægt er orðið. Það hefur komið
í ljós að alþjóðleg samskipti hafa
mikil áhrif á Steingrím, enda er
hann hrifnæmur leiðtogi. Þessi áhrif
má m.a. merkja í utanríkisstefnu ís-
lands, sem tekið hefur nokkrum
breytingum eftir að Steingrímur
varð ráðherra þess málaflokks. Ný-
verið miðlaði hann áhrifum sínum
af heimsókn til Moskvu, á ráðstefnu
rannsóknarstofnunar um samskipti
austurs og vesturs, þar sem fjallað
var um nýja stefnu Sovétríkjanna.
í EINA SÆNG MEÐ
BRESKA ÍHALDS-
FLOKKNUM?
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki form-
lega aðild að alþjóðasamtökum, en
starfar með öðrum borgaralegum
flokkum í Norðurlandaráði. For-
maður flokksins sat hins vegar fund
Alþjóðasamtaka lýðræðisflokka í
Berlín fyrir skömmu, sem áheyrnar-
HELGARPÓSTURINN 35
áhugi á tengsl-
erlend samtök
verðum að forðast að hengja okk-
ur aftan í erlendar stjórnmála-
stefnur sérstaklega, sem oft á tíð-
um passa ekkert fyrir þetta litla
þjóðfélag hérna.
Það byggir náttúrulega á sögu-
legum grunni að þegar stjórn-
málaflokkarnir myndast hér á ís-
landi þá mótast þeir mjög af er-
lendum stjórnmálahreyfingum.
Þeir virðast bara ekkert hafa losað
sig úr þeim viðjum. Annars hafa
alþjóðleg samvinna og allskonar
samstarf farið í vöxt nú á seinni tíð
og er það bara jákvæð þróun. Við
teljum hins vegar að við eigum
svo lítið sameiginlegt með erlend-
um stjórnmálaflokkum að það er
spurning hvort við höfum svo mik-
ið til þeirra að sækja."