Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 30
Sjóefnavinnslan á Reykjanesi.
Yfirtaka ríkissjóðs upp á yfir háifan milljarð króna minnir oneitanlega á gamla Kröfludrauginn.
Í ÓEFNI MEÐ SJÓEFNI
í yfirstandandi viðræðum ríkisvaldsins við Hitaveitu
Sudurnesja og önnur fyrirtæki um kaup á hlut ríkisins í
Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi hf. er gert ráð fyrir að
ríkissjóður yfirtaki allt að 550 milljóna króna skuldir Sjó-
efnavinnslunnar (SEV) og leggi á herðar skattborgar-
anna. Einhverjar vonir gera fulltrúar ríkisins sér um að
endurheimta hátt í helming upphæðarinnar, en sá mögu-
leiki er ekki talinn mjög raunhæfur. Sjálfur segir fjár-
málaráðherra: „Ég er fullur efasemda. bótt samningar
séu í gangi er fyrirsjáanlegt að ríkissjóður þurfi að yfir-
taka hundruð milljóna króna.“
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR: JIM SMART OG GUNNAR V. ANDRÉSSON
Saltverksmiðja á Reykjanesi varð
fyrst draumur framsækinna manna
um miðjan sjötta áratuginn. Það var
hins vegar árið 1976 að samþykkt
voru lög um saltverksmiðjuna og
undirbúningsfélag sett á laggirnar.
Þá var forsætisráðherra Geir Hall-
grímsson, en iðnaðarráðherra
Gunnar heitinn Thoroddsen. Bjart-
sýnir menn stefndu á hvorki meira
né minna en 250 þúsund tonna
verksmiðju. Tilraunaverksmiðja var
reist, en 1980 voru forsendurnar
miðaðar við 40 þúsund tonna verk-
smiðju og um vorið 1981, þegar
Hjörleifur Guttormsson var iðn-
aðarráðherra í ríkisstjórn Gunnars,
voru samþykkt lög um Sjóefna-
vinnsluna. Eini þingmaðurinn sem
beinlínis greiddi atkvæði gegn þess-
um áformum var Albert Gudmunds-
son, en 7 þingmenn mótmæltu
ónógum undirbúningi með því að
greiða ekki atkvæði. Flestir fögn-
uðu framkvæmdinni og bjartsýni
einkenndi málflutning stjórnariiða
og flestra stjórnarandstæðinga þótt
viðurkennt væri að áhætta væri tek-
in — þrátt fyrir ábendingar Þjóðhags-
stofnunar um að saltverð færi ekki
hækkandi, heldur þvert á móti
lækkandi, og að gögn hefðu komið
fram um að rekstrartap, sem miðað
við 40 þúsund tonna verksmiðju
gæti á núvirði numið um 225 millj-
ónum króna á ári.
KOLSVÖRT SKÝRSLA
40 þúsund tonna verksmiðjan
minnkaði á næstu árum niður í
8.000 tonn. En draumurinn var orð-
inn að martröð árið 1984 þegar
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra lagði fram kolsvarta skýrslu
um fyrirtækið á Alþingi.
Niðurstaðan var orðin sú, að
innlend saltnotkun yrði minni en
áætlað var, að innlend
markaðshlutdeild yrði minni en
vonast var til, að verð á innfluttu
salti hefði lækkað, að sala á auka-
afurðum á viðunandi verði væri
mikilli óvissu undirorpin, að dollara-
lán hefðu orðið fyrirtækinu mjög
erfið, að eignarhlutur annarra en
ríkisins væri ekki 25% eins og stefnt
var að heldur aðeins 13%, að kostn-
aður við 8.000 tonna áfangann
hefði farið 80% fram úr áætlunum
og að fyrirtækið væri að stöðvast
þar eð rekstrarfé væri á þrotum.
Idntœknistofnun bætti því við að
tæknilegir erfiðleikar hefðu tafið
framkvæmdir, að efnaframleiðsla
SEV væri ekki álitleg fjárfesting og
að fyrirtækið gæti ekki í fyrirsjáan-
legri framtíð staðið undir áhvílandi
skuldum.
í þessari hrikalegu stöðu námu
langtímaskuldir fyrirtækisins um
400 milljónum króna að núvirði, en
um síðustu áramót námu þær um
565 milljónum króna. Sú pólitíska
ákvörðun var tekin að hætta ekki
við, heldur efna til nýs átaks — að
stokka upp og freista þess að betri
tíð tæki við.
ÁRANGUR EN EKKI
ÁGÓÐI
Albert Guðmundsson tók við sem
iðnaðarráðherra í margfrægum
stólaskiptum og sem ráðherra 1985
sagði þessi fyrrum andstæðingur
verksmiðjunnar, að þrátt fyrir að
rekstrarkostnaður fyrirtækisins
væri á núvirði 25—30 milljónir
króna umfram tekjur þá bæri ríkinu
að halda þessu „rannsóknarverk-
efni“ í gangi, því „reksturinn skilar
árangri þó að hann skili ekki ágóða“.
Fyrir ári upplýsti sami ráðherra að
stofnframkvæmdir væru komnar
upp í um 580 milljónir króna á nú-
virði og langtímaskuldir orðnar 470
milljónir króna. Ný áætlun gerði ráð
fyrir að framleidd yrðu 6—8 þúsund
tonn af salti ásamt 1.850 tonnum af
kolsýru og verulegu magni af kísil.
„Allt bendir til þess að með því móti
fáist viðunandi arður af nýfjárfest-
ingu og einnig eitthvað upp í fyrri
uppbyggingar- og þróunarkostnað,"
sagði Albert.
1 ársreikningi 1986, áratug eftir
lögin um 40.000 tonna verksmidj-
una, framleiddi verksmidjan 728
tonn af salti. Á árinu var tekið 100
milljóna króna langtímalán, sem að
mestu fór i fjárfestingar og fjár-
magnskostnað. Bókfært verð stofn-
framkvæmda var í árslok 1986 kom-
ið upp í 660 milljónir króna og
heildarskuldir í 565 milljónir, lang-
tímaskuldir þar af 95%.
KRÖFLUSPORIN
MÖRGU
Sjóefnavinnslan er orkufyrirtæki,
þar eð hún var stofnuð sérstaklega
með það í huga að nýta jarðvarm-
ann og orkuvirki reist við verk-
smiðjuna. Svo skilgreint þýðir hálfs
milljarðs yfirtaka ríkisins á skuldum
fyrirtækisins enn eina viðbótina í
yfirtökuhít ríkissjóðs á sviði orku-
mála. Sú hít telur á núvirði frá 1978
um 10 milljarda króna — og munar
þá mest um yfirtöku ríkissjóðs á
skuldum Kröflu og RARIK. Núver-
andi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að
til að fyrirbyggja enn eina fjárfest-
ingarmartröðina og um leið ófyrir-
gefanlega bakreikninga til skatt-
greiðenda eigi að hætta að veita
ríkisábyrgð á erlendum lánum. En
orð eru ekki sama og efndir og
Kröflusporin orðin of mörg til að
menn trúi því auðveldlega að
þrautagangan sé á enda.
Hjörleifur Guttormsson, frv.
iðnaðarráðherra.
„Ég vænti þess að með bygg-
ingu saltverksmiðju á Reykja-
nesi sé lagt upp í langa og
heilladrjúga vegferð." — A þingi,
1981.
Þorvaldur G. Kristjánsson,
alþingismaður.
„Það gerðist í stjórnartíð
Geirs Hailgrímssonar, en undir
forystu Gunnars Thoroddsen,
sem þá var iðnaðarráðherra,
þannig að ég held að við get-
um allir verið sammála um að
þetta mál sé sérlega vel ætt-
að." — Á þingi, 1981.
Friðrik Sophusson, núv. iðnað-
arráðherra.
„Ég tel ástæðu til að nefna það
að saltverð í heiminum fer
frekar lækkandi en hækkandi.
Eins og allir vita þarf ekki aðra
orku en sólarorkuna til að
vinna salt úr sjó í suðlægari
löndum." — Á þingi, 1981.
Vilmundur Gylfason heitinn,
frv. alþingismaður.
„Spor eins og Kröflusporin
hræða ... Hér stöndum við í
dag vitandi vits að við erum að
taka verulega áhættu." — Á
þingi, 1981.
Sverrir Hermannsson, frv. iðn-
aðarráðherra.
„Ráðuneytið hefur komist að
þeirri niðurstöðu að forsendur
þessa fyrirtækis hafi verið
vafasamar frá upphafi og hafi
auk þess veikst með tíman-
um." — Skýrsla, 1986.
Albert Guðmundson, frv. iðn-
aðarráðherra.
„Nei." í atkvæöagreiðslu um máliö 1981
„Sjóefnavinnslan er því stór-
merkilegt fyrirtæki... Sú
þekking og reynsla sem fæst
er nauðsynleg ef nýta á jarð-
hita í auknum mæli. — Á þingi,
1986.
30 HELGARPÓSTURINN