Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 5
MILLJARBI Af SPARIBOKUM Með því að bjóða neikvæða raunvexti á almennum sparisjóðsbókum hefur bankakerfið haft 584 milljónir króna af eigendum þessara bóka frá ársbyrjun til loka september í ár, og er þá miðað við hvað bankar hefðu annars greitt í vexti til að verja fé þetta verðbólgurýrnun. Eigendur þessa sparifjár fá því að greiða tæplega 8% vexti til bankanna fyrir að fá að geyma fé sitt þar á reikn- ingum. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYNDIR JIM SMART >ann 1. mars 1986 var viöskipta- bönkum og sparisjóðum fengið vald til að ákvarða innlánsvexti sjálfir. Stefna þeirra, að bjóða neikvæða vexti á rúmlega 12 milljarða af sparnaði einstaklinga, er því algjör- lega á þeirra eigin ábyrgð. Með nýj- um lögum virðist Seðlabankinn kominn í hlutverk áhorfandans. MILLJARÐUR Á ÁTTA MÁNUÐUM Almenningur hefur hins vegar í hendi sér að snúa þessu dæmi við. Ef þær innstæður sem nú liggja á al- mennum sparisjóðsbókum hefðu legið á opnum, verðtryggðum 6 mánaða reikningi hefðu vaxtatekj- ur innstæðueigenda á þessu 8 mán- aða tímabili verið rúmum milljarði króna hærri. Slík tilfærsla almennings á fjár- munum þýddi hins vegar breytt við- horf á bankamarkaðnum þar sem bankar þyrftu að taka útlánsvexti og þá vexti sem boðnir eru á sérkjara- reikningum til gagngerrar endur- skoðunar. í viðtölum við bankastjóra hefur komið fram að almenna sparisjóðs- bókin, hafi „orðið á eftir" í öllum lúðrablæstrinum um sérkjarareikn- inga bankanna og það þrátt fyrir að hún hafi ýmsa kosti umfram önnur innlánsform, svo sem að í henni megi taka handveð. Þessi þróun sé miður, en hins vegar sé ómögulegt að hækka vexti á almennum spari- sjóðsbókum nema þá að hækka út- lansvexti eða lækka vexti á sér- kjarareikningum. Bankakerfið hafi einfaldlega ekki efni á því. SAMKEPPNIN KOSTUÐ MEÐ ÞJÓFNAÐI Aukið frelsi bankastofnana hefur leitt til aukinnar samkeppni þeirra í millum. Sú samkeppni hefur leitt til þess að boginn hefur verið spenntur til hins ýtrasta við tilraunir til að yf- irbjóða sérkjarareikning næsta banka. Sérkjarareikningarnir, sam- kvæmt orðum bankastjóranna, eru því svo dýrir að ekkert svigrúm er til að hækka vexti á 12 milljarða inn- stæðu einstaklinga bundinni á al- mennum sparisjóðsbókum. Samkeppni bankanna er með öðr- um orðum kostuð með „þjófnaði" á stórum hluta af sparifé landsmanna. Áðurnefnt sparifé brennur ekki upp á einhvern óskiljanlega máta milli stafs og hurðar. Bankarnir lána það einstaklingum, en þó einkum fyrirtækjum, og þá skortir ekki upp á að vextirnir séu ofar verðbólgu- Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðar- banka íslands. „Það má segja að óbeint hafi þetta brambolt í kringum sérkjarareikning- ana komið niður á sparisjóðsbók- inni." stiginu. Vextir á verðtryggðum lán- um bankanna bera u.þ.b. 7,5% vexti, umfram verðtryggingu, á því tímabili sem hér um ræðir. Hlutfall innlána við árslok 1985 var þannig að fyrirtœki áttu 20,4% innlána, en einstaklingar 53,8%. Hins vegar fengu fyrirtæki 71,3% allra útlána bankanna, en einstakl- ingar 21,3%. ALDRAÐIR EIGA HELMING SPARI- INNLÁNA Það má leiða að því sterkar líkur að stærsti aldurshópurinn sem á fé sitt á almennum sparisjóðsbókum sé fólk á aldrinum 60 ára og eldra. í grein í Fjármálatíðindum frá fyrsta ásfjórðungi þessa árs er í fyrsta skipti sýnd skipting innlána einstaklinga eftir aldurshópum mið- að við innlánaform. Þar sést að aldurshópurinn 60 ára og eldri á 50,7% allra innlána í flokknum al- menn spariinnlán, sem er að megn- inu til innstæður á almennum spari- sjóðsbókum. Þó þessi flokkun sé frá áramótum 1985—86 er ekki ástæða til að ætla að hlutur þessa aldurshóps í inn- stæðum á almennum sparisjóðs- bókum hafi farið minnkandi. GRÆTT Á TREGÐU- LÖGMÁLI OG VANÞEKKINGU Bankarnir bera því við að fólk sé sjálfrátt að því hvar og hvernig það ávaxtar peninga sína. Aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans sagði í samtali við Helgarpóstinn, að ein ástæða fyrir lágum vöxtum banka á almennum sparisjóðsbókum væri sú að eigendur þeirra fylgdust ekki með vaxtaþróun, og því skorti bankana brýningu til að hækka þá vexti. Það væru gömul lúmskheit bankanna ad láta sparifjáreigendur sjálfa taka frumkvœdi ad því ad skipta yfir á hagstœdari reikninga, því reynslan væri sú að tregðulög- málið ásamt vanþekkingu við- skiptavina bankanna leiddi alltaf til þess að bankarnir græddu. HÖFUM EKKI EFNI Á AÐ BREYTA ÞESSU ,,Við höfum haft áhyggjur af því að almenna sprisjóðsbókin hefur verið víkjandi sem sparnaðarform Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka íslands. „Aldrei verið túlkað þannig að við séum skyldugir til að vera í einhverj- um augiýsingalegum djöfulgangi." og við höfum mœtt því núna með því að hækka vextina um 3% á síð- ustu tveimur mánuðum," sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, í samtali við Helgarpóst- inn. „Við vorum farnir að hækka vext- ina áður en áminning Seðlabanka kom til. Það er hins vegar rétt að við erum enn um 4% undir verðbólg- unni með vextina. Við vitum af þessu og ætlum að reyna að leið- rétta þetta með því að þoka þessum vöxtum upp.“ Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðar- banka íslands. „Það má spyrja sig að því hvort sér kjörin séu ekki komin of hátt." En af hverju bjóðið þið upp á bœkur með neikvœðum raunvöxt- um? „Ja, það má spyrja sig að því hvort sérkjörin séu ekki komin of hátt.” Hefur bankakerfið ekki efni á að hœkka innlánsvexti á almennum sparisjóðsbókum þannig að fólk tapi ekki á þeim? „Miðað við sérkjörin þyrftum við að hækka útlánsvexti á móti til að ná því. Nema þá við lækkuðum sér- kjörin.“ ÞJÓFNAÐUR BANKANNA Vextir á almennum sparisjóðsbók- um eru nokkuð misjafnir eftir banka- stofnunum. Samkvæmt útreikning- um Seðlabanka íslands gáfu meðal- talsvextir á þessum bókum um 8,8 prósenta vexti á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1987. Heildarinnlán bankastofnana á al- mennum sparisjóðsbókum voru 12.122 milljónir króna þann 31. ágúst síðastliðinn. Vaxtagreiðslur bankanna af þeirri upphæð hafa því numið 1.066 millj- ónum króna á timabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1987. Ef heildarinnlánin hefðu hins veg- ar verið bundin lánskjaravísitölu frá janúar til ágústloka hefðu þau hækk- að úr 12.122 milljónum króna í 13.772 milljónir króna, eða um 1.650 milljónir króna. Mismunurinn á verðtryggingu, samkvæmt lánskjaravísitölu og vaxtagreiðslum bankanna, er því 584 milljónir króna á þessum átta mánuðum. Það jafngildir um 876 milljónum króna á árinu öllu. Þessi upphæð, 584 milljónir króna, er það sem bankarnir taka af eigend- um sparisjóðsbóka fyrir að geyma peninga þeirra. Hún jafngildir því að bankarnir taki 7,8% prósenta vexti fyrir geymsluna, ef miðaö er við að sparifé eigi að vera verðtryggt. Ef þessar sparisjóðsbækur bæru hliðstæða vexti og verðtryggðir og óbundnir sex mánaða reikningar hefðu þær gefið urn 17,6 prósenta vexti á þessu sama tímabili; 1. janúar til 31. ágúst 1987. Vaxtagreiðslurbankanna hefðu þá hækkað úr 1.066 milljónum króna i 2.133 milljónir króna, af þeim 12.122 milljónum króna sem bundnar voru á almennum sparisjóðsbókum þann 31. ágúst síðastliðinn. Þegar áhrif verðbólgu, samkvæmt lánskjaravístölu, hafa verið dregin frá stæðu þá eftir483 milljónir króna, sé miðað við fyrstu átta mánuði árs- ins. Vextir af þessari innstæðu yrðu því 725 milljónir króna á þessu ári. Ef reiknað er með því að kjör þess- ara reikninga séu eðlileg, miðað við almennan sparnað, má segja að eig- endur hafi tapað 1.067 milljónum króna til bankannafrá 1. janúartil 31. ágúst á þessu ári. Tap eigenda spari- sjóðsbóka vegna þeirra vaxtakjara sem bankarnir bjóða stefnir því í 1.600 milljónir króna á árinu öllu. Til samanburðar má geta þess að rekstrarafgangur alls bankakerfisins var á síðasta ári 475 milljónir króna. -gse Hefur samkeppm bankanna a ser- Landsbanki íslands Banki allra landsmanna -mtim fanki ™ múa, aimenna SPA„AÐARAOraRÐ Mtauotar bunaðarbánkinn ' trausturbankí .VÉRZlUNRRBflNWNN SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Eigendur sparisjóðsbóka geta ekki tekið undir slagorð bankanna. Peir hafa þurft að sjá af rúmum milljarði króna af eðlilegum vöxtum til bankanna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þrátt fyrir fögur orð í auglýsingum ríkja enn neikvæðir vextir í íslenska bankakerfinu. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.