Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 24
Hef gaman af að segja sögu segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri í viðtali við HP Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri Bílaverkstæðis Badda en hann hefur á undanförnum árum leikstýrt fjölda íslenskra verka, m.a. tveimur eftir Ólaf Hauk, Milli skinns og hörunds hjá Þjóðleikhúsinu og Ástin sigrar hjá Iðnó og Leikfélagi Húsavíkur. Hann var því fyrst beðinn að segja frá samstarfi þeirra og starfi sínu við uppsetn- ingu nýrra íslenskra verka. Smartmynd. „Það er rétt að ég hef verið svo heppinn að fá mörg ný íslensk verk í hendurnar. Auðvitað er það svo að höfundar vinna misjafnlega og verkin eru mislangt komin þegar maður fær þau frá þeim. Það fer eft- ir því hversu snemma ég kem inn í verkið hvað ég vinn mikið með höf- undinum — i þessu tilfelli gátum við reynt verkið í vor, því það var á verkefnaskrá síðastliðins leikárs. Ólafur gerði strax á því breytingar og jók þær svo í sumar. Þetta er í þriðja sinn sem ég leikstýri verki eft- ir hann og segja má að samstarf okkar hafi verið óslitið í fjögur ár." — Lærðir menn hafa stundum deilt um hver sé endanlegur höf- undur leikverks. Er það sá sem skrif- ar textann eða er það leikstjórinn sem mótar sýninguna og gefur text- anum líf á leiksviðinu. Hver er þín skoðun á þessu? „Höfundur leikrits er fyrst og síð- ast rithöfundurinn. Mitt hlutverk er einungis að vinna úr hugmyndum í bílaverkstæði Badda Þjódleikhúsiö frumsýnir nk. sunnudag, 18. október, nýtl íslenskt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Bílaverkstœöi Badda, sem er ellefta leikrit höfundar. Þetta er fyrsta frumsýning vetrarins á Litla svidinu. Leikstjóri verksins er Þórhal/ur Sig- urösson, Grétar Reynisson gerir leikmynd og búninga og Björn Guö- mundsson annast lýsingu. Þeir Þór- hallur og Grétar unnu einnig saman á sínum tíma aö uppsetningu verks Ólafs Milli skinns og hörunds sem sýnt var 1984. í leikritinu eru sex hlutverk, titil- hlutverkið leikur Bessi Bjarnason 24 HELGARPÓSTURINN hans, gefa hugmyndum hans líf í leikhúsinu. Og það er óneitanlega skemmtilegt að vinna með eins frjó- um og hugmyndaríkum höfundi og Ólafur er og geta kallað hann til á æfingar ef nýjar hugmyndir spretta upp i leikhúsinu." — Hvernig er með val á leikur- um? Það virðist sem leikritið hafi jafnvel verið skrifað með ákveðna léikara í huga. „Já, — það er nú ekki svo en ég er ákaflega ánægður með leikarana. Ég setti fram minn óskalista strax í fyrrahaust og fékk þá leikara sem ég vildi. Maður er ekki alltaf svo hepp- inn. Leikstjórar við Þjóðleikhúsið þurfa að skipta fólki á milli sín en ég var heppinn að fá allt þetta þrumu- lið. Það er mikill höfuðverkur að skipa í hlutverk, mjög erfitt, og mér finnst eiginlega að verkið sé langt komið þegar því er lokið. Það vekur sjálfsagt athygli að ég hef valið þrjá af helstu gamanleikurum þjóðar- en með önnur hlutverk fara Arnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Árni Tryggvason. í verkinu segir af bifvélavirkjan- um Badda sem rekur verkstæði í fá- menninu. Hann hefur lent utan þjóðbrautar, í fleiri en einum skiln- ingi. Verkefnin eru orðin stopul, enda sveitin að leggjast eyði. Tilver- an er á yfirborðinu snauð og til- breytingarlaus en undir niðri kraumar og ólgar. Sonur Badda, Haffi (Jóhann Sigurðarson), er óánægður með tilveruna og skeytir skapi sínu á samstarfsmanninum innar til að leika í alvarlegu verki en það er í raun enginn munur á; Góð- ur leikari leikur allt jafnvel. Ég hef haft það fyrir reglu að setja menn ekki í augljós hlutverk. Sumir leikar- ar vilja lenda í ákveðnum farvegi en ég hef reynt að brjóta þann farveg upp og ég held að það sé bæði ögr- andi og gefandi fyrir leikarana." — Hvað viltu segja um íslenska leikritun — hefur hún fundið sér ein- hvern sértón og má finna hann í Bílaverkstæði Badda? „Sumir hafa haldið því fram að ís- lensk leikrit séu ekki annað en real- ískar kaffibollaumræður og parti. Bílaverkstæði Badda er hins vegar Ragga (Sigurði Sigurjónssyni). Raggi er bifvélavirki af köllun og að auki ber hann hlýjan hug til dóttur Badda, Sissu (Guðlaugar Mariu). Hún er hins vegar tæpast heil á geðs- munum, gengur um eins og í draumi. Eitthvað hræðilegt hefur gerst og þegar fortíðin knýr dyra í líki Péturs (Arnars Jónssonar) fyrr- um nema Badda í bifvélavirkjun þá er fjandinn laus. Ekki er rétt að rekja sögu þessa lengra, enda er hér um spennuleik- rit að ræða þar sem kurlin koma ekki til grafar fyrr en í endann. KK. nútímalegt leikrit. Textinn er knappur, ekkert of- né vansagt, og það gefur leikstjóra og leikurum mikil tækifæri. Það skiptast á, að því er virðist, hversdagslegar samræð- ur og Ijóðrænn texti. Höfundur leik- ur sér að orðum og málfari líkt og gert var í Milli skinns og hörunds. Þá var fjallað um sjómannsfjöl- skyldu en núna gerist leikurinn á bílaverkstæði. Ég held að verk Ólafs séu sérstæð í íslenskri leikritun. Hann fellur svo sannarlega ekki undir þá skilgreiningu sem ég nefndi hér áðan." — Hvernig standast íslensk leikrit samanburð við það sem er að gerast erlendis að þínu mati? „Ég held að íslensk leikritun standist ágætlega samanburð við útlönd nema hvað það vantar hvass- ari umfjöllun um samtímann. Ef undan eru skilin verk Guðmundar Steinssonar hafa varla komið fram leikrit sem taka á hitamálum á skáldlegan hátt." — Hvað viltu segja um kosti og galla Litla sviðsins? „Hvert leikhús af þeirri stærð sem Þjóðleikhúsið er á sér lítið svið og það er því nauðsyn. Leikarar verða að geta farið á milli sviða hreinlega til að halda sér við. Þeir þurfa að beita annarri tækni á litlu sviði, þar sem áhorfendur eru miklu nær þeim en ella. Það er alltaf hætta á því á stóru sviði að leikarinn tapi einlægni og sambandi við áhorfend- ur þó góður leikari geri það auðvit- að aldrei. Gallinn við Litla sviðið er fyrst og fremst rekstrarlegur. Það er mjög erfitt að skipuleggja rekstur þess. Það hefur enn ekki fengist í gegn að skilja ákveðinn hóp manna frá stóra húsinu og fyrr en það gerist verður ekki hægt að reka Litla sviðið af neinum krafti. Það er mín skoðun að þarna ætti að starfa hópur leik- ara, kannski eitt leikár í senn, og hann fengi meiri ábyrgð — sæi að hluta til um rekstur sviðsins, sem yrði þá eiginlega sérleikhús, en auðvitað í samráði við yfirmenn stofnunarinnar. Ég held að þannig gætu gerst mjög spennandi hlutir og góður árangur náðst. Þetta hefur reyndar verið mikið rætt hér innan- húss en það hefur strandað á þeirri óvissu sem heildarrekstur leikhúss- ins býr við. Þetta er í raun bráðnauðsynlegur þáttur því það er nefnilega þannig að það skapast oftast mjög góður andi innan þess hóps sem vinnur saman að sýningum hverju sinni. Svo tvístrast sá hópur í önnur verk- efni en það væri gaman að halda ákveðnum hópi saman í lengri tíma og sjá hvað kæmi út úr því. Þetta þekkist víða erlendis að leikhúsum sé skipt niður í leikhópa og það hef- ur gefist mjög vel. Þetta er auðvitað spurning um hvernig á að reka lítið svið. Það gengur ekki að sýna bara öðru hverju. Við erum reyndar mjög heppin núna því fólkið er óvenju laust við, svoleiðis að við náum sex sýningum á fyrstu átta dögunum. Þetta verður alvöruleikhús." — Víkjum aftur að Bílaverkstæði Badda. Á hvað leggurðu áherslu í uppfærslunni? Það hefur til dæmis vakið athygli að í verkinu eru mikil líkamleg átök svo að segja uppi í andlitinu á áhorfendum, sem er óvenjulegt. „Já, það eru mikil átök í verkinu en ég held að það sé kostur að vera nálægt áhorfendum, en það er rétt það er óvenjulegt. Oftast hafa verið á Litla sviðinu leikrit sem eru ann- ars eðlis. Það væri hins vegar alveg hægt að hugsa sér verkið á stærra sviði. Það sem ég legg áherslu á er fyrst og fremst að skapa þennan heim, leiða saman þessar persónur og segja sögu. Enda er það kannski það sem höfundur er fyrst og fremst að gera — hann er að segja sögu. Ég hef alltaf gaman af leikritum sem segja sögu. Grétar Reynisson hefur gert leikmyndina, við unnum reynd- ar líka saman í Milli skinns og hör- unds, og okkur dettur ekki í hug að reyna að endurskapa raunveruleik- ann í leikhúsinu. Við brjótum upp þetta litla rými sem er í húsinu. Það hefði verið hægt að hrúga inn á sviðið drasli en í raun eru þar ótrú- lega fáir hlutir. Enda fjallar leikritið um allt annað en skiptilykla og skrúfjárn." — Þessi karakter, hann Baddi. Er hann ekki bara drusla? „Ja, hann hefur verið skrautlegur á árum áður, óreglusamur og villtur. Nú eru hins vegar aðrir timar og hann farinn að reskjast, hættur öllu rugli. Það verður svo afar óþægilegt fyrir hann þegar Pétur bankar upp á eftir sjö ára fjarveru og biður hann að taka sig í vinnu á ný.“ — Hvernig er það Þórhallur, lít- urðu fremur á þig sem leikstjóra en leikara í seinni tíð? „Á seinni árum hefur leikstjórnin tekið miklu meira af minum tíma og ég hugsa að það verði svo áfram. Ég er gjarna hundskammaður úti í bæ fyrir það að vera hættur að leika og auðvitað þykir mér vænt um það ef einhver saknar mín af sviðinu. En þetta hefur eiginlega gerst af sjálfu sér. Ég fór snemma út í leikstjórn því þegar ég var í skólanum var ég gjarna aðstoðarleikstjóri. Svo setti ég upp mína fyrstu sýningu í Þjóð- leikhúsinu tveimur árum eftir að skólanum lauk — 1972. Þannig að leikstjórnin hefur verið mér samof- in í þau tæp tuttugu ár sem ég hef verið hér.“ — Er æskilegra að leikstjórar séu sjálfir leikarar? „Það er kostur að þekkja starf leikara út og inn og vera sjálfur leik- ari. Mínar vinnuaðferðir eru kannski öðruvísi en þeirra sem ekki eru leikarar en ég hef þá trú að mér takist langoftast að ná fram hjá leik- urum því sem ég ætla mér. Hitt er annað að það tekst líka hjá öðrum leikstjórum sem ekki eru leikarar, hafa þess í stað lært leikhúsfræði í háskóla eða annars staðar." — Þú segist ætla að halda áfram að helga mestan þinn tíma leik- stjórn. Verða það áfram íslensku verkin sem heilla mest? „Já, en reyndar er ég farinn að renna mjög hýru auga til klassíkur- innar. Fyrir mörgum árum stjórnaði ég bæði Shakespeare og Miller hér i Þjóðleikhúsinu og mér var það ómæld ánægja að setja á svið Shakespeare hjá Nemendaleikhús- inu í fyrra. Það var Þrettándakvöld og það eru mörg slík á óskalist- anum." — Er Shakespeare alltaf jafn- spennandi? „Hann á alltaf að vera hátíð." KK Bessi Bjarnason og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Baddi hughreystir Ragga og segir honum að hann sé gáfaður í fingrunum. Smartmynd. Fjandinn laus

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.