Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 40
SÍinn munu nokkrir mánuðir líða áður en eftirstöðvar Útvegs- bankans verða gerðar upp í fjár- málaráðuneytinu. Þar eru menn að vinna við uppgjör á þeim skuld- um sem hlutafélagabankinn hafn- aði og ríkið tók á sig. Lífeyrisskuld- bindingar starfsmannanna munu sömuleiðis verða ríkinu þung byrði. Sjöstjarnan í Keflavík kom fyrst fram í dagsljósið af þessum slæmu fyrirtækjum Útvegsbankans. Það var sent í gjaidþrot fyrir skömmu. Annað slæmt fyrirtæki, sem á nú í greiðsluerfiðleikum, er NESCO. í síðasta Helgarpósti var viðtal við Óla Anton Bieldtvedt, forstjóra NESCO, og hafði hann mikla trú á því að fyrirtækinu tækist að vinna sig út úr þessum skuldum. í fjár- málaráðuneytinu urðu menn ekki ýkja hrifnir af því hve kokhraustur Óli var. Þar eru menn að glíma við tæplega eitt hundrað milljóna króna skuld NESCO, sem Útvegsbankinn hf. hafnaði og henti aftur í ríkið vegna ónógra trygginga. . . Þ að virðist litlu máli skipta fyr- ir landbúnaðarráðuneytið þótt dýralæknar komist að því að slátur- hús uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja í matvæla- iðnaði. Þannig hefur Jón Helgason ráðherra veitt sláturhúsinu á Vík undanþágu um sláturleyfi, þrátt fyr- ir það mat þriggja dýralækna að það standist ekki þessar kröfur. Það var í kjölfar afskipta Eggerts Hauk- dal af þessu máli að Jón lét undan, sjálfsagt ekki treglega, þar sem slát- urhúsið er í hans kjördæmi. Það verður því slátrað í nafni byggða- stefnu á Vík í haust og skiptir þá engu þótt reglur um hollustuhætti séu þverbrotnar. Að sama skapi veigrar Matkaup sér ekki við að selja kjöt sem slátrað er í þessu húsi í verslunum sínum; Fjarðarkaup og Matkaup... Þ eim sem eiga hagsmuna að gæta í blaðaútgáfu hefur löngum gengið erfiðlega að koma sér sáman um einhvers konar upplagseftirlit, sem gæfi raunhæfa mynd af út- breiðslu blaða og tímarita hér á Góða helgi! Þúátt þaö skilid SS þizzahlsi ð Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 landi. En nú hafa, eins og kunnugt er, verslunarráðið og Samband íslenskra auglýsingastofa tekið af skarið og ætla að efna til gríðar- mikillar lesendakönnunar sem framkvæmd verður af svokallaðri Félagsvísindastofnun Háskól- ans. I byrjun næsta mánaðar hefjast miklar símahringingar á vegum þessara aðila og verða landsmenn spurðir hvaða tímarit þeir hafi „lesið eða skoðað" síðustu tólf mán- uðina. Mánuði síðar verður svo gerð könnun á dagblaðalestri. í nefnd- inni sem skipuleggur tímaritakönn- unina eiga líka sæti tveir umsvifa- miklir tímaritsútgefendur, þeir Þórarinn Jón Magnússon frá Sam-útgáfunni og Magnús Hreggviðsson frá Frjálsu fram- taki. En nú ber svo viö að síðar- nefndi nefndarmaðurinn hefur haf- ið gríðarmikið átak til að koma tímaritum sínum í hendur og fyrir augu landsmanna. Linnir ekki sím- hringingum frá fólki sem býður áskrift að þeim ótölulega fjölda timarita sem Frjálst framtak gefur út, en þeim sem ekki vilja áskrift í fyrstu atrennu er boðið upp á mikið kostatilboð, segja heimildir Helgar- póstsins — eina bók á þúsund krón- ur og í kaupbæti sjö tímarit gratís. Er sagt að runnið hafi tvær grimur á verslunarráðsmenn þegar þeir fréttu af þessari athafnasemi nefnd- armannsins Magnúsar, svona rétt fyrir lesendakönnun, þar sem spurt er hvaða tímarit menn hafi lesið eða skoðað síðasta árið... G.*, lög til æðstu stjórnar ríkisins þeg- ar fjárlög 1988 eru skoðuð og niður- skurðar leitað. Framlög til opin- berra heimsókna forseta íslands hækka úr 4,3 milljónum í 8 milljónir, enda vafalaust góð fjárfesting! Þingmönnum hefur fjölgað um 3 eða um 5%, en launaliður þing- manna hækkar um 68% og ætti kaupmátturinn því að aukast eitt- hvað á þeim bæ. Og ráðherrum hefur fjölgað um 1 og aðstoðarráð- herrum um 2 frá því síðast og því ofur eðlilegt að launagjöldin hækki milli ára um 92%, þótt í fjárlaga- frumvarpinu sé reyndar reiknað með því að meðalhækkun launa einstaklinga verði 16—17% ... || Bugsanleg hlutdeild erlendra banka í Útvegsbankanum hf. hleypti örlitlum lífsanda í viðræður Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra og Sambandsmanna um dag- inn. Annar þessara banka er franski bankinn Banque Indosuez, sem á stóran hlut í Lind, kaupleigufyrir- tæki Sambandsins. Hinn mun vera Skandinaviska Enskilda bank- en, sænski Sambandsbankinn... Háir vextir Grunnvextir á Kjörbók eru nú 27% á árí og leggjast þeir viö höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefurlegið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 28,4% og í 29% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 31,1%án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.