Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR Alþingi og fjárlög Löggjafarþingið, Alþingi, var sett síðastliðinn laugardag. í vikunni lagði Jón Baldvin svo fram fjárlagafrumvarpið sitt og hefur það óneitanlega valdið nokkrum deilum manna í millum. Stefnt er að því að reka ríkissjóð án halla og hefur Jón þess vegna boðað niðurskurð á útgjöldum ríkisins og aukna skatta. Áætlað er að ríkissjóður taki engin erlend lán á þessu ári. Stefnt er að því að herða skattakerfið og afla rík- issjóði þannig aukinna tekna. Undanþágum á söluskatti verður fækkað og neysluskattur lagður á í auknum mæli. Þar má nefna skatt á matvæli og bensín. Stefnt er að því að flytja verkefni frá ríkissjóði til sveitarfélaga og margs konar aðgerðir eru boðaðar til að lækka útgjöld ríkisins og auka tekjurnar þannig að sá árangur náist sem stefnt er að — að reka rikissjóð án halla. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún stefni ekki að því að fella gengið og ætlar að halda fram fast- gengisstefnunni. Margir hafa þó orðið til þess að draga í efa að hægt verði að halda genginu stöðugu án þess að það sé ávísun á verðbólguskriðu. Þessir menn, m.a. forsvarsmenn iðnrekenda, telja að með þvi að fella gengið strax verði hjá því komist að það hafi mikil áhrif. Fréttapunktar • Þorvaldur Garðar Kristjánsson var kosinn forseti sam- einaðs alþingis. Á fundi þingflokks sjálfstæðismanna fékk hann 9 atkvæði en Salóme Þorkelsdóttir 7. Ragnhildur Helgadóttir dró framboð sitt til baka. Eftir kosninguna lýsti Salóme þvi yfir að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum með kosninguna og þetta væru vonbrigði fyrir konur í flokkn- um. Karl Steinar Alþýðuflokki og Jón Kristjánsson fram- sókn eru forsetar efri og neðri deildar. • Frystitogarinn Akureyrin EA er bæði aflahæsti togarinn og sá sem komið hefur með mest verðmæti að landi það sem af er árinu. Samherji, útgerðarfélag Akureyrarinnar, hefur nú í hyggju að kaupa nýjan frystitogara, 2.500 tonn að stærð, sem yrði þá stærsta fiskiskip íslendinga. Samherji á þrjá togara sem stendur, en ef af kaupunum verður mun félagið líklega selja einn eða tvo þeirra. • Mál Steingríms Njálssonar, alræmdasta kynferðisaf- brotamanns þjóðarinnar, kom fyrir hæstarétt í vikunni, og vísaði hann málinu frá. Ástæðan er sú að Pétur Guðgeirsson sakadómari, sem í apríl siðastliðnum dæmdi Steingrím til. þriggja ára fangelsisvistar, starfaði sem fulltrúi rikissak- sóknara á meðan á rannsókn málsins stóð og mælti um hana fyrir hönd rikissaksóknara. Hæstiréttur féllst á frá- vísunarkröfu verjanda Steingríms og vísaði málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. • Stöð 2 átti ársafmæli níunda október. í ljós kom við þessi tímamót að þrátt fyrir hrakspár og þrálátan orðróm þess efnis að stöðin stæði illa hafði reksturinn gengið framar öllum vonum á þessu ári. Reksturinn farinn að skila hagn- aði og áskrifendur orðnir miklu fleiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. • Áhöfn trillunnar Birgis RE var bjargað þegar hún sökk í innsiglingunni við Sandgerðishöfn. Trillan fékk á sig brot- sjó en mönnunum tveimur var bjargað í annan bát. Þeir eru ómeiddir en voru nokkuð þrekaðir. • Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur verið ráðinn til Scala-óperuhússins í Milanó á Ítalíu, en það er frægasta óperuhús veraldar. Kristján á að syngja aðalhlutverkið í óperu Verdis, I due Foscare, sem sýnd verður í byrjun næsta árs. Einnig mun Kristján syngja í Hollendingnum fljúgandi síðar á sama ári. • Mál Jóns Kristinssonar verður tekið efnislega fyrir hjá mannréttindadómstóliEvrópu, en það er höfðað gegn ís- lenska ríkinu fyrir brot á lögum um aðskilnað löggjafar- og dómsvalds. Það að málið skuli hljóta efnislega meðferð merkir að dómstóllinn telur að möguleiki sé á að mannrétt- indi hafi verið brotin. • í vikunni kviknaði í húsi þeirra Louisu Matthíasson og eiginmanns hennar, Lelands Bell. Louisa er kunnur listmál- ari sem og eiginmaður hennar. Hann varð mjög illa úti í brunanum, verk sem hann hafði verið að vinna að síðastlið- in 15 ár brunnu. • Sex manns björguðust þegar spænsk smáþota nauðlenti um 50 mílur vestur af Reykjanesi síðastliðið sunnudags- kvöld. Þotan varð bensínlaus í 7.000 metra hæð. Allir um borð, 6 manns, komust í björgunarbát og þaðan var reynt að hífa þá upp í þyrlu varnarliðsins. Það tókst hins vegar ekki betur en svo að einn mannanna fór í sjóinn þegar hífa átti hann upp og hætti þyrlan þá við sínar tilraunir og lét báts- verjum á Þorláki ÁR eftir björgunina. Sumir voru orðnir all- kaldir þegar tókst að ná þeim um borð í Þorlák en engum varð þó meint af. • Stærsta fiskeldisstöð landsins rís brátt á Vatnsleysu- strönd. Hún er í eigu fyrirtækisins Lindalax og er undir- búningi að byggingu 1. hluta stöðvarinnar að mestu lokið. Stefnt er að því að rekstur hefjist á vormánuðum á næsta ári og verður hægt að framleiða um og yfir 1.000 tonn af laxi á ári í stöðinni þegar hún verður komin í gagnið. • Jóhann Hjartarson mun etja kappi við Victor Korchnoi i einvígi um það hver kemst áfram í keppninni um að skora á heimsmeistarann í skák. Einvígi þeirra Jóhanns og Vict- ors verður í Kanada i janúar á næsta ári. • Valur var sektaður fyrir framkomu áhorfenda á leik liðs- ins við austur-þýskt félagslið í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu. Einhver ósiðaður landi kastaði öldós í andlit þýsks leikmanns þegar sá var á leið til búningsherbergja eft- ir leikinn. Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu tók þetta óstinnt upp og sektaði liðið fyrir vikið. Einnig var Valur sektaður vegna þess hve mörg gul spjöld leikmenn liðsins fengu í leikjunum tveimur. Akurnesingar hlutu líka sekt fyrir það sama. FH hefur tekið forystu í 1. deild hand- boltans eftir þrjár umferðir. Frammarar hafa verið liða óheppnastir, fjórir leikmenn liðsins eru meiddir og eru í þeim hópi allir bestu menn liðsins, þar á meðal Atli Hilmars- son landsliðsmaður. BÍLALEIGAN Sækjum og sendum Greiðslukorta þjónusta (í Fóstbræðraheimilinu) Sími 688177 os Langholtsvegi Tökum hunda í gœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands A rnarstööum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 VALUR UBK SUNNUDAGINN 18.0KT. KL. 20.00 VALSMENN FJÖLMENNUM Á HEIMALEIKI HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.