Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 33
Þjóðleikhússins kiappa fyrir sér — meira að segja fullt hús: „Það kom nú reyndar ekki til af góðu!“ segir hann þegar þessi saga er borin undir hann. „Ég hafði verið að stilla flygilinn þar fyrir Martin Berkovsky og þar sem hann er handsterkur maður er áslátturinn hjá honum fastur. Við höfðum verið þarna heilan dag, hann spilaði, ég stillti, hann spilaði og ég stillti því flygillinn afstilitist eftir nokkur lög. Martin bað mig að vera á bak við þegar tónleik- arnir byrjuðu ef eitthvað brygði út af. Spurði hvort ég væri til í að stilla flygilinn eftir fyrsta lagið, þar sem hann vissi að áslátturinn var kröftugur í því. Mér leist ekkert mjög vel á að fara inn á sviðið, flygillinn baðaður sviðsljósum og húsið fullt. Sem betur fer varð ekkert af því að ég þyrfti að fara á sviðið fyrr en í hléinu. Ég beið á bak við þar til ég sá að næstum allir leikhúsgestir voru farnir fram. Fór þá á sviðið og byrjaði að stilla. Svo heyrði ég fyrstu hringingu. Lét sem ekkert væri og hélt áfram. Svo kom önnur hringing. Loks sú þriðja og ég leit fram í salinn. Var hann þá ekki orðinn troðfullur af fólki aftur! Ég varð auðvitað að ljúka mínu verki, enda hafði mér verið sagt að taka þann tíma sem þyrfti. Stóð svo upp og byrjaði að ganga af sviðinu. Dynur þá ekki við lófa- tak!!! Ég vissi nú ekki alveg hvernig ég átti að vera eða hvað ég ætti að gera. Ætlaði mér jafn- vel að hneigja mig djúpt eða taka lagið fyrir fólkið en ákvað svo að hverfa á braut hið snarasta!!!" SÍMALÍNUSYSTEMIÐ Við snúum okkur aftur að píanóunum og Sigurður er spurð- ur hvað helst þurfi að varast í sambandi við þau: „Það verður að gæta þess að píanó standi ekki þar sem sólin skín á það á daginn. Þá hitnar það og kólnar svo aftur á kvöldin. Þetta er gamla símalínusystemið, strengirnir strekkjast í kulda og slaknar á þeim í hita. Raki er líka mjög slæmur fyrir þessi hljóðfæri og það þarf líka að varast að stilla píanóum þar sem mikill trekkur er, til dæmis nálægt útihurðum. Ef píanó eru flutt milli húsa þarf að gefa þeim ákveðinn tíma til að venjast breytingum á nýja staðn- um, hita og raka. Hálfur mánuður er ágætur tími til að hljóðfærið aðlagist." Sigurður segist alls ófeiminn við að arka inn á heimili fólks sem hann hefur aldrei séð: „Ég var svolítið feiminn við þetta fyrst, en feimnin er alveg farin. Maður kynnist mörgum í þessu starfi. Jú, það þarf helst að vera næði meðan ég er að stilla," segir hann aðspurður og nefnir að það sé ekki efst á vinsældalista hans þegar farið er að ryksuga í kring- um hann meðan hann er að stilla! Erfiðustu píanóstillingu sem hann hefur lent í segir hann hafa verið á torgi innan í stórri verslunarmið- stöð í Gautaborg: „Það voru tuttugu sjónvarpstæki í gangi allan daginn og glymjandi auglýsingar í þeim öllum," segir hann. „Ég var beðinn að stilla píanó fyrir tón- leika sem þar átti að halda í hádegi og útvarpa. Sjónvarpstækin voru öll staðsett á vegg fyrir framan herbergið sem píanóið var í og þrátt fyrir dauðaleit gat hvorki ég né nokkur annar fundið út hvar ætti að slökkva á þeim. Það var ekki um annað að ræða en að stilla píanóið í þessum látum. Eftir tveggja klukkustunda vinnu og gífurlega einbeitingu og ég á síðasta tóni gengur inn maður, horfir á píanóið, horfir á sjónvarpsskermana og spyr: „Fer þetta ekki svolítið illa saman?" Ég hélt það nú. Náunginn beygði sig bak við píanóið og tók tækin úr sambandi!!! Ég þorði nú ekki að vera viðstaddur þessa tónleika en freistaðist aftur á móti til að kveikja á útvarpinu í bílnum á heimleiðinni. Heyrði sem betur fer jengan falskan tón!“ Hann segir fleiri skemmtilegar sögur, meðal annars af ágætum tónelskum ketti sem hann hitti: „Mér var lífsins ómögulegt að stilla píanóið fyrir kettinum, sem hafði hreiðrað um sig í hægindastól til að hlusta á tónlist. Hann kannaðist aftur á móti ekkert við þá tóna sem bárust frá píanóinu og gerði sitt ýtrasta til að hjálpa mér. Kíkti ofan í píanóið, gekk á hljómborð- inu og tók lagið, þangað til ég gafst upp og bar hann niður til húsráðanda. Það liðu nokkrar sekúndur. Þá var kisi kominn, stóð á afturfótunum við hliðina á mér og leit á verkið með miklum áhuga. Ég fór niður að verkinu loknu og þegar húsráðandi spurði hvort ég væri búinn svaraði ég: „Nei. Ég gerði ekkert. Kisa er búin!" Hins vegar hef ég aldrei lent í því sem kunningi minn í Svíþjóð lenti í. Hann kom í hús þar sem varðhundur var. Frúin í húsinu sagðist þurfa að fara út og væri ekki væntanleg aftur fyrr en um kvöldið. Hann skyldi bara stilla píanóið og læsa svo á eftir sér. Kunninginn lauk verkinu en þegar hann ætlaði út reis varð- hundurinn upp og sýndi tenn- urnar. Vinurinn varð að gjöra svo vel að sitja við píanóið þangað til frúin kom heim um kvöldið!" Hann segist telja ástæðu þess að svona lítið beri á píanóstillurum þá að það fari svo lítið fyrir starfi þeirra. „Það finnst öllum eðlilegt að fara á píanókonsert. Þar eru flygill og píanóleikari. Hins vegar hugsa fáir út í hvað góð píanóstilling er stór hluti af góðum konsert." Hvort starfið sé það vel launað að það sé auðvelt að lifa af því svarar hann neitandi en bætir líka við með glott á vör: „En ég er lifandi!“ Og hvort hann setjist aldrei við píanóið að afloknum vinnudegi og spili eins og eitt djasslag svarar hann að bragði: „Aldrei!" Allt í eróbikk - líkamsrækt - fimleika - jazzballett arena PÓSTSENDUM SPOHTVOHUH SPORTVORUVERSUUN INGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNI kLAPPARSTÍGS 06 GRETTISGÖTU S:11783 Heildsölubirgðir: S. 10330 SAFIR1300 Fallegur fjölskyldubíll á mjög góðu verði eða aðeins kr. 214 þús. m/ryðvörn. Opið laugardaga 10—16 Beinn sími söludeildar: 31236 m <83 BIFREHDAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.