Helgarpósturinn - 15.10.1987, Side 20

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Side 20
Rauði karlinn. Alltof lítið metinn maður. Á RAUÐU UÖSI Samkvœmt lögum er sekt viö því aö ganga yfir á rauöu Ijósi. Aö sögn lögreglu hefur þessu sektarákvœöi aldrei veriö beitt. en við högum okkur eins og við eigum eftir að vera hér í þúsund ár. — En, ég er sannfærð um að draumur minn rætist fljótlega," bætir hún við. „Ég held við stöndum á tímamótum." STANDA KONUR NÆR GUÐI EN KARLMENN? Hún segist ekki telja það erfiðleik- um bundið fyrir konur að gegna prestsstarfi. „Kvenprestum hefur verið vel tekið í kirkjum okkar — að þeirra eigin sögn,“ segir hún. „Það þykir eðlilegt nú að konur séu prest- ar og við stöndum þar vel að vígi. Mín persónulega skoðun er sú að við stöndum jafnvel betur að vígi en karlmaöurinn að taka þetta starf að okkur. Þjónustan hefur að minnsta kosti ekki verið síður álitin starf konunnar en karlsins og ábyrgð þurfa konur að axla ekki síður en karlar. Ég sagði eitt sinn við einn ágætan kennara minn í guðfræði- deildinni: „Mér finnst sú hugsun gerast æ áleitnari að konur standi nær Guði en karlar. Mér finnst við vera svo nálægt skaparanum. Við erum öðruvísi. Við erum samstarfs- menn hans í sköpun þegar við göng- um með börnin og fæðum þau. Okkur er gefin þessi nána snerting og tengsl við skaparann. Það lætur enga konu ósnortna að ganga með barn og ala það. Við stöndum nær raunveruleikanum, hinum innsta kjarna lífsins." Þú getur séð af þessu hve góða kennara við höfum í guð- fræðideildinni að ég skyldi þora að láta svona nokkuð út úr mér!“ ÆSKUDÝRKUNIN BEINLÍNIS FÁRÁNLEG Sjálf segir Ólöf að hugur sinn stefni til starfa við sálgæslu, „gjarna á stofnun, hvort sem hún er beint eða óbeint í tengslum við kirkjuna. Um þessar mundir sæki ég tíma í fé- lagsráðgjöf því ég tel það nauðsyn- legt fyrir alla þá sem vinna í mann- legum samskiptum að kynnast að- stæðum manna sem best til þess að vera betur færir um að leiðbeina og hjálpa. Með fólkinu vil ég starfa, hvar sem það er. Hugsaðu þér alla þá sorg, þjáningar, efasemdir og mannleg vandamál sem búa innan veggja sjúkrahúsa og stofnana. Þar finnst mér prestar hafa þýðingar- miklu hlutverki að gegna, að sinna trúarþörfum manna. Aldrei eru þær meiri en þegar erfiðleikar steðja að. Það er mikils virði fyrir fólk að fá tækifæri til að létta á hjarta sínu. Sjáðu meðferðarheimilin og elli- heimilin. Eldra fólki fjölgar stöðugt. Það er mikið talað um „ungt fólk á uppleið". Hinn þögli meirihluti vill oft gleymast. Þessi viðmiðun við unga fólkið og æskudýrkunin eru nánast orðin fáránleg. Én það er oft eins og athyglinni sé beint eingöngu að ákveðnum aldurshópi, — en við erum ekki öll ung og á upp!eið“. Við ræðum um skoðanakönnun sem Hagvangur stóð fyrir í sam- vinnu við Gallup-stofnunina fyrir þremur árum. í henni kom m.a. fram að íslendingar teldu sig afskap- lega trúað fólk og héldu boðorðin vel. En gera þeir það? „Ég býst við að boðorðin hafi mis- munandi vægi hjá fólki," svarar Ólöf. „Tökum til dæmis fyrsta boð- orðið: „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Við sjáum hvernig við förum eftir því, hvað við gerum að guði okkar. Sjáðu kapp- hlaupið í neysluþjóðfélaginu. Hins vegar hef ég þá staðföstu trú að ís- lendingar séu trúaðir. Það má vel vera að fræðslunni hafi verið ábóta- vant, en ég álít þá hafa sterka trú. Það er hún sem hefur haldið þeim uppi í gegnum aldirnar í þessu kalda og harðbýla landi. Ef við hugum að kærleiksboðorðinu sem leggur áherslu á að „elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“ þá sjáum við að það býður okkur að elska okkur sjálf. Hins vegar er því oft svo víðs fjarri að við gerum það en það er grundvöllur þess að við getum gefið öðrum kærleika. En að vera sáttur við sjálfan sig og Guð er ef til vill það erfiðasta sem maðurinn tekst á við.“ Það er föstudagsmorgunri. Níst- ingskaldi úti. Nidri í bœ eru allir á hlaupum. Fólk flýtir sér undan rokinu. Hleypur yfir götur, jafnvel þótt rauða Ijósið banni þaö. Hver skiptir sér af umferöarmerkjum í slíku veöri? Fáir. Samt alltof margir fyrir okkur, sem stöndum í kuldanum og reynum að festa lögbrjótana á filmu, jafnvel ná tali af þeim. Því þetta fólk sem lœtur sem það sjái ekki rauða Ijósið er lögbrjótar, líkt og þeir sem aka yfir á rauðu. Það er meira að segja til lagabókstafur fyrir því að slíkt fólk skuli sekta. Áður en við fórum í bæinn höfðum við reynt nokkuð oft að ná sambandi við einhvern á lög- reglustöðinni sem gæti sagt okkur hvort algengt væri að fólk fengi sekt fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi og hversu há sektin væri. Það vissi enginn neitt um þetta mál nema Sturla Þórðarson, lögfræð- ingur við embætti lögreglustjóra. Við vorum farin að renna grun í að þetta væri kannski eina lög- brotið sem fólk kæmist upp með úr því umferðarlögreglan vissi ekki nánar um þessi mál. Enda kom það á daginn. 300 KRÓNA SEKT SAMKVÆMT LÖGUNUM „Mér vitanlega hefur aldrei nokkur maður verið sektaður fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi," sagði Sturla Þórðarson. „Að minnsta kosti ekki í þau 16 ár sem ég hef verið við þetta embætti “ 777 hvers eru rauðu Ijósin ef óþarfi er að fólk fari eftir þeim? „Það hefur nú verið gert ráð fyrir því að gangandi vegfarendur væru sektaðir. í leiðbeiningum saksóknara segir um brot á ákvæðum um gangandi vegfar- endur og þar er gert ráð fyrir að þeir séu sektaðir fyrir 300 krónur — í sambandi við eitthvað sem ég skal ekki alveg segja til um hvað er.“ Hvað gerir lögreglan sem sér fólk ganga yfir á rauöu? Skiptir hún sér kannski ekkert af því? „Það er þá bara í formi áminn- inga. Ekki öðruvísi. En í 61. grein umferðarlaga segir að „gangandi menn skulu nota gangstéttir og gangstíga sem liggja með ak- brautum. Skulu þeir að jafnaði ganga á hægri hluta stéttar eða stígs og víkja til hægri fyrir þeim sem á móti koma..." Síðan segir: „Þar sem merkt er gangbraut yfir veg skulu menn nota hana ef jáeir ætla yfir veginn. Gangandi menn skulu gæta vel að umferð áður en farið er yfir veg. Gangandi menn mega ekki safnast saman á akbrautum, gangstéttum eða gangstígum þannig að þeir trufli á nokkurn hátt umferð annarra..." í 38. grein laganna segir að „vegfarendum er skylt að hlýða leiðbeiningum eða fyrirmœlum sem lögregluyfirvöld eða vega- málastjórn gefa meö umferðar- merkjum sem sett eru samkyœmt heimild í lögum þessum". „Á þessu til dæmis byggist það að ökumenn eru sektaðir um 3.000 krónur fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi,” segir Sturla. „Ef maður gengur gegn rauðu Ijósi brýtur hann auðvitað þessa grein eins og aðrir, því hann er jú vegfarandi þótt hann sé gangandi." Ef maður gengur yfir á rauðu Ijósi um miðja nótt þegar enginn bíll er á ferli — er maður þá jafn• brotlegur? „Já, alveg jafnbrotlegur," segir Sturla. „Ég hef stundum verið að velta þessu fyrir mér að ökumenn virðast líta á gangandi vegfar- endur sem einhvern sérstakan þjóðflokk og þegar þeir ræða um gangandi vegfarendur þá er það eitthvað sem þeim kemur alls ekkert við. Þetta stafar af því að ökumenn sæta afarkostum en svo virðast hinir gangandi álpast eins og blindir kettlingar um allar jarðir og virðast vera í fullum rétti hvernig sem allt fer. Þá kemur upp sú staða að menn spyrja hvers vegna gangandi vegfarendum er þá ekki refsað fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi. En þá segir í lög- unum: „Þar sem gangbraut er yfir veg skulu menn nota hana.“ Þá kemur upp matsatriði: Hvar er gangbraut? Hversu langt má ætlast til að fólk gangi til að komast á gangbraut? Við skulum segja að maður sé á Laugaveg- inum og ætli í búð hinum megin á götunni. Hvað á hann að ganga langt í næstu gangbraut? Þá dettur mér í hug hvort það sé réttmætt að sekta manninn sem gengur yfir gangbraut á rauðu ljósi en sleppa þeim sem fer fyrir bílana? Eða á að sekta báða? Ef það á að taka upp sektir á gangandi vegfarendur þurfa að koma til skýrari reglur um það hvernig menn eiga að haga sínum ferðum að þessu leyti. Ég held að við lentum í miklum erfiðleikum ef við ætluðum að fara að sekta fyrir þetta. En auðvitað er það hættulegt þegar fólk fer yfir á rauðu ljósi. Þannig hafa slys orðið á gangbrautum, þegar fólk fer yfir án þess að bíða eftir „græna karlinum". Gang- brautarljósin eru auðvitað einkum og sér í lagi sett upp til verndar mönnum. Það er auðvitað ansi hart ef menn nota ekki þessi öryggisatriði sem fyrir hendi eru.“ „FÖRUM ALLTAF YFIR Á RAUÐU!" Og þennan föstudagsmorgun sem HP stóð í rokinu við Lækjar- torg létu margir sem engin umferðarljós væru til staðar, þótt það væru líka mjög margir lög- hlýðnir borgarar á ferli. Það var samt fólk á öllum aldri sem „svindlaði". Við sáum til dæmis nokkra aldraða góðborgara læða sér yfir á rauðu og spurðum einn þeirra hvort þetta væri daglegt brauð. Hann benti strax á að hann hefði bara farið yfir hálfa götuna á rauðu, hinn helminginn á grænu, og sagðist oft gera þetta þegar enginn bíll væri sjáanlegur en einkum sagðist hann freistast til þess þegar svona kalt væri í veðri. Og svo horfði hann svolítið grun- samlega á spyrjandann og sagði: „Gerir þú þetta aldrei?" Jú jú, auðvitað geri ég þetta líka. Mikið var manninum létt. Hélt greinilega að við værum útsendarar lögregl- unnar og nú yrði hann sektaður, því hann vissi að í lögum varðaði það sekt að ganga yfir á rauðu. Hann var ekki sá eini sem gerði sér grein fyrir því. Tvo unga og skjálfandi menn eltum við yfir á rauðu og náðum þeim í Banka- stræti: „Jú, við vitum alveg að það má sekta okkur, en við pælum bara aldrei í því. Við förum alltaf yfir á rauðu þegar enginn bíll er að koma og alltaf þegar ekki er grænt." Og svo hlupu þeir hiæj- andi upp Bankastrætið og fannst þeir greinilega hafa snúið ræki- lega út úr fyrir þessari kerlingu sem var að ónáða þá í þessu veðri. Að vísu verður að segjast eins og er, að það var nokkuð áberandi hvað unglingsstelpur voru kræfar við að hlaupa yfir á rauðu. Þær hlupu svo hratt að fæstar þeirra var hægt að góma tii að spyrja hvort þetta væri algengt hjá þeim. Nokkrum náðum við á eyjunni í Lækjargötu. Þær sögðust ekki nenna að bíða eftir að græna ljósið kæmi „enda er það óþarfi þegar það eru svona fáir bílar í bænum". Þær bentu líka á að það væri næstum jafnhættulegt að fara yfir á grænu því „bílarnir sem koma úr Bankastrætinu eru líka á grænu og þeir keyra næstum yfir mann“. Flestir þeirra gangandi vegfar- enda sem við náðum tali af þennan morgun sögðust eitthvað hafa heyrt um að það væri hægt að sekta fólk við þessu broti en enginn kannaðist við að hafa fengið svo mikið sem áminningu frá lögregiunni. Enda gerði hún þá ekkert annað en hlaupa á eftir fólki. VIRÐINGARLEYSI FYRIR LÖGUM En Sturla Þórðarson ítrekar að það sé stórhættulegt að ganga yfir á rauðu ljósi. „Það verður líka að fara að breyta þessu gífurlega virðingarleysi fyrir lögum hér í þessu landi. Allir þessir árekstrar sem eru hér daglegt brauð eru meira og minna óþarfi. Það virðist vera svo mikið aðgæsluleysi og sofandaháttur sem veldur þessu og það virðist ekki vera neitt séríslenskt fyrirbæri. I Svíþjóð er til dæmis táljð að bilanir í öku- tækjum valdi 2% umferðaróhappa, og það er mjög svipað hér. Vegur- inn og bílarnir valda kannski 2—3% slysanna en afgangurinn er yfirsjónir ökumannanna sjálfra. Ökumenn gera eitthvað öðruvísi en þeir eiga að gera.“ Og þess vegna fyllsta ástæða fyrir gangandi vegfarendur að gæta varkárni, ekki rétt? Að minnsta kosti ættum við ekki að leika okkur að því að hlaupa fyrir bílana. Reynum að bera virðingu fyrir „rauða karlinum". Þrjár unglingsstúlkur og kona í pels gera sig líklegar til að stelast yfir á rauðu. 20 HELGARPÓSTURINN EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.