Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfuíltrúi: Egill Helgason Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garðar Jensson, Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Nýir misgengishópar Á síðustu stundu tók ríkisstjórn upp væntanlegt fjár- lagafrumvarp og lagði fyrir Álþingi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir niðurskurði, skattahækkun og hallalausum fjárlögum, sem þykir mikils um vert. Frumvarpið er kreppufrumvarp og ætlað að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Því er ætlað að draga úr erlendum lánum auk þess sem gert er ráð fyrir að niðurstaðan verði minni halli á við- skiptum við útlönd en áður var út reiknað. Hátt vaxtastig í landinu — sennilega það hæsta á Vest- urlöndum — er ótvírætt merki þess að það er vöntun á fé í hagkerfinu. Og vextir hafa tekið flug upp á við síðustu mánuði. Meðalvextir útgefnir af Seðlabanka íslands hafa t.a.m. hækkað um 80—90% á síðustu tíu mánuðum, dráttarvextir um 60% og þannig mætti lengi telja. Við þetta bætist möguleikinn á að aðhaldsaðgerðir ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar, sem svo eru kallaðar, muni gera fé ennþá dýrara og að vextir muni hækka frekkar. Vaxtahækkun dregur að öllum líkindum úr neyslu þess hluta almennings sem e.t.v. fleytir sér áfram á lánum, en það er engin trygging fyrir því að þjónustugreinar atvinnulífsins velti ekki áfram háum fjármagnskostnaði út í verðlagið. Það er raunar allt eins Iíklegt að takmark- aður aðgangur í erlent lánsfé auki eftirspurn eftir inn- lendu lánsfé og ýti undir frekari vaxtahækkun. Nú heyrir það sennilega til undantekninga að launa- menn fjármagni heimilishald, eða neyslu, með dýrum lánum, en einn þáttur í rekáíri sumra heimila er rekinn á háum lánum. Það er húsnæðisþáttur heimilisrekstrar. Og hér skiptir vaxtastefna stjórnvalda miklu máli. Vitað er að félagsmálaráðherra undirbýr nú frumvarp til breyt- inga á lögum um húsnæðislán. Vitað er að í þeim breyt- ingatillögum eru menn að tala um verulega vaxtahækk- un á húsnæðislánum — jafnvel aftur í tímann. Og það er einmitt á þessum punkti sem aðhaldsaðgerðir og vaxta- stefnan hitta almenning í bakið. í fljótu bragði virðist ríkisstjórnin vera að búa til nýja „misgengishópa" úti á húsnæðismarkaðinum. Það ræðst vitaskuld af frumvarp- inu sem félagsmálaráðherra leggur fram um húsnæðis- lánakerfið á næstu dögum, en þegar húsnæðismál eru skoðuð í samhengi við vaxtastefnu og ný fjárlög má reikna með enn einum óleysanlegum húsnæðis- hnútnum. Bankar á refilstigum Það er gömul saga og ný að aldraðir eiga talsvert spari- fé á almennum sparisjóðsbókum. Þessir reikningar bera lága vexti, lægri vexti en verðbólgan mælist. Það fé sem bankarnir taka að láni hjá almenningi á þessum lágu vöxtum lána þeir út á vöxtum sem liggja langt yfir verð- bólgu. í Helgarpóstinum í dag er fjallað um þennan þátt í rekstri banka. Niðurstaðan er sú í stuttu máli, að bank- arnir hafa af þessum tryggu viðskiptavinum sínum milljarð á ári og er það tvöfalt hærri upphæð en rekstrar- afgangur bankanna var á síðasta ári. Bankastjórarnir sem talað er við af þessu tilefni eru allir fremur leidir vegna þessara hluta, en sjá ekki hvernig breyta má ástandinu. Það er í þessu sambandi rétt að benda Seðlabanka- stjórum og viðskiptaráðherra lýðveldisins á að enn eru lög í landinu, t.d. Olafslög — sett snemma árs 1979 — þar sem gert er ráð fyrir því að raunvextir séu gildandi. Og enda þótt bankar telji sig sleppa framhjá þeim lögum með því að bjóða gullna trompreikninga, þá stendur eftir að þeir sniðganga anda Ólafslaga. Og ef lögin halda ekki þá verður að breyta þeim. Það er ekki bannað með lög- um að breyta lögum. Eða ætla nefndir ábyrgðaraðilar bankakerfisins að horfa upp á það þegjandi að þeir stundi þessi viðskipti áfram? 10 HELGARPÓSTURINN sápuóperum, fratmat, Gunsmoke og Bonanza. Kannski var þetta bara öfund þeirra sem ekki komust í kjöt- katlana í Viking Club og Andrews Theater, heldur máttu lifa við harmonikkumúsík og ungmenna- félagsanda. En núorðið þætti sá ís- lendingur meira en lítið skrítinn sem teldi sig hafa eitthvað að sækja á Beisinn sem hann fær ekki í alls- nægtunum í Reykjavík. Það hafa orðið endaskipti á hlut landans og kanans; hnípnir og umkomulausir Texaspiltar á frívakt flökta eins og skuggar um Laugaveginn með flóttablik í augum. Við þeim hlær enginn kvenmaður lengur. Þeir eiga enga Kringlu á Vellinum. Það er ekki nema Geir R. Andersen sem á Sturladir af poppi Það er búið að skera upp herör gegn poppi og líklega bara spurt um það hvenær hatursmenn þessarar tegundar af músík bindast samtök- um, gera breiðfylkingu og fara í krossferð. Og þá mega popparar þessa lands fara að vara sig, því það eru engir aukvisar sem verða æði hornóttir þegar þeir heyra óm af poppmúsík. Nei, þarna er til dæmis Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, og er þeirrar fullvissu að ’68-kynslóðin margumtalaða hafi aldrei verið til og hefur verið meinlega við popp allar götur síðan sonur hans, rit- stjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum, og félagar hans, upprennandi stofu- kommar, áttu Bob Dylan og Jimi Hendrix að æskuvinum. I staðinn fyrir að banka geðvonskulega í þil og skipa þeim félögum að skrúfa fyrir háreystina fór Árni að skrifa í blöðin með þá kenningu að leiðar- ljósi að poppið væri ópíum ungs fólks á tuttugustu öld; uppsteytur æskulýðsins ekki nema söngur og spilerí, plötuhlustun og hljómleika- fár. Og, segir Árni í nýlegri grein í tímaritinu Mannlífi: „í þessu fékk fólk útrás fyrir mótþróahneigð og jafnvel einlæga löngun til að breyta og bæta heiminn. En sú viðleitni komst aldrei á alvarlegra stig, því að orkan og tíminn fór að mestu í eitt eilífðarinnar hringsól eftir nýjum poppvindi, uns allur vindur var úr fólkinu." „Markaðurinn," segir Árni, lagði línurnar af „alkunnu fésýslunæmi, með því að virkja mótþróahneigð æskufólks í sína þágu .. . Það var átakanlegt, að efnilegt vinstra fólk skyldi verða svo hugfangið af um- ræddri markaðsblekkingu, að margir hafa enn ekki losnað við hana. Alvarlegast var þó, þegar vinstri menn gerðu einstakar popp- stjörnur að andlegum leiðtogum sínum." Segir Árni og telur fráleitt að markaðsöflin séu blind, heidur ætl- ar þeim bæði skynsemi og vit. Nú er það samt Tíminn sem slæst hvað heiftarlegast gegn poppbrjál- æðinu. Uppruna sínum trúr er Tím- inn náttúrlega ekki díalektískur í þungum áfellisdómum sínum, líkt og Arni, heldur eru viðhorfin þjóð- ræknisleg og eiginlega í rökréttu framhaldi af sjálfstæðisbaráttunni, Passíusálmunum, Fjölni og fjögurra alda formyrkvun islands. Eða reis ekki upp biskup á Islandi „sem hafði þann metnað til að bera að hann lét þýða biblíuna á íslensku" á tíma engrar fjölmiðlunar „þegar hvergi heyrðist í Stevie Wonder og kven- sköss á borð við Tinu Turner voru fjarlægur grunur í svörtustu myrk- viðum Afríku"? Um tíma þótti það góð og gild skoðun að suðurnesjamenn væru óæðstur kynstofn á íslandi, einfald- lega vegna þess að þeir lifðu stein- kast frá Keflavíkurbeisnum og öll- um þeim óbeislaða kúltúr sem hon- um fylgdi: dósagosi, poppmúsík, ennþá þá hugsjón að skrúfa aftur frá kanasjónvarpinu. En samkvæmt höfundi Tímabréfs erum við samt ekki enn búin að bíta úr nálinni með lágkúltúrinn af Keflavíkurflugvelli. Poppforstjórar útvarps- og sjónvarpsstöðva hafa óskiptir heigað sig þeim anda sem forðum ríkti æðstur á Suðurnesjum. Afleiðingarnar eru auðvitað óskap- legar: gamalt fólk fær ekki að deyja í friði á spítulum fyrir poppi, poppið smýgur alls staðar í merg og bein, það er popp í leigubílum, strætis- vögnum, á veitingahúsum og jafn- vel á lesstofu Landsbókasafnsins. Upp úr poppinu vaxa svo kynslóðir eftir kynslóðir af þroskaheftu ís- lensku æskufólki. Eða hvað segir ekki Tíminn: „Ensku textarnir, ópin, stunurnar og skruðningarnir eru þá orðnir það veganesti, sem æskufólk á greiðast- an aðgang að. Þótt útvarpsstöðvarn- ar séu ekki orðnar gamlar hafa ein- staka aðilar orðið sér úti um þetta veganesti sem nú eru komnir um fimmtugt og láta engan bilbug á sér finna. Þeir eru ekki viðmælandi um neitt nema poppmúsík. Þetta gamla popplið, sem ekki virðist hafa haft tök á því að fullorðnast, bendir nokkuð til þess sem koma skal, þeg- ar útvarpsstöðvakynslóðirnar fara að fullorðnast. Þá verður um að ræða stóran hluta þjóðarinnar sem veit meira um Tinu Turner en for- seta lýðveldisins." Egill Helgason Fjölmidlafrelsi eða réttur til að troða fólki um tær Hvert er vinsælasta fréttaefnið? Uppljóstranir um hneykslanlegt athæfi einstaklinga. Hvert er hlut- verk frjálsra fréttamiðla? Er það sala á vinsælu fréttaefni eða kannski eitthvað annað? Barátta fyrir lýðræði er fyrst og fremst barátta fyrir tjáningarfrelsi og barátta fyrir tjáningarfrelsi er barátta fyrir frjálsum fjölmiðlum en ég lít á fréttamiðla sem hiuta þeirra. Frjálsir fréttamiðlar eru því mæli- kvarði á frelsi manna. Áhrif frétta- miðla eru gífurleg og fara vaxandi. Kurt Vonnegut lýsti í fyrirlestri fyrir skömmu hve risavaxnar breyt- ingar hafa orðið í fjölmiðlamálum á þessari öld. Faðir Vonneguts átti 20 bækur. Þetta var þegar ekki var til sjónvarp, varla til útvarp og dagblöð fá. Á því sér maður hve stóran sess efni hverrar bókar hefur skipað í lífi þessa manns. Venjulegur íslendingur les líklega tvö dagblöð á dag og a.m.k. eitt tímarit á mánuði, horfir á eina leikna mynd auk frétta og fræðslu- þátta daglega o.s.frv. Við innbyrð- um vikulega álíka mikið af frásögn- um í fjölmiðlum og faðir Vonneguts eða afar okkar innbyrtu á heilli ævi. Við sem erum á fimmtugsaldri berum tvíræðar tilfinningar í brjósti hvað fréttamiðla varðar. Við þekkj- um vel harðstýrða fréttamiðla þar sem ritskoðun var beitt óvægilega og engar skoðanir leyfðar sem ekki pössuðu í kramið. Við upplifðum líka þá stórkostlegu hluti sem gerð- ust á sjöunda og áttunda áratugnum og voru verk fréttamiðla. Ráðamenn, harðstjórar, hags- munaverðir og allir þeir sem hag- nýta sér upplýsingaskort almennings vanmátu fjölmiðlabreytinguna eftir stríð. Á þessum árum fóru frétta- miðlar fram úr björtustu vonum þeirra sem á horfðu. Fréttamiðlar komu mönnum í eða úr fangelsi, þeir drógu aðgerðir valdhafa í efa, þeir beindu athygli okkar að hörm- ungum stríðs, að kúgun, að sóun og spillingu. Eru fréttamiðlar of áhrifamiklir? Frá sjónarhóli ritstjóra eflaust ekki, en trúlega eru þó margir sem finnst áhrif þeirra mikil og oft vafasöm. Hvar eru mörkin á milli uppljóstr- ana um mikilvæg mál og tilgangs- lausrar hnýsni í einkahagi fólks. Það er erfitt að draga þau mörk oft á tíð- um, en það er auðveldara að svara spurningunni um það hvort frétta- mennska er sala á vinsælu frétta- efni, því það á hún ekki að vera. Fréttamiðlar eiga að vera gagnrýnir á allt og alla, líka sjálfa sig. Sala á vinsælu fréttaefni er sölumennska, en ekki blaðamennska, og það er regindjúp á milli þess að sýna hlut- ina í sínu besta ljósi og að sýna þá í sínu rétta ljósi. Sú tegund upplýsingar sem frétta- miðlar eiga að beita veldur þeim líka mestum vandræðum og erfið- leikum. Frelsið er vandmeðfarið. í nokkuð þvældum dægurlaga- texta segir að frelsi sé bara fínt orð fyrir þær aðstæður þegar þú hefur engu að tapa. Samkvæmt því ert þú alfrjáls þegar þú þarft ekki að taka tillit til eins eða neins, hvorki hjá þér sjálfum eða öðrum. Þetta tæra frelsi er hrollvekjandi og ægilegt. Það er grimmt. Maður- inn er grimmur vegna þess að hann skynjar mun á góðu og illu. Skynjun góðs og ills gerir honum líka kleift að sýna tillitssemi. Vandi og erfiðleikar frjálsra frétta- miðla felast í því að segja sannleik- ann án tillits til afleiðinganna fyrir sig eða aðra, en sýna jafnframt ein- staklingum og tilfinningum þeirra sanngjarna tillitssemi. Fréttamiðlar eiga að vera þras- gjarnir, þrjóskir, hnýsnir og gagn- rýnir. Fréttamiðlar mega ekki taka meira tillit til sjálfra sín en annarra, sölumennska er ekki blaða- mennska. Fréttamiðlar eiga ekki að hafa yfir sér nema einn dómstól, sem er al- mennirigsálitið. Fréttamiðlar geta aldrei náð rétti sínum gagnvart upplýsendum sín- um þar eð það þýddi brot á trúnaði. Finnist okkur frjálsir fréttamiðlar neikvæðir og þrasgjarnir eigum við að reyna að ímynda okkur hinn kostinn. „ ,, „ ..., Stefan Benediktsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.