Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 15
Sjúkdómur, sem herjar á fjölmiðlafólk og aðra sem
nota mikið tölvur, hefur að undanförnu verið vinsælt
umfjöllunarefni erlendis. Um er að ræða afar kvalafulla
verki í höndum og handleggjum. Margt veldur því, að
íslendingum gæti verið hættara við kvillum af þessum
toga en fólki af öðru þjóðerni.
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART
Þeir, sem vinna við tölvuskjá allan
daginn, vita að þessu tækniundri
fylgja frábærir kostir. Þeir vita hins
vegar líka, að þaö er ekki eingöngu
tekið út með sældinni að sitja vikum
Þeir, sem hreyfa þurfa ákveðinn lík-
amshluta ótt og títt við vinnu sína,
eiga á hættu að fá bólgur vegna nún-
ings sina og sinaslíðra.
saman fyrir framan tölvu. Því já-
kvæða í lífinu fylgir nefnilega oft
eitthvað miður skemmtilegt: Engin
rós án þyrna, engin tölva án tára —
sársaukatára...
Erlend fjölmiðlatimarit hafa að
undanförnu birt greinar um hræði-
legan sjúkdóm, sem herjar á hendur
og handleggi blaðamanna sem
vinna við tölvur. Samkvæmt frá-
sögnunum hefur sjúkdómurinn
höggvið stórt skarð í ritstjórnir og
fréttastofur og margir hafa hrein-
lega hrakist úr stéttinni af þessum
sökum. Fer ekki nánari sögum af
hinum horfnu félögum, nema hvað
þeir sitja víst einhvers staðar með
þéttvafðar hendur og bryðja verkja-
töflur.
ÓEÐLILEGT AÐ FINNA
EKKI TIL
Það er nú ljótt að tala í hálfkær-
ingi um sárþjáða stéttarbræður sína
í útlöndum, en umræðan um hinn
„nýja“ blaðamannasjúkdóm er ein-
faldlega dæmi um áhuga fjölmiðla-
(manna) á sjálfum sér. Sjúkdómurinn
er nefnilega hvorki nýr né herjar
mest á fjölmiðlafólk. Allir, sem
vinna langtímum saman við tölvur,
egar menn hreyfa sama líkams-
hlutann ótt og títt, en eru ad öðru
leyti hreyfingarlausir, myndast
óeðlilegt álag á vöðva og sinar.
Streita og þreyta gera síðan illt
verra.
eiga á hættu að fá afar kvalafulla
verki í hendur og handleggi — að
ekki sé minnst á axlir, háls og herð-
ar. Þar að auki er ekki um einhvern
einn krankleika að ræða, heldur
þrjá: vöðvagigt, sinaskeiðabólgu og
svokölluð festumein.
Það er þó auðvitað ekkert gaman-
mál að veikjast af þessari tölvuveiki,
sem upp á enskuna kallast RSl
(repetitive strain injury) eða ,,sí-
hreyfingarmein". Kvalirnar geta
verið gífurlegar, fyrir utan önnur
óþægindi sem af veikindunum hljót-
14 HELGARPÓSTURINN
ast. Og, eins og fyrr segir, þurfa sum-
ir að söðla algjörlega um í lífinu eftir
að þetta fer að hrjá þá.
Samkvæmt nýlegri könnun
Vinnueftirlitsins er það síður en svo
óvanalegt að Islendingar líði kvalir.
Vel yfir helmingi þjóðarinnar þjáist
af bak-, háls- eða herðaverkjum á ári
hverju. Dr Helgi Gudbergsson, sér-
fræðingur í atvinnusjúkdómum hjá
Heilsuuerndarstöd Reykjauíkur, seg-
ir þetta vera „nánast eðlilegt
ástand" fremur en undantekningu.
Það virðist Ijóst, að tölvur — þessi
töfratæki — hafa síður en svo
minnkað vandann. En hvers vegna
aukast atvinnutengdir sjúkdómar
við að skipt er úr ritvélum yfir í tölv-
ur? Ástæðurnar geta verið margar.
Helgi Guðbergsson telur að þær
megi m.a. rekja til þess að nú vinna
fleiri við lyklaborð en unnu áður við
ritvélar. Það eru ekki eingöngu
stéttir, sem áður þurftu mikið að
vélrita, sem orðnar eru tölvuvædd-
ar. Vinnuhraði hefur líka aukist
vegna þægilegri ásláttar og þar að
auki fylgir því oft meiri streita að
nota tölvu en ritvél, a.m.k. á meðan
tækið er enn tiltölulega framandi
fyrir notendum. Um leið og kyn-
slóðir, sem kynnst hafa tölvum
snemma í skólakerfinu, koma út á
vinnumarkaðinn ættu áhrif síðast-
nefnda þáttarins því vonandi að
minnka.
ÍSLENDINGAR í MIKILLI
ÁHÆTTU
Þeir tölvuþrælar, sem farnir eru
að finna fyrir einhverjum óþægind-
um í höndum, handleggjum, hálsi,
öxlum eða baki, ættu endilega að
kanna hver orsökin að baki verkjun-
um er. Það þýðir lítið að fara t.d. í
nudd eða gera aðrar ráðstafanir til
að iina þjáningarnar án þess að tak-
ast á við rót vandans — sé það á ann-
að borð mögulegt.
Mikil síhreyfing einkennir tölvu-
vinnu. Við hana getur orsakast nún-
ingur á sinum og sinaslíðrum (sina-
skeiðum), sem síðan veldur sárs-
aukafullum bólgum. Fólk, sem er í
sæmilegri þjálfun, verður þessum
bólgum síður að bráð en þeir, sem
sjaldan reyna á vöðvana og stunda
ekki líkamsrækt.
Líkurnar á síhreyfingarmeinum
aukast töluvert, ef unninn er langur
vinnudagur. Það er því trúlegt, að
við fslendingar, þetta vinnusjúka
fólk, séum í alveg sérstökum
áhættuflokki. Ekki batnar það held-
ur þegar við bætast streita, tauga-
spenna, þreyta og þunglyndi. Streita
er nær óumflýjanlegur fylgifiskur
ýmissa starfsstétta, t.d. meðal marg-
umræddra fjölmiðlamanna; við höf-
um alltaf verið talin fremur þung-
lynd þjóð hér í skammdeginu á
norðurhjara; og þreyta hlýtur að
gera vart við sig meðal fólks, sem
vinnur jafnmikið og lenska er hér.
Niðurstaðan er sem sagt sú, að
fólk, sem vinnur mikið við tölvur en
vill komast hjá vöðva- og sinakvill-
um, ætti eftir fremsta megni að var-
ast of mikla vinnu. Það þarf líka að
sinna heilsurækt, slaka á og brosa
a.m.k. út í annað munnvikið.
EKKI DEYFA KVALIRNAR
OG DRAGA AÐ LEITA
LÆKNIS
Lífsmáti Islendinga virðist ekki
beinlínis til þess fallinn að forða
okkur frá umræddum tölvusjúk-
dómi. Erlendis er vinnuvikan sífellt
að styttast, a.m.k. á hinum Norður-
löndunum, og segjast íslenskir
læknar oft vera í töluverðri sérstöðu
á ráðstefnum með erlendum kolleg-
um sínum. Lýsingar útlenskra
lækna á auknum frístundum, heilsu-
samlegra mataræði og almennari
líkamsrækt eiga nefnilega algjör-
iega við hér á landi. Eða hafa margir
orðið varir við auknar frístundir á
síðustu árum?
En það getur verið fleira, sem
kippa verður í lag, en lengd vinnu-
tímans. Réttar vinnustellingar eru
t.d. afar mikilvægar, en leiðbeining-
ar varðandi slíkt er m.a. að finna i
bæklingi Vinnueftirlitsins, Vinna
uid töluuskjái. Einnig er mikilvægt
að slá eins létt á lyklana og mögu-
legt er. Þeim mun meira afl, sem
notað er, því meiri líkur eru á vöðva-
gigt. Tölvunotendur ættu heldur
ekki að hvíla hendurnar á brún
lyklaborðsins, en eins og gefur að
skilja skiptir það höfuðmáli að
vinnuborðið sé í réttri hæð.
Slæm lýsing getur aukið mikið á
þreytu, hvort sem ljós er of mikið
eða af of skornum skammti. Það er
hinn gullni meðalvegur, sem hér
gildir, eins og svo víða annars stað-
ar. Hávaði eykur á spennu og
þreytu, svo nauðsynlegt er að gera
ráðstafanir til að halda honum í lág-
marki. Vinnuhlé skipta líka miklu
máli, en þau þurfa að vera oft á
hverjum vinnudegi.
Fyrir utan sjálfsagðar ráðstafanir
eins og þær, sem nefndar eru hér að
framan, er þar að auki mikilvægt að
deyfa ekki hugsanlegar kvalir með
verkjastillandi lyfjum. Slíkt leysir
engan vanda, heldur getur einmitt
gert hann enn verri. Því fyrr, sem
leitað er til læknis, því betra.
HÆTTUR AÐ GETA
BURSTAÐ TENNURNAR
Engin úttekt hefur verið gerð á
því hve útbreiddur hinn svokallaði
tölvusjúkdómur er hér á landi, en
mörgum sögum fer af því hve
skæður hann er víða orðinn í
Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Frá Bandaríkjunum
koma eftirfarandi lýsingar:
John Furney er 36 ára blaða-
maður í San Diego. Hann fór að
finna fyrir kvölum í hægri hand-
leggnum, þegar hann var að vinna
við tölvuna sína fyrir einu ári.
John fannst hálfasnalegt að leita
til læknis út af þessu, en svo fór að
lokum að ekki varð undan því
komist. Úrskurðurinn var sá, að
John væri haldinn sinaskeiða-
bólgu og að sinar, sem festa hand-
leggsvöðvana við beinin, hefðu
losnað. Blaðamaðurinn varð á
tímabili að nota olnbogaháar
spelkur úr harðplasti og þegar
hann skipti um gír á bílnum sínum
eða einhver tók hressilega í hönd-
ina á honum fann hann til nístandi
sársauka. Núna heldur John
Furney kvölunum hins vegar í
skefjum með nálastungumeðferð
og hitabökstrum. Honum batnar
þó ekki við þetta, en verkirnir
versna a.m.k. ekki á meðan!
Penelope Mcmillan starfar hjá
Los Angeles Times og hún var frá
vinnu í 5 mánuði á sl. ári vegna
sinaskeiðabólgu og festumeina.
Hún fékk skyndilega hræðilegar
kvalir, þegar hún var að skrifa hjá
sér minnispunkta. Læknirinn, sem
skoðaði Penelope, kvað ástandið
likjast fjórum „tennis-olnbogum",
sem ku vera mjög óþægilegur
kvilli. Og þrátt fyrir lyfjagjöf hefur
líðan Penelope lítið breyst.
Síðasta dæmið, sem hér verður
rakið, er af samstarfsmanni
Penelope, Robert Jones. Hann
varð á timabili að snúa sér að öðru
starfi, þar sem kvalirnar voru
orðnar svo miklar, að hann átti
m.a.s. orðið erfitt með að bursta
tennurnar. Robert gat heldur ekki
synt, hjólað eða ekið bíl. Hann er
enn þjáður, samkvæmt áreiðan-
legum heimildum, en hefur látið
sig hafa það að byrja aftur í blaða-
mennskunni. Hvað gera menn
líka ekki, þegar þeir eru helteknir
af fjölmiðlabakteríunni?
■ erestrojka heitir bók sem
kemur út samtímis í flestum löndum
Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum 2. nóvember.
Þann sama dag kemur bókin líka út
á íslandi. Höfundur bókarinnar er
ekki af lakara taginu, en það er sjálf-
ur Mikhael Gorbatsjov Sovétleið-
togi. Að sögn settist Gorbatsjov nið-
ur við að skrifa þessa bók þegar
heimurinn stóð á öndinni vegna
þess að hann hafði ekki sést opin-
berlega í tvo mánuði. Þeir sem séð
hafa segja að bókin innihaldi ótrú-
lega hreinskilna gagnrýni á Sovét-
kerfið og finnst undrum sæta að
aðalritari kommúnistaflokksins
skuli taka svo afdráttarlaust til orða.
Fróðir menn telja næsta víst að
þetta verði metsölubók víða um álf-
ur, en kannski síður hér. Það var
bókaforlagið Iðunn sem tryggði sér
útgáfuréttinn á alþjóðlegu bókasýn-
ingunni í Frankfurt sem haldin var
fyrir nokkrum vikum, en nú munu
tíu þýðendur sitja á vegum forlags-
ins og þýða Perestrojku, enda liggur
mikið við ef halda á útgáfudag-
inn...
A
H—nlð undanförnu hafa fræði-
menn við félagsvísindadeild háskól-
ans deilt um það hvað séu aflaklær
og hvort yfirleitt sé til nokkuð sem
heitið geti aflaskipstjórar. Kannski
fæst einhver úrlausn í bók sem kem-
ur út nú fyrir jólin og Hjörtur Gísla-
son, blaðamaður á Morgunblaðinu,
hefur skráð. Bókin ber nafnið Afla-
kóngar og athafnamenn og í
henni ræðir Hjörtur við fimm sjó-
sóknara: Magna Kristjánsson,
skipstjóra á Berki frá Neskaupstað,
sem einnig er þekktur fyrir að starfa
að þróunaraðstoð á Grænhöfðaeyj-
um; Þorstein Vilhelmsson, krafta-
verkamanninn á Akureyrinni þar
nyrðra; Guðjón A. Kristjánsson, for-
seta Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins og skipstjóra á Páli Páls-
syni frá Hnífsdal; Sigurð Georgs-
son, aflakóng á Suðurey frá Vest-
mannaeyjum, og Ragnar Guðjóns-
son, sem gerir út Esjar, 8 tonna
trillu, frá Hellissandi og aflar 350
tonna á ári. Og hvað segja svo þessir
aflakóngar. Jú, þeir hafa komist
þetta langt með mikilli vinnu — og
talsverðri heppni. . .
BILEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
ÚDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. A FLEST-
AR GERÐIR BlLA, ÁSETNING FÆST A
STAÐNUM.
BÍLPLAST
Vkgnhölfta 19, •imf 6M233.
PóstMndum.
Ódýrir sturtubotnar.
Tökum aö okkur trefjapiMtvinnu.
VlaljiA faianakt.
KÉRASTASE
‘FRÁ L'ORÉAL PARÍS
ÁÍT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM,
HELGARPÓSTURINN 15