Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 7
AFURDALÁN ÚT Á TÝNDA SKROKKA Afurðadeildir Landsbanka, Búnaöarbanka og Sam- vinnubanka eru nú að athuga hvort rangar upplýsing- ar hafa verið veittar varðandi magn þess kjöts sem bankarnir taka veð í við veitingu afurðalána. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins vantar 700 tonn af dilkakjöti, miðað við þær tölur sem upp höfðu verið gefnar og bankarnir tekið veð í og veitt lán út á. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYND MAGNÚS JÓNSSON Kindakjöt í bankakerfinu er nú leitaö að ígildi 700 tonna af dilkakjöti sem afurðalán að upphæð 117 milljónir króna hafa verið veitt út á. Magnús Friðgeirsson hjá SIS telur að allar tölur stemmi, en bankarnir hafa enn ekki lokið sinni rannsókn. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Helgarpóstsins er vinnslu málsins af hálfu bankanna ekki lokið og því engin niðurstöðutala komin um hugsanlega skekkju. Kom það fram í viðtölum við bankamenn að hér væri um flókið mál að ræða; kjöt væri geymt um allar jarðir, það skiptist í mismun- andi flokka og sumt gæfi rétt til afurðalána og annað ekki. Það væri því orðið mjög erfitt að halda utan um þessi mál. LÁN UPPÁ 117 MILLJÓNIR Ef þessi tala, 700 tonn, reynist rétt er hér um alvarlegt mál að ræða. Afurðalán veitt fyrir hvert kíló í úrvals- og fyrsta flokki nem- ur 178,80 kr. Fyrir 2. og 3. flokk eru veittar 162,65 kr. pr. kíló og fyrir 4.-6. flokk 109,40 kr. pr. kíló. Rúmlega 70% af dilkakjöti lenda í efstu flokkunum, 15% í öðrum og þriðja og um 13% í neðstu flokk- unum. Samkvæmt þessari skipt- ingu námu afurðalán á 700 tonn á dilkakjöti um 117 milljónum króna á síðasta hausti. Eðlileg rýrnun á lambakjöti er um 0,5%—1%. Bankarnir lána ein- göngu út á kjöt sem framieitt er innan fullvirðisréttar, en alls voru þær birgðir um 11.200 tonn á síð- astliðnu hausti. Eðlileg rýrnun ætti því að vera á bilinu 56—112 tonn. Mismunurinn er því um 600 tonn af dilkakjöti og er mjög erfitt að sjá hvernig hægt er að „týná' því magni, sem samsvarar um 40 þúsund dilkaskrokkum. SAMBANDIÐ SEGIST HAFA SKÝRINGU Bankarnir athuga árlega með birgðastöðu dilkakjöts á þessum árstíma, en nú mun fjármálaráðu- neytið hafa farið fram á að fylgjast með gangi mála. Magnús G. Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, staðfesti að á tímabili hefði litið svo út sem umrædd 700 tonn vant- aði, en nú hefðu fengist eðlilegar skýringar á því. Tölur hefði ein- faldlega skort frá 8 sláturleyfishöf- um, einni birgðageymslu SÍS auk þess kjöts sem geymt hefði verið á vegum SÍS í geymslum víða um landsbyggðina. Ekkert benti því til að misræmi væri milli birgða og birgðaskýrslna sem afurðalán eru byggð á. Heimildarmenn Helgarpóstsins innan bankakerfisins treystu sér hins vegar ekki til að staðfesta þessi orð Magnúsar að svo komnu máli. 9 MILUARÐA SKATTAHÆKKUN Kjarninn í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, undir verkstjórn Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, er stórfelld hækkun skatta, þar sem hækkun sölu- skattsins ber af. Mikil aukning ríkisútgjalda, þrátt fyrir niðurskurð til búnaðar-, útvegs- og orkumála — og loforð um kerfisbreytingu, sem enn er sem óútfyllt ávísun. Þeg- ar fjárlög yfirstandandi árs eru reiknuð upp um 17—18%, sem samsvarar verðlagsforsendum hins nýja frumvarps fyrir næsta ár, kemur í ljós um 9 milljarða króna hækkun skatta og 5,7 milljarða króna hækkun ríkisútgjalda. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Fjármálaráðherra leggur af stað með fjárlagafrumvarp þar sem fyrir- sjáanlegur 4 milljarða króna halli var fyrst skorinn niður í 1,3 millj- arða en síðar niður í „núllið" æski- lega. Mikil bjartsýni ríkir í ráðuneyt- inu um að það takist að halda ríkis- sjóði í jafnvægi og hræðir ekki þótt launaforsendur kunni að riðiast. Fjármálaráðherra boðar kerfis- breytingu með útstrikun nýrra er- lendra lána, afnámi ríkisábyrgðar á nýjum lánum sjóða og fyrirtækja og ríkisframlaga til atvinnuvegasjóða og uppstokkun á tekjuöflunarkerfi ríkisins. Hann boðar undanþágulít- inn söluskatt og hefur hafið þá að- gerð — gegn því að lækka sölu- skattsprósentuna síðar. Tekjuskatt- urinn hækkar með loforði um stað- greiðslukerfi og lækkun skattsins síðar. 9 MILLJARÐA SKATTAAUKNING Alls eiga heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári að hljóða upp á 59.563 milljónir króna. Uppreiknuð fjárlög yfirstandandi árs hljóða hins vegar upp á 50.560 milljónir króna og nemur raunhækkunin því um 9.000 milljónum eða 17,8%. Þyngst á met- unum er 4.375 millj. kr. hækkun söluskattstekna, en auk þess nemur raunhækkun tekjuskattsins 400 millj. kr„ innflutningsgjalda 850 millj. kr. og launaskattsins 760 millj. kr. Raunhækkun á tekjum ríkisins vegna brennivíns- og tóbaksneyslu landsmanna hljóðar upp á 960 millj- ónir og viðbótin á bifreiðaskattinn nemur 690 milljónum króna og hækkar um 67% að raungildi. Ríkisútgjöldin eiga á næsta ári að verða hin sömu og tekjurnar, 59.536 millj. kr. Þetta er 5.636 millj. kr. hækkun frá fjárlögum 1987 eða 10,5%. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir um 200 milljóna króna niður- skurð á framlögum til ýmiss konar búnaðarmála, um 470 milljóna króna raunlækkun vegna afturköll- unar á endurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegsins og um 220 milljóna króna niðurskurð á framlögum til orkumála. Munar mest um 2.930 milljóna króna raunhækkun fram- laga til heilbrigðis- og trygginga- mála, 1.780 milljóna króna hækkun til fræðslumála og 550 milljóna króna hækkun á afborgunum og vöxtum ríkissjóðs vegna uppsafn- aðra erlendra lána. FÆRT Á MILLI RÁÐUNEYTA Ýmsar lægri niðurskurðartölur má finna í fjárlagafrumvarpinu, sem þó vega þungt hjá viðkomandi „neytendum". Má nefna að framlög til menningarmála eru skorin niður að raungildi um 75 milljónir króna, þar af framlag til kvikmyndasjóðs um 25 milljónir. Lækkun framlags- ins til íþróttasambands íslands nemur 16,5 milljónum og til Ung- mennasambands íslands 6 milljón- um. Þau ráðuneyti sem eiga að eyða færri „raunkrónum" á næsta ári eru landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti framsóknarmannanna Jóns Helgasonar og Halldórs Ásgríms- sonar og iðnaðarráðuneyti sjálf- stæðismannsins Friðriks Sophus- sonar. Auk þess kemur fram á pappírnum raunlækkun útgjalda fjármálaráðuneytis alþýðuflokks- mannsins Jóns Baldvins Hanni- balssonar; sem hins vegar skýrist á einfaldan hátt: Liðurinn „launa- og verðlagsmál", sem í ár hljóðar upp á rúman milljarð króna, fellur nú nið- 11 MILLJARÐA KLÚÐUR Þegar fjármálaráðherrar landsins leitast við að skera niður milljón hér og þar í bákninu til að vega upp á móti hækkun skatta þá eru þeir reglulega truflaðir af mönn- um með svimandi háa bakreikninga til skattgreiðenda eftir klúður og sukk í verklegum framkvæmdum og rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja. Þetta vafðist líka fyrir Jóni Bald- vini Hannibalssyni fjármálaráð- herra, sem nú hefur lagt fram fjár- lagafrumvarp sem einkennist af skattahækkunum og niðurskurðar- klípum hér og þar. „Ég er helsár yfir því að þurfa að taka á móti slíkum ófyrirséðum og óvæntum byrðum af fjármála- glæframönnum. í þessum efnum þarf að koma til stefnubreyting og hún felst einmitt í þeirri ákvörðun nú að afnema ríkisábyrgð á lántök- um," sagði Jón Baldvin í samtali við HP. Lítum á nokkur dæmi af yfir- teknum lánum og sukkframkvæmd- um síðustu 5 árin. Upphæðir eru í milljónum króna á núgildandi verð- lagi samkvæmt lánskjaravísitölu. m.kr. Byggöalínur 1982 ............ 1.700 Kröfluvirkjun 1985 ......... 3.500. Rafmv. ríkisins 1986 ........ 2.200 Orkubú Vestfjaröa 1986 ........ 630 Hitaveita Akureyrar 1987 ...... 115 Hitav. Akraness og Borgarfj. .. 250 Flugstöbin Keflavík ......... 1.000 Útvegsbankinn ................. 750 Sjóefnavinnslan ............... 550 Hér eru upptaldar 10.700 milljón- ir króna eða um það bil 11 milljarðar króna og er þó langt frá því að allt sé talið upp sem kalla má sukk og klúður. En þessi upphæð svarar til þess sem Jón Baldvin ætlar að hala inn með tekju- og eignasköttum og vörugjaldi á næsta ári. Og þetta er vel hærri upphæð en á að verja til fræðslumála í landinu. Frumvarp til fjárlaga 1988 Fjárlagafrumvarpió 1988 Miðað við uppreiknuö fjáriög yfir- standandi árs hækka skatttekjur og aðrar tekjur ríkissjóðs um 9 milljarða króna. ur, „þar sem samningsbundnar launahækkanir við ríkisstarfsmenn koma til gjalda hjá einstökum stofn- unum“. Ekki lækkun, heldur til- færsla! BÚNAÐARFRAMLÖG HÆKKUÐ? Fjármálaráðherra er þess fullviss að stjórninni takist að halda fjárlög- unum hallalausum. Þó er ágreining- ur þegar risinn innan stjórnarinnar um aukin útgjöld til einstakra mála og má einkum búast við átökum vegna niðurskurðar framlaga til ýmiss konar búnaðarmála, saman- ber ummæli landbúnaðarráðherra hér á síðunni. Hann vill hækka á ný þessi framlög og er reiðubúinn til að afla tekna á móti — t.d. með stór- eignaskattinum sem sjálfstæðis- menn komu í veg fyrir. Það er ann- ars athyglisvert að af öllum tekjulið- um frumvarpsins hækkar eigna- skatturinn langminnst, eða aðeins um 3,6% að raungildi, og stendur reyndar í stað miðað við endurskoð- aða tekjuáætlun 1987. Þegar tillit er tekið til þess að hallalaus fjárlög, samdráttur í er- lendum lántökum, afnám ríkis- ábyrgða með aukinni ábyrgð lán- takenda og kerfisbreyting í ríkisbú- skapnum eru sjálfsögð mál sem all- ar skynsamlegar stjórnir hljóta að stefna að, þá stendur eftir þessi meginniðurstaða: Stórhœkkun skatta langt umfram niöurskuröinn. HEF EKKISAMÞYKKT „Þetta er ekki samþykkt af mér. Þegarþetta var afgreitt í ríkisstjórn- inni kom okkur ekki saman um þetta, mér og fjármálaráöherra, og þaö var samþykkt að skipa nefnd fulltrúa stjórnarflokkanna til aö fjalla um þessi málefni landbúnaö- arins og reyna að leysa þennan ágreining. Þaö er ágreiningur um Rannsóknastofnun landbúnaöar- ins, um Búnaöarfélagiö, um Áburöarverksmiöjuna, um jarö- rœktarniöurskuröinn, um tilrauna- stöövarnar og fleira." Þetta hafði Jón Helgason land- búnaðarráðherra að segja HP um þann niðurskurð til búnaðarmála sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi Jóns Baldvins fyrir 1988. Hann ítrekaði að nefnd stjórnarflokk- anna, sem í eru Páll Pétursson, Egill Jónsson og Eiður Guðnason, ætti eftir að gera tillögur um þessi mál og að það væri alþingis að sam- þykkja frumvarpið. „í þingflokki Framsóknarflokks- ins hefur fyllilega verið tekið undir mína fyrirvara. Ég veit þó ekki hvaða vonir ég á að gera mér um hækkun á framlögum til þessara liða, en þá verður að koma tekju- Jón Helgason landbúnaðarráðherra „Ég hef mína fyrirvara. Það er ágrein- ingur um þessi mál." aukning á móti. Þá kemur ýmislegt til greina, ég nefni tillögur um hækkun eignaskatts á stóreignum, sem enn hefur ekki fengið stuðning. Við höfum að sjálfsögðu ekki skipt um skoðun." HELGARPÓSTURiNN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.