Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 23
HVAÐ HEITIR BOKIN? — góðir, slæmir, tilgerðarlegir og látlausir bókartitlar Halldór Laxness er mestur rithöf- undur á íslandi. Þaö er líklega óum- deilt. En Halldór hefur ekki bara haft lag á þuí aö skrifa bœkur, hann hefur líka kunnaö öörum betur aö velja þeim nöfn. Titlarnir sem Hall- dór velur bókum sínum eru ekki ein- ungis blátt áfram og snjallir, heldur eru titill og bók oftastnœr eins og órofa heild — eöa getur nokkur ímyndað sér aö Sjálfstætt fólk heiti neitt annaö en Sjálfstætt fólk. Hiö sama má segja um íslandsklukk- una, Atómstöðina, Paradísarheimt, Kristnihald undir Jökli; titlarnir ríma fagurlega við efni bókanna og fanga anda þeirra. Og ekki var Hall- dóri Laxness síöur lagiö að skíra einstaka bókarhluta: Þú vínviður hreini, Fuglinn í fjörunni, Hús skáldsins, Höll sumarlandsins, Feg- urð himinsins. Það er svosem ekki hægt að gera bókartitlum nein viðhlítandi skil í stuttri blaðagrein. Það er lítil von að hægt sé að telja saman hvílík býsn hafa verið gefin út af bókum í heim- inum, og allar hafa þær einhvers konar titla. Hér er það samt ofætlun okkar að fjalla um bókartitla — á hundavaði. Góður titiíl bókar þarf náttúrlega ekki að segja neitt um það hvort bókin sjálf er góð eða slæm. Hins vegar getur klénn titill dregið all- verulega úr slagkrafti bókar. Martin Amis, breskur rithöfundur og blaða- maður, heldur því fram í nýlegri rit- gerð að sniðugir titlar, sem óvenju mikið virðist lagt í, bendi iðulega til þess að viðkomandi bók sé ekki yfir meðallagi. Máli sínu til stuðnings nefnir hann tvo hnyttna titla sem fæstir kannast líklega við: ,,Hang- over Square" og „Ballad of the Sad Café." Hins vegar segir Amis að það sé líkt og klassískir bókartitlar nái að hnitmiða í fáeinum orðum hug- myndir sem einhvern veginn liggi í loftinu. Þar nefnir hann til dæmis ,,Pride and Prejudice" eftir Jane Austen, ,,Hard Times" eftir Dickens, „A Portrait of the Artist as a Young Man" eftir James Joyce og „Lolita" eftir Nabokov. Amis fjallar svo sér- staklega um ,,Catch 22" sem er titill á skáldsögu eftir Bandaríkjamann- inn Joseph Heller, og segir á sá titill hafi á augabragði orðið í daglegu máli Ameríkumanna tákn fárán- leika, firringar og vanmáttarkennd- ar. Það er laf hægt að nefna fleiri slíka titla, sem í raun hafa öðlast sjálf- stætt líf og eru hérumbil jafn munn- tamir þeim sem hafa lesið bækurnar og þeim sem hafa ekki lesið bæk- urnar. Af titlum sem hafa náð að fanga ákveðinn hugmyndaheim eða ástand er af handahófi hægt að nefna: Stríð og friður, Glœpur og refsing, Dauöar sálir, Málaferlin, Beöiö eftir Godot og Vopnin kvödd, sem á ensku ber þann snilldartitil „A Farewell to Arms". Af nokkuð öðrum toga eru bókar- titlar sem eru hreint og beint móð- ins, líkt og berast á ölduföldum tíð- arandans. Römm er sú taug er prýðilegt heiti á bók sem ætluð er kynslóð lesenda sem flutti úr sveita- sælunni á mölinna. Á sama hátt var Leiö tólf — Hlemmur Fell afar tíma- bær bókartitill fyrir réttum áratug, í takt við unglingavandamál og borg sem þandist út yfir holt og móa. Núorðið þætti lesendum líklega lítið spunnið í báða þessa titla og ennþá hallærislegri þykja ábyggilega bókarheiti Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk, sem um skeið voru í Þórarinn Eldjárn Þórarinn nefndi þrjá titla sem hann taldi góða: Það blæðir úr morgunsárinu eftir Jónas Svafár, Ský í buxum eftir Vladimir Majakovski og Skriðu- föll og snjóflóð eftir Ólaf Jóns- son. Af slæmum titlum nefndi Þór- arinn bókaflokkinn Aldnir hafa orðið og Austangúlpur garró eft- ir Guðmuhd Daníelsson. „Það blæðir úr morgunsárinu og Ský í buxum eru þvílíkir snilldartitlar að ég held að ég þurfi ekki að útskýra nánar hvers vegna ég hef mætur á þeim," segir Þórarinn. „Skriðuföll og snjóflóð er greinargóður titill, „saglig" kalla Svíar það, hann segir nákvæmlega frá því sem bókin fjallar um. í safninu Aldnir hafa orðið er margt gott að finna, en titillinn er þess háttar að maður getur varla tekið upp bókina kinnroðalaust. Ég hef aldrei lesið bókina Austangúlpur garró, veit ekki um hvað sú bók fjallar né hvað titill- inn þýðir. En mér finnst hann vera allt það sem bókartitill á ekki að vera. Ég sé ekki fyrir mér að nokkur maður geti komið inn í bókabúð og sagt: „Ég ætla að fá Austangúlp garró." Höfundar eru náttúrlega mis- snjallir að velja bókum sínum nöfn. Mér hefur ekki reynst þaö tiltakanlega kvalafullt og er oft búinn að finna titilinn löngu áður en ég lýk við handritið. Ég er sæmilega ánægður með mína titla, enda eru þeir sumir hverjir málefnalegir og gefa ekki til kynna annað en það sem bókin inniheldur: Kvæði, Disneyrímur, Erindi. Annars hef ég stundum vitn- að til óskrifaðra bóka eftir ókunna höfunda í mínum bók- um og þannig getað prófað mig áfram með að finna titla. í smá- sögu eftir mig er til dæmis að að finna Ijóðabókina Aðrir sálmar og í annarri sögu galdraskræðu sem ber nafnið Hjólbarða. Með þessu móti hef ég fengið vissa útrás." raun ágæt til síns brúks: Allir eru ógiftir í verinu, Ráöskona óskast í sveit — má hafa meö sér barn, Lok- ast inni í lyftu. Eirðarlaus andi eftir- stríðsáranna í Frakklandi var greipt- ur í bókartitla á borð við Dáiö þér Brahms? og Útlendingurinn, vin- sælust bóka í Bandaríkjunum á þeim tíma hét,,On the Road", en hér á landi þreifuðu rithöfundar fyrir sér með borgarlífssögum sem hétu Ast á rauöu Ijósi, Sjötíu og níu af stööinni og Leikföng leiöans. Veg- urinn aö brúnni hlýtur að teljast óvenju listfengur titill á bók sem fjallar um stéttaátök í Reykjavík á kreppuárunum. Kynslóð Ijóðskálda sem tók út þroska á stríðsárunum og mátti gera það upp við sig hvort hún orti rímað ellegar órímað leitaði gjarnan í tregablandnar náttúrustemmningar þegar hún valdi bókum sínum nöfn. Þannig skíra höfundar á borð við Snorra Hjartarson og Ólaf Jóhann Sigurðsson kvæðabækur sínar Hauströkkriö yfir mér, Lauf og stjörnur, Aö laufferjum, Aö brunn- um. Af sama toga er heill skóli í ljóðabókaheitum: Heiönuvötn, Hreintjarnir, Undir haustfjöllum, Undir óttunnar himni, 1 sumardöl- um. Þetta eru hógværir og hljóðlátir bókartitlar. En það er sláttur á börn- um og þó einkum barnabörnum stríðsárakynslóðarinnar og þau snúa alfarið baki við heiðavötnum og stjörnubliki. Það eru ort Hraö- fryst Ijóö og titlarnir eru oft býsna langsóttir: Er nokkur í kórónafötum hér inni?, Salt og rjómi eöa blanda afgöddum og dúni, Svarthvít axla- bönd, Drengurinn meö röntgenaug- un, Greifinn af Kaos. Á sama tíma voru höfundar smá- sagna á allt öðru róli og skírðu bækur sínar nöfnum sem gáfu sterk- lega í skyn hvers konar bókmenntir voru á ferðinni. Það er kannski ekki hægt að tala um tískubylgju, en með stuttu millibili gaf „fyndna kynslóð- in“ út smásagnasöfnin Flýgur fiski- sagan, Margsaga, Sögur til nœsta bœjar og / smásögur fœrandi. Það er svosem ekki einhlítt að höfundum sé lagið að skíra bækur sínar eða ekki. Það eru til blaða- menn sem er fyrirmunað að semja góðar fyrirsagnir og eins geta höf- undum verið ákaflega mislagðar hendur. Þannig fer varla á milli mála að Pétur Gunnarsson hitti vel í mark þegar hann gaf fyrstu skáldsögu sinni nafnið Punktur punktur komma strik. Sú bók er líklega vin- sælasta byrjendaverk á íslensku. Annað bindi þessa flokks kallaði Pétur Eg um mig frá mér til mín, sem er alls ekki forkastanlegt nafn. Titlarnir á tveimur síðustu bindun- um eru hins vegar síður hnýsilegir — Persónur og leikendur og Sagan öll— þótt það sé tæpast ástæðan fyr- ir því að þau náðu miklu minni vin- sældum en tvö fyrri bindin. Á sama hátt hefur bæði Thor Vil- hjálmssyni og Sigurði A. Magnús- syni gengið upp og ofan að finna heiti á verk sín. Ungur maður og sigldur skrifar Thor bókina Maöur- inn er alltaf einn, sem rímar hreint prýðilega við tima atómsprengju og existensíalisma. Ljóðlína eftir T.S. Eliot verður honum titill á skáldsögu: Fljótt fljótt sagöi fuglinn. En Thor hefur líka orðið uppvís að því að skálda titla sem eru miðlungi góðir eða beinskeyttir: Mánasilfur, Turnleikhúsiö, Grámosinn glóir. Sigurður A. Magnússon velur fyrsta bindi endurminninga sinna hádramatískan titil, sem hæfir fylli- lega þeim uppvexti og aðstæðum sem lýst er í bókinni Undir kal- stjörnu. Þegar líður á sagnaritunina fer Sigurði hins vegar að fatast flug- ið, titlarnir segja ósköp lítið um efni bókanna og verða í raun hálfflaust- urslegir. Möskvar mórgundagsins og Jakobsglíman verða seint taldir í hópi sígildra bókartitla. I fljótu bragði, segir Matthías Viðar Sæmundsson, lektor í bók- menntafræði, að góðir bókartitlar séu af tvennum toga. Annars vegar séu það táknrænir titlar, þar sem reynt er að fanga efni bókar á skáld- legan hátt, gjarnan með einhvers konar myndhverfingu. Þar nefnir hann til tvo titla sem sér þyki af- burða góðir, íslandsklukkan og Óp bjöllunnar. í þá sé í raun greipt bæði efni og tónn verkanna. Hins vegar segir Matthías að titlar sem eru dregnir af persónum eða staðarheitum séu kannski ekki síðri og reynist oft sterkari þegar til lengdar lætur. Einfaldleikinn hitti iðulega best í mark, merkingarlegt látleysi segi oft allt sem segja þarf. Matthías nefnir sem dæmi titla á borð við Salka Valka, Maöur og kona og Tómas Jónsson metsölu- bók. Eða er hægt að hugsa sér sterkari bókartitil en Piltur og stúlka, ein- mitt vegna þess hvað hann er lát- laus og rúinn allri tilgerð. -eh Ólafur Gunnarsson Þrír titlar þykja Ólafi vera afleitir: Líf í læknishendi eftir Frank G. Slaughter, Ást en ekki hel sem kom út í bókaflokknum Rauðu smábækurnar og Land- búnaðurinn sigrar eftir Sovét- manninn Zabolotsky. Af þeim titlum sem hann hef- ur mætur á nefnir Ólafur: „Look homeward, Angel,, eftir Thomas Wolfe, Lygn streymir Don eftir Solokov og Arthúr konungur og ríddarar hringborðsins. „Þetta eru ekki bestu bækur heimsins," segir Ólafur, „en titl- arnir eru góðir. Það er einhver reisn yfir þeim. Mér hefur fund- ist einhver tign yfir Arthúri kon- ungi allar götur síðan ég var strákur. Titillinn „Look home- ward, Angel" er upphafinn og óskaplega fallegur, og ekki er bókin síðri. Yfir titlinum Landbúnaðurinn sigrar finnst mér vera einhver dómsdagstilfinning. Hann minn- ir mig á fornbókasölu, yfirfulla af bókum sem hafa lent í vatni og lykta af möl. Hitt held ég þurfi ekki að rökstyðja. Sjálfum hefur mér oft veist erfitt að skíra bækur. Titlarnir á fyrstu tveimur bókunum mín- um, Milljón prósent menn og Ljóstollur, voru hálfmisheppn- aðir. Það voru ekki nógu góð tengsl milli titils og bókar. Ég held að hinir tveir, Gaga og Heilagurandi og englar vítis, séu strax miklu skárri, þeir henta allavega bókunum." Jóhann Hjálmarsson Jóhann tilgreinir þrjá bókar- titla sem hann telur góða: Einn á ferð og oftast ríðandi eftir Sigurð Jónsson frá Brún, Heimur í fingurbjörg eftir Magnús Jó- hannsson frá Hafnarnesi og Það blæðir úr morgunsárinu eftir Jónas E. Svafár. Lakari þykja Jóhanni eftirfar- andi titlar: Landið þitt, ísland eftir Þorstein Jósefsson og Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Alíslensk fyndni eftir Magnús Óskarsson og Á matar- slóðum eftir Sigmar B. Hauks- son. „Annars eru allir titlar góðir og þeir hallærislegustu geta oft verið einna bestir," segir Jóhann. „Ég held ég reyni ekkert aö rök- styðja mitt val nánar, en ég vona að bókin Á matarslóðum hafi komið út, ég hef ekki séð hana sjálfa, heldur bara titilinn á ein- hverjum lista. En þarna sé ég fyr- ir mér menn rekjandi slóðir eftir einhverjum ræsum í útlendum stórborgum. Mér gengur náttúrlega mis- jafnlega að finna titla á mínar bækur. Þeir hafa sumir verið býsna skrautlegir, til dæmis Öngull í timann, Undarlegir fisk- ar og Malbikuð hjörtu. Yfirleitt er þó eitthvað í Ijóðunum sem er brúklegt sem titill. Þaö tekur mig oft langan tíma að finna titla, en hins vegar er ég verulega fljótur að finna titla á bækur sem ég hef ekki skrifað. Þannig á ég marga ágætis titla í fórum mínum, en enn hef ég ekki skrifað neina bók sem á við þá." HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.