Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 16
EFTIR JÓNiNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART
Helmingi fleiri konur en karlar á ellilífeyris-
aldri njóta aöstoöar Félagsmálastofnunar
Tvöfalt fleiri karlar en konur hafa eftirlaun
eftir eigin störf frá Lífeyrissjóöi ríkisstarfs-
manna Stór hluti kvenna yfir 67 ára aldri
hefur einungis bœtur Tryggingastofnunar sér
til framfœrslu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um launamisrétti karla
og kvenna á undanförnum árum, en minna hefur farið
fyrir umræðu um mismjöfn kjör kynjanna í ellinni. Það
er þó samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að fullorðnar
konur hafi mun þrengri fjárhag en karlmenn á sama
aldri.
í upplýsingabæklingi, sem Fram-
kvœmdanefnd um launamál
kvenna gaf út fyrir 2—3 árum, má
lesa eftirfarandi: „Meðallaun
kvenna á ársverk (þ.e. laun fyrir fullt
starf í 52 vikur) eru hæst hjá ógiftum
konum 25—44 ára og samsvara þau
meðallaunum 15—19 ára pilta,
65—69 ára ókvæntra karla og
70—74 ára kvæntra karla." Þessar
upplýsingar segja mikið um launa-
kjör kvenna á vinnumarkaðnum.
Þær ættu þó ekki síður að vekja fólk
til umhugsunar um kjör kvenna yfir
65 ára aldri, sem lokið hafa starfs-
ævi sinni. Fyrst fullfrískar konur á
besta aldri hafa sömu tekjur og karl-
ar á ellílífeyrisaldri, hvaða pening-
um hafa þá eldri konur úr að moða?
MEÐ 27 ÞÚSUND Á
MÁNUÐI
Meirihluti þeirra kvenna, sem nú
hafa náð 67 ára aldri, hefur ekki
greitt í lífeyrissjóð vegna eigin
tekna. Það hafa hins vegar flestir
karlkyns jafnaldrar þeirra gert.
Samkvæmt nýlegum tölum eru nú
tæplega 9 þúsund ellilífeyrisþegar
hér á landi utan lífeyrissjóða. Þar af
eru konur tæplega 7 þúsund, en
karlar rúm 2 þúsund. Sem sagt,
þrisvar sinnum fleiri konur en karl-
ar.
Þessar konur, sem orðnar eru 67
ára og ekki fá greiðslur úr lífeyris-
sjóði, eru alls ekki allar með karl-
mann upp á arminn, sem nýtur
sltkra réttinda. Einungis fjórðungur
kvennanna er giftur. Hinar hafa skil-
ið, eru ekkjur eða hafa aldrei gengið
í hjónaband.
Upphæðir þær, sem ellilífeyris-
þegar fá frá Tryggingastofnun ríkis-
ins, eru svolítið breytilegar eftir að-
stæðum hvers og eins. Þeim mun
meira lasburða sem einstaklingur-
inn er því hærri verða greiðslurnar.
Ellilífeyrir er nú rúmar 8 þúsund
krónur á mánudi. Hann fá allir, sem
náð hafa 67 ára aldri. Hafi viðkom-
andi engar aðrar tekjur fær hann
þar að auki rúmar 14 þúsund krón-
ur í tekjutryggingu og búi hann einn
bætast um 4.800 krónur við. Það er
svokölluð heimilisuppbót. Heildar-
tekjur manneskju, sem ekki hefur í
aðra sjóði að ganga, eru því um 27
þúsund á mánuöi.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
HJÁLPAR TVÖFALT
FLEIRI KONUM
Fyrir skemmstu birtist í Helgar-
póstinum grein um hvað það kostar
ungt fólk að flytja úr föðurhúsum.
Þar mátti m.a. sjá eftirfarandi áætl-
un um fastan kostnað á ársgrund-
velli fyrir einstakling í lítilli íbúð, að
frátalinni húsaleigu:
Sími, rafmagn, hiti, ein dagblaðs-
áskrift, afnotagjald af sjónvarpi,
matur og hreinlætisvörur: 282.600
krónur alls.
Einstaklingur, sem einungis hefur
bætur Tryggingastofnunar, hefur
hins vegar um 324 þúsund króna
árstekjur (miðað við bótaupphæðir
í þessum mánuði). Þá eru rúmar 40
þúsund krónur eftir til greiðslu á
húsaleigu og öðru en brýnustu
nauðþurftum í heilt ár. Það þarf hins
vegar ekki ýkja frjótt ímyndunarafl
til að sjá, að það dæmi gengur
ómögulega upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar fá þar helmingi fleiri konur en
karlar fjárhagsaðstoð. Það eru þó
ekki eingöngu konur, sem aldrei
hafa verið úti á vinnumarkaðnum
og fá þess vegna ekkert úr lífeyris-
sjóði. Stór hluti þeirra kvenna, sem
njóta aðstoðar Félagsmálastofnun-
ar, hefur unnið í láglaunastétt mik-
inn hluta ævinnar. Þessar konur fá
M,
Leðallaun kvenna á ársverk* *
eru hæst hjá ógiftum konum
25—44 ára og samsvara þau
meðallaunum 15—19 ára pilta,
65—69 ára ókvæntra karla og
70—74 ára kvæntra karla.
* Eitt ársverk samsvarar fullu starfi í 52 vikur.
16 HELGARPÓSTURINN
Gamlar konur lifa yfirleitt engu sældarlífi í velferðarþjóðfélagi okkar daga. Þær
ólust upp við ójöfnuð og hann fylgir þeim i gröfina.
ef til vill nokkur þúsund krónur úr
lífeyrissjóði á mánuði. Þær hafa hins
vegar alla tíð verið á svo lélegum
launum að kaup á eigin húsnæði
hafa verið óhugsandi. Háar húsa-
leigugreiðslur eru því hluti mánað-
arlegra útgjalda þessara kvenna og
samkvæmt útreikningunum hér að
framan er greinilegt að fólk á bótum
Tryggingastofnunar hefur ekki bol-
magn í slíkt.
HELMINGUR SJOÐS-
FÉLAGA FÆR EINUNGIS
ÞRIÐJUNG
RÉTTINDANNA
Tölur um greiðslur íslenskra líf-
eyrissjóða eru ekki flokkaðar eftir
kyni viðtakenda. Það reyndist því
ógjörningur að fá upplýsingar um
hvað konur og karlar fá að meðaltali
greitt úr lífeyrissjóði á mánuði. Hjá
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
fengust hins vegar þær upplýsingar,
að 1.290 karlar væru með eftirlaun
eftir eigin störf, en einungis 546
konur. Þó fjárhæðir fylgdu ekki með
þessum tölum var okkur tjáð, að
konurnar fengju í flestum tilvikum
mun lægri upphæðir en karlarnir.
Þetta fékkst einnig staðfest hjá
Sambandi almennra lífeyrissjóöa,
þó óbeint væri. Þar eru nefnilega
ekki heldur til kyngreindar upplýs-
ingar um lífeyrisþega. í könnun
sambandsins meðal greiðandi fé-
laga kom hins vegar í ljós, að konur
eru núna að vinna sér inn mun
minni réttindi en karlar. Hvað þá
fyrir áratugum síðan. Greiðandi fé-
lagar reyndust samkvæmt könnun-
inni vera 52% karlar en 48% konur.
En skyldu réttindi þeirra innan líf-
eyrissjóðanna vera í sömu hlutföll-
um? Ekki aldeilis. Áunnin réttindi
karlanna voru 66% af sjóðunum, en
réttindi kvennanna einungis 34%!
Og, eins og fyrr segir, þá er hér um
að ræða félaga, sem enn eru að
greiða í lífeyrissjóðina.
15 KRÓNUM OFMIKIÐ
Það fólk, sem nú er á ellilífeyris-
aldri, er ekki alið upp við munað.
Þetta eru nægjusamir og þakklátir
einstaklingar, sem upplifað hafa
margt misjafnt. Þó kemur að því, að
jafnvel þessu fólki misbýður. Eftir-
farandi frásögn má lesa í bæklingi í
samantekt Póris S. Guðbergssonar
hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar, sem út kom á þessu ári:
„Eg er komin í aldursflokkinn. Ég
er bráðum 79 ára. Ég veit af fullri
reynslu hvað það er að vera ein-
mana einstæðingur...