Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 26
 Kristján Steingrímur á Kjarvalsstöðum Á laugardaginn opnar Kristján Steingrímur, málari sem á ættir að rekja norður til Akureyrar, sýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Þetta er iangstærsta einkasýning Kristjáns til þessa og sú fyrsta á Islandi í fjögur ár. Kristján er þrítugur að aldri og hefur líkt og margir jafnaldrar hans farið ýmsar krókaleiðir í myndlist- inni. Hann stundaði nám í nýlista- deild Myndlista- og handíðaskólans 1977—81, á tíma uppákoma, gjörn- inga og alira handa tilraunabú- skapar. Þó hélt hann alitaf vissri tryggð við málverkið og síðustu fjögur árin hefur hann stundað nám í málaralist í Ríkislistaskólanum í Hamborg hjá þekktum prófessor sem Bernd Koberling heitir. En nú er Kristján Steingrímur sumsé kominn heim, lætur slag standa og sýnir hvað honum hefur orðið ágengt í listinni suður í Þýska- landi. A sýningunni á Kjarvalsstöð- um er á fimmta tug málverka, olíu- málverk, sem sum hver eru þó unn- in með blandaðri tækni, eins og það heitir — Kristján þrykkir inn á mál- verkin dúkristur með ýmsum kunn- uglegum mótívum. Sjálfur segir Kristján að núorðið einkennist myndir hans af meiri lita- gleði en áður var, þótt enn hafi hann mikið dálæti á dökkum og djúpum tónum. Það sé jafnvel styttra í real- isma en áður hefur verið í myndum hans. Látum samt verkin tala. Sýningin hefst sem fyrr segir á Kjarvalsstöðum laugardaginn 17. október og lýkur 2. nóvember. LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið Opið eftir samkomulagi, sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 Haustsýning á verkum Ásgríms. Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30—16.00. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garðastræti: Margrét Jónsdóttir sýnir málverk til 25. október. Gallerí Borg Kjartan Guðjónsson sýnirteikningar, vatnslitamyndir og olíumálverk 15.—27. okt. V/Austurstræti upp- hengi. Gallerí Gangskör Pétur Behrens sýnir vatnslitamyndir og teikningar til 18. október. Gallerí Grjót Ásgeir Lárusson sýnir verk unnin með blandaðri tækni. Gallerí Svart á hvítu Georg Guðni sýnir oliumálverk og teikningar til 1. nóvember. Galleri Hallgerður Guðný Magnúsdóttir sýnir leirkera- verk til 25. október. Opið daglega frá 14—18. Gailerí Langbrók — textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Hafsteinn Austmann sýnir vatnslita- myndir til 24. okt. Hafnargallerí Alda Sveinsdóttir og Kristín Arn- grímsdóttir sýna fram að helgi. Kjarvalsstaðir Kristján Steingrímur, Félag íslenskra gullsmiða og Guðmundur Thorodd- sen o.fl. sýna verk sín til 1. nóv. Leikhúsið í kirkjunni Kaj Munk sunnudag kl. 16.00, mánu- dag kl. 20.30. Listasafn Einars Jónssonar Opið 13.30—16.00 laugar- og sunnu- daga. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga frá 11—17. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Helgi Sigurðsson sýnir málverk og blýantsteikningar til 18. okt. Norræna húsið: Finnska grafíklistakonan Outi Heis- kanen sýnir í anddyri hússins til 1. nóvember. Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli föstudag kl. 20.00. Ég dansa við þig laugardag og sunnu- dag kl. 20.00 Bílaverkstæði Badda sunnudag, þriðjudag, miðvikudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur Dagur Vonar fimmtudag og laugar- dag kl. 20.00. Faðirinn föstudag kl. 20.30. Djöflaeyjan fimmtu-, föstu- og laugardag kl. 20.00. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr í Kongó? laugardag kl. 13.00. Sýningarstaður. í Kvosinni. Eih-leikhúsið Saga úr dýragarðinum. Frumsýning laugardag kl. 14.00. Sunnudag og miðvikudag kl. 20.30. Sýningarstað- ur: Djúpið (kjallari veitingastaðarins Hornsins). KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Bláa Betty (Betty Blue). Sýnd kl. 9 í Bíóhöllinni. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnt kl. 9 í Bíóhöllinni. Herdeildin (Platoon). Sýnd kl. 9 og 11.15 í Regnboganum. Komið og sjáið (Come and See) Rússneska stórmyndin sýnd kl. 7 og 10 í Laugarásbíói. ★★★ Tveir á toppnum (Lethal Weapon). Sýnd kl. 5 og 11.10 í Bíóborg. Óvænt stefnumót (Blind Date). Sýnd kl. 7 í Stjörnubíói. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Sýnd kl. 5, og 9 Bíóhöllinni. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7 í Bíó- höllinni. Seinheppnir sölumenn (Tin Men). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. Steingarðar (Gardens of Stone). Sýnd kl. 5, 9 og 11 í Stjörnubíói. Nornirnar frá Eastwick (The Witches of Eastwick). Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10 í Bíóborginni. Hálfmánastræti (Half Moon Street). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Hryllingsóperan (Rocky Horror Picture Show). Sýnd í Bióhúsinu kl. 11. ★★ Valhöll Sýnd kl. 5 í Laugarásbíói. Vild'ðú værir hér (Wish You Were Here). Sýnd kl. 9 í Regnboganum. Svarta ekkjan (Black Widow). Sýnd kl. 7 og 9.05 í Bíóborg. Hver er stulkan? (Who's That Girl?) Sýnd kl. 5, 7 og 11.10 i Bíóhöllinni. Malcolm Sýnd kl. 3, 5, og 7 i Regn- boganum. Eureka Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Laug- arásbíói. Beverly Hills Cop 2 Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í Háskólabíói. Hefnd busanna (Nerds in Paradise). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Fjör á framabraut (The Secret of my Success). Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10 í Laugarásbíói. Omega-gengið (Omega Synd- rome). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. ★ Stjúpfaðirinn (The Stepfather). Sýnd kl. 3, 5, 7,9 og 11.15 í Regnbog- anum. Samtakanú. Sýnd kl. 3, 5,7 og 11.15 í Regnboganum. Superman. Sýnd kl. 3, 5 og 7 í Regn- boganum. O Lögregluskolinn 4. Sýnd kl. 7.15 og 11.15 í Bíóhöllinni. Herklæði guðs (The Armour of God). Sýnd kl. 9 og 11.15 í Regnbog- anum. NÝJAR Hjónagrín. Frönsk gamanmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðíungs ★ þolanleg O mjög vond DJASS Ljúfur Eydal Þaö var gaman í Heita pottinum sl. sunnudagskvöld. Þá kom fyrsti gesturinn utan af landsbyggðinni til að djassa þar: Finnur Eydal barítón- og klarinettleikari frá Ak- ureyri. Sumir þekkja Finn aðeins af Bjórkjallaranum, en sá söngur fékk að hvíla sig þetta kvöld. Efnis- skráin samanstóð af djassklassík og ballöðum — en þær láta hóg- værum stíl Finns best. Hann blés m.a. Autumn Leaves ljúflega í klarinettið með klassískum tón, en þegar The Nearness of You hljómaði úr voldugum barítónin- um var tónninn í ætt við Sergio Charloff með „möllígönskum" innslögum. Finnur blés lagið án útúrdúra af þeirri inngrónu melódísku tilfinningu sem bestu menn af hans kynslóð búa yfir. Svo var blús o.fl. af ætt Ellingtons og Parkers. Finnur var ekki eins í essinu sínu í þeim verkum og ball- öðunum — nokkuð andstuttur, en mikið fjári blés hann Four fallega. Hilmar Jensson lék nokkur lög á gítar með kvartetti Finns. Lipur drengur. Ekki get ég sagt af né á um leik Kjartans Valdimarssonar þetta kvöld — rafborðið sem hann lék á sá fyrir því. Trommarinn Birgir Baldursson fór næmum höndum um settið með burstun- um og á bassann Tómas R. Einars- son; sannkallaður pétur Heita pottsins en ekki tómas. Kannski hefði verið betra að fá reynda svíng-gaura til að leika með Finni, en sveinarnir ungu stóðu sig vel og er ánægjulegt að heyra þá túlka list feðra sinna. Á sunnudagskvöldið kemur kraumar ábyggilega og sýður í Heita pottinum því þá verður Rúnar Georgsson meistaratenór- isti þar á ferð með Agli B. Hreins- syni, Tómasi R. Einarssyni og Birgi Baldurssyni. Conte Candolin: Fine and Dandy (Affinity/Skífan). Finnur Eydal hlustaði mikið á Woody 7/erman-bandið því þar „Finnur blés án útúrdúra af þeirri inngrónu melódísku tilfinningu sem bestu menn af hans kynslóö búa yfir," segir Vernharður m.a. í umsögn sinni. blés Sergie Charloff í barítón. Þar var líka annar piltur sem blés eins og engill: Trompetleikarinn Conte Candolin; bróðir hans Pete var helsti háasés-blásari í Herman- bandinu en Conte blés alla bestu trompetsólóana. Enn í dag er hann í fullu fjöri og hann var sann- arlega í fullu fjöri þegar þessi skífa var hljóðrituð árin 1954 og 1955. Hann er ekkert ólíkur Marsalis nú að ballöðurnar voru blásnar í góðu tempói og af fítonskrafti. Tit- illagið er ein heljarveisla fyrir þá sem vilja heita sveiflu og inni- haldsríka yfirferð og mikla tækni. Það fer ekki á milli mála að Conte er einn af helstu virtúósum djass- trompetsins og þar með alls trompetleiks — en hann er líka fínn djassleikari með tilfinningu fyrir sveiflu og næmi til að byggja upp heilsteypta sólóa. Allir sem gaman hafa af góðum trompetleik og vesturstrandarsveiflu ættu að eignast þessa skífu — hún svíkur þá ekki. Svo er hljóðritunin hin ágætasta. Freddie Hubbard: Life Flight (Blue Note/Skífan) Freddie Hubbard var kallaður hinn litli Louis Armstrong þegar hann blés með Art Blakey. Ekki að hann blési líkt Louis — heldur var hann kraftmeiri blásari en flestir aðrir djasstrompetblásarar — og það er hann enn. Hann blæs ball- öður helst í fjórða gír. Á nýju skíf- unni hans eru verkin fjögur í Blue Note-stíl. Á hlið a að vísu fönkuð upp, en samt af ætt harðabopps- ins. Meðal einleikara þar eru Stanley Turrentine og George Benson. Á síðu b er ungur saxó- fónleikari úr sveit Horaces Silver mættur til leiks: Ralph Moore, og bassaleikari er Rufus Reid, sem lék með Dexter Gordon í Háskóla- bíói. Þetta er kraftmikil skífa og gott að fá Hubbard aftur á Blue Note. Hann er skilgetinn sonur þess merkis. Eiginlega hefur hann aldrei sagt skilið við sendiboða- hefð Blakeys þó hann hafi dansað um tíma kringum gullkálfinn poppfönkaða. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.