Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 12
„Ég tel að þegar ráðherrarnir
eru orðnir ellefu þá sé ráðherra-
dómur ekki full vinna/4
neinn maður þeirrar skoðunar að
það eigi ekki að gera neitt nema það
sem allir eru sammála. Þá mundi
mjög lítið gerast í borginni. Það þarf
töluverða hörku og ábyrgð að fylgja
slíkum málum eftir og guggna ekki
alltaf við fyrsta blástur sem á þá er.
Sjálfsagt má skýra mikinn hluta af
þeim studningi sem þessar skipu-
lagshugmyndir njóta med undan-
gengnum skipulagsskorti á þess-
um suœdum. Þar ber Sjálfstœdis-
flokkurinn stœrstu skömmina.
Ekki vafi. Hann hefur alltaf látið
undan háværum minnihlutahópum.
Þessir háværu minnihlutahópar,
sem yfirleitt þykjast tala í nafni alis
þorra manna, það er afar rangt að
láta þá alltaf rugla sig í ríminu. Það
hefur orðið til þess að margir mjög
góðir hlutir hafa farið forgörðum.
Það er mikið afrek að mínu viti að
koma þessu skipulagi í gegn og hafa
þó tiltölulega mikla sátt um það.
I könnuninni var spurt hver forseti
borgarstjórnar vœri. Einungis 18
prósent vissu deili á honum.
Ég skal ekki segja af hverju svo fá-
ir vita hver er forseti borgarstjórnar.
Það er kannski ekki von því á síð-
ustu fimm árum hafa fjórir setið í
þessum stól. Ég minnist þess þegar
búinn var að vera hér borgarstjóri í
vinstri tíð í tvö ár, þá vissi einn af sex
sem Dagblaðið spurði hver var
borgarstjóri. Ég býst við því að ef
spurt væri í dag vissu allir hver væri
borgarstjóri.
Þér hafa oft verið bornar á brýn
einrœdistilhneigingar í stjórn borg-
arinnar. Kannastu við þá hneigð?
Nei, ég hef ekki orðið var við það.
Hins vegar á ég mjög bágt með að
sætta mig við það að teknar ákvarð-
anir séu ekki framkvæmdar, það fer
mjög í skap mitt. Og þegar menn
eru að agnúast yfir því sem búið er
að ákveða og ætla að fara að taka
málin til eilífs endurmats, sem var
dauði vinstri meirihlutans sem gat
aldrei komið einu eða neinu frá sér
— ég þoli ekki slík vinnubrögð. Mér
finnst þau vera ógnun við alla fram-
bærilega stjórnun. Það fer í skapið á
mér og menn hafa kannski notað
það til að segja að ég sé einræðis-
sinnaður, sem ég er ekki. Ég á mjög
gott samstarf við fólk.
Ottast þú að Borgaraflokkurinn,
með Albert Guðmundsson í for-
svari, bjóði fram í borgarstjórnar-
kosningum?
Nei, það er fullkomlega eðlilegt
að nýr stjórnmálaflokkur taki þátt í
stjórnmálum á sem flestum sviðum.
Þú átt ekki von á að Borgara-
flokkurinn verði þér skeinuhœttari
en núverandi minnihluti?
Nei, alls ekki.
Vœri það erfitt fyrir þig að vera í
samstarfi við annan flokk í borgar-
stjórn?
Nei, það tel ég alls ekki fráleitt.
Það yrði hins vegar ekki eins góð
stjórn. Það yrði meira um málamiðl-
anir.
Auðvitað er það þannig að þegar
borgarstjóri, sem er æðsti embættis-
maður borgarinnar, er um leið póli-
tískur foringi meirihlutaflokksins,
þá getur hann fyrirfram tekið fleiri
ákvarðanir en í öðrum kerfum, því
hann veit að ef ákvörðun hans er í
lagi þá verður hún ,,bökkuð upp".
¥
Þeim möguleikum sem notendum
Aimenna gagnanetsins standa til
boða fer stöðugt fjölgandi, og með
fleiri notendum eykst notagildið.
ald, sem er tengt við símatækið, en
með því er hægt að ná sambandi
við netið í gegnum sjaffvirka síma-
kerfið á ódýran og einfaldan hátt.
Fyrir þá sem koma til með að nota
netið mikið er hagstæðara að fá sér
fasttengda línu og mótald.
HVERJUM GAGNAST NETIÐ?
Möguleika Almanna gagnanetsins geta
allir tölvunotendur nýtt sér og kostnaður-
inn er ekki meiri en svo að það ætti að
vera hverjum notenda mögulegt.
NOTAÐU ALMENNA GAGNANETIÐ
— TIL AÐ SENDA TELEX.
Með tengingu við almenna gagnanetið og
áskrift að svokölluðum tölvupósthólfafyrir-
tækjum erhægtað nota venjulega tölvu til
móttöku og sendinga á telex.
— TIL AÐ KOMAST í SAMBAND VIÐ
GAGNABANKA.
Ef þörf er á sérhæfðum upplýsingum er
unnt að komast í samband við gagna-
banka innanlands og erlendis sem geyma
ótrúlegt magn hvers kyns upplýsinga og
þekkingar.
— TIL FJARVINNSLU.
Með tengingu við almenna gagnanetið
geta útibú og afgreiðslustaðir fyrirtækja,
hvenær sem er komist i samband við móð-
urtölvu í höfuðstöðvunum og auðveldað
þannig margskonar vinnu.
— TIL AÐ KOMAST í SAMBAND VIÐ
AÐRAR TÖLVUR.
Með fasttengingu við almenna gagna-
netið opnast möguleiki á að ,,tala" við aðra
notendur i gegnum tölvuna. Kostir við
beint samband eru ótvíræðir, einkum ef
um er að ræða upplýsingar sem tæki óra-
tíma að lesa upp i síma, hvað þá að senda
þær eftir öðrum leiðum.
Nýlega tók Póst- og sfmamálastofn-
unin í notkun almenna gagnaflutn-
ingsnetið. Miðstöð gagnanetsins er
í Reykjavík en netstöðvar eru á 6
stöðum á landinu. Auk þess að
tengjast innbyrðis eru netstöðvarn-
ar tengdar gagnaflutningskerfum um
allan heim. Gagnaflutningsnetið líkist
símakerfi, en í stað símtækja koma
tölvur með tilheyrandi skjám og
prenturum. Með þessu opnast nýir
saoaauj
HBBIia
HBÖSflSSflUi
m m
möguleikar fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki sem hafa samskipti við aðra
með tölvum.
Tenging við gagnanetið er sára ein-
föld. Allt sem þarf er upphringimót-
PÓSTUR OG SÍMI
s: 26000.
Hann sem pólitiskur leiðtogi á gott
með að meta hverju verður fylgt eft-
ir af því sem hann gerir.
Telur þú ad þessu embœtti fylgi
hvað sterkast framkvœmdavald af
öllum embœttum í landinu?
Ég er ekki í nokkrum vafa um það.
Þú kannt því vel?
Ég kann því mjög vel. Ég held að
það sé ekkert ráðherraembætti sem
jafnast á við borgarstjóraembættið
hvað varðar þá fullnægingu sem
maður fær út úr því að sjá hlutina
verða til. Flest ráðuneytin eru með
svona 7—10 manns í fullri vinnu, en
borgarstjórinn hefur í raun beinan
aðgang að fleiri þúsund starfsmönn-
um. Þetta er mjög einstakt í okkar
stjórnkerfi.
Finnst þér þetta til fyrirmyndar
fyrir stjórnkerfið í heild?
Já, mér finnst það.
Vilt þú styrkja embœtti forsetans,
sem handhafa framkvœmdavalds-
ins?
Ég hef ekki hugsað dæmið svo
langt. En ég er ekki í vafa um það að
því beinna sem stjórnkerfið er, því
betur sem menn átta sig á því hvar
valdið liggur, því hreinna verður
það og því líklegra til að ná árangri.
Ég tel það væri nægilegt að hafa
hér 5 ráðherra. Forsætisráðherra
ætti auðvitað að hafa meiri völd en
hann hefur núna. Hann hefur í raun
hlægilega lítil völd, menn átta sig
bara ekki á því og það bjargar hon-
um. Hann er að vísu fundarstjóri og
getur komið fram út á við gagnvart
fjölmiðlum, en hann hefur sáralítið
forvald. Ég hugsa að það sé hvergi
til valdalausara forsætisráðherra-
embætti í veröldinni.
Forsœtisráðherraembœttið freist-
ar þín þá ekki eins og það er I dag?
Nei, ekki eins og er. Ég held að í
Sviss séu ekki nema 7 ráðherrar,
þannig að ég skil ekki hvað við er-
um að buröast með 11. Ég tel bara
að þegar ráðherrarnir eru orðnir 11
að þá sé ráðherradómur ekki full
vinna.
Þannig að ráðherrar í dag eru pa
aðeins í hálfgildings starfi?
Já, það finnst mér, margir hverjir
þeirra. Þegar þú ert búinn að deila
stjórnvaldi í þessu litla landi niður í
11 forstjóra í þessu tiltölulega litla
fyrirtæki er þetta orðið allt of lítið á
hvern mann.
En hefur þú hugsað þér að gera
gangskör að því að reyna að koma
þessum hugmyndum fram innan
Sjálfstœðisflokksins?
Nei, ég hef ekki hugsað mér það í
bili, ég vil halda mig við minn lista
hér. Eg fylgist með því sem er að
gerast í Sjálfstæðisflokknum til
hliðar og legg þar til mála eftir því
sem mönnum finnst eðlilegt. En ég
vil verja mínum tíma til stjórnunar
borgarinnar.
Hvað verður þú lengi borgar-
stjóri?
Eins lengi og fólkið vill. Mér líkar
starfið afar vel og minn hugur stend-
ur til þess að vera hér áfram. Ég nýt
starfanna hér, ég sé að það gengur
undan mér hér, ég sé árangur verka
minna og sé að ég hef full tök á
þessu. Ég hef góð stjórnunarleg tök
á þessu stóra fyrirtæki og mér reyn-
ist létt að stjórna því. Ég gef mig all-
an í það frá morgni alveg fram á nótt
og líkar það vel.
Hvernig finnst þér núverandi for-
sœtisráðherra hafa skilað sínu hlut-
verki?
Ég er stuðningsmaður Þorsteins
Pálssonar sem formanns flokksins.
Ég tel að hann við erfiðar aðstæður
hafi staðið sig vel. Ég held að enginn
ungur formaður í nokkrum öðrum
flokki hafi fengið aðra eins hluti að
glíma við og mér finnst hann hafa
gert það af yfirvegun og festu.
Þannig að þú œtlar þér ekki frek-
ari mannvirðingar innan Sjálfstœð-
isflokksins að svo komnu máli?
Ég hef ekki hugsað til þess. Á
meðan Þorsteinn Pálsson kýs að
vera formaður Sjálfstæðisflokksins
styð ég hann til þess.
En ef Þorsteinn Pálsson lœtur af
því starfi?
Ég get ekki svarað því öðru vísi en
þannig að ef slíkar breytingar verða
hljóta allir menn að endurmeta
stöðuna og þar með auðvitað talinn
borgarstjórinn í Reykjavík. Hann er
einn af áhrifamestu foringjum
flokksins, eins og menn vita. Það
hefur alltaf verið svo að hann hefur
tekið þátt í að endurmeta stöðu
flokksins þegar stórir hlutir hafa
gerst.
12 HELGARPÓSTURINN